Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Atvinnumál Að kjarasamningum felldum - allar líkur á að samningaviðræður flytjist heim í héruð Þreyttir samningamenn takast í hendur að lokinni undirskrift nýju kjarasamninganna aðfaranótt síðastliðins föstudags. Þeir virðast ekki hafa gengið nógu langt við samningagerðina miðað við hvaða móttökur samning- arnir fá i verkalýðsfélögunum. DV-mynd Brynjar Gauti Nú liggur fyrir að nokkur stór og áhrifamikil verkalýðsfélög hafa ýmist fellt nýju kjarasamningana eða neita að skrifa undir þá. Um leið velta menn því fyrir sér hvað nú taki við og hvaða afleiðingar það muni hafa aö stór verkalýðsfélög hafá hafnað samningunum. Allar líkur ei u á að samningaviðræður viö þau félög sem hafa hafnað samningunum flytjist heim í héruö því varla kemur til greina fyrir Verkamannasambandið að taka upp samningaviðræöur fyrir hluta félaga sinna. Það er í þaö minnsta skoðun Þóris Daníelssonar, fram- kvæmdastjóra Verkamannasam- bandsins. Það liggur ljóst fyrir aö þær samningaviðræður verða erf- iðar, þó ekki sé fyrir annað en það að nokkur stór félög hafa samþykkt samningana, svo sem Dagsbrún í Reykjavík og verkalýðsfélögin í Keflavík og Njarðvík, og sjálfsagt munu sum félög samþykkja hann og önnur hafna honum á næstu dögum. Samningunum verður ekki breytt Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að nýgerðum kjarasamningum verði ekki breytt í samningum við þau félög sem hafa hafnað honum. Hann segir að fiskvinnslan sé enn rekin með tapi, þrátt fyrir efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Hún geti einfaldlega ekki tekið meira á sig, en það eru einmitt félög meö fiskvinnslufólk í meirihluta sem hafnað hafa samn- ingunum. Þórarinn sagði ennfrem- ur að verkföll myndu ekki breyta þessari staðreynd og hann sagðist sannfærður um að ef til þeirra kæmi muni þau verða löng og öll- um erfiö. Ýmsir hafa bent á að ef til vill megi bjarga málunum með því að semja um einhver atriði sem séu staðbundin á hverjum staö fyrir sig. Ekki kæmi á óvart þótt sú yröi lausnin því einhverju verður að breyta í samningunum Iijá þeim félögum sem þegar hafa fellt þá, óbreyttir verða þeir ekki born- ir upp aftur. Slíkt er ekki hægt. Kemur til verkfalla? Verkakvennafélagið Snót í Vest- mannaeyjum var ekki aðili aö samningagerðinni á dögunum en hefur nú boðað verkfall sem hefst á mánudaginn kemur ef ekki nást samningar fyrir þann tíma. Flest verkalýðsfélögin innan Verka- mannasambandsins höfðu aflað sér verkfallsheimilda meöan á samningaviðræðunum stóð. Þau hafa því enn heimild til að boða verkföll og hætt er við aö þeirri heimild verði beitt ef samningavið- ræður heima í héruðum bera ekki árangur. Því er haldið fram að mörg fisk- vinnslufyrirtæki heföu ekkert á móti því að til verkfalla kæmi. Forráðamenn þeirra segja að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir frysti- húsin um þessar mundir og tapið á rekstri þeirra sé mikið. Aftur á móti halda forráðamenn verkalýðsfélaga, með fiskvinnslu- fólk í meirihluta, að nú sé besti Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson tíminn fyrir þau að þrýsta á með verkföllum, þar sem vetrarvertíð stendur nú sem hæst. Það getur því allt eins farið svo að til átaka komi á vinnumarkaðnum á næstu vik- um. Lítil fundarsókn Það er viðurkennt af forsvars- mönnum verkalýðshreyfmgarinn- ar að félagslíf og fundarsókn í félögunum sé í lágmarki. Það sé aðeins á fundum um sjálfa kjara- samningana sem einhverjir láti sjá sig. Þaö vekur samt furðu hve lítil fundarsóknin er hjá þeim verka- lýðsfélögum sem fjallað hafa um þessa samninga. Á fundi Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja voru innan við 30 manns á fundinum sem hafnaði samningunum. Talað er um góða fundarsókn hjá Dagsbrún þegar 600 manns mæta á fund um samning- ana. Menn mega ekki gleyma því aö félagar í Dagsbrún skipta þús- undum. í Garðinum voru það 19 manns sem tóku þátt í kosningum um samninga, í Grindavík, einni stærstu verstöð landsins, voru 79 sem greiddu atkvæði þegar samn- ingarnir voru felldir. Hjá Ffamtíð- inni í Hafnarfirði greiddu 102 atkvæði. Hjá Jökli á Höfn í Horna- firði greiddu 86 manns atkvæði um samningana. Alveg burtséð frá því hvort samn- ingarnir eru samþykktir eða felldir hlýtur það að vekja athygli hve sinnulausir félagar í verkalýðs- félögunum eru um kjör sín. Þeim sem ekki mæta á þessa fundi hlýtur því að vera sama um hvaða kjör þeir hafa og hvort fariö veröur út í verkfallsátök eða ekki. Samband fiskvinnslufólks Síðsumars í fyrra kom upp mikil umræða um nauðsyn þess að stofna sérstök samtök fiskvinnslu- fólks. Þessi umræða hjaönaði þegar ákveðið var að deildaskipta Verka- mannasambandinu og stofna þar meðal annars deild fiskvinnslu- fólks. Nú er umræða um stofnun samtaka fiskvinnslufólks að hefjast aftur, því eins og fyrr segir eru það verkalýðsfélög með fiskvinnslufólk í meirihluta, sem fella samningana. Fiskvinnslufólki þykir enn sinn hlutur of lítill þótt allir hafi talað um nauðsyn þess að bæta hag þess meira en annarra. Ástæðuna er ekki fyrst og fremst að rekja til þessara samninga heldur desemb- ersamninganna 1986, þar sem fiskvinnslufólkið var algerlega skilið eftir. Þá taldi það að því hefði verið fórnað fyrir hagsmuni ann- arra. Talsmenn Verkamannasam- bandsins höfðu um það mörg orð áður en samningaviðræðurnar hófust að mikill baráttuhugur væri í verkafólki um þessar mundir og það væri tilbúið að berjast. Miðað við hvernig móttökur samningarn- ir fá í félögunum er ljóst að þeir höfðu rétt fyrir sér. Fiskvinrtslu- fólkið unir ekki sínum hlut. Það kæmi því ekki á óvart þótt þau fé- lög sem eru með fiskvinnslufólk í meirihluta létu verða af því aö stofna sérstök samtök. Óvissa fram undan Eins og staðan er nú er mikil óvissa fram undan. Menn hljóta að spyrja, ef þau félög sem hafnað hafa samningunum, ná meiru fram en í honum býr, hvaö þau félög gera sem samþykkt hafa samning- ana. Það gæti allt eins farið svo aö þessir nýgerðu samningar hrein- lega spryngju. Jafnvel þótt Þórar- inn V. Þórarinsson segi að samningunum verði ekki hnikað til veit hann eins og aðrir að ef til harðvítugra verkfalla kemur á miðri vertíð sitja menn ekki að- gerðalausir. Þaö verður eitthvað að gera. Ef til vill verður hægt að leysa málin með því að semja við hvert félag fyrir sig um einhver staðbundin atriði. Það virðist í fljótu bragði vera það eina sem hægt er aö gera í stöðunni án þess að sprengja nýju samningana. -S.dór Hagstæðir greiðsluskilmálar auk Eurokredit og Visa vildarkjara. .................................... / t að 50% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.