Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 5
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 5 Fréttir Miklar vanskilaskuldir Ríkisskips: Fékk vandann fýrst til úrlausnar í síðasta mánuði segir Matthías A. Mathiesen samgönguráðherra Forráðamenn Ríkisskips upplýstu íjárveitinganefnd Alþingis ekki um þær miklu vanskilaskuldir sem fyr- irtækið er í við Ríkisáþyrgðasjóð og fj ármálaráðuneytiö þegar unnið var að fjárlagagerð fyrir þetta ár. Matthí- asi Á. Mathiesen samgönguráðherra hafði heldur ekki verið gerð grein fyrir vanskilum Ríkisskips, til úr- lausnar, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá samgönguráðherra. Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar, staðfesti í sam- tali við DV að íjárveitinganefnd hefði ekki verið kunnugt um þennan vanda Ríkisskips. Til þeirra vanskilaskulda, sem hér um ræðir, var stofnað á árunum 1982 til 1987 en upphaf málsins má rekja til áranna 1982, 1983 og 1984 þegar fyrirtækið réðst í verulegar fjárfest- ingar. Voru þá keypt tvö skip, Hekla og Askja, og eitt skip var smíðað fyr- ir Ríkisskip, flutningaskipið Esja. Þá var á sama tíma byggð yöruskemma við Reykjavíkurhöfn. Þessar fjárfest- ingar voru að öllu leyti fjármagnaðar með erlendum lánum. Vanskila- skuldirnar skiptast þannig að skuld- in við fjármálaráðuneytið er 72,8 milljónir en við Ríkisábyrgðasjóð er hún 283,3 milljónir. „Mér var 'ekki gerð grein fyrir þessu vandamáli, til úrlausnar, fyrr en í síðasta mánuði," sagði Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra. „Það komu heldur ekki neinar ábendingar eða tillögur um úrlausn þessa máls fram við fjárlagagerð síð- astliðið haust. Það var nýskipaður endurskoðandi fyrirtækisins sem í janúar síðastliðnum vakti athygh stjórnar fyrirtækisins á því að taka þyrfti málið upp við stjórnvöld til úrlausnar. Þá barst mér greinargerð stjórnarformanns fyrirtækisins um umfang málsins og bréf endurskoð- anda til fyrirtækisins en ég óskaði þá athugunar Ríkisendurskoðunar á málinu, en gerði jafnframt grein fyr- ir stöðu málsins í rikisstjórninni og fyrir formanni fjárveitinganefndar," sagði Matthías. Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar, sagði að vit- neskja um miklar skuldir Ríkisskips hefðu verið fyrir hendi í samgöngu- ráðuneytinu þar sem stjórnarfor- maður fyrirtækisins væri Hahdór Kristjánsson, skrifstofustjóri þar. „En það var ekki minnst á þetta við fjárveitinganefnd í haust og þvert á móti; menn létu vel af afkomu fyrir- tækisins. Þannig að mér kom afskap- lega mikið á óvart þegar þetta mál kom upp. Mér er líká kunnugt um að samgönguráðherra var ekki skýrt frá þessari stöðu fyrr en nýverið. Mér kom það á óvart að svona mikl- ar skuldir skuli vera hjá Ríkisskip og menn bíða eftir því að Ríkisendur- skoöun skih niöurstöðum sínum eftir athugun á fyrirtækinu," sagði Sighvatur. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisskips, sagði í samtali við DV aö hann hefði sent núverandi samgönguráðherra „minnisblað“ þar sem gerð hafi verið nákvæm grein fyrir skuldum fyrir- tækisins og hafi þetta bréf verið dagsett 10. júlí. Heföi hann óskað eft- ir fundi með ráðherra i framhaldi af því en af þeim fundi hefði ekki orðiö. Guðmundur sagði einnig að gerð hefði verið grein fyrir þessari stöðu fyritækisins nokkrum sinnum und- anfarin ár, meðal annars fyrir fyrrverandi samgönguráðherra og fjárveitinganefnd og árið 1985 hefði stjórnin sent frá sér ítarlega skýrslu um skuldir fyrirtækisins. „Við upp- lýstum bæði íjárveitinganefnd og samgönguráðherra um þetta á síð- asta kjörtímabili,“ sagði Guðmund- ur, en sagði jafnframt aðspurður að þetta mál hefði ekki komið til'um- ræðu á fundi með fjáryeitinganefnd síöastliðið haust. Ekki sagöist hann geta gefið skýringar á því af hverju núverandi ijárveitinganefnd hefði ekki vitneskju um þessa hluti og ekki sagði Guðmundur að gerö væri grein fyrir þessum miklu vanskilum í rekstraráætlun fyrirtækisins fyrir þetta ár. -ój Landið helga Egyptaland - skemmtiferðaskip á Níl Páskaferð 30. mars-14. eða 21. apríl (16 eða 22 dagar) Jerúsalem - Betlehem - Jeríkó - Dauðahafið - Nazaret - Galíleuvatn - Egyptaland - Kaíró - Pýramidarnir - 5 dagar með skemmtiferðaskipi á Níl - Baðstrandardagar í ferðalok 4ra og 5 stjörnu hótel með morgunmat og kvöldmat og samt kostar ferðin eins og tvær viku- ferðir til London eða góð sólarlandaferð. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. Ögleymanleg ævintýraferð. Fögur lönd og framandi . . FLUGFERÐIR þjóðlif. Sólskinshvíld við Miðjarðarhafið og glæsi- legt lúxusskemmtiferðaskip á Nil. SOLRRFLUC Vosturgötu 17 simar 10661. 15331. 22100 r íf ' ' ' I i- i i V ... 7'. :'r. - M í/)..., rji , . fJj **% i i ív<(P 7/1OMþ.há h tJCjk ’/m . m fi/ yj<% W/jMw j r-vO . . m Pað fer aldrei a _ - í.f '.■ ■ • . Þegar þú sækir um Gultreikning hjá Búnaðarbankanum áttu kost á því að fá af þér á tékkaeyðublöðin. Kosturinn er augijós. Öryggið í tékkaviðskiptum Þú þarft aðéins að skila inn nýrri passamynd af þér þegar þú sækir um Gullreikning tækifærið til þess að fræðast um alla hina kosti reikningsins. Fáðu þér Gullreikning og á milli mála h'ver þú ert. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Frumkvæði. t .Traust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.