Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 10
10' MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Utlönd Reyna allt til að stöðva Bush Helstu keppinautar George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, um útnefningu sem forsetaefni repú- blikana í komandi kosningum, reyna nú allt hvaö af tekur að klekkja á varaforsetanum. Bæði Pat Robertson og Robert Dole, byggja nú baráttu sína fyrir forkosningarnar á morgun að miklu leyti á hvatningum til kjó- senda um að stööva Bush. Robertson hefur meira að segja lagt til að stofn- að verði til sérstakra samtaka annarra frambjóðenda og stuðnings- manna þeirra, gegn varaforsetanum. Skoðanakannanir benda til þess að Bush muni hljóta um helmingi fleiri atkvæði í forkosningunum á morgun heldur en Robert Dole og Pat Robert- son. Fjórði frambjóðandinn meðal repúblikana, Jack Kemp, rekur lest- ina og virðist ekki eiga neina möguleika lengur. Bush vann afgerandi sigur í for- kosningunum í Suður-Carolina á laugardag þrátt fyrir ákafar tilráunir Robertsons til þess að skipa þar fyrsta sætið. Repúblikanar ganga á morgun til forkosninga í sautján fylkjum og kjósa þá sjö hundruð fimmtíu og þrjá af þeim 2.277 kjörmönnum sem munu ákveða hver verður frambjóð- andi flokksins. Demókratar ganga hins vegar til forkosninga i tuttugu fylkjum og kjósa þá 1.307 af þeim 4.162 kjör- mönnum sem ákveða munu þeirra frambjóöanda. Skoðanakannanir benda til þess að Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, njóti mest fylgis demókrata. Jesse Jackson fylgir hon- Mánudaginn 7. mars 1988 tekur gildi breyttur opnunartími á bensínstöðvum í Reykjavflc, Seltjamamesi, Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ og Haínarfirði. Ástæða fyrir breyttum opnunartíma er nýgenður samningur vinnuveitenda við Veikamannafélagið Dagsbrún og Veikamannafélagið Hlíf, er varðar bensínaf- greiðslumenn. Samningurinn felur í sér styttingu á opnunartíma bensínstöðv- anna, þannig að ífamvegis verður lokað kl. 20.00 í stað 21.15 áður. Sölutími bensínstööva á áðumefndum svæÖum veröurskv. samningiþessunu Virka daga allt árið: Opnað kl. 07.30, lokað kl. 20.00 Sunnudaga í júní, júlí, ágúst og september: Opnað kl. 09.00, lokað kl. 20.00 Aðra sunnudaga: Opnað kl. 10.00, lokað kl. 20.00 Aðrir helgidagar: Opnunartími auglýstur sérstaklega Viðskiptavimm olmfélaganm er vinsamlegast bent á, að sjálfssalar eru opnireftirkL 20.00. um þó fast eftir og Richard Gephardt og Albert Core njóta einnig nægilegs fylgis til þess aö eiga alla möguleika. Raunar er enn talið að Richard Gephardt sé líklegasta forsetaefni demókrata. Andstæðingum George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, líst ekki meir en svo á hversu sigurlíkur hans hafa aukist og reyna því sitt ýtrasta til að stöðva sigurgöngu hans nú. Simamynd Reuter Níu féllu fyrir hendi skæruliða Skæruliðar kommúnista á Filippseyjum skutu í gær til bana scx sjómenn og þrjá óbreytta borg- ara nálægt bandarískri herstöð. Skærultðar eru einnig sagöir hafa gert innrás í þorp nokkurt á laugar- daginn og tekið lögreglusfjórann þar í gíslingu. Talsmaður bandaríska hersins sagði að árásin fyrir utan herstöð- ina í gær hefði á engan hátt beinst Yfirmenn lögreglunnar i gegn bandarískum starfsmönnum Fílippseyjum með þrjátíu og einn herstöövarinnar. Sjómennirnir grunaðan meðlim skæruliða þrir unnu við öryggisgæslu við kommúnista sem teknir voru í herstöðina. skyndiáhlaupum um hundrað Um hundrað skæruliðar, á farar- metra frá aðalbækistöðvum lög- tækjum sem stohð hafði verið frá reglunnar. Simamynd Reuter stjórninni, gerðu á laugardaginn atiögu aö þorpi nokkru um hundr- og útvarpsbúnaði og flúðu síðan. aðogsextíukílómetrafyrirsunnan Árásimar um helgina komu Manila. Eftir að hafa tekið lög- tveimur sólarhringum eftir að reglustjórann til fanga lokuðu þeir Corazon Aquino forseti hvatti öhum leiöum aö þorpinu. Skæru- sveitarstjóra og borgarstjóra til að hðarnir stálu vopnum, skotfærum uppræta samtök skæruliða._ írar skotnir til bana á Gíbraltar Lögreglan á Gíbraltar skaut í gær th bana þijá íra sem taliö er að hafi verið meðlimir í írska lýðveldis- hernum. Skammt frá þeim stað sem Irarnir, tveir karlmenn og ein kona, voru skotnir fann lögreglan síðar bíl með sprengju og var hún gerð óvirk. Bílnum hafði verið lagt þar sem breskir hermenn, sem voru nýkomn- ir frá Irlandi, ætluðu að taka við vakt á þriðjudaginn. Annar karlmannanna var dæmdur th Qórtán ára fangelsisvistar fyrir að hafa átt aðild að sprengjuthræði í Belfast á írlandi árið 1976. Enginn þremenninganna er sagður hafa ver- ið á flótta eða eftirlýstur. Að sögn sjónarvotta stukku lög- reglumennirnir í gær úr bíl og skutu einn írann án nokkurrar viðvör- unar. Tveir íranna voru skotnir við bensínstöð nálægt flugvelhnum og sá þriðji á hlaupum þaðan. Sjónar- vottar töldu ekki ólíklegt að lögreglu- mennirnir gætu hafa tilheyrt sérstakri sveit breskra lögreglu- manna sem berjast gegn stjórnmála- glæpum. Hóteleigandi nokkur sagði sérstaka lögreglusveit hafa dvahð á hóteli sínu undanfama níu daga. Talsmaður lögreglunnar á Gíbralt- ar vildi í gær ekki svara neinu um hvers vegna írarnir hefðu verið skotnir úr því aö þeir vom óvopnað- ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.