Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 15
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 15 SÍS - Smárahvammsland Ég fékk „skeyti“ í DV föstudag- inn 26. febrúar frá einhverjum sem kaliar sig Smára og annaö í Tíman- um um þá helgi frá „konu í Vesturbænum“. Mér sýnist þetta vera sama kellingin, hvort sem hún er kvenkyns eöa karlkyns. Kellingin segist hafa haldið mig vera samvinnumann og hneykslast á að ég skuli hafa staöiö að því aö fella SÍS eins og hún kýs að oröa þaö - ekki einu sinni setið hjá við atkvæöagreiðslu í bæjarstjórn þeg- ar afgreiðsla Smárahvammsmála fór fram. Samvinnumaður - félagshyggjumaður Ef það er sami skilningur sem felst í hugtakinu samvinnumaður og því sem almennt er kallað fé- lagshyggja þá er það rétt að ég fylgi þeirri stefnu. Það aftur á móti að vera félags- hyggjumaður að lífsskoðun jafn- gildir ekki því að fylgja í bhndni öllu því sem samvinnuhreyfmgin eða forystumenn hennar taka sér fyrir hendur. Það virðist vera nauðsynlegt fyr- ir mig að árétta við kellinguna aö ég er kosinn í bæjarstjórn Kópa- vogs til þess að gæta hagsmuna Kópavogskaupstaðar og fólksins sem hér býr. I þessu tilfelli eru það hagsmunir okkar að þetta land byggist sem fyrst. Tekjur af fast- eignum, sem þar munu rísa og rekstri í þeim, munu nema veruleg- um fjárhæðum. Tekjur sem bæjar- sjóð munar um. KjaUarinn Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi í Kópavogi kann ekki svör við því hvað gerðist hjá þeim en mig grunar að SIS hafi tekist að sannfæra ráðaménn Reykjavíkur um þaö að þeir geti ekki leyft sér að meðhöndla SÍS eins og óvelkomiö aðskotadýr í bprginni eins og gert hefur verið. SÍS hefur sýnt fram á að það getur ílutt starfsemi sína úr borginni og er það of stór biti til að missa úr aski sínum. Fífuhvammsland -engarundirtektir Forráðamenn SÍS voru ekki til- búnir til þess aö standa við stóru fyrirheitin sem þeir létu liggja að á okkar fyrsta fundi, nefnilega að þeir vildu sjá alla starfsemi sam- vinnuhreyfingarinnar „undir sama þaki“ og töldu Smára- „Ég fer ekki dult með það að ég hef orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigð- um með SÍS-forystuna.“ Of stór biti Það er rangt sem kellingin heldur fram að við höfum platað SÍS til þess að lengja forkaupsréttarfrest- inn. Forráðamenn SIS buðu þetta sjálfir að fyrra bragði. Þeir voru ekki tilbúnir með þær áætlanir sem þeir vildu leggja fram og síðan misstu þeir áhugann á landinu. Ég hvammsland vera ákjósanlegt til þeirra hluta. Þeir enduðu í því að vilja halda landi undir einn stór- markað og bensínstöð. Það getum við uppfyllt í Fífuhvammi en þar eigum við næg lönd til þess að mæta þessum þörfum samvinnu- hreyfmgarinnar og þó meira væri. Við buðum þetta strax, en við engar ....til þess að gæta hagsmuna Kópavogskaupstaðar og fólksins sem hér býr.“ Kópavogskaupstaður. undirtektir. Nú hefur KRON tekið upp merkið og sótt um land í Fífu- hvammi undir stórmarkað. Vonandi hafa kaupfélagsmenn meira bein í nefinu en forráöa- menn SÍS og fylgja þessari umsókn eftir. Ekki til að safna gróða Ég fer ekki dult með þaö að ég hef orðið fyrir ákaflega miklum vonbrigðum meö SÍS-forystuna. Ég átti von á því aö þar færu menn sem létu athafnir fylgja orðum en sú von brást í þessu tilfelli. E.t.v. var tilgangurinn með öllu saman sá einn að bæta stöðu sína gagnvart Reykjavíkurborg. Þeir væru þá ekki þeir fyrstu sem fara þannig að. Annars er meginhluti þessara kellingagreina eitt svartnættisraus um það að Hagkaup sé aö „fella“ SÍS með lágu vöruverði. Samvinnuverslun var komið á fót á síðustu öld til þess að brjóta af þjóðinni verslunareinokun, lækka vöruverð og bæta kjör þjóðarinnar. Og hún gerði það. Samvinnuverslun á að þola sam- keppni, hún er ekki rekin til þess að safna gróða. Ef þaö gerist þá hafa hlutinir snúist við, þá er sam- vinnuhugsjónin ekki lengur með í verkum. Þetta er harður dómur sem kellingin er að kveða upp yfir SÍS, sem hún þykist þó vera að verja. Ég vona svo sannarlega að hún hafi rangt fyrir sér. Skúli Sigurgrímsson A mörkum sannleikans: Línudansinn „Enginn gefst upp baráttulaust, meöan einhver von er um aö fá ein- hvers staðar peninga." Það hefur vakið furðu mína hvað frammámenn þessa þjóðfélags dansa oft mikinn hnudans á mörk- um skröks og sannleika. Oftast held ég að það sé af hugsunarleysi eða af skorti á yfirsýri. En þó er ekki hægt að horfa fram hjá því að í sumum tilfellum virðast menn vera vísvitandi að fara með rangt mál. Það sem einkum hefur vakið at- hygli mína er að allir þessir þættir beinast að því að villa um fyrir því fólki sem minnst ber úr býtum. Og vegna óhóflegs vinnuálags, til þess að framfleyta sér og sínum, hefur þetta fólk ekki tíma til þess aö grandskoða allar þær ráðstafanir sem stjórnvöld gera. Ég ætla hér aö drepa á fáeina þætti sem glöggt sýna, að mínu mati, vísvitandi rangfærslur stað- reynda. Framfærsluvísitalan Vísitala þessi hefur um langt skeið verið notuö til þess að telja okkur trú um að við hefðum það að meðaltali gott. Við skulum aðeins skoða þessa vísitölu með hliðsjón af launum láglaunahópanna. Neyslugrunnur sá sem útreikningurinn er byggður á gerði ráð fyrir því að vísitölufjöl- skyldan hefði til eyðslu í nóvember sl. að frádregnum sköttum, 220.687 kr. Þetta skiptist þannig milh flokka. Matvörur 50.069 kr. Drykkj- arvörur og tóbak 11.864 kr. Föt og skófatnaður 21.351 kr. Rafmagn 3.131 kr. Húshitun 4.648 kr. Hús- gögn og heimilisbúnaður 19.121 kr. Heilsuvernd 4.633 kr. Rekstur bif- reiðar 27.906 kr. Símagjöld 1.312 kr. Annaö 4.660 kr. Tómstundaiðkun og menntun 24.332 kr. vörur og þjónusta, ótalið og óflokkaö, 24.312 kr. Húsnæði 23.348 kr. Það þarf nú ekki'glöggan mann til þess að sjá að þetta eyðslumynst- ur er ekki í neinu samræmi við lífskjör meginþorra launþega. En KjaUaiinn Guðbjörn Jónsson fulltrúi það þarf kaldrifjaðan mann til þess að finnast þetta eölilegt. Vegna þess að því er haldið fram að þessi vísi- tala bæti okkur verðhækkanir vil ég láta koma fram hér raunveruleg áhrif hennar á verðhækkanir mat- væla. Þær tölur sem hér eru nefndar að framan eru úr vísitölunni í byrj- un nóvember 1987. Þá var sagt að verðhækkanir matvöru frá næsta mánuði á undan væru 3% sem hækkuðu matvöruþáttinn úr 48.610 kr. í 50.069 kr. eða um 1.459 kr. Það sem reiknast inn í vísitöluna af þessari hækkun er aöeins 182 kr. Ef við htum nú aö lokum á áhrif söluskatts á matvöru út frá þessum grunni htur dæmiö svona út. Þátt- ur matvöru 50.069 kr„ eftir sölu- skattsálag verður þessi upphæð 62.586 kr. Hækkunin hefur því orð- iö 12.517 kr. Það sem reiknast inn í vísitöluna af þessari hækkun er aðeins 1.558 kr. Vextir og fjármagnskostnað- ur Það hefur verið predikaö óspart að hægt væri að draga úr eftir- spurn eftir fjármagni hér á landi með því að hækka vexti. Mér finnst það með eindæmum að virtustu menn okkar á sviði peningamála skuli láta hafa sig út í að halda þessu fram. Það er oftast vitnað í stjórnun fjármagns í örðum löndum þegar verið er að mæla þessu bót. Grunur minn er sá að menn horfi vísvit- andi fram hjá veigamiklum atrið- um í þessum málum. Ég held að hvergi í þessum viömiðunarlönd- um sé rekstur fyrirtækja og heimila jafháður lánsfjármagni og hér á landi og því sé samanburður ekki aðeins villandi heldur sé hann beinlínis skaölegur. Megnið af útlánum í þessu landi er með svonefndum breytilegum vöxtum. Það þýðir í raun aö um leið og búið er að taka lán er fjár- hagsleg afkoma viðkomandi í höndum yfirmanna viðkomandi lánastofnunar. Þegar lánið var ték- ið var grundvöhur fyrir því að geta staðið í skilum. Hálfum til einum mánuði eftir að samið var um lánið voru vextir þess hækkaðir og um leið hruninn grundvöllur sá sem var fyrir að geta staðið í skilum með greiðslur. Ef um rekstur er aö ræða er í flestum tilfehum eina færa leiðin að hækka verð á vöru eða þjónustu. Þaö aftur eykur enn meir vanda einstakhngsins sem á engan hátt getur velt af sér aukn- um kostnaði. Hans eina von er að vinna meira, í von um að geta losn- að úr klemmunni. Ég vænti þess að þegar þetta birt- ist sé mönnum enn í minni grein mín um lánskjaravísitöluna og þátt hennar í fjármagnskostnaðinum. Ef þjóðfélag okkar er skoðað með opnum augum ætti sæmilega glöggum manni að vera ljóst að vaxtahækkanir kalla á ennþá meiri eftirspurn eftir peningum. Þessa niðurstöðu mína byggi ég á þeirri staöreynd að fyrirtæki hér á landi búa almennt við lágt hlutfall eig- infjár, hátt hlutfaU skammtíma- lána og lélega rekstrarafkomu. Hvað einstakhnga varöar er vandamálið helst það að fólk er búið aö eyða fyrirfram væntanleg- um tekjum næstu 3-5 mánaða eða jafnvel meiru. Ýmsar leiðir eru farnar í þessari eyðslu, t.d. fyrir- framgreidd laun, notkun greiöslu- korta í daglegar þarfir, vegna þess að búið er að eyða fyrirframlaun- unum áður en þau eru greidd, yfirdráttur á tékkareikningum, út- borgunarlausir afborgunarsamn- ingar og að lokum tveggja til þriggja mánaða vanskil á afborg- unarsamningum. Allir þessir þættir eru þess valdandi að vaxta- hækkun kallar á meiri eftirspurn. Enginn gefst upp baráttulaust með- an einhver von er um að fá ein- hvers staðar peninga. Gengisfelling Mikið er ávallt rætt um af hálfu útflutningsfyrirtækja að mjög brýnt sé að leiðrétta gengi krón- unnar. Fram til þessa hefur umræðu af þessu tagi verið svarað með því að erlend lán þessara sömu fyrirtækja myndu hækka svo mikið viö geng- isfellingu að með því væri ekki leystur neinn vandi. Eftir þvi sem ég kemst næst er staöan sú núna að gengisfelling þýöir gjaldþrot margra stórfyrir- tækja á sviöi verslunar og þjón- ustu, auk þess að hækka lán ríkissjóðs stórlega í krónum talið. Þetta er ráðamönnum þjóðfélags- ins greinilega ljóst og hafa því ekki hátt um málefni þetta. Guðbjörn Jónsson „Hvað einstaklinga varðar er vanda- málið helst það að fólk er búið að eyða fyrirfram væntanlegum tekjum næstu 3-5 mánaða eða jafnvel meiru.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.