Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. VEISLUELDHUSIÐ ÁLFHEIMUM 74 VEISLURÉTTIR HEITIR 0G KALDIR sendum hvert sem er - hvenær sem er SÍMI 685660 og 686220 ÁRTÚNSHOLT Hef opnað hárgreiðslustofu á Ártúnsholti Hárgreiðslustofa Hárgreiðslustofa Agnesar Einars. Bleikjukvísl 8, neðri hæð, sími 673722. Einnig opið laugardaga frá kl. 10-14. Opið fermingardagana og á laugardögum. PIVOT pomi Vönduð leðurlíkis sófasett l Verð 62.630, _ Staðgreiðsluverð 56.367,- Greiðslukjör allt að 11 mánuðir. VILDARh/OR VISA IrURC KREPIT m láJ JAT'J'JIII SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 84850 P. O. BOX 8266 - 128 REYKJAVlK Andlitið að baki grímunni Þaö hefur löngum verið svo að þeg- ar rökin þrýtur er gripið til skammaryrða og hártogana. Á þeim nótum hefur hin svokallaða stúdentapólitík verið í gegnum ár- in. Þar hafa aursletturnar gengiö á milli fylkinga svo hinum venjulega stúdent blöskraöi og hann missti allan áhuga á slíkum hráskinna- leik. • í stað málefnalegrar umræðu um leiðir í hagsmunamálum stúdenta var tíma Stúdentaráðs eytt í um- ræður um þjóðmál og utanríkis- mál, auk hefðþundins skítkasts. Á undanfórnum árum hefur þó verið reynt að færa umræðuna inn á málefnalegra svið og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur lagt áherslu á að Stúdentaráð eigi einungis að starfa sem hagsmuna- félag stúdenta. „Glæpurinn“ Það lifir samt enn í gömlum glæð- um og fyrir nokkru geystist Anna Hildur Hildibrandsdóttir fram á ritvöllinn og sendi vænan aur- slettuskammt til greinarhöfundar og fleiri aðila. Tilefnið var greinarkorn eitt sem sá er þetta ritar leyfði sér að þirta um lánamál stúdenta. Þar var fyrst vikið að því hlut- verki lánasjóðsins að tryggja það að fólk gæti stundað nám óháð efnahag. Því næst voru færð rök fyrir því að framfærslugrunnur lánasjóösins væri óraunhæfur og að því loknu gerð grein fyrir tillög- um Vöku til úrþóta. Aö síðustu var skýrt frá framvindu tillagnanna hjá vinstri meirihluta Stúdenta- ráðs sem lét pólitík ganga framar hagsmunum og felldi ýmis góð mál, það var ekki hægt að láta Vöku eiga hugmyndimar. Sleggjudómar „Sannleikanum verður hver sár- reiðastur" og vegna þessa kallar fyrmefnd Anna Hildur þann er þetta skrifar „lygara“ og segir hann „þekkingarlausan og nennu- lausan“. Forsendur þessa álits hennar eru þær að greinarhöfund- ur kallar það að fella tillögur að svæfa þær í nefnd en Anna Hildur gerir það ekki. Vöku sakar hún um að „drepa námslánaumræðunni á dreif ‘ með nýjum tillögum og vera aö „þjóna KjaHarinn Jónas Fr. Jónsson laganemi óvinveittu ríkisvaldi". Fleira mætti tína til af sleggju- dómum en lítið fer fyrir málefna- legri gagnrýni á tillögurnar. Þær em afgreiddar á þann hátt að þær séu „ekkert innlegg í hagsmuna- baráttuna". Rökstuðningur er enginn. Ekki er einungis forðast málefna- lega gagnrýni heldur er ekki einu orði minnst á aðrar leiðir til úrbóta frekar en áður hjá vinstri mönnum. Það er jú alltaf auðveldara að gagn- rýna og rífa niður en benda sjálfur á leiðir til úrbóta. Sjálfdæmi Á slíkum nótum á málefnabarátt- an ekki að vera. Ef vinstri meiri- hlutinn heíði eitthvað til málanna að leggia væri hann búinn að því og myndi spara sér gífuryrðin. Málflutningur á þessum nótum dæmir sig einfaldlega sjálfur ög sýnir rökleysi í skýru ljósi. Þvílík gífuryrði eru einungis til þess fallin að minnka virðingu stúdenta fyrir hagsmunafélagi sínu og þeim sem þar stjórna. Griman fellur En það er á fleiri sviðum sem vinstri menn hafa farið aftur í gamla byltingarfarið en í grein Onnu Hildar. Grímudansleiknum í kringum stofnun Röskvu er nú lok- ið og þátttakendur í óða önn að taka niður grímurnar. Stefnuskrá félagsins er komin út og þar eru kaflar um utanríkis- og þjóðmál. Nú á að fara aftur í gamla farið og „bjarga“ heimsmálunum eða koma með „tímamóta“álykt- anir um það sem efst er á baugi í dægurþrasi stjórnmálanna. Það þarf aðeins að líta í Bjart, málgagn Félags vinstri manna, en þar segir: „Röskva hefur öll meginmarkmið Félags vinstri manna á stefnuskrá sinni". Breytinga er þörf Eftir viku veröur kosið í Háskól- anum. Þá velja menn á milli gamla og nýja tímans. Annars vegar Vöku, félags lýðræðissinnaöra stúdenta, sem vill að Stúdentaráð sinni eingöngu hagsmunamálum stúdenta og efli félagslíf í Háskól- anum. Hins vegar Röskvu sem býður upp á stóryrðapólitík, þjóð- málaályktanir og baráttu fyrir „mannréttindum hvar sem er í heiminum". Enn hefur Röskva engar tillögur komið með um leiðir að markmið- unum en verið þeim mun duglegri að géfa skít í hugmyndir Vöku. Slík hagsmunagæsla og svefngengils- háttur er með öllu óþolandi hjá vinstri meirihlutanum. Með því að taka frumkvæði, móta skýrar og sanngjarnar tillögur, studdar rökum og staðreyndum, næst árangur í hagsmunabarátt- unni. Gífuryrði og aurkast fá engu áorkað og er þeim einungis til vansa er slíku beitir. Jónas Fr. Jónsson „Þvílík gífuryrði eru einungis til þess fallin að minnka virðingu stúdenta fyr- ir hagsmunafélagi sínu og þeim sem þar stjórna.“ Strákar á kraftmikl- um kvartmilubílum, fjölskyldumenn á öflugum fjallabílum og fornbílamenn eru í Lífsstíl á morgun. Er bíladellan dýr og fer mikill tími í hana? Hvers vegna eru menn að liggja undir bílunum sínum öll- um stundum og láta alla umframpeninga sína og vel það I þessa járnfáka? Um þetta erfjallaðí Lífsstíl á morgun og rætt við nokkra bíla- dellukarlana. tvvo 'fo'lA.á'íiiclaa Og meira um bilamál. í Lífsstil á morg- un verður fjall- að um hækkun á iðgjöldum bifreiðatrygg- inga en bíleig- endur hafa veriðaðfá giróseðla með ótrúlegum upp- hæðum. Einnig verður fjallað um lögmanna- nefnd trygg- ingafélaganna og hlutverk hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.