Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 21
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 21 Fréttir Ráðhúsið við Tjömina í norskri útgáfu Páll Vilhjálmsson, DV Ósló: Nýlega lauk Norðmaðurinn Hans Olav Andersen prófi við Arkitekta- háskólann í Osló. Þegar Andersen leitaði að efni fyrir lokaverkefni sitt frétti hann af samkeppninni um ráðhúsiö við Tjörnina í Reykja- vík. í samtali við blaðamann DV segir Andersen að hann þekki vel til íslands, hafi oft komið til lands- ins og sé auk þess kvæntur ís- lenskri konu, Sigríði Magnúsdótt- ur. „Ég ákvað þess vegna að slá til og varð mér úti um samkeppnis- gögnin. í byrjun árs 1987 tók ég til við að teikna og skilaði teikningum af ráðhúsi Reykjavíkur til loka- prófs viö Arkitektaháskólann núna í haust,“ segir Andersen. Blaðamaður hitti Andersen á sýningu sem nýútskrifaðir arki- tektar héldu í Osló um mánaðamót- in janúar-febrúar. Á sýningunni var Andersen bæði með teikningar og líkön af ráðhúsi við Tjörnina. Við spurðum hvort harin þekkti til þeirra deilna sem væru um ráðhús- bygginguna í Reykjavík. Jú, Andersen vissi um úlfúðina út af staðsetningu ráðhússins en hafði bersýnilega ekki ákveðna af- stöðu til staðarvalsins. Sagði aðeins að byggingarlóðin væri falleg frá sjónarmiði arkitekts. Andersen teiknaði ráðhúsið sam- kvæmt forskriftum arkitektasam- keppninnar. Þó gerði hann tvær breytingar sem honum þóttu nauð- synlegar. Annars vegar lét hann ráðhúsiö allt vera samsíða Tjarn- arbakkanum og hins vegar bætti Andersen við ráðhústorgi, en í samkeppninni var ekki gert ráð fyrir torgi. Líkan af ráðhúsinu séð frá Tjarnar- götu. Aðalsalurinn sést vel og milli súlnanna er gert ráð fyrir opnan- legu gleri. Tröppur liggja að lágri syllu rétt ofan við yfirborð Tjarnar- innar. Lengst til hægri sést til ráðhústorgsins með fánastöngum. „Ráðhústorg er nauðsynlegt vegna allra þeirra athafna sem eðli- legt er að þar fari fram: útihátíða- höld, viðhafnarmóttökur og fjöldafundir," segir Andersen. Torgið er staðsett þannig að það myndar öxul meö Alþingishúsinu og Norræna húsinu. Með þeim hætti er ráðhúsið tengt umhverfi sínu en situr ekki eins og hornkerl- ing í útjaðri Kvosarinnar. Andersen teiknaði hringlaga flöt í Tiarnarkanti torgsins og gerir ráð Afstöðumynd sýnir stöðu ráðhússins við Tjarnarbakkann. Afstaða ráð- hústorgsins miðað við Alþingishúsið og Alþingisgarðinn kemur vel i Ijós. Byggingin til hægri við Aiþingishúsið er áætluð viðbótarbygging þings- ins. Hliðin sem snýr að Tjöminni er að mestu gler sem hægt veröur að opna á góðviðrisdögum. í salnum yrði hægt að koma fyrir veisluiang- borði, sem 150 manns gætu setið við, eða halda tónleika fyrir rúm- lega 700 áheyrendur. Skrifstofur borgaryfirvalda og annað tilheyrandi eru eftir húsinu endilöngu, samsíða Vonarstræti. Stigum og lyftum er þannig kom- ið fyrir að hægt er að loka aðalsaln- um án þess að trufla samgang á milli-annarra hluta hússins. Þegar nýútskrifaður arkitektinn er búinn að útskýra fyrir blaða- manni „sveinsstykkið" sitt er hann spurður hvers vegna hann hafi ekki sent teikninguna í samkeppn- ina. „Það stóð bara aldrei til,“ segir Hans Olav Andersen og yppir öxl- um yfir svona kjánalegri spurn- ingu. fyrir að úr miðjunni seytli heitt vatn sem renni í Tjömina. Heita vatnið héldi Tiöminni fyrir framan torgið íslausri á vetmm og fuglar myndu því lífga upp á umhverfið. Móðan af heita vatninu hefur tákn- ræna merkingu, samanber sögnina um nafngift Ingólfs Arnarsonar á Reykja-vík. Norski arkitektinn Hans Olav Andersen við líkan af ráðhúsi sinu. Þekkir vel tll íslands og íslendinga. Mynd pv Islenskur innblástur Það sem vekur mesta athygli við ráðhúsið sjálft er aðalsalurinn sem snýr á móti Tjörninni. Salurinn er í senn hugsaður sem slagæö bygg- ingarinnar, þaðan liggja gangvegir til annarra hluta hússins og einnig getur salurinn verið vettvangur veisluhalda, myndlistarsýninga og tónleika. „íslensk reisn og höfðingjabrag- ur var mér innblástur þegar ég fékk hugmyndinga að salnum," segir Andersen. Nýjung. Farþegar Sögu fá í hend- ur sérstakt afsláttarkort sem gildir í fjölda verslana og veitingastaða. CostaDelSol Við leggjum ,áherslu ál. flokks fjölskylduíbúðir ávöldum gististöðum, eins og /PRINCIPITO SOL og SUNSET BEACH CLUB, sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. 2-3 vikur, íslenskur fararstjóri. Verð frá 31.005 kr.* 4 í íbúð 37.736 kr. 2 í íbúð 40.492 kr. FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 DAGFLUG A FIMMTUDOGUM S.624040

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.