Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 23
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988.
35
Merming
tókst leikhópnum þrátt fyrir allt
að koma á framfæri aðalinntaki
verksins þótt fínni blæbrigði vant-
aði.
Munaði þar mest um drengilega
framgöngu þeirra sem með nokkur
helstu hlutverkin fóru.
Marta Nordal hefur góða fram-
sögn og leikur Sén Te/Sjúí Ta af
mildri festu og töluverðum þokka.
Hún er tvöfóld í roðinu, leikur til
skiptis hina góðu sál, Sén Te, og
hörkutóhð, frændann illræmda.
Edda Jónsdóttir sýndi blæbrigða-
ríkan leik í hlutverki ekkjunnar
Sín, og það gustaði af Þórnýju Jó-
hannsdóttur, sem lék húseigand-
ann, frú Mí Tsý, þótt leikur herinar
væri nokkuð einhæfur.
Hilmir Snær Guðnason var vask-
legur, sem flugmaðurinn atvinnu-
lausi, ástmögur Sén Te, en Daníel
Ágúst Haraldsson fékk meiri tæki-
færi til tjámngar sem lykilpersón-
an Vang vatnssali sem stundum
virðist standa mitt á milli guða og
manna.
Leikmynd Grétars Reynissonar
er mjög einfóld og næsta nöturleg
en búningar eru margir hverjir
útfærðir af hugmyndaflugi. Þýðing
Þorsteins Þorsteinssonar er vel
gerð en textinn gerir miklar kröfur
til flytjenda sem komast skiljanlega
svolítið misjafnt frá þeirri viður-
eign.
Hópatriði vg.ru oft skemmtilega
útfærð, til dæmis atriði í tóbaks-
vinnslunni. Undir öruggri stýringu
Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra er
verkið fært úr sínu kínverska um-
hverfi í einhverja ótilgreinda borg.
Aðeins nöfnin vísa til upphaflega
sögusviðsins.
Leikhópurinn gerði sitt besta við
þær aðstæður sem'gáfust og yfir
sýningunni var ferskur blær leik-
gleöi og æsku. En því er ekki að
neita að gaman hefði verið að sjá
verkið leikið þar sem umhverfi
hefði unnið aðeins betur með hópn-
um.
Herranótt 1988:
Góða sálin í Sesúan
Hölundur: Bertolt Brecht
Tónlist: Paul Dessau o.fl.
Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson
Þýðing á söngvum og eftirmála: Briet
Héðinsdóttir
Leikstjóri: Þórhallur Slgurðsson
Leikmynd: Grétar Reynisson
Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson.
Því er ekki að neita að stundum
hefur virst sem ofdirfska réði ferð-
inni þegar MR-ingar hafa valið sér
verkefni til flutnings á Herranótt.
Leikrit Bertolts Brechts, Góöa sálin
í Sesúan, sem í ár er flutt af leik-
hópnum, er sannarlega ein af
perlum leikbókmenntanna og
stendur fyrir sínu hvar og hvenær
< sem er.
í fyrra var ráðist til atlögu við
sjálfan Shakespeare á Herranótt og
• leikrit hans, Rómeó og Júlía, sýnt
í Félagsstofnun. Það húsnæði er
kannski ekkert til að hrópa húrra
fyrir en engu að síður hefur oft tek-
ist mjög vel til með ýmsar leiksýn-
ingar sem þar hafa hlotið húsaskjól
í áranna rás.
Herranótt hefur löngum verið á
hrakhólum með húsnæði og fékk
að þessu sinni inni í Tjarnarbíói
hinu forna sem svo sannarlega má
muna sinn tífil fegri.
Það var fyrir margt löngu að þar
fóru fram rómaðar sýningar leik-
félagsins Grímu. En því er ekki að
leyna að þrátt fyrir vasklega fram-
göngu margra hinna ungu leikenda
fannst mér nöturlegt húsnæðið
spilla að nokkru fyrir sýningunni.
Það er bæði synd og skömm að
þessi vandaða leikstarfsemi MR-
inga skuli gjalda fyrir aðstöðuleys-
ið, en sé horft fram hjá þeim
vanköntum sem umhverfið skap-
aði var kvölðstundin með MR-
ingum einkar ánægjuleg eins og
fyrri daginn.
Góða sálin í Sesúan er marg-
slungin saga þó einföld sé á ytra
borði. Sjálfan söguþráðinn mætti
kalla dæmisögu en höfundur hefur
Úr góðu sálinni í Sesúan.
Ein
síðan burði til aö gegnumlýsa
mannlegt samfélag og breyskleika
mannanna innan þess ramma sem
söguefni gefur honum.
Hver er góður? Er nokkur algóð-
ur? Hin æöstu máttarvöld virðast
ekki í vafa um að algóðar mann-
eskjur eigi og verði að finnast á
jörðinni.
Þrír guöir eru gerðir út af örkinni
og skulu þeir finna að minnsta
kosti eina góða sál í heiminum.
Leitin reynist þeim erflð og þeir eru
góð
að niðurlotum komnir þegar þeir.
flnna loks eina manneskju sem er
Leiklist
Auður Eydal
tilbúin til að skjóta skjólshúsi yfir
þá.
En rís þessi góða sál, gleðikonan
Sén Te, undir því í hörðum heimi,
sál
að vera algóð? Hún kemst fljótt að
því að með velgengninni koma
afæturnar og stefna öllu í voða. Og
hún kann engin ráð önnur betri til
þess að bjarga málum en að bregða
sér í gervi tilbúins „frænda" síns
sem verður fljótlega illræmdur fyr-
ir harðýðgi og miskunnarleysi.
Með þetta samspil góðs og ills
leikur Brecht sér af mikilli snilli
og er varla Von til þess að allt kom-
ist til skila í svo styttri útgáfu sem
leikin var á Herranótt. En furðuvel
FERÐASKfllFSTOFA FÍB
MMHfFDA,
IFMIOtíBII!
Þjónusta okkar er öllum opin.
Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í flugi og bíl, einfaldlega
vegna þess að þar getum við boðið þér vel.
Vegna traustra tengsla okkar við ýmis systursamtök í Evrópu getum við
boðið þér hagstæð bílaleigukjör eða flutning á eigin bíl, sé þess óskað;
vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir.
Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þáfyrstsamband
við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina,
- í ánægjulegtfrí, nákvæmlega
að þínum óskum.
FERÐASKRIFSTOFA FÍB
BORGARTÚNI 33 105 RVK SlMAR 29997 & 622970