Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Side 34
46 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. T.ífegtíll Island: Stéttlaust þjóðfélag eða hvað? „Á íslandi býr ein þjóð og ein stétt!“ Þetta er slagorð sem í háveg- um er haft um ísland og þegna þess. En er það svo? Vissulega eru menn ekki fordæmd- ir hér eftir litarhætti, a.m.k. ekki í lögum, stærð eða uppruna en launa- lega séð virðist vera um mikla stétta- skiptingu að ræða. Konur virðast yfirleitt vera í láglaunastörfum og er það, að sögn kvenréttindakvenna, vegna þess að konur eru yfirleitt taldar aukafyrirvinnur heimilisins og þvi sé þeim ekki þörf á jafnháum launum og körlunum sem opinber- lega eru taldir fyrirvinnur fjölskyld- unnar. Sem kunnugt er skipast veður oft svo í lofti að konur eru einu fyrir- vinnur heimila sinna, eins og gengur, og því er ekkert skrítið þó fólk viiji forstjóri álversins: forstjóri SÍS: forstjóri Flugleiða: kaupfólagsstjóri KEA: dóttir kaffiumsjónarkona: fiskvinnslukona: 473.000 krónur á mánuói. 378.000 krónur á mánuði. 357.000krónur á mánuói. 378.000 krónur á mánuði. 34.878 krónur á mánuði. 32.600 krónur á mánuöi. ekki una slíkum útskýringum. En munurinn milli karla og kvenna í sambærilegum stöðum er þó ekki umtalsverður þegar skoðaö- ur er munurinn milli stétta og þá ekki síöur yfirmanna og undir- manna. Hér á síðunni sjáum við línurit yfir laun nokkurra hæst laun- uðu forstjóranna í landinu, miðað við laun venjulegra launþega. Þess skal getið að laun forstjóranna liggja ekki á lausu. Tekið er miö af útsvari, greiddu í júlí á6, og launin, miöuð við útsvarsgreiðslur, framreiknuð til febrúarlauna 88. Kaup Guðjóns B. Ólafssonar er til dæmis reiknað út frá útsvarsgreiðslum Erlends Ein- arssonar, fyrrum forstjóra Sam- bandsins, og þær framreiknaðar til dagsins í dag. Þá er að sjálfsögðu ekki innifalið risnur, bílastyrkir, húsnæðisstyrkir og hvað þetta heitir nú, allt saman, þannig að launin eru sjálfsagt ekki ofreiknuð. Kaup verkafólksins er hins vegar miðað við febrúargreiðslur og koma þá nýgerðir kjarasamningar ekki inn í dæmið. -ATA Forstjórarnir næðu ekki þeim afköstum sem við þurfum að ná - segir Klara Sigurðardóttir sem vinnur í fiski hjá Granda í Reykjavík Þegar KJara var spurð hvaða kaup hún héldi að þeir launahæstu i þjóð- félaginu heíðu hristi hún höíúðið og sagðist ekki hafa hugmynd um það: „Kannski svona tvö til þrjú hundruð þúsund." Þegar hún heyrði að hæstu launin losuðu tæplega hálfa mfiljón varð hún hlessa. „Þessi munur er mjög ósanngjam. Það er kannski eðlilegt að ekki hafi allir sama kaup en svona mikill munur er óeðlilegur. Þessir karlar gætu áreiðanlega ekki náð þeim af- köstum sem við þurfum að ná í Klára Sigurðardóttir - vinnur allan daginn hörðum höndum og er með 32.600 krónur á mánuði eftir tíu ára starfsreynslu. DV-mynd KAE fiskinum. Það á að jafna launin tekjusköttum," sagði Klara Sigurð- meira, til dæmis með auknum há- ardóttir. -ATA „Grunnlaunin mín eru 32.600 krón- ur á mánuði og ef bónusinn er góður nær kaupið kannski 40 þúsund krón- um eftir heilan og erfiðan vinnumán- uð,“ sagði Klara Sigurðardóttir sem vinnur í fiski hjá Granda í Reykjavík. „Kaupið mitt nægir engan veginn til að endar nái saman. Sextíu þús- imd krónur á mánuði eru algert lágmark til að það takist," sagði Klara. Tíðarandi Hef ekkert um þetta öfundar- nagg að segja „Ég hef ekkert um þetta öfimdar- nagg ykkar sná- panna að segja,“ sagði Ragnar Halldórsson, for- sijóri Álversins, er DV bar undir hann hvort hann teldi Iaunamismuninn, sem fram kernur á línuritinu á síð- unni, eðlilegan. Er hann var spurður hvort þær launatölur, sem upp eru gefnar, væru réttar svar- aði hann: „Ég segi ekkert um það. Þið getið bara leikið y|$j0§:áfram að út- ________________________________________ svarstölunum mín Ragnar Haildórsson, lorstjóri Aiversins, vildi vegna.“ ekkert segja við blaóamann og kaliaóí þessar -ATA umræóur öfundamagg blaóasnápa. Árslaunin mín ná ekki mán- aðariaunum forstjóranna - segir Bjamveig Sigurbjómsdóttir kaffiumsjónarkona „Það gengur engan veginn að láta enda ná saman þó ég sé ein í heimih. Þess vegna verð ég að taka að mér skúringar efdr vepjuiegan vinnudag. Þannig rétt tekst mér að skrapa saman fimmtíu þúsund krónum á mánuði sem eru klárlega neðstu mörk þess sem hægt er að lifa af,“ sagði Bjamveig Sigur- bjömsdóttir, kaffiumsjónarkona í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún hefur niu ára starfsreynslu sem kaffiumsjónarkona og ber úr býtum 34.878 krónur á mánuði fyr- ir allt puðið. „Ég reyki, en það er það eina sem ég leyfi mér. Ég fer ekkert á böll eða skröll og kannski í bíó svona tvisvar á ári. En matur, afborganir af íbúðinni og lánum hreinsa upp allt kaupið mitt og meira til. Eg verð sífellt að ýta á undan mér ýmsum greiðslum," sagði Bjam- veig. Bjamveig sagðist ekki geta ímyndað sér hvað þeir hæst laun- uðu í þjóðfélaginu fengju úr launaumslögunum sínum en er hún heyrði það sagði hún: „ Ja, þetta era ágætis tekjur. Mán- aðarlaunin eru eins og árstekjum- ar mínar þegar best lætur. Þetta er óheyrilega mikill launamismun- ur og mér finnst að það mætti nota eitthvaö af þessum háu launum til að hækka þá lægst launuðu. Þaö er engin öfund í mér þó ég segi að mismunurinn sé óréttlátur. Ef ég hefði svona há laun myndi ég byxja á þvi að draga úr vinnunni og slaka aðeins á. Vinnuálagið hjá mér er byijað að eyðileggja skrokk- inn og ég þarf að fara í sjúkraþjálf- un reglulega til að halda mér við,“ sagði Bjarnveig Sigurbjömsdóttir. -ATA Bjarnveig Sigurbjörnsdóttir. Hún streðar með þunga bakkana, sem lýja líkamann, allan daginn og hefur upp úr krafsinu 34.878 krónur á mán- uði eftir níu ára starfsreynslu. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.