Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Side 37
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988.
49
Sviðsljós
Graininy-verðlaunin:
Michael Jackson fékk engin
Þaö kom engum á óvart að Whitney
Houston 'fengi grammy-verðlaunin
sem besta söngkona ársins að
þessu sinni. Símamynd Reuter
Grammy-verðlaunin vinsælu voru
veitt með viðhöfn fyrir stuttu. Ýmsar
vangaveltur höfðu verið uppi um
verðlaunahafa þessa árs og var Mic-
hael Jackson talinn líklegur, enda
stjarna síðustu verðlaunaafhending-
ar þar sem hann fékk 8 verðlaun.
En verðlaunaafhendingin varð hon-
um mikil vonbrigði því hann fékk
engin, þess í stað dreifðust þau nokk-
uð jafnt á þekkta listamenn. Mest
áberandi voru líklega meðlimir írsku
hljómsveitarinnar U2 en þeir fengu
grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu
ársins og voru kosnir besta rokk-
hljómsveit ársins.
Bruce Springsteen fékk verðlaunin
sem besti karlsöngvarinn. Whitney
Houston, sem virðist vera fastagest-
ur núorðið við allar tónlistarverð-
launaafhendingar, fékk verðlaunin
sem besti kvensöngvari eins óg búist
hafði verið við.
Hinn rússneskættaði Vladimir
Horowitz, sem er á níræðisaldri, fékk
sérstök viðurkenningarverðlaun
fyrir það framlag sem hann hefur
veitt tónlistinni. Hann sagði við þá
athöfn að hann fagnaði því að klass-
íkin skyldi enn halda vinsældum
sínum í heiminum.
Fyrir bestu djassplötu ársins fékk
trompetleikarinn Wynton Marsalis
verðlaunin í annað sinn á ferlinum.
Meðlimir U2 fengu enn eina viðurkenninguna þegar þeir fengu grammy-verðlaunin sem besta hljómsveit ársins
og auk þess verðlaunin fyrir bestu plötu ársins, „The Joshua Tree". Simamynd Reuter
Simamynd Reuter
Hertogaynjan af York, líkt og annað kóngafóik og allt-að-því kóngafólk, er
mikið á ferðinni. í síðustu viku heimsótti hún áhöfn bandaríska flugmóður-
skipsins USS Nimitz og lífgaði ofurlítið upp á tilveruna hjá þeim sem þar
kúldrast. Þótt flugmóðurskip séu orðin líkust fljótandi borgum og þar sé að
flnna flest þægindi og afþreyingu sem borgir bjóða upp á þótti áhöfninni
samt fengur að heimsókninni enda engir jafnhrifnir af kóngafólki og Banda-
ríkjamenn. Raunar má segja að þeir hafi á aðalsfólki barnslega aðdáun og í
samræmi við það gáfu þeir líka hertogaynjunni bangsa að skilnaði.
Fiskikonungurinn
Gylfi Ingason
matreiðslumeistari
sér um fiskinn
í Kjötmiðstöðinni
Garðabæ
Alltaf það allra besta
Opið kl. 08.00-19.00 daglega
kl. 08.00-20.00 föstudaga
kl. 08.00-18.00 laugardaga
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
KJÖTMIÐSTÖÐIN
GARÐABÆ, SÍMI 656400
t (i J11 \ 1 t-f-í i; > i t 11 >i t i /'ny?s n . ?i i a; v t ,