Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Fólk í fréttum Eysteinn Helgason Eysteinn Helgason viöskipta- fræöingur hefur verið í fréttum DV vegna brottvikningar hans úr for- stjórastarfl Iceland Seafood. Ey- steinn er fæddur 24. september 1948 í Rvík og lauk viöskiptafræðiprófl frá HÍ1973. Hann var sölustjóri hjá Sölustofnun lagmetis í Rvík 1973-1975 og framkvæmdastjóri þar ásamt Gylfa Þór Magnússyni 1975- 1978. Eysteinn var í stjórn Handknattleiksdeildar Víkings 1976- 1977 og formaður 1977-1980. Hann var framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða hf. 1978 og Landsýnar hf. 1979 og framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar hf. frá stofnun til 1984. Eysteinn vann að ýmsum verk- efnum fyrir SÍS í Bandaríkjunum 1984-1985 og verkefnum til undir- búnings framtíðarstarfs hjá Ice- land Seafood í Bandaríkjunum hjá sjávarafurðadeild SÍS í Rvík 1. sept- ember 1985 - 1. september 1986. Eysteinn var forstjóri Iceland Sea- food í Camp Hill i Pennsylvaniu í Bandaríkjunum 1. september 1986 - 24. febrúar 1988. Eysteinn kvæntist 20. nóvember 1971 Kristínu Rútsdóttur, f. 21. mars 1947. Foreldrar hennar eru Rútur Skæringsson, trésmiður í Vík í Mýrdal, og kona hans, Guð- björg Jónsdóttir. Börn Eysteins og Kristínar eru Kristín Björg, f. 9. mars 1972, Helgi Ingólfur, f. 14. apríl 1976, og Helga Rut, f. 18. sept- ember 1981. Systkini Eysteins eru Matthildur, f. 20. desember 1950, gift Tómasi Óla Jónssyni, starfsmanni Útflutn- ingsráðs í Hamborg, og Guðleif, f. 21. október 1956, hjúkrunarkona, gift Haraldi Sigurðssyni, í fram- haldsnámi í augnskurðlækningum í London. Foreldrar Eysteins eru Helgi Ey- steinsson, framkvæmdastjóri Verslunarinnar Geysis, og kona hans, Kristín Olga Jónsdóttir. Helgi er sonur Eysteins, sjómanns í Hafnarfirði, Jakobssonar, b. í Hraunsholti í Garðahreppi, Gunn- arssonar, b. á Hofi á Höfðaströnd, Guðmundssonar, b. á Hrafnagili, Gunnarssonar, b. á Skíðastöðum, Gunnarssonar, ættfóður Skíða- staðaættarinnar. Gunnar á Skíða- stöðum var faðir Sigríðar, langömmu Péturs, föður Sigurjóns borgarfulltrúa. Móðir Jakobs var Sigurlaug Þorvaldsdóttir, b. á Skef- ilsstöðum, Gunnarssonar, bróður Guðmundar á Hrafnagili, fóður Eggerts, afa Pálma á Akri og Ingi- bjargar, móður Magnúsar Jóns- sonar frá Mel, ráðherra. Móðir Helga var Matthildur Helgadóttir, formanns á Flateyri, Andréssonar, b. í Hvilft í Önundar- firði, Sakaríassonar. Móðir Matt- hildar var Helga, systir Guðbjarg- ar, ömmu Valdimars yfirflugum- ferðarstjóra og Gests, skipulagsfræðings Ólafssona. Helga var dóttir Björns, b. í Hvilft, Sakaríassonar, bróður Andrésar. Kristín er dóttir Jóns, sjómanns í Rvík, Pálssonar, b. á Vallarhúsum á Miðnesi, Jónssonar, b. á Prests- bakka á Síðu, Pálssonar. Móðir Jóns var Margrét Höskuldsdóttir. Móðir Margrétar var Margrét Sím- onardóttir, b. á Fossi á Síðu, bróður Magnúsar, langafa Helga, föður Jóns ráðherra og Margrétar, konu Erlends Einarssonar, fv. forstjóra SÍS. Símon var sonur Jóns, b. og hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar og konu hans, Guð- rúnar Oddsdóttur, systur Guðríð- ar, langömmu Helga Bergs, föður Helga Bergs, bankastjóra Lands- bankans. Móðir Kristínar var Guðleif Ól- afsdóttir, vinnumanns á Hamri í Borgarhreppi, Jónssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Ferjubakka, bróður Guð- brands, langafa Guðbrands ís- bergs, afa Arngríms ísbergs sakadómara. Guðmundur var son- ur Magnúsar, b. í Tungu í Hörðu- dal, Guðbrandssonar, b. í Tungu, Hannessonar, prests á Staðar- bakka, Þorlákssonar, sýslumanns í Súðavík, Guðbrandssonar, sýslu- manns á Auðnarstöðum, Arn- grímssonar lærða Jónssonar. Móðir Guðleifar var Helga Jó- hannsdóttir, b. á Laxfossi í Staf- holtstungum, Jónssonar og konu hans, Guðríðar Björnsdóttur. Afmæli Aðalsteinn IngóHsson Aðalsteinn Ingólfsson, ritstjóri menningarmála DV, er fertugur í dag. Aðalsteinn fæddist á Akur- eyri, varð stúdent frá M.L. 1967 og var við nám í enskum bókmennt- um og málsögu með heimspeki og listasögu sem aukagreinar við St. Andrews í Skotlandi frá 1967 en M.A.-prófi lauk hann 1971. Hann stundaði nám viö British Institute of Florence á Ítalíu í ítölsku og 15du aldar myndlist frá 1971-72 og lauk M.A.-prófi í listasögu með nútíma- list sem sérgi-ein 1974 frá Courtauld Institute, University of London. Aðalsteinn kenndi við University of Maryland á Keflavíkurflugvelli, við Academia Militare í Flórens, viö H.í. og við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Aðalsteinn var listagagnrýnandi Vísis 1974-75 og DB frá 1975, ritstjóri menningar- mála DB 1979-81 og DV frá 1985. Aðalsteinn hefur annast þátta- gerð í Ríkissjónvarpinu .og var framkvæmdastjóri Kjarvalsstaöa 1976-78. Helstu rit: Óminnisland, ljóð, 1971; Gengið á vatni, ljóð og þýðingar 1975; Islensk grafik, 1979; Leonardo, 1981; Eiríkur Smith, 1983; Jóhannes Geir, 1985 og Kristín Jónsdóttir, 1987. Kona Aðalsteins er Janet Shep- herd ritari, f. 18.3.1945, dóttir Ians Shepherd, fv. deildarstjóra í breska varnarmálaráðuneytinu, og konu hans, Eileen Shepherd. Börn Aðalsteins og Janet eru: Elva Brá, f. 11.7.1977; Signý, f. 29.11. 1979, og Drífa, f. 25.12. 1982. Systkini Aðalsteins eru: Ólafur Örn, forstöðumaður hagfræði- deildar Landsbankans, f. 9.6. 1951, kvæntur Ingibjörgu Guðmunds- dóttur; Birgir, auglýsingateiknari hjá Auglýsingastofunni Yddu, f. 23.1. 1953, kvæntur Auði Jósefs- dóttur; Ásrún, hjúkrunarfræðing- ur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, gift Magnúsi Snæbjörnssyni raf- magnsverfræðingi; Leifur, nemi í Ytri-Njarðvík, f. 6.9. 1960, og Atli, tónlistarmaður við framhaldsnám á Ítalíu, f. 21.8. 1962. Foreldrar Aöalsteins: Ingólfur Aðalsteinsson veðurfræðingur, nú framkvæmdastjóri Hitaveitu Suð- urnesja, og kona hans, Ingibjörg Ólafsdóttir. Faðir Ingólfs var Aðal- steinn, b. í Brautarholti íHaukadal, Baldvinsson. Móðir Ingólfs var Ingileif Björnsdóttir, b. í Brautar- holti, Jónssonar. Móðir Ingileifar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Vatni, Brandssonar og konu hans, Katrín- ar, systur Skarphéðins, fóður Friðjóns, fv. ráðherra, og Pálma, föður Guðmundar jarðeðlisfræð- ings, og Ólafs, bókavarðar Seðla- bankans. Katrín var dóttir Jóns, b. í Stóra-Galtardal, Þorgeirssonar og konu hans, Halldóru Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd, Jónssonar. Systir Halldóru var Hólmfríður, langamma Ingibjarg- ar, ömmu Ingibjargar Haraldsdótt- ur rithöfundar. Systir Halldóru var einnig Steinunn, langamma Auðar Eydal, forstöðumanns Kvikmynda- eftirlits ríksins. Bróðir Halldóru var Þórður, langafi Friðjóns Þórð- arsonar alþingismanns og Gests, föður Svavars alþingismanns. Ingibjörg er dóttir Ólafs, kaup- félagsstjóra á Vopnafiröi, Metúsal- emssonar, gullsmiðs á Burstarfelli í Vopnafirði, Einarssonar. Móðir Ingibjargar var Ásrún Jörgens- dóttir, b. á Krossavík, Sigfússonar, b. á Skriðuklaustri, Stefánssonar, prófasts á Valþjófsstað, Árnasonar. Móðir Ásrúnar var Margrét, systir Gunnars, afa Gunnars rithöfundar. Margrét var dóttir Gunnars, b. á Brekku í Fljótsdal, Gunnarssonar og konu hans, Guðrúnar Hall- grímsdóttur, b. á Stóra-Sandfelli, Ásmundssonar, afa Jóns skálds og Páls skálds Ólafssona. Til hamingju með daginn! vegi 76, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Sólveig Felixdóttir, Sóltúni 7, Keflavík, er fimmtug í dag. Sigrún Friðriksdóttir, Svarfaðar- braut 3, Dalvík, er fimmtug í dag. 90 ára María Emilsdóttir, Stóragerði 6, Reykjavík, er níræð i dag. 85 ára María Guðmundsdóttir, Hlíðarvegi 16, Bolungarvík, er áttatíu og fimm ára í dag. 75 ára Sveinbjörg Hinriksdóttir, Eikju- vogi 12, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Sæunn Halldórsdóttir, Miðdal, Mosfellssveit, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Benedikt Einarsson húsasmíða- meistari, Tunguvegi 19, Reykjavík, er sjötugur í dag. Sigurbjartur Guðjónsson, Hávarð- arkoti, Djúpárhreppi, er sjötugur í dag. 60 ára Hallgrímur Jónasson, Hólmum, Skútustaðahreppi, er sextugur í dag. 50 ára Sonja Lúðvíksdóttir, Háagerði 18, Reykjavík, er fimmtug í dag. Sigurgeir Kjartansson, Langholts- 40 ára Reynir Jósepsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík, er fertugur í dag. Ingvar Einarsson, Jörfabakka 4, Reykjavík, er fertugur í dag. Rósalía Moro Rodriquez, Hjalla- braut 37, Hafnarfirði, er fertug í dag. Halldór Runólfsson, Sunnuhvoli, Mosfellsbæ, er fertugur í dag. Sigurður Kristinsson, Grímsstöð- um III, Reykholtsdalshreppi, er fertugur í dag. Steinn Ástvaldsson, Víðigrund 22, Sauðárkróki, er fertugur í dag. Sigríður Valdimarsdóttir, Hellu- hrauni 5, Skútustaðahreppi, 'er fertug í dag. Tómas ísleifsson, Skógum, kenn- arabústað II, Austur-Eyjafjalla- hreppi, er fertugur í dag. ] Bogi Jonsson Bogi Jonsson, bondi að Gljúfra- borg í Breiðdalshreppi, er áttatíu og fimm ára í dag. Bogi fæddist að Hóli í Breiðdal og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann stundaði öll almenn sveitastörf á unglings- árunum, var á síld á Siglufirði og síðan vinnumaður til sveita á ýms- um búum á Suðurlandi. Bogi keypti svo hluta af jörðinni Þverhamri og reisti sér þar nýbýlið Gljúfraborg 1940, en þar hefur hann búið síðan. Bogi átti fimm systkini en á nú einn bróður á lífi. Sá er Stefán, leigubílstjóri í Reykjavík, f. 1912, ekkill eftir Ragnhildi Þorvaldsdótt- ur, en þau eignuðust þrjár dætur. Systkini Boga, sem nú eru látin, voru: Bjarni, b. á Hóli og á Dísar- stöðum og síðar á Óseyri á Stöðvar- firði, f. 1891, en hann var kvæntur Elísabetu Sigurðardóttur sem einnig er látin og eignuðust þau fimm börn; Anna kennari, f. 1893, en eftirlifandi maður hennar er Sveinn Brynjólfsson, b. á Þver- hamri, og eignuðust þau þrjú börn; Guðný sem var vinnukona og starf- aði síðan í Reykjavík, f. 1898, d. 1987, en hún eignaðist eina dóttur; Guðlaug Björg sem starfaði lengst af á Vífilsstöðum, f. 1904, d. 1977. Foreldrar Boga voru Guðbjörg Bjarnadóttir, f. á Freyshólum á Skógum á Fljótsdalshéraði, og Jón Halldórsson, b. á Kelduhólum og síðar aö Hóli. Móðurforeldrar Boga voru'Bjarni Bjarnason, b. á Freys- hólum, og Salný Jónsdóttir. Föðurforeldrar Boga voru Halldór Jónsson, b. á Eyvindará, og Anna Óladóttir frá Útnyrðingsstöðum. Bogi dvelur þessa dagana á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir Andlát Soffía Bogadóttir frá Brúarfossi lést í Sjúkrahúsi Akraness 4. mars. Guðmundur Ingvarsson, Ægis- braut 5, Búðardal, lést 4. mars. Ingunn Björnsdóttir, Svínafelli í Öræfum, lést í Landspítalanum 4. mars. 111JJ11 r 11 j j < I" i (-1 M i'Ml

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.