Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Side 44
 FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá l slma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað f DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. RItst|örr» Auglýsí«gar - Áskrlft - Oreffís'íQ: Símí 2T022 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Sambandsmál: Leitað að lausn málsins um helgina Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Sambandsins, og Guðjón B. Ólafsson forstjóri áttu saman fund á laugardag. Samkvæmt heimildum DV ræddu þeir ekki hvað síst um með hvaða hætti Guðjón skyldi koma sínum málum á framfæri við fjöl- miðla. Valur mun hafa lagt áherslu á aö Sambandsmenn legðust á eitt um að draga úr þeirri athygli sem mál þeirra hafa fengið að undan- fornu. Niðurstaða þessa fundar var sú að Guðjón mætti í sjónvarpssal ___og gerði grein fyrir sínum sjónarmið- um. Að því loknu skyldu Sambands- menn vera sparir á yfirlýsingar við fjölmiðla. Valur Arnþórsson hefur verið í stöðugu sambandi við stjómarmenn um helgina. Samkvæmt heimildum DV mun mál Eysteins Helgasonar fá afgreiðslu á vanabundnum fundi stjómar í endaðan mars og er ekki búist við að niðurstaða þess fundar veiki á nokkurn hátt stöðu Guðjóns B. Ólafssonar. „í fyrsta lagi var ekki um fund að 's-ræða heldur hittumst við Guðjón eins og forstjóri og stjórnarformaður gera gjaman. í öðm lagi var ekki um neitt samkomulag að ræða. Ef menn ættu að komast að samkomulagi þyrfti að vera um eitthvað að semja. En það er ekkert ósætti milli mín og Guöjóns," svaraði Valur Arnþórs- son, stjórnarformaður Sambandsins, aðspurður um hvort þeir Guðjón B. Ólafsson forstjóri hefðu komist að einhverju samkomulagi á fundi þeirra á laugardag. -gse Telpa mikið slösuð Þriggja ára gömul telpa höfuð- kúpubrotnaði, mjaðmargrindar- brotnaði og hlaut auk þess fleiri meiðsl er hún varð fyrir bíl á Skúla- götu í gærkvöldi. Það var laust eftir klukkan 21 að bifreið var ekið vestur Skúlagötu. Þegar bifreiöin var á móts við hús númer 57 hljóp telpan út á götuna. Ökumaöur bílsins gat ekki afstýrt því að telpan yrði fyrir bílnum. Hún missti meðvitund við höggið og var flutt á sjúkrahús. -sme Bílstjórarnir aðstoða 3§3@ senDiBíLnsTöÐin LOKI Þaö væri gaman aö skála við þessar frístældömur! Fundir um nýju kjarasamning- á Sauðárkróki voru samningarnir í dag verður haldinn formanna- samþykkt yrði að fela forystu ana voru haldnir í verkalýðsfélög- felldir með miklum atkvæðamun. fundur hjá Alþýöusambandi Verkamannasambandsins samn- uninn víða um land á laugardag Enginn sem DV hefur rætt við Austurlands og sagðist Hrafnkell ingsumboð eftir það sem á undan og sunnudag og þeir voru alls staö- þorir að spá um hvert framhaldiö A. Jónsson, formaöur Árvakurs, á er gengið. arfelldirnemaíBúðardal.þarvoru verður. Guðmundur J. Guðmunds- Eskifirði ekki þora að spá neinu í dag verða líka fundir hjá Sam- þeir samþykktir. . son, formaður Verkamannasam- umhvaðnúveröurtekiðtílbragðs. bandi fiskvinnslustöðva og forystu í félögunum á Egilsstöðum, Reyð- bandsins, sagöi að um miðja Hann sagöist áiíta að tíl greina Sambandsfrystihúsanna, þar sem arfirði, Eskifiröi, Neskaupstað, vikuna yrði kallaður saman fram- kæmi að mynda samstöðu með fjallaö verður um kjarasamning- Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, kvæmdastjórnarfundur í sam- þeim félögum sem fellt hafa samn- ana. Hellissandi og í báðum félögunum bandinu. ingana. Hann sagöist efast um að ‘ -S.dór Alþjóðleg keppni í frjálsri greiðslu var haldin á Hótel Islandi i gær. Margar frumlegar hárgreiðslur mátti sjá í keppninni enda á fjórða tug keppenda i fjórur.i keppnisflokkum. Svanfríður Magnúsdóttir frá Dandý varð í fyrsta sæti í hárgreiðslu meistara og sveina og Anna María Valdimarsdóttir frá Hár í höndum í hárskurði meistara og sveina. Viðar Völundarson frá Salon Veh varð í fyrsta sæti í hárgreiðslu nema og Guðrún Benediktsdóttir frá Villa Þór í hárskurði nema. -JBj/DV-mynd KAE Danska skipið Kongsaa kynsett: Beðið eftirtuttugu milljóna tiyggingu Danska skipið Kongsaa, sem Stál- vík dró til hafnar á Seyðisfirði fyrir helgina, hefur nú verið kyrrsett. Það var gert að ósk lögmanns Þormóðs ramma, sem gerir út Stálvíkina, og verður Kongsaa í farbanni þar til lögð hefur verið fram tuttugu millj- óna króna trygging fyrir björgunar- launum og skemmdum sem urðu á Stálvíkinni. Skipstjóri Kongsaa og útgerðarfé- lag þess vildu meina að engin hætta hefði steðjað að skipinu þegar Stálvík tók það í tog og því beri þeim ekki að greiða björgunarlaun. Sjóréttur var haldinn í málinu á Seyðisfirði í gær og að honum lokn- um var haldinn fógetaréttur sem féllst á beiðni lögmanns Þormóðs ramma um kyrrsetningu. „Þeir útvega sér þessa tryggingu í dag og svo geta þeir siglt," sagði Rób- ert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, í samtali við DV í morgun. „Svo er næsta skref að lögmaður minn og lögmaður danska útgerðar- félagsins reyna að ná samkomulagi um greiðslu björgunarlauna og hversu háar þær verða. Nái þeir ekki samkomulagi fer málið fyrir Bæjar- þing Reykjavíkur," sagði Róbert Guðfinnsson. -ATA Vestmannaeyjar: Höfhuðu beiðni um að fresta verkfallinu „Okkur barst beiðni frá atvinnu- rekendum um að fresta verkfallinu ótímabundið. Við tókum þessa beiðni fyrir í gær og höfnuðum henni alfariö,“ sagði Vilborg Þor- steinsdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, í samtali við DV í morgun. Hún sagði að máiið væri nú alfar- ið í höndum sáttasemjara en enginn sáttafundur hefði enn verið boðaður. Til tals hefði komið að sáttasemjari kæmi til Eyja eða skipaði mann í sáttasemjarahlut- verkið. í Vestmannaeyjum eru 320 til 350 konur nú í verkfalli að sögn Vil- borgar. Eins og málin stæðu á þessari stundu stæði allt fast í deil- unni og nákvæmlega ekkert hefði hreyfst síðan verkfallið var boðað. -S.dór Veðrið á morgun: Ekkert lát á suðlægum vindum Á morgun verða suðvestíægir vindar ríkjandi á landinu. Um landið vestanvert má búast viö snjó- eða slydduéljum en skúrum austur með suðurströndinni. Norðanlands og austan verður hins vegar úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 0-3 stíg. Sjómaður varð úti í Ólafsvík Stefan Sigurdsson, DV, Hellissandi: Sjómaður af bát frá Ólafsvík fannst látinn um áttaleytið í gærkvöldi í Ólafsvík. Talið að hann hafi orðið úti. Krapaveðiu- var og heldur kalt, en þó ekki mjög slæmt veður. Sjómaðurinn var á dansleik á Röst- inni á Hellissandi á laugardagskvöld og fór einn af honum um þijúleytið um nóttina. Þegar ekkert hafði frést af ferðum hans á sunnudag var lög- reglunni gert aðvart. Hafin var leit og fannst maðurinn látinn um kvöld- ið. Haxm var 35 ára gamall, kvæntur og þriggja bama faöir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.