Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. Fréttir Húsnæðisstofnun viðurkennir mistök: Viðbótarlán vegna galla á útborgun eldri lána - loforð veítt um skjóta afgreiðslu á viðbótariánum til 147 kaupenda hjá Byggung íbúðarkaupendur í 9. og 10. áfanga hjá Byggung hafa nú fengið loforð um sérstaka fyrirgreiðslu hjá Hús- næðisstofnun ríkisins. Ástæða þess er að framkvæmdastjóri Byggung hefur sent Húsnæðisstofnun út- reikninga þar sem sýnt er fram á að þar sem húsnæðislán voru ekki bundin byggingavísitölu frá því þeim var lofaö og þar til þau komu til út- borgunar, hafi öll áætlanagerð íbúðarkaupendanna farið í handa- skolum. Ef þessi fyrirgreiðsla hefur fordæmisgildi fyrir aðra lánþega hjá stofnuninni má búast við að hundruð íbúðarkaupenda, sem fengu lán sam- kvæmt gamla kerfinu, geti krafist þess að fá aukalán hjá stofnuninni þar sem mismunurinn á lofuðum lánum og þeim sem borguð voru út nam allt að einni milljón króna í sumum tilfellum. í mars á síðasta ári kom í ljós mis- ræmi í 9. og 10. áfanga hjá Byggung á milh innborgana kaupenda og byggingakostnaðar sem þó hafði staðið áætlun. Eftir að framkvæmda- stjóri Byggung hafði kannað orsakir var bréf sent til Húsnæðisstofnunar þar sem farið var fram á leiðréttingu þar sem stofnunin hafði ekki staöið - viö það sem hún hafði lofað. Svar um að gengið yrði að kröfu Byggung kom stuttu fyrir síðustu helgi. Þetta misræmi hefur áður komið fram hjá Byggung. Árið 1986 kom í ljós að allt að einni mihjón króna vantaði upp í byggingakostnað hjá þeim sem keyptu í 5. áfanga. Ástæð- an fyrir því að misræmið var alvar- legra þá er sú að þeir höfðu fengið lán á árunum 1982-83 þegar verð- bólgan var hvað mest. Kaupendur í 5. áfanga þurftu sjálfir að greiða þennan mismun. Sumir sóttu um lán vegna greiösluerfiðleika til Hús- næðisstofnunar og fengu á sömu forsendum og aðrir húsbyggjendur. Nú bregður hins vegar svo við að skrifstofa Byggung sér um að senda inn umsóknir fyrir allan hópinn og loforð hefur komið um fyrirgreiðslu frá stofnuninni. í ár er ráðgert að veita rúmlega 300 milljónir króna í lán vegna greiðsluerfiðleika. Hús- næðisstofnun hefur gefið loforð um að taka þennan hóp frá Byggung fram yfir aðra í biðröðinni að þessum lánum. -gse Fjárframlög og skuldbreytingar til refabænda: Bráðabirgðasjóður til bjargar refnum Nú liggur fyrir hvaða fyrirgreiðslu refabændur fá til aö bæta stöðu sína. Þar ber fyrst að nefna að Byggöa- stofnun mun fá 30 milljónir kr. að láni frá Stofnlánadeild og setja það fé sem hlutafé í fóðurstöðvarnar. Ætlunin er að selja þetta hlutafé til nýrra loðdýrabænda fljótlega. Þá mun Byggðastofnun breyta lánum sínum til fóðurstöðva í hlutafé. Þá er ætlunin aö fella niður aðflutnings- gjöld og söluskatt af öllum fjárfest- ingum til loðdýrabúa og einnig af byggingu fóðurstöðva. Þá á að stofna sjóð með 17 milljón kr. framlagi úr ríkissjóði sem er byggður á söluskatti úr refarækt frá 1986, ’87 og ’88. Framleiðnisjóður landbúnaðarins leggur fram jafnháa upphæð á móti. „Þetta er ekki sjóður sem er settur til að vera, hann er eingöngu til bráðabirgða á meðan verið er aö bæta stöðu refabænda,” sagði Stefán Guðmundsson alþingis- maður en hann er formaður nefndar- innar sem lagði fram tillögur um þessar aðgerðir. Greiðslur úr sjóðn- um eru þannig að 800 kr. framlag á hverja refalæðu verður greitt út strax, 250 kr. á hvern hvölp í júní auk 300 kr. framlags á hverja sædda refa- læðu. Til viðbótar ætlar framleiðnisjóður að veita refabændum 25 milljón kr. hagræðingarlán. Síðan mun vera ætlunin að fá Byggðastofnun og Stofnlánadeild til að breyta vanskila- skuldum í ný lán. Með þessum aögerðum á að vera unnt að gera refabændum kleift að framleiða til næsta hausts en það kom fram í máh Stefáns að þá væri betra fyrir bændur að skipta yfir í aðrar greinar til að fá góð lífdýr af mink. -SMJ Hús skemmdist mikið af eldi Þrílyft íbúðarhús aö Njálsgötu 5 í Reykjavik skemmdist mikið er eldur kviknaði í húsinu laust fyrir klukkan átta í gærkvöld. Fjórir íbúar voru í húsinu og komust þeir allir klakk- laust út. Útveggir hússins eru úr steini en milliveggir og gólf eru úr timbri. Eld- urinn kom upp á miðhæö hússins og náöi hann að fara á milli veggja. Rjúfa varð þakið í baráttunni við eld- inn. Mikill reykur og hiti var í húsinu og er þaö mikið skemmt. Eldsupptök eru ókunn. -sme Timburveggir og gólf hússins skemmdust mikið þegar eldur lék laus í hús- inu að Njálsgötu 5 í gærkvöldi. Það tók slökkvilið um 30 mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Vörður var við húsið langt fram á nótt. DV-mynd S Umboðsmaður Alþingis farinn að taka við málum Umboðsmaður Alþingis, Gaukur Jörundsson, var sem kunnugt er ráðinn frá og með síðustu áramót- um en vegna þess aö Alþingi hefur ekki enn samþykkt lög um störf hans og starfshætti hefur hann ekki enn formlega tekið til starfa. Eigi að síður hefur hann tekið við málaleitan þeirra sem til hans hafa komið þó að hann geti ekki form- lega tekið til viö að vinna úr málum fyrr en þingsályktun sú sem nú hefur verið lögð fram um starfs- hætti hans verður samþykkt. í ályktuninni er kveðið á um hvaða málaflokka hann á aö taka að sér og hvernig hann á að taka mál upp. Starfssvið umboðsmanns- ins nær ekki til starfa Alþingis, stjórnsýslu í þágu Alþingis, nefnda Alþingis, ríkisendurskoðunar, dómsathafna eða stjórnsýslu sveit- arfélaga. Hlutverk umboðsmanns- ins er hins vegar að gæta þess að stjórnvöld virði rétt einstaklinga og samtaka þeirra. Hann hefur í því skyni eftirlit með því að jafn- ræði sé virt í stjórnsýslustörfum og að stjórnsýsla sé að öðru leyti í samræmi við lög og góða stjórn- sýsluhætti. Umboðsmaður á að taka mál til meðferðar eftir kvörtun eða að eig- in frumkvæöi. Ekki hefur enn veriö fundið húsnæði fyrir hann en verið er að leita að heppilegu húsnæöi nálægt Alþingi. Umboðs- maðurinn fær sömu laun og hæstaréttardómari. -SMJ Hveragerðl: Flóð fyilti kjallara og olli skemmdum Töluverðar skemmdir urðu í íbúðarhúsi í Hveragerði í gær er mikið vatnsmagn barst trá Hellis- heiði. Gatan Dynskógar í Hvera- gerði fór nánast á flot þegar niðurföll stífluðust. Kjallari hússins númer 12 við Dynskóga fylltist nánast af vatni. Er greinilegt að töluvert tjón hef- ur orðið á bílvélum, frystikistu og fleiri munum sem voru í kjall- aranum. Skemmdir urðu einnig á jeppabiíreiö sem stóð við húsið, vatn komst í drif og gírkassa hennar. I gær var giskað á að tjón af völdum flóösins næmi hundr- uðum þúsunda og jafnvel einni milljón króna. Þaö var um klukkan átta í gær- morgun sem vatn hóf að renna inn í húsið aö Dynskógum 12. Dælur voru í gangi i allan gærdag til að dæla vatni úr húsina Vél- gröfur gerðu varnargarða til aö fyrirbyggja aö meira vat,i kæmist að húsunum við Dynskóga. Önn- ur hús sluppu við skaða af völdum flóösins. -sme Nýtt bákn á leiðinni - segir Albert „Þai-na er veriö aö byggja upp nýtt bákn og viö í Borgaraflokkn- um tökum ekki þátt í því,“ sagði Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, en flokkurinn hefur neitaö að skrifa undir þing- sályktunartillögu um störf og starfshætti umboösmanns Al- þingis. Aö tillögunni standa þingforsetar og þingflokksfor- menn allra flokka nema Borgara- flokksins. „Við erum ekki á móti hug- myndinni um umboösmann Alþingis en teljum aö með þessu frumvarpi sé veriö að fjarlægjast upphafleg markmið um að um- boösmaöurinn sé þjónn almenn- ings.“ Albert sagði aö tillagan myndi stuöla að því aö í kring um umboðsmanninn yrði komin stór stofnun með fjölda starfs- manna áður en við væri litið. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.