Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 5 Fréttir Sjómannasamband fslands: Skorar á sjómannafélög að segja upp samningum - eina svarið sem við eigum við aðförinni að okkur í Verðlagsráði segir Oskar Vigfusson t Á furidi framkvæmdastjómar Sjómannasambands Islands í gær var samþykkt tillaga þess eMs aö skora á aöildarfélög sambandsins að segja upp núgildandi kjara- samningum þegar i staö. Um áramót höíðu sjómannafélögin flest ákveðið að framlengja gild- andi kjarasamninga um 6 mánuöi. Á fundinum í gær var éinnig ákveðið aö leggja fram tillögu á þingi Sjómannasambandsins í haust að það dragi fulltrtia sinn úr Verðlagsráði sjávarútvegsins. „Þetta er eina svariö sem viö eig- um við þeirri aðfór aö okkur sem átti sér stað í yfimefnd Verðlags- ráðs i síðustu viku þar sem það tók aðeins 3 fundi að ákveða með at- kvæöi fuiltrúa ríkisstjómarinnar og kaupenda að hafa fiskverð óbreytt," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við DV í gær. Óskar sagöi aö flest sjómannafé- lögin hefðu um siðustu áramót framlengt gildandi kjarasamninga um 6 mánuði. Aftur á móti er ákvæði í samningum þess eðlis að * ef gengið er fellt em þeir uppsegj- anlegir og þetta ákvæði verður notaö nú. Samingarnir falla úr gildi mánuði eftir að þeim er sagt upp. „Viö samþykktum líka að leggja það til á þingi Sjómannasambands- ins, sem haldið verður í haust, að draga fiflltrúa sambandsins úr Verðlagsráði enda fáe ég ekki séð hvaða erindi hann á þar eftir það sem á undan er gengið. Að mínu mati er mæhrinn fullur og engin leið fyrir sjómenn að una því að laun þeirra séu fiyst með þeim hætti sem nú á sér stað og það af ríkisstjóminni. Við samþykktum þess vegna okkar hörðustu mót- mæh á fundinum í dag,“ segir Óskar. -S.dór Feðgarnir Magnús Jóhannsson og Samson Magnússon með nokkra rauð- maga sem þeir fengu i þorskanetin sín um helgina. DV-mynd S „Vorboðiu í netunum: Fengu sjötíu rauð- maga í þorskanetin Ullarsamningarnir: Hækkunin um 2040 prósent „Verðhækkunin á ullarvörum til Sovétmanna nemur 20^0% en ég vil ekki nefna nákvæmari tölu þar sem samningarnir eru ekki alveg sam- bærilegir frá ári til árs,“ sagði Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss, í sam- tali við DV. Álafoss hefur nú samið við sovéska samvinnusambandið Sojus um sölu á 140 þúsund ullarpeysum og er sölu- verðiö um 2 mihjónir dollara. Samningum við Sovétmenn er þó ekki lokið og er samningurinn viö Sojus aðeins hluti af þeim samning- um sem gera þarf við Sovétmenn. T.d. náðust ekki samningar um kaup Sovétmanna á treflum en eitthvað þokaðist í átt að samkomulagi að sögn Jóns. Samningar við ríkisfyrir- tækið Razno hafa heldur ekki farið fram en hugsanlegt er að Álafoss- menn fari utan í þessari viku og setjist þar við samningaborðið. Jón Sigurðarson sagði að þegar samning- um við Sovétmenn væri iokið að fuhu gæti söluverð Ullarvaranna far- iö upp í 8 milljónir dollara. Þá vænkast hagur prjónastofanna um leið. „Ef samningar nást við Razno getum við deilt út verkefnum til prjónastofanna svo útlitið er bjartara en verið hefur að undanförnu,“ sagði Jón. -JBj Höfh: Lrtil fiysting Júlia hnsland, DV, Höfn: 18.147 tonnum af loðnu hafði veriö landað hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar í síðustu viku og Húsa- röst ÁR lá við bryggju með 600 tonn og beið eftir að pláss losnaði svo hægt væri að landa. Loðnufrysting hefur verið mjög lítil og hafa aðeins nokkur tonn veriö fryst. Loðnan er of smá fyrir Japansmarkaö. Næg atvinna hefur verið hjá Fisk- iðju KASK. Unnið er um helgar og á kvöldin. Þar sem allur fiskur fer í salt er hann unninn strax eftir lönd- un. Feðgarnir Magnús Jóhannsson og Samson Magnússon fengu heldur betur glaðning er þeir vitjuðu um þorskanetin sín, skammt vestur af Gróttu, um helgina. Um sjötíu rauð- magar voru í netunum. „Þetta er heldur betur ánægjulegur vorboöi,“ sagði Magnús er hann sýndiljósmyndaraDV rauðmagann. „Það virðist vera fullt af rauðmaga á þessum slóðum núna. Þeir verða vafalaust margir sem vilja krækja sér í þennan glaðning hjá mér,“ sagði Magnús sem var að skipa rauðmag- anum á land úr báti sínum, Hari HF 69, þar sem hann lá í Reykjavíkur- höfn. -ATA Vinnudeilan í Vestmannaeyjum: Ég fer til Eyja um miðja vikuna - segir Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari „Eg hef veriö í símasambandi viö deiluaðila í Vestmannaeyjum alla helgina og eins og málin standa núna sé ég ekki aö það sé til neins að halda sáttafund. Ég hef ákveðið að fara til Vestmannaeyja um miðja vikuna og reyna sáttafund þá,“ sagði Guðlaug- ur Þorvaldsson sáttasemjari í samtali við DV í gær. Það er mat deiluaðila, sem og sátta- semjara, að allt sé pikkfast í þessari deilu sem stendur. Guðlaugur Þor- valdsson sagði að ekki færi hjá þvi að sú staðreynd, að verkalýðsfélögin um land allt heföu fellt nýju kjara- samningana, fléttaðist inn í deiluna í Vestmannaeyjum. Menn vildu sjá til lands í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir. S.dór Breski markaðurinn þolir þessa viðbót - segir Jóhannes Kristinsson, framkvæmdastjóri Gámavina sf. „Breski fiskmarkaðurinn er þaö sterkur að hann þohr alveg þá viðbót sem inn á hann kemur ef verkfallið hér í Vestmannaeyjum dregst á lang- inn. Verð á góðum þorski fer ekki niður fyrir 60 krónur sem er betra en greitt er fyrir hann hér heima," sagði Jóhannes Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Gámavina sf. í Vestmannaeyjum, í samtah við DV. Margir óttast að sú viðbót, sem kem- ur á fiskmarkaöina erlendis, muni valda verðlækkun, jafnvel verð- hruni. Jóhannes segir enga minnstu hættu á því. „Menn veröa að athuga að þetta eru ekki svo margir bátar sem bæt- ast við. Af þeim 35 bátum, sem gerðir eru út frá Vestmannaeyjum, eru það bara 3 eða 4 sem ekki flytja afla sinn út í gámum. Að vísu bætast togararn- ir við því þeir ætla aö sigla með afla sinn en ég óttast ekkert verðhrun vegna þessa. Auk þess má benda á að hluti af afla togaranna er að jafn- aði fluttur út í gámum,“ sagði Jóhannes. Að sögn Jóhannesar var verðið í haust og um áramótin allt að 100 krónur fyrir kílóið fyrir góðan þorsk á breska markaðnum og þegar menn væru að tala um verðhrun væri allt- af miðað við þetta allra hæsta verð. Hann sagði góöan þorsk ekki fara niður fyrir 60 krónur kílóið. aftur á móti fengjust ekki nema 40 til 45 krónur fyrir kílóið af smáfiski og þá væri um kóð að ræða. -S.dór Tryggingar á traktorum: Iðgjaldagreiðslur hækka um 335 prósent Eftir að ný gjaldskrá tryggingafé- laganna tók gildi 1. mars síðastliðinn hækkaði iðgjald' trygginga á dráttar- vélum um 335%. Fyrir hækkun kostaði að tryggjá dráttarvél 1.451 krónu með söluskatti. Nú kostar hins vegar 6.322 krónur að tryggja sömu dráttarvél. í báðum dæmunum er verðið reiknaö án bónuss. Hann getur mest- ur orðið 30% frá iðgjaldi. Mikið munar um hina nýju skyldutrygg- ingu ökumanns og eigenda. Iðgjaldið af þeirri tryggingu er 3.200 krónur. -sme Vinnuveitendur samþykktu samningana Á firndum stjórna Vinnumála- sambands samvinnufélaganna og Sambands fiskvinnslustöðvanna í gær voru nýgerðir kjarasamningar samþykktir. í ályktun frá Sam- bandi fiskvinnslustöðvanna er tekið fram að stjórn sambandsins samþykki samningana með fyrir- vara um aðgeröir rikisstjórnarinn- ar. Segir þar ennfremur að aðgerðir stjómvalda við gerð kjarasamninganna hafi ekki reynst nægjanlegar. Samdráttaraðgerðir ríkisstjómarinnar verði aö vera mun kröftugri ef takast eigi aö draga úr þenslu og verðbólgu. Tekið er fram að þrátt fyrir geng- isfellingu sé enn tap á fiskvinnsl- unni. Þá er þaö harmað að fjölmörg verkalýðsfélög skuh hafa fellt, samningana og því lýst yfir aö sam- þykki sambandsins á samningun- um lýsi ýtrustu málamiðlun um kauphöi sem hægt sé aö fallast á. Við núverandi aðstæður sé útilok- að að verða við meiri kostnaöar- hækkunum en þessi samningur geri ráð fyrir. Ályktun Vinnumálasambands samvinnufélaganna er efmslega alveg eins og ályktun Sambands fiskvinnslustöðvanna. Tekið er fram að ekki sé nóg að gert hjá rík- isstjórninni til að rétta við rekstr- argrundvöll fiskvinnslunnar. Heldur sé ekki nóg að gert til að draga úr þenslu og koma í veg fyr- ir veröbólgu. Lýst er yfir áhyggjum vegna þess að samningarnir hafa verið fehdir víöa um land og segist Vinnumálasambandið muni biða með ákvörðun um framhald samn- ingamála. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.