Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. Sandkom Löggan hvorki með Ijós né belti! í Víkurblaðinu á Húsavík eru iðu- lega kúnstugar og skemmtilegar greinar og ritstjóri blaðsins, Jóhann- es Sigmjónsson, getur oft verið leiftr- andi hnyttinn í skriftun sínum. í nýj asta töiublaðinu er greinarkorn á baksíðunni og ber það y firskriftina: „Ljós- og beltislaus lögrcgluþjónn í umferðinni 1. mars!“ Sandkom Ieyfir sér að fá greinina að láni um hríð. „Það vakti athygli mína að morgni dags fyrsta mars, eftir gildistöku nýrra umferöarlaga, að lögreglu- þjónn sem ég mætti hafði hvorki „Ijós né belti“. Það er ekki hægt arrnaö en að veita slíku eftirtekt þar sem þjónar réttvísinnar eiga jú að vera öömm til fyrirmyndar. En mér er aö sjálfsögðu Ij úft að geta þess að maðurinn hafði axla- bönd. og var þar að auki gangandi!" kynningu á deiliskipulaginu, sbr. 2. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 svo og fylgigögnum með skipulagsuppdrætti þar að lútandi, hvað varðar hluta þess, þ.e. reit á homi Vonarstrætis og Tjanargötu, þar sem áformað er að reisa sáð- hús borgarinnar. Þessi ágalli þykir þó eigi þess efnis að synja beri staðfestingu á deiliskipulaginu. Ráðherra hefur hins vegar á fundi sfnum með borgarstjóra f dag beint því til hans að skipulag ráð- hússreitsins fái viðbótarkynningu með sérstakri sýningu á þvf, jafn- Hluti af Moggagreininni góóu sem gæti valdið straumhvörfum i afstöðu fólks til húsbygginga á reitnum á horni Vonarstrætis og Tjarnar- götu. Ný þjónusta á vegum borgarinnar? Þaðerótrúlegt hvað jafnvcl merk- ustu tfðindi geta farið framhjá mönnum. Þannig var það til dæmis með nýja þjónustumiðstöð sem ætl- unin virðist vera að reisa á vegum Reykjavíkurborgar. Góðkunningi Sandkorns kom með hálfs mánaðar gamlan Mogga og benti á grein sem bar atar villandi ytirskrift sem sjálf- sagt er ástæðan fyrir þ ví hve frétta- punkturinn í greininni hefur farið framhjá mörgum: „Sérstök kynning á ráðhúsreit.'1 í greininni stendur hins vegar: ..þ.e. reit á horni Vonarstrætis og Tjanargötu, þar sem áformað er að reisa sáðhús borgarinnar..." Bygging húsa á þessum reit hefur mj ög farið fyrir brjósöð á mörgum en undirritaöur er sannfærður um að ef borgarbúar gera sér þaö Ijóst h vers konar hús Öavíð æúar í raun og veru að láta reisa þarna, muni andstaöan h verfa eins og dögg fyrir sólu. Forsætisráóherrar NATO-ríkjanna. Þorsteinn, tittnefndur Steingrimur Hermannsson, er ann- arfrá hægri. Þorsteinn týndur? Það hefur hent margan íslenskan fjölmiðlamanninn að kalla Steingrím 'Hermannsson forsætisráðherra og þau mistök hafa ekki hreyft við mörgum því í augum þjóðarinnar virðist Steingrímur bera þann titil. Það kemur þó á óvart þegar eriendar fréttastofur gera sömu mistökin. Á ráðherrafundi NATO í Brussel nýlega var tekin mynd af forsætis- ráðherrum aðildarríkjanna og Reuter-fréttastofan dreitði henni út um allan heim. í nafnaupptaLningu er þess getið að annar frá hægri sé Steingrímur Hennaiuisson, forsætis- ráðherraíslands. Sama misskilnings gætti í öfium myndatextum sem Re- uter sendi ffá fundinum. Á einni myndinni sáust Þorsteinn og Stein- grímur ásamt fleiri fyrirmönnum og var Steingrims að sjálfsögðu getið en Þorsteinn ekki nefndur á nafti. Loks kom svo mynd af þeim einum saman, Þorsteini og Steingrími. Þá var Þor- steinn kallaður Matthías Á. Mathie- s-en og titlaöur utanríkisráðherra. Þaö er engu líkara en ÞorsteinnPáls- son hafi verið „týndur" þarna úti. Umsjón: Axel Ammendrup Fréttir Hestarnir treysta knöpunum og stökkva óhikað yfir eld. DV-myndir E.J. Lipurð íslenska hestsins afhjúpuð í Reiðhöllinni Mikill áhugi er fyrir hestamennsku á höfuðborgarsvæöinu ef marka má aðsókn að sýningum sem haldnar voru í Reiðhöllinnni um he'lgina. Uppselt var á allar fjórar sýningarn- ar og mikill stemmning meðal áhorfenda. Boðið var upp á ýmiss konar atriði á og með hestum, jafnt gaman sem alvöru. Margir af bestu knöpum landsins komu fram og voru félagar í Félagi tamningamanna (F.T.) jafn- an í fararbroddi. Ekki má gleyma yngri kynslóðinni sem átti sína full- trúa i sýningunni og voru þeir yngstu vart farnir aö labba sjálfir. Knapar í F.T. riðu á vaðið meö fánareið og sýndu síðar tölt. Einnig var sýnt skeið á rammvökrum skeiðjóum svo og hindrunarstökk, kerruakstur og hlýöniæfingar. Börn sýndu tölt og unglingar fjórgang. Laddi og Júlíus Brjánsson grínuðust en það gerðu einnig trúðar og margs konar fígúrur svo sem Bakkabræð- ur, tvær úr Tungunum, Andrés önd og Rip, Rap og Rup, indíánar og per- sónur úr teiknimyndum. Einnig voru sýnd kynbótahross, söluhross voru kynnt og seld á uppboðum. Þulirnir Hjalti Jón Sveinsson, Þor- kell Bjarnason og Guðmundur Birkir Þorkelsson tengdu atriðin saman með tónhst sem magnaði upp við- brögð áhorfenda. Skeiösýningar, þar sem rennt var inn og út úr Reið- hölhnni undir dynjandi tónlist voru vinsælar og einnig ýmiss konar grín trúðs og hests. Hestur sá var mjög lipur og hægt að lyfta honum á alla vegu. Urðu böm harla kát að sjá til- færingar trúðsins. Reynir Aðalsteinsson og sonur hans, Einar, með hugljúft atriði. Ýmis atriði komu á óvart Þessar sýningar undirstrikuðu enn sem fyrr sveigjanleika og lipurð íslenska hestsins og komu nokkur atriði áhorfendum mjög á óvart. Sögðu þeir að ekki hefði þeim dottið í hug að slíkt væri hægt. Að öðrum atriðum ólöstuðum vakti þaö einna mesta athygli er Reynir Aðalsteinsson frá Sig- mundarstöðum í Borgarfirði hjálpaði ungum syni sínum, Einari, á bak með því að leggja hryssu, setja Einar á bak og láta hryssuna standa upp. Síðar lagði Reynir hryssuna aftur og hjálpaði Einari af baki. Og þegar fjórir knáir kappar létu hesta sína stökkva yfir eld héldu áhorfendur niðri í sér andanum. Ljóst var á síðustu sýningunni að hestar og knapar vom farnir að slípast og sagöi einn knap- inn að ljóst væri að hestár vendust Reiðhöllinni, tónlistinni og klappi áhorfenda vel og kæmi það til góða við hin ýmsu tækifæri síðar. Knapar voru að jafnaði snyrtilega klæddir og er það al- gjör nauðsyn. Fyrirhugaðar eru slíkar sýningar síðar í vor, jafnvel í apríl, en ákveðið hefur verið aö halda hlöðuball 23. apríl næstkomandi. Ekki fékkst leyfi fyrir balli þessu í haust en nú er engin fyrirstaða. Trúðurinn og hrekkjótti hesturinn hans. E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.