Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 7 I>v Viðtalið Páll Ingólfur Arnarson. Páll Ingólfur Amarson: Skotveiði- maður af IrR og sál Páll Ingólfur Arnarson vakti athygli allrar þjóðarinnar í síö- ustu viku þegar hann kærði Verkamannafélagið Dagsbrún fyrir hönd félaga sinna vegna þess að þeir töldu röng vinnu- brögð viðhöfð í atkvæðagreiöslu um saraningana. Páll starfar sem tækjamaöur hjá Granda hf. í Reykjavík. Þar hefur hann unnið síöastliðið hálft ár en áður vann hann í 5 ár viö víra- og tógvinnu hjá Ingvari og Ara. „Bg vann t.d. viö að splæsa víra um borð í togara. Til langs tíma reynir þetta ansi mikið skrokkinn og verður því svolítið þreytandi. Eg ákvað ég því að hvOa mig á þessu í einhvem tíma'* Fæddur í bragga Páli er trúlofaður Haildóm Ingadóttur, starfsmanni í Selja- skóla. Þau eiga tvær dætur, Ingibjörgu, sem verður 7 ára á árinu, og Björk sem verður 5 ára á árinu. Páll er 28 ára, fæddur og uppalinn Reykvikingur en af þýskum ættum. Móðir hans, Edit Ásmundsson, er þýsk en faöir hans heitir Öm Ásmundsson. „Ég er fæddur í bragga í ReykjavOc en flutti fljótlega í Höfðaborgina með foreldrum mínum. Eg man þó ekkert eftir hvorugum staönum þvi þegar ég var um eins árs fluttum við á MeistaraveUi og ólst ég þar upp.“ „Stoppa ekki á veiðitimanum“ - Hvað geriröu í frítímanum? „Skotveiði er áhugamál mitt og fer allur frítími minn í þaö á á veiöitímanum. Frá 20. ágúst fram 1 desember stoppa ég ekki og fara þá allar helgar og helst öll kvöld í þetta sport. Ég veiði gæsir, end- ur og ijúpur en mig hefur reyndar oft langaö til að veiða stáerri dýr, s.s. hreindýr. Það kemur einhvem tímann að því að eitthvað veröi úr því. Ég er með labradortík til að hjálpa mér við veiöaraar og er hún alveg ágæt. Hún gerir það sem ég segi henni og það er nóg fyrir rrag.“ - Eitthvað að lokum, Páll? „Já, ég vU gjarnan óska Guð- mundi J. og félögum hans til hamingju með sigurinn. Nú er ljóst aö ekkert verður gert i þess- ari kæm okkar og er ég því hættur að skipta mér af þessum málum. Ég er ákaflega rólegur maður og svona lagað er lítið fyr- ir mig enda er ég oröinn leiður á þessu máli. Ég varð bara vondur eins og margir á fundinum og þess vegna létum við heyra í okk- ur. Það getur hins vegar vel verið að við gerum einhverjar ráöstaf- anir í næstu samningum svo sama sagan endurtaki sig ekki.“ -JBj Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Félagið heldur öll- um eignum Fréttir Aldrei í gangi í okkar félagi -segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjori SFR „Þessi uraræða hefur aldrei verið í gangi innan okkar félags en það er gott aö niðurstaða er fengin því þetta hefur tekið mjög á í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar,“ sagði Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, þegar hahn var spurður álits á niöurstöðu at- kvæðagreiðslu í Starfsmannafélagi Rey kjavíkurborgar þar sem því var hafiiað að þeir sem hyggjast stofiia sérstök fagfélög geti gert tilkail til hluta af eignum félagsins. „Þetta getur aldrei gengið upp svona og það er ekki vitglóra í því að reyna aö ákveöa hvenær menn eigi að taka með sér peninga eöa hús eða aðrar eignir félaga. Það hafa starfsgreinar gengið úr okkar félagi og það hefur aldrei hvarflað að þeim að krefjast þess að taka eitthvað með sér,“ sagði Gunnar Guunarsson. -ój Grundvallaratriði í „Ef til vill hefðum við getað náð fram hagstæðari úrslitum ef við hefðum smalað eins og stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Hún sendi út bréf með haus félags- ins, í nafni stjómar og á kostnað félagsmanna, þar sem hún hvattí alla félagsmenn til að mæta og fella tillög- una,“ sagði Sesselja Hauksdóttir fóstra og einn af flutningsmönnum tillögu í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar, þess efnis að þær starfsstéttir, sem ákveði að ganga úr félaginu og stofna sérstök fagfélög, fái að taka það með sér sem þær hafa lagt til eigna félagsins. Þessi til- laga var felld með 299 atkvæðum gegn 117. 315 atkvæði hefði þurft til að tillagan hefði verið löglega sam- þykkt. Að sögn Sesselju munu fóstrur ganga til atkvæða um það í lok mán- aðarins hvort þær stofna sérstakt stéttarfélag og ganga úr staífs- mannafélögum sveitarfélaganna á sama hátt og meinatæknar. Sesselja sagðist allt eins eiga von á því að fóstrur þyrftu að greiða hærra hlut- fall launa sinni í félagsgjöld, ef af stofnun félagsins yrði, en þær greiða nú þegar 1,8 prósent til starfsmanna- félaga og Fóstrufélags íslands. Kennarar hækkuðu sín félagsgjöld umtalsvert er þeir stofnuðu nýtt fé- lag og tillaga um eignatilfærslu tíl þeirra var felld á fundi í BSRB. Á fundinum í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar kom fram að þetta mál mun verða tekið upp á bandalagsþingi BSRB seinna á þessu Gunnar Steinn Pálsson: Guðjón hefur heila auglýs- ingastofu „Við Eysteinn höfum verið vinir til fjölda ára. Ég hef aðstoðað hann í þessum hremmingum eins og fjöl- margir aðrir vinir hans. Það er algert aukaatriði að ég vinni í auglýsinga- bransanum,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson, hjá GBB-auglýsingaþjón- ustunni í samtali við DV. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, nefndi það sérstaklega í viötali um helgina að hann ætlaði ekki að ráða sér auglýsingastofu til aö koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. Tilefnið var að Eysteinn hefur haft aösetur á GBB-auglýsingaþjón- ustunni og Gunnar Steinn Pálsson hefur veriö honum til aðstoðar. „Eysteinn hefur ekki yfir að ráða eigin skrifstofu, starfsfólki eða aug- lýsingastofu eins og Guðjón. Mér þykir vænt um að hafa getað veitt honum þessa aðstoð sem fyrrverandi blaðamaður og persónulegur vinur hans,“ sagði Gunnar Steinn. -gse Hellissandur: Samningamirfelldir SteSn Sigurösson, DV, Hellissandi; Verkalýðsfélagið Afturelding á Hellissandi hélt fund úm samning- ana á sunnudagskvöldiö og mættu 46 sem er mjög góð fimdarsókn hér. Samningarnir voru felldir. 24 greiddu atkvæði á móti þeim, 17 voru með en fimm seðlar voru auðir. sféttarfélögum segir Kristján Thoriacius, fomiaöur BSRB ári. „Ég á von á því að undirtektírn- ar verði enn minni þá,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður starfsmannafélagsins, í samtali við DV. Tillaga frá honum um að heim- ila stjórn félagsins að ganga til sanininga við fagfélögin um tíma- bundin afnot af fasteignum félagsins var samþykkt. „Mér finnst að fólk eigi að hafa rétt yfir sínum eigum en ekki fá af- not af þeim fyrir náð og miskunn 'stjórnar starfsmannafélagsins. Með þeirri uppstokkun, sem sýnileg er innan vgrkalýðsfélaga og þá sérstak- lega opinberra starfsmanna, er líklegt aö komi að því að samþykkt verði að fólk fái eigur sínar með sér þegar það stofnar til nýrra félaga," sagði Sesselja Hauksdóttir. -gse „Ég tel aö þetta sé grundvallarat- riði í stéttarfélögum þar sem svona mál eru afgreidd og það eru ákvæði í lögum félaga, til dæmis BSRB, að aðildarfélög fái ekki hluta af eignum ef þau ganga úr samtökunum," sagöi Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í samtali við DV þegar hann var spurður álits á niöurstöðu at- kvæðagreiðslu í Starfsmannafélagi Reykjavíkur þar sem felld var tillaga um að hópar sem hyggjast stofna með sér sérstök fagfélög geti tekið með sér hluta af eignum félagsins. „Það eru að vísu sérstök ákvæði um orlofshús BSRB í svona tilvikum þegar aðildarfélag hefur greitt ákveöinn hluta af byggingarkostn- aði. Á Norðurlöndum er þaö ótvíræð stefna að einstaklingar eða hópar eiga ekki tilkall tíl eigna félaga þegar þeir hætta aö eiga þar aðild. Þetta varðar ekki bara eignir félaganna, það ætti líka að skipta skuldum. Stéttarfélög eru byggð á félagslegum grundvelli en ekki eins og hlutafélög. Þarna afgreiddi meirihluti Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar málið á félagslegum grundvelli enda gefa ný samningsréttarlög ekki til- efni tíl slíkrar eignaskiptíngar," sagöi Kristján Thorlacius. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.