Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Page 8
8
„ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
Viðskipti _________________________________________________________________________________________J3v
Tölvumál ríkisins:
Ekki haft ástæðu til að ætla
að ráðgjafar þiggi sölulaun
„Nefndin hefur ekki haft ástæðu
til að ætla að óeðlilega væri staðiö
að tölvukaupum ríkisins og ríkis-
stofnana og að tölvuráðgjafar þiggi
sölulaun,“ segir Bjarni Júíiusson,
sem sæti á í ráðgjafarnefnd um upp-
íýsinga- og tölvumál hjá ríkinu, um
orö Halldórs Kristjánssonar verk-
fræðings i DV í gær. Þar heldur
Halldór því fram að ýmsir tölvuráð-
gjafar fái greitt fyrir að beina við-
skiptum til ákveðinna tölvufyrir-
tækja. Ráðgjafarnefndin um
upplýsinga- og tölvumál ríkisins hef-
ur eftirlit með að eðlilega sé staðið
að tölvumálum hjá rikinu, bæði hvað
snertir tæknilega- og kostnaðarlega
þáttinn.
- Nú heldur Halldór Kristjánsson
verkfræðingur því fram að tölvufyr-
irtækin greiði ýmsum tölvuráðgjöf-
um þóknun fyrir að beina viðskipt-
um tjl þeirra. Hvað viltu segja um
þessa fullyrðingu?
„Vissulega gæti þetta átt sér stað
þótt við höfum ekki orðið varir við
það í opinbera geiranum."
- Hvert er í rauninni hlutverk ykk-
arí nefndinni?
„Okkar hlutverk er að fara yfir alla
samninga í tölvumálum sem hiö op-
inbera gerir. Við lítum yfir öll stærri
mál og höfum eftirlit með að eðlilega
sé staðið að málum.“
-JGH
„Því Miftiir cru usörg um aft
tf>!vuf?/«óíii'ar iniii íxikním ftrá
so'iiafti’uifi íiifff- <!■<-. vftíbújVaftar. jaín-.
vcí .án vutmdsr. vrrkk:v.;pfi. Þaft er
;»ft '!«í>;sm»»nr j-cta
veriA ventlfgSr, Kkki «r ftnigengt ;»ft
srciftú sft ift n} 2ft}fróí%nt þ<>k'nun af
miutil fevffwii;-.ftg íí ».ti ÍO prositaf M'
st .»';•» k&rfiuu Þaft cr þvi yfftt aft
jvíkuunin -giiUif nutriift m>»).k>fíit!í;
jifcwri Uftrti eru KcM»t-
KaOa sig tölvuródgiaía en eru
i raynd sölumcnn
ÞfH.'t or úr i.'jclii Maihjftrs Krirf!
ímttkmr vt;rWra.'ft!ti:ís í ■nýjtnste
hx-fíi Toivumáta. íimant; Skýr&iu-
ií'JuHÍrkifr hlajvtv rfífftift }»rs>»
’iCiVii' vafejft atívypíitfUi'Rrti, J iuMur
Íwlivíötraö 'jiftifV'.tríki »<j;i mcrjtiwr.
þ- ::r» 'V'íii !>r!» íi% ut íynr 3ft vcra
.Lií'.iltifittifiirii' Ihi niri 1,
J:!‘»jiu tíftýsti á Kcw siika ir« í rcynií
scu jxrir efeki annaO cn ^itaTnrnn m?
{»;.%'» i*ókí;un ftj'í toivijfyáji.irkicrii
fýjír aft rftftiegRia viftk»tn»ndi aft
K:iup;i ákvtftfiar tcivur
MaAur med gott hvolpavi! ú
tölvum opnar utoíu og scgist
vera rádgjali
..£«}<«' ri!Uáki»C}íu áíiyf-i'iftr
jiessu o;> iftí aft naft sft fecm'mri tíxta
tii bír;ytiijj«1 Paft er < Jikcrt ;immft en
íullkyHi)tóíaýirysijviftskij)i»itt}ieiiKir
oíiibViT moftu!' ;>cm .hefnr «m!
ivvoln&víf e tolvuní xijníítr siofti «
n'iftjijafi ;r<t i'Jiftiofsm', ir»ii)riuin siftan
iU •«> <>iiftur aft koiijw ftfevcftoíi Jeipmú
oj’ tóhíi so)T> Iwmn Jii'f {lókuuri fy'wr
;ið i'.iftÍirgRja. HíKa ci' tj'if sft!>)
tjiemiska." sn-ír H.fiWftr vift OV.
ii.iliciór scjrtr énníVumíir aft Afir
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 19 20 Ib.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 19 23 Ab.Sb
6mán. uppsogn 20 25 Ab
12mán. uppsogn 21 28 Ab
18mán. uppsogn 32 Ib
Tékkareiknmgar, alm 8 12 Sb
Sértékkareikningar 9 23 Ab
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsogn 3,5 4 Ab.Ob, Lb.Vb.
Bb.Sp
Innlán með sérkjörum 19 28 Lb.Sb
Innlán gengistryggö
Bandarikjadalir 5,75 7 Vb.Sb
Sterlingspund 7,75 8,25 Ob
Vestur-þýsk mork 2 3 Ab
Danskarkrónur 7,75-9 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 29,5 32 Sp
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31 35 Sp
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 32.5 36 Sp
Utlán verötryggö
Skuldabréf 9.5-9.75 , Allir nema Ob
Útlán til framleiðslu
Ísl.krónur 30,5 34 Bb
SDR 7.75 8,25 Lb.Bb. Sb
Bandarikjadalir 8,75 9.5 'Lb.Bb. Sb.Sp
Sterlingspund 11 11,5 Ob.Bb. Sb.Sp
Vestur-þýskmork 5 5.75 Ob
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5 9
Dráttarvextir ■46; 6 3,8 á mán.
MEÐALVEXTIR
Överötr. feb. 88 35,6
Verðtr. feb. 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala mars 1968 stig
Byggingavisitala mars 343stig
Byggingavisitala mars 107,3stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% jan.
VERDBRÉFASJÓDIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1.3927
Eimngabréf 1 2,670
Einingabréf 2 1,555 •
Einingabréf 3 1,688 -
Fjolþjóðabréf 1.342
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,672
Lifeyrisbréf 1 342
Markbréf 1,387
Sjóðsbréf 1 1,253
Sjóðsbréf 2 1,365
Tekjubréf 1,365
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jofnun m v. 100 nafnv..
Almennartryggingar 130kr.
Eimskip 384 kr.
Flugleiðir 255 kr.
Hampiðjan 138kr.
lðnaðarbankinn 155 kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn 135 kr.
Otgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn.
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Innflutningur eggja og kjúklinga:
Framfærsluvísitalan
mundi lækka verulega
Við innflutning eggja og kjúklinga
myndi verðið snarlækka
Kjúklingar og egg mundu snarlækka i verði ef leyfður yrði innflutningur á
þeim. Framfærsluvísitalan lækkaði enn fremur verulega.
Sparast mundi einn milljarður
króna ef leyft yrði aö flytja inn egg
og kjúklinga til landsins og sá sparn-
aður mundi lækka framfærsluvísi-
töluna verulega, eða um hálft
prósent. Þetta er niðurstaða útreikn-
inga DV.
Forsendurnar eru úr dæmi Jóns
Ásbergssonar í DV á dögunum. Jón
gerði þar ráð fyrir að hægt yrði að
selja innflutta kjúklinga á 100 krónur
kílóið í stað 400 króna út úr búð. Þaö
er 75 prósent lækkun. Um eggin sagði
Jón að hægt yrði að selja þau út úr
búö á 70 krónur kilóið i stað 210
króna. Þessi lækkun er 66 prósent.
„Ég geri ráð fyrir í dæmi mínu að
framleiðsla á kjúklingum og eggjum
leggist niður á íslandi enda er þessi
framleiðsla allt of dýr og óhag-
kvæm,“ sagði Jón þegar hann lagði
dæmið fram.
í framfærsluvísitölunni er gert ráð
fyrir að eggja sé neytt fyrir u.þ.b.
7.210 krónur á ári samkvæmt verð-
lagi í febrúar. Heildarútgjöld íjög-
urra manna fjölskyldu, eins og hún
birtist í framfærsluvísitölunni, eru
1.385.823 krónur. Hlutur eggjanna er
því 0,52 prósent. Neysla á kjúkling-
um nemur um 3.436 krónum eða um
0,25 prósentum í framfærsluvísi-
tölunni.
Lækkun kjúklihganna úr 400 krón-
um í 100 krónur kílóið er lækkun um
75 prósent. Lækkun eggjanna úr 210
krónum í 70 krónur kílóið er 66 pró-
sent lækkun. Þetta þýðir að verð-
lækkun eggjanna lækkar fram-
færsluvísitöluna um 0,34 prósent og
kjúklinganna um 0,19 prósent, eða til
samans um 0,51 prósent.
-JGH
Hækkunin á innfluttum fvönsk-
um er verðbólguhvetjandi
Jöfnunargjaldið á inníluttar
franskar kartöflur, 190 prósent, hef-
ur nokkur áhrif á framfærsluvísi-
töluna ef gert er ráð fyrir að
jafnmikið verði flutt inn af frönskum
kartöflum eftir hækkunina. Lausleg-
ir útreikningar sýna að hækkun
framfærsluvísitölunnar gæti numið
um 0,17 prósentum.
í framfærsluvísitölunni eyðir vísi-
töluijölskyldan 1.200 krónum á ári í
kaup á frönskum kartöflum í mat-
vöruverslunum. Gert er ráð fyrir að
hún eyði 16.670 krónum í mat á veit-
ingahúsum en ekki er sú tala frekar
sundurliðuð. Þess vegna verður aö
meta hlut franskra kartaflna í þess-
ari tölu. Við metum hann á 1.000
krónur. Miðað við að verðið næstum
þrefaldist verður sú tala 3.000 krón-
ur. Þetta er hækkun upp á 2.000
krónur sem hefur í fór með sér að
framfærsluvísitalan hækkar um 0,14
prósent.
Af frönskum kartöflum, sem seldar
eru í matvöruverslunum, reiknum
við með að innfluttar franskar séu
með um 200 krónur af 1.200 krónun-
um sem getiö er um í framfærsluvísi-
tölunni. Verði sá hlutur orðinn 600
krónur þýðir það hækkun fram-
færsluvísitölunnar um 0,03 prósent.
Alls hækkar því framfærsluvísitalan
um 0,17 prósent við jöfnunargjaldið.
Fari svo að jöfnunargjaldið verði
til þess að innfluttar franskar kart-
öflur seljist miklu minna en áður
raskast dæmið hér á undan.
-JGH
Hver Islendingur býr í 40 fermetrum
Hver Islendingur hefur 40,7 fer-
metra af íbúðarfleti til búsetu. Þetta
er samkvæmt nýjasta hefti Markaðs-
frétta Fasteignamats ríkisins. Fjöldi
íbúðarfermetra á einstakling virðist
vera nokkuð jafn um allt land.
Meðalstærð íbúða er minnst í
Reykjavik en mest í nágrannabæjum
Reykjavíkur. í Reykjavík er meðal-
íbúðin 103 fermetrar en 133 fermetrar
í nágrannabæjum borgarinnar.
íbúðir eru mun stærri á lands-
byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Meðalíbúðin er 122 fermetrar á
landsbyggðinni en 111 fermetrar a
höfuðborgarsvæðinu. Hver lands-
byggðarmaður hefur 41,1 fermetratil
búsetu á móti 40,4 fermetrum manns
á höfuöborgarsvæðinu.
-JGH
Aukin
velta
hjá
jðnað-
inum
Allt bendir til að velta ís-
lenska iðnaðarins hafl aukist
um 11 prósent umfram almenn-
ar verðlagshækkanir á síðasta
ári. Þetta er niðurstaða könn-
unar sem Félag íslenskra
iönrkenda geröi um framvindu
og horfur í iðnaði um síðustu
áramót.
Könnunin sýnir aö veltu-
aukningin á milli áranna 1986
og 1987 hafi verið 32 prósent en
það er 11 prósentum meira en
aukningin á framfærsluvísi-
tölunni á samá tíma.
Á milli áranna 1985 og 1986
varð um 5 prósent raunaukning
á veltu iðnaðarins eða nokkru
minni en í fyrra. „Enda var
kaupmáttarauk'ning mun meiri
í fyrra en árið áður,“ segir í
fréttaþréfinu Á döfmni sem Fé-
lag íslenskra iðnrekenda gefur
út.
Samkvæ'mt fréttabréfmu eru
iðnrekendur bjartsýnir fyrir
árið í ár og spá þeir um 8 pró-
senta meiri framleiðslu á þessu
ári en í fyrra.
-JGH
Þorvaldur
í Halios
Þorvaldur Pétursson skipa-
verkfræðingur hefur veriö
ráðinn af Félagi íslenskra iðn-
rekenda til að stjórna svo-
nefndu Halios-verkefni af hálfu
íslands. Verkefniö er sam-
starfsverkefni þriggja þjóða,
íslands, Spánar og Frakklands.
Markmið þess er að þróa og
hanna fiskiskip tíunda áratug-
arins. Þar á að taka í notkun
alla þá nútímatækni sem talið
er aö borgi sig að nota í rekstri
fiskiskipa. T„