Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 9 Israelskir hermenn við langferðabifreiðina sem skæruliðar hertóku í gær. Simamynd Reuter Árásin sögð grafa undan friðartilraunum mönnunum að skjóta til bana einn karlmann og tvær konur áður en ísraelsk víkingasveit stöðvaöi bif- reiðina og banaöi skæruliðunum. Árásarmennirnir þrír vörpuðu handsprengjum inn í langferðabif- reiðina og notuðu riffil er þeir réðust til atlögu. Tókst bílstjóranum og öll- um nema rúmlega tíu farþegum að flýja. Hinir voru teknir í gíslingu. Nokkrir farþeganna hlutu skotsár. Skæruliðarnir kröfðust þess að allir palestínskir fangar í ísraelskum fangelsum yrðu látnir lausir. Heryfirvöld segja aö skæruliðarnir hafl komist inn í Israel frá Sinaieyði- mörkinni í Egyptalandi. Varnarmálaráðherra ísraels, Yitz- hak Rabin, sagðií ísraelska útvarpið í gær að leiötogi PLO, Yasser Arafat, hefði skipað hryöjuverkamönnum að grafa undan friöarviðræðum í Mið- austurlöndum og stjórnmálamenn í ísrael, sem ekki geta komið sér sam- an um friðartillögur Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, segja að nú sé hætta á að afturkippur komist í friðartilraunir. Palestínskir leiðtogar á herteknu svæðunum segjast enga aðild hafa átt að árásinni og segja hana munu hafa skaðleg áhrif á þróun mála. ísraelsmenn líta á árás skæruliða úr Frelsissamtökum Palestínumanna, PLO, í gær á langferðabifreið sem tilraun til þess að grafa undan frið- artilraunum Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum. Þrir skæruliðar hertóku í gær lang- ferðabifreið sem flutti sextíu manns, þar af voru konur í meirihluta, frá heimilum þeirra í Beersheba til vinnu í leynilegri kjarnorkustöð í Negev-eyðimörkinni. Tókst árásar- Víkingasveit réðst á langferðabifreiðina og skaut skæruliðana er höfðu hertekið bifreiðina og drepið nokkra farþega. Símamynd Reuter Umdeild breyting á Louvresaminu Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Mitterrand forseti er nú búinn að vígja fyrsta hluta þess sem kall- að hefur verið Stóra Louvre, pýramídann umdeilda sem tengir hinar ýmsu deildir Louvre. Louvre er náttúrlega safnið í hjarta Parísarborgar sem svo margir kannast við. Safn, sem er gífurlega stórt og fjölbreytt, en hræöilega óskipulagt og hreinasta völundarhús fyrir gesti. Oft hefur verið sagt um forseta Frakklands að þeir séu eins og rómversku keisararnir eða egypsku faraóarnir sem þurftu að skilja eftir sig stórkostlég mann- virki svo þeirra yrði minnst. Nægir þar að benda á Pompidou safnið sem samnefndur forseti lét byggja og olli hneykslun á sínum tíma. Mitterrand hófst þegar handa þegar hann var kosinn 1981 og valdi bandaríska arkitektinn Ieoh Ming Pei til aö vinna verkið sem.fólst í því aö endurskipuleggja safnið sem er til húsa í gríðarstórri en óhent- ugri höll og byggja nýja hluta sem þyrfti. Pýramídinn fyrrnefndi er á miðju torginu sem höllin stendur í kring- um. Er hann rúmir tuttugu metrar á hæð og byggður úr málmi og gleri. Hann þjónar hlutverki inn- gangs og tengir saman hinar mismunandi deildir safnsins. Þeg- ar verkinu lýkur endanlega ein- hvern tímann á næsta áratug verður safnið hið stærsta í heimin- um. Pýramídinn hefur farið fyrir brjóstið á mörgum sem finnst óhæft að nútímaglerrusl rísi upp úr virðulegri konungshöll og fjár- málaráðuneytið, sem er til húsa í einum væng hallarinnar og átti aö flytja í nýtt húsnæði annars staðar í borginni, hefur frá því að hægri menn komust til valda 1986 harð- neitað að hreyfa sig. Hefur þaö valdið auknum erfiðleikum og kostnaöi við'framkvæmdir. Búið var að byggja splunkunýtt ráöu- neyti og byrjað aö útbúa sem • sýningarsali húsnæði fjármálaráð- herrans í Louvresafninu þegar hægri maðurinn Balladur tók við stjórn og sagðist ekki færa sig um fet. Hætt var við að breyta fyrrver- andi húsnæði ráðherrans í safn og því breytt aftur í ráðuneyti við litla ánægju franskra skattborgara. En allt fer vel sem endar vel. í dag eru tæp sextíu prósent Frakka ánægðir með pýramídann en fyrir þremur árum voru jafnmargir á móti honum. Varðandi fjármála- ráðherrann þarf Mitterrand ekki aö gera annað en aö bjóða sig fram í forsetakosningunum, sigra og skipta svo um ríkisstjórn. Útlönd Sfjómin víki Pakistönsk stjórnvöld halda fast við þá afstöðu sína aö sú ríkis- stjórn, sem nú situr í Afganistan með fulltingi sovéskra sfjómvalda, verði aö víkja ef áætlanir þær sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gert um frið í Afganistan eiga aö verða aö raunveruleika. Utanríkisráðherra Pakistan, Zain Noorani, sagði í gær að sfjóm hans liti á myndun nýrrar bráðabirgða- stjórnar í Afganistan sem jafn- mikilvægt mál og undirritun samningsins um friö í landinu. Pakistanir og Afganir hafa því sem næst komist að samkomulagi um fjögurra liða friöaráætlun sem felur í sér brottflutning þeirra hundraö og fimmtán þúsund sovésku hermanna sem nú em í Afganistan. Tóku skrifstofu konsúls Starfsfólk sendiráös Panama í London réöst í gær vopnað kylfum inn á skrifstofu ræðismanns Pan- ama og hröktu hann á brott þaðan. Ræðismaður þessi hefur verið stuöningsmaður Eric Arturo Del- valle, fyrrum forseta Panama, sem settur var af nýlega. Að sögn talsmanna lögreglunnar ók sendiráösfólkið Land Rover bif- reið inn um glerdyr byggingarinn- ar þar sem skrifstofan er og tók hana herskildi. Að sögn breskra stjómvalda var þeim tilkynnt fyrir þrem dögum.að ræðismaðm-inn, Eduardo Arango, hefði verið sviptur embætti sínu. Arango var ekki í byggingunni þegar árásin var gerö. Vararæðísmaður handtekinn Vararæöismaður Suöur-Afríku í Bandaríkjunum, Duke Kent Brown, var í gær handtekinn fyrir líkamsárás eftir að til sviptinga kom milli hans og mótraælenda í borginni Burlington f Bandaríkjunum. Hópur mótmælenda og andstæðinga kynþáttaaðskilnaöarstefnu suður- afrískra stjómvalda hafði safnast saman fyrir utan útvarpsstöð eina í borginni til að mótmæla því að Brown kom þar fram í útvarpsþætti. Þegar Brown kom út úr stööinni fylgdu mótmælendur honum eftir að bifreiö hans. Brown sló þá einn þeirra, sem hafði sest upp á bifreið hans, og ók á brott við svo buið. Lögregla elti hann og handtók um kílómetra frá stöðinni. Hvetja til aðgerða Tillaga um takmarkaðar refsiað- geröir gegn stjórnvöldum í Suöur- Afríku var í gær lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Að sögn heimilda er talið fullvist að Bandaríkjamenn og Bretar muni beita neitunarvaldi gegn til- lögunni þegar hún verður borin undir atkvæði í ráöinu. Hóta lokun skólans Baráttan milli þeirra Suöur-Afr- íkumanna, sem halda vilja fram yfirburðum hvíta kynstofnsins, og hinna sem andsnúnir eru kyn- þáttaaðskilnaðarstefnu stjóm- valda hvítra þar í landi brýst fram í ýmsum myndum. Þótt þessi bar- átta virðist oft fyrst og fremst háö milli lögreglu og mótmælenda eða á vettvangi Sameinuðu þjóðamia er jafnt tekist á í smærri einingum og þá ekki síst um þaö sem tengist lifi barna í Suður-Afríku. Um þessar mundir stendur mikil barátta um skóla einn x bænum Vereeninging þai- sem börn af öU- um kynstofnum hafa notið kennslu undanfarin ár. Aðskilnaöarsinnar rílja nú banna lituðum börnum aðgang að skólanum, þar sem hann sé í hverfi hvítra. Hafa stjómvöld látið undan þrýstingi aðskUnaðarsinna og hóta nú að loka skólanum ef ráöamenn hans vísa ekki þeldökkum nemendum sínum úr skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.