Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
Útlönd
HáHvolg sameining?
Valgerdur A. Jóhannsdóttir, DV, London:
Nýr stjórnmálaílokkur; Flokkur
frjálslyndra og sósíaldemókrata,
var stofnaður formlega á Bretlandi
síðastliöinn fimmtudag. Forysta
þessa nýja flokks, sem varð til við
samruna frjálslyndra og sósíal-
demókrata, hefur lýst því ýfir aö
markmið þeirra sé aö leysa Verka-
mannaflokkinn af sem höfuðand-
stæöing íhaldsflokksins.
Það á þó eftir aö reynast þeim
þungur róður. Samkvæmt skoð-
anakönnunum, sem birtar voru um
síðustu helgi, njóta demókratar,
eins og þeir eru kallaðir, aðeins
fylgis um.tólf til íjórtán prósent
kjósenda. Það.er helmingi minna
fylgi en kosningabandalag flokk-
anna tveggja, frjálsl'yndra* og
sósíaldemókrata, hlaut í þingkosn-
ingunum á síðasta ári.
Sameining þessara tveggja flokka
hefur verið á teikniborðinu undan-
farna mánuði. Viðræðumar um
sameiningu hafa ekki gengið
þrautalaust og hefur oft legið við
að upp úr slitnaði. í janúar síðast-
liðnum tókst loks að berja saman
drög að stefnuskrá, sem forysta
beggja samþykkti. Atkvæðaseðlar
voru sendir út til óbreyttra flokks-
manna og lágu úrslit þeirrar
átkvæðagreiðslu fyrir síðastliðinn
fimmtudag.
Með hálfum hug
Fréttaskýrendur hafa lýst úrslit-
um þessum svo að sameiningin
hafl verið samþykkt með hálfum
hug. Aðeins liðlega fjörutíu prósent
þeirra hundrað fimmtíu og fjögur
þúsund flokksmeðlima, sem fengu
senda seðla, sögðu já. Rúm fimmtíu
og tvö prósent frjálslyndra, sem
eru hundraö og eitt þúsund,
greiddu atkvæði. Afþeim sögöu lið-
lega fjörutíu og sex þúsund já eða
tæp áttatíu og átta prósent. Um tólf
prósent sögðu nei.
Það þýðir að um flmmtíu og íjög-
ur prósent frjálslyndra annaðhvort
greiddu ekki atkvæði eöa voru
mótfallin sameiningu.
Heldur fleiri sósíaldemókratar
eða liðlega fimmtíu og íimrn pró-
sent greiddu atkvæði i kosningun-
um, en andstaðan við sameiningu
var mun meiri. Nær þrjátíu þúsund
eða um sextíu og fimm prósent
sögðu já, en nær þrjátíu og fimm
prósent sögðu nei. Þetta þýðir að
um sextíu og sjö prósent sósíal-
demókrata greiddu ekki atkvæði
eða voru mótfallin sameiningu.
Spöruðu frímerkjakaup
Mörgum þykir þessi byrjun ekki
efnileg. Eitt'dagblaðanna sagði til
dæmis í leiðara á flmmtudag að
flokkur, sem ekki gæti vakið nógu
mikinn áhuga meðal eigin flokks-
manna til þess að þeir ómökuðu sig
til að greiða atkvæöi um stofnun
hans, gæti ekki búist við að aðrir
flykktust til fylgis við hann.
David Steel, leiötogi frjálslyndra,
sagöi hins vegar rangt að túlka
úrslitin sem svo að meðlimir
flokksins væru mótfallnir eða-
áhugalausir um stofnun þessa nýja
flokks. Hann sagði flokksmenn
hafa sparað sér frímerkjakaupin í
þeirri trú að ákvörðun um samein-
ingu hefði þegar verið tekin.
David Owen, sem sagði af sér sem
leiðtogi sósíaldemókrata' þegar
ákveöið var að hefja viöræður um
sameiningu, var ekki á sama máli.
Hann sagði úrslitin sýna að meiri-
hluti sósíaldemókrata vildi ekki
sameiningu. Owen sagðist hafa
verið kosinn á þing fyrir Sósíal-
demókrataflokkinn og hann myndi
halda áfram að berjast undir
merkjum hans. Owen segist hafa
stuðning þrjátíu þúsund sósíal-
demókrata á bak við sig.
Aukakosningar mælikvarð-
inn
Þessu hafa forystumenn hins
nýja flokks hafnaö. Þeir segja ow-
enista, eins og þeir eru kallaðir,
aðeins vera smábrot sem ekki komi
til með að hafa mikil áhrif á fylgi
flokksins.
Fyrsti raunverulegi mælikvarð-
inn á fylgi den;ókrata veröa
aukakosningar til bæjar- og sveit-
arstjórna sem haldnar verða í maí.
Spumingunni hver verður leið-
togi þessa nýja flokks er enn
ósvarað. Samkvæmt skoðanakönn-
un, sem dagblaðið Observer lét
gera og birti um helgina, nýtur
David Steel langmests fylgis meðal
kjósenda flokksins. Um Ijörutíu
prósent þeirra sögðust helst vilja
sjá hann í leiðtogahlutverkinu.
Aðrir hugsanlegir leiðtogar njóta.
mun minna fylgis. Shirley Will-
iams, forseti sósíaldemókrata, kom
næst honum, með aðeins sjö pró-
sent fylgi.
Steel hefur þó ekki viljað svara
til um það hvort hann muni bjóða .
sig fram til forystu fyrir þennan
nýja flokk. Hann segir að flokkur-
inn hafi öðrum verkefnum. að
sinna. Kosningar um leiðtoga eigi
að bíða að minnsta kosti fram yfir
maíkosningarnar.
David Steel, leiðtogi frjálslyndra, er ekki á sama máli og þeir fréttaskýr-
endur sem segja að lélega þátttöku i atkvæðagreiðslu um sameiningu
frjálslyndra og sósialdemókrata í Bretlandi megi tulka þannig að samein-
ingin hafi verið samþykkt með hálfum hug. Steel segir menn hafa viljað
spara sér frímerkjakaup þar sem þeir hafi haldið að ákvörðun um sam-
einingu hafi þegar verið tekin.
David Owen, sem sagði af sér sem leiðtogi sósíaldemókrata þegar við-
ræður hófust um samruna frjálslyndra og sósíaldemókrata í Bretlandi,
túlkar úrslitin á þann veg að meiri hluti sósialdemókrata hafi verið
mótfallinn sameiningunni. Segist Owén hafa verið kosinn á þing fyrir
Sósíaldemókrataflokkinn og halda áfram að berjast undir merkjum hans
þrátt fyrir stofnun hins nýja flokks. Símamynd Reuter
Var Quisling íslenskur?
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Quisling við réttarhöldin í stríðslok þar sem hann var dæmdur til dauða fyrir landráð.
Sjónvarpsmyndaflokkurinn um
Quisling, nasistann sem var foringi
fyrir leppstjórn Þjóðverja í Noregi
á stríðsárunum, hefur vakið Norð-
menn til umhugsunar um stríðsár-
in. Myndaflokkurinn er í fjórum
hlutum og samkvæmt skoðana-
könnunum situr meirihluti þjóðar-
innar fyrir framan sjónvarpið á
sunnudagskvöldum og fylgist með.
Dagblöð eru uppfull af viðtölum við
fyrrverandi samherja Quislings og
aðra sem eitthvað hafa að segja um
þennan þekktasta föðurlandssvik-
ara sögunnar.
Quisling var skotinn af aftöku-
sveit, eftir tíu daga réttarhöld,
haustið 1945.
Nær hálf öld er liðin frá því síð-
ari heimsstyrjöldinni lauk og
stöðugt fækkar þeim sem þekkja
hernámsárin af eigin raun. í fjöl-
miölum er töluvert Ijallað um
vanþekkingu ungra Norömanna
um þetta tímabil og raunar sögu
lands og þjóðar almennt. Þegar
þriðja stærsta dagblað Norégs,
Dagbladet, spurði fimm ungmenni,
valin af handahófi, hvað þau vissu
um Quisling, svöruðu tvö þeirra
að hann hefði verið íslendingur og
ofbeldisseggur í þokkabót. Ekki er
ólíklegt að unglingamir tveir
blandi saman þama fornsöguleg-
um köppum á borð við Egil Skalla-
grímssson og Quisling.
Fyrrverandi þingmaður
handritahöfundur
Hvert orö, sem sagt var við rétt-
arhöldin yfir Quisling, var skrifað
niður' og myndaflokkurinn er
byggður á þeirri heimild, auk ann-
arra heimilda sem varpað geta ljósi
á þá spurningu sem ótal Norðmenn
hafa spurt sig eftir stríðið: hvers
vegna sveik Quisling okkur?
Höfundur handritsins að mynda-
flokknum er Stein Ömhöi en hann
var í átta ár þingmaður fyrir Sós-
íalíska vinstri flokkinn. Örnhöi
segist vilja láta sjónarmið Quisling
njóta sín þannig að Norðmenn geti
sjálfir metið réttmæti athafna hans
í stríðinu.
Sjónvarpsgagnrýnendur, sem séð
hafa alla fjóra hlutana, bera nær
einróma lof á myndaflokkinn og
hvetja Norðmenn eindregið til að
láta þættina ekki fara fram hjá sér.
Sjónvarpsþættirnir fjalla fyrst og
fremst um stjórnmálamanninn
Quisling. Þeir sem vilja kynnast
persónunni á bak við hann þurfa
þó ekki að leita langt því þessa
dagana kemur út bók eftir ungan
blaðamann, Arve Jusitzen, um
einkalíf Quislings. Bókin er mest
um samband Quisling við konur
sínar tvær, Mariu og Alexöndru.
Quisling var ávallt talinn ófram-
færinn og feiminn maður, sérstak-
lega gagnvart konum. Þrátt fyrir
að hann væri uppburðalítill og fá-
máll eru til margar sögur af konum
sem iöðuðust að honum. Fyrri
konu sína, Alexöndru, hitti hann í
Rússlandi, skömmu eftir rússn-
ensku byltinguna. Quisling var í
Rússlandi sem aðstoðarmaður
landkönnuðarins og mannvinarins
Friðþjófs Nansens, en Nansen
stjórnaði umfángsmiklu hjálpar-
starfi í neyðinni og hungursneyð-
inni í Rússlandi.
Höfundur bókarinnar um einka-
líf Quislings, segir aö framlag
Quislings í Rússlandi sé vanmetiö
og að hann hafi unnið þar meira
starf en margir vilja viðurkenna.
Quisling, sem haföi majórstign í
norska hernum, kom heim frá
Rússlandi og kynntist þá síðari eig-
inkonu sinni, Maríu. Um tíma
bjuggu báöar konurnar hjá honum.
Eftir öllu að dæma tók hann Maríu
fram yfir Alexöndru, sem varð að
láta sér nægja að sofa inni í stofu,
á meðan Maria deildi rúmi með
Quisling.
Alexandra flutti frá Quisling og
hafnaði að lokum í San Fransisco
í Bandaríkjunum, þar sem hún lifir
enn þá. Frá henni er væntanleg bók
um árin með Quisling.
Maria bjó með Quisling það sem
eftir var af ævidögum hans. Eftir
aftökuna barðist hún í fjórtán ár
fyrir því að fá líkamsleifar hans til
greftrunar í fjölskyldugrafreit Qu-
islingsfjölskyldunnar. María lést á
síðasta áratug og var jörðuð við
hlið Quislings.