Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
Útlönd
Engin sprengja
Bresk yfirvöld á Gíbraltar viður-
kenndu í gærkvöldi að engin
sprengja hefði fundist í bifreið
hermdarverkaraannanna þriggja
sem breskir hermenn skutu til
bana á Gibraltar á sunnudag.
Stjómvöld halda því þó enn fram
að þremenningamir, ein kona og
tveir karlar, hafi verið aö undirbúa
hermdarverk af einhverju tagi og
sprengjuleit heldur áfram.
Þremenningamir voru félagar í
IRA, írska lýðveldishemum, og
voru þau óvopnuð. Hermenn úr
sérsveitmn breska hersins, sem
þjálfaðar era til baráttu gegn
hermdarverkamönnum, skutu
fólkið eftir að þaö hafði yfirgefið
bifreið viö bensínstöð í Gíbraltar.
Breski utanríkisráöherrran, sir Geoffrey Howe, sagði á breska þinginu
í gær aö ekki léki neinn vafi á að fólkið hefði ætlaö aö fremja hermdar-
verk af einhveiju tagi. Ummæli hans vóktu harða gagnrýni í breska
þinginu. Til mikilla mótmælaaögerða kom í hverfum rómversk-kaþólskra
í Belíast á Norður-írlandi.
Útlagasfjóm
Eric Arturo Delvalle, fyrrum for*
seti Panama, sem settur var af
nýlega, tilkynnti í gær að hann og
hópar stjórnarandstæöinga ætluðu
að setja upp andófsríkisstjórn í
Panama og markmið hennar yrði
að koma Manuel Antonio Noriega,
yfirraantú hers landsins. úr emb-.
ætti.
Kafbátur sigldi á borpall
PáB Vílhjálmsson, DV, Osló:
Um miðjan dag á sunnudag sigldi kafbátur frá vestur-þýska hemum á
norskan olíuborpall í Norðursjó. Ekkert manntjón varð og skemmdir
óverulegar eftir því sem best er vitað.
Þijú hundruð og tuttugu menn vorú að störfum á olíuborpalli á Ose-
berg-svæðinu í Noröursjó þegar mikið högg kom á pallinn. Höggið var
þaö mikið að gefin var skipun um að flytja alla á nærliggjandi borpall.
Þegar starfsmenn olíuborpallsins vom komnir í ömggt athvarf kom kaf-
bátur upp á yfirborðið skammt frá. Sjóliði úr kafbátnum kom upp á
olíupallinn og útskýrði fyrir furðu lostnum Norömönnum að vestur-
þýskur kafbátur hefði fyrir slysni siglt á olíuborpalhnn. Þetta er í fyrsta
skipti sem slíkt gerist í Norðursjó. Vestur-þýski kafbáturinn var á flotaæf-
ingum vestur-þýska flotans sem standa nú yfir.
Minnsta fjarlægð sem má vera á milli skipa og oliuborpalla er fimm
hundruð metrar.
Réðst á andstæðinga
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
réðst í gær harkalega á þá sem sett
hafa sig á móti áframhaldandi að-
stoð við skæruliða kontrahreyfmg-
arinnar í Nicaragua. Sakaöi hann
demókrata í bandaríska þinginu
um að reyna aö skjóta sér undan
ábyrgð á því að skærahðarnir voru
sviptir fiárhagslegum stuðningi
bandarískra stjórnvalda.
Flóttamanna leitað
Valgerður A. Jóhannsdótlir, DV, London:
Mikil leit stendur nú yfir í London aö sjö gæsluvarðhaldsföngum sem
flýðu eftir að hafa yfirbugaö fjóra lögregluþjóna og læst inni í klefa í fyrri-
nótt. Tveir fanganna em ákærðir fyrir morð. Scotland Yard hefur varað
fólk viö að annar þeirra sé hættulegur ofbeldisseggur.
Fangamir flýðu um sjöleytið í fyrrakvöld en ekki varð uppvist um
flótta þeirra fyrr en þremur klukkustundum seinna. Fimm aörir fangar
á sama stað héldu kyrm fyrir í klefum sínum. Þrír lögreglumenn voru
fluttir á sjúkrahús.
Flóttinn hefur hleypt nýjum eldi í deiiur um öryggi og aðbúnað í fanga-
geymslum á Bretlandi. Fangarnir vom í haldi í klefúm undir Batterfea
dómshúsinu í suðvesturhluta London. Þau húsakynni voru einungis
byggð til að hýsa fanga í stuttan tíma meðan þeir bíöa eftir aö koma fyr-
ir rétt.
Tólfmenningamir höfðu alhr verið 1 haldi í Batterfea í lengri tima, sum-
ir f raarga mánuði, vegna þess aö fangelsi i London neituðu að taka við
>eim.
Fangaverðir neita að taka við fieiri gæsluvarðhaldsfongum þar til stjóm-
völd hafa orðið við kröfum þeirra um hærri laun og fiölgun fangavarða.
Bush spáð
yfirburðasigri
Þrátt fyrir spár um yfirburðasigur Bush varaforseta i forkosningunum í dag
er Dole kampakátur. Símamynd Reuter
Robert Dole, sem reiknað getur með
miklum ósigri í dag í forkosningum
í sautján fylkjum í Bandaríkjunum,
sagði í gær að Bush varaforseti hlyti
að tapa. Er Dole var spurður að því
hvort hann héldi að frambjóðandi
repúblikana myndi vinna forseta-
kosningarnar í nóvember næstkom-
andi svaraði hann að það myndi ekki
verða ef Bush yrði frambjóðandinn.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum leiðir Bush í flestum fylkjun-
um með sextíu prósent atkvæða á
móti tuttugu fyrir Dole. Pat Robert-
son hlaut tólf prósent í skoðanakönn-
unum og Jack Kemp fjögur prósent.
Demókratar ganga í dag til kosn-
inga í tuttugu fylkjum og meðal
þeirra eru það Jesse Jackson og rík-
isstjóri Massachusetts, Michael
Dukakis, sem taldir em sigurstrang-
legastir. Jackson er spáð tuttugu og
níu prósentum og Dukakis tuttugu
og fimm í Suðurríkjunum en Dukak-
is er spáð meira fylgi í Texas og
Flórída.
Fylgi Le Pens eykst
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Lítiö hefur farið fyrir Le Pen,
leiðtoga öfgamanna th hægri í
Frakklandi,. að undanfórnu. Hann
hefur horfið í skuggann af vanda-
lausum vangaveltum yfir framboði
hinna þriggja stóru, það er að segja
Chiracs, Barres og Mitterrands.
Ljóshærði lýðskrumarinn er samt
sem áður í miðri kosningabaráttu
og alls ekki svartsýnn á möguleika
sína í forsetakosningunum í vor.
Kannanir sýna að undanfarna
mánuði hefur fylgi Le Pens aukist.
Um tíu prósent kjósenda myndu
velja hann ef gengið væri til kosn-
inga nú.
Le Pen veit auðvitað að hann á
enga möguleika á að ná kjöri en
hann veit líka aö tíu prósentin hans
geta haft úrslitaáhrif fyrir fram-
bjóðanda hægri flokkanna í seinni
umferö kosninganna en þá keppa
þeir tveir sem flest atkvæði hljóta
í fyrri umferö. Hvort sem Chirac
eða Barre kemst áfram og keppir
við frambjóðanda sósíalista í seinni
umferðinni þurfa þeir sem fiest at-
kvæði Le Pens til að eiga möguleika
á kjöri.
Le Pen hefur lýst því hreinskiln-
ingslega yfir að um þetta verði að
semja, hann láti ekki frá sér eitt-
hvað fyrir ekki neitt. Er hann þá
fyrst og fremst að tala utan að þátt-
töku í hugsanlegri hægri stjóm.
Barre og Chirac em í hálfgerðu
kiandri meö þetta mál því fæstir
flokksmenn þeirra vilja heyra
minnst á samvinnu við Le Pen en
hins vegar er ekki hægt að segja
við leiðtoga Þjóðfylkingannnar að
hann skuli éta það sem úti frýs. Því
hafa Barre og Chirac sagt í sjón-
varpsviðtölum bæði af og á meö
mörgum oröum og eftir ógurlegum
krókaleiðum neitað allri samvinnu
en þó á þann hátt að áhorfandinn
spyr sjálfan sig hvort þeir hafi yfir-
leitt skilið spurninguna.
Síöast er fréttist til Le Pens var
hann í Suður-Frukklandi á fram-
boðsfundi þar sem hann hamraði á
innflytjendamálum. Sagði hann að
nýlendutímabil Vesturlanda-væri
ekki eins svartur blettur í sögunni
og margir vildu vera láta og hvatti
að lokum til samvinnu við Banda-
ríkjamenn um stofnun nýlendna á
plánetunni Mars.
Eldflaugastríðið
geisar án afláts
íranar og írakar halda áfram eldflaugaárásum á borgir. Myndin sýnir eyði-
leggingu í ibúðahverfi í Teheran eftir eina af mörgum árása íraka.
Símamynd Reuter
Sovétríkin fóru í gær fram á að Ör- ig koma mætti í veg fyrir að stríöiö
yggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi milli íraks og írans magnaðist.
þegar saman til þess að ræða hvern- Yfirvöld í Iran hafa nýlega sakað
Sovétyfirvöld um að hafa séð írökum
fyrir þeim eldflaugum sem þeir nota
til árása á borgir í íran. Sovésk yfir-
völd hafa vísað þessum ásökunum á
bug en reiðir íranir hafa ráðist að
sovéska sendiráðinu í Teheran með
gljótkasti og eldsprengjum.
Bandaríkin og nokkrir aðrir fasta-
fulltrúar Öryggisráðsins hafa
mánuðum saman lagt áherslu á .að
vopnasölubanni verði komið á gagn-
vart íran til þess að neyða yfirvöld
þar til þess að ganga að ályktun Ör-
yggisráðsins um vopnahlé. Sovétrík-
in hafa hins vegar gefið tvíræð svör
um það mál. i gær sagði fulltrúi Sov-
étríkjanna að þau aðhylltust fyrstu
bestu lausnina til að binda enda á
Persaflóastríðið.
Eldflaugastríðið milli íraka og ír-
ana hefur nú staðið yfir í rúma viku
og hafa tugir árása verið gerðir á
Bagdad og Teheran og fleiri borgir.
Mikið mannfall hefur orðið og
skemmdir eru miklar.