Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 13 Tekjuafjgang- ur Hafnar- hrepps Júlía Imsland, DV, Hdfa Fjárhagsáætlun Hafnarhrepps var lögö fram í febrúar sl og voru niöurstöðutölur 117 milljónir og þar eru til eignabreytinga 36 milljónir. Stærstu verkefni hreppsins á þessu ári verða gat- nagerö og bygging dagheimilis sem byrjað er á. Þá verður sett klæðning utan á Heppuskóla. Binnig veröur í sumar lögð mikil áhersla á aö fegra og bæta um- hverfi Hafnar. Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri sagði aö lausafiár- staða hreppsins stæði mjög vel. Lausaskuldir heyrðu nú sögunni tU, sömuleiðis vanskil og það sem ekki hefur skeð á seinni árum er að nú var teKjuafgangur. Höfn: Ein með öllu til Japans Júlia Imsland. DV, Hö£n: Skinney h/f byrjaði söltun á fiski um mánaðamótin janúar- febrúar og hafa verið söltuö 275 tonn af þremur bátum, Frey, Steinunni og Skinney. í vikunni verður útskipun á 35 tonnum af saltfiski, svonefndum tandurfiski sem fer til Spánar. í janúar var Skinney á lang- lúruveiðum og hefur öll lang- lúran, 2750 kassar eða 65 tonn, verið send til Japans. Langlúran er fryst heil og meö öllu innvolsi. Skinney mun tára aftur á lang- lúruveiðar þegar hún hefur veitt sinn þorskkvóta. Athugasemd „Að gefnu tilefni víljum við undirrituð úr hlutaskiptanefnd HD Þingeyri koma því á framfæri hér og nú að atburður sá, er birt- ur var í Dagblaðinu/VÍsi-2. mars sl., sem aldrei skyldi verið hafa, á ekki rætur sínar aö rekja til hins nýstofnaða hlutaskiptakerf- is. Allt aörar orsakir liggja þar aö baki, sem ekki verða raktar hér. Betur færi ef Qölmiölar gerðu sér far um að leita sér upp- lýsinga um þær klausur sem óábyrgir aðilar senda þeim. Þá kæmust þeir aö því hvort þær hafa við rök að styöjast. Oft verð- ur úlfaldi úr mýflugu og engjnn ábyrgur. Þetta finnst okkur ekki til þess að auka hróöur eins né neins og þar af leiðandi ekki nein Qölmiðlafrétt þó að svona tækist til. Fimmtudaginn 3. mars fór fram skoðanakönnun meðal starfs- fólksins. Af 56 svörum sögðust 42 vera ánægðir meö hið nýja kerfi, sem er 75%. Tíu svöruðu neitandi eða 17,9% og Qórir skiluðu auðu eða 7,1%. Dæmisvohver sem vill. Viröingarfyllst, Halldór Tryggvason frystihús- stjóri, Jón Þór Ágústsson, verk- stjóri í sal, Kristjana Vagnsdóttir trúnaöarmaður, Ósk Árnadóttir, eftirliti, Rósa Ástvaldsdóttir, snyrtingu, Svana Thompson, snyrtingu, Magnús Sigurösson, vélflökun, og Höröur Brink, tækj- um." Athugasemd DV: í tilefni af þessari athugasemd vfil DV taka fram leitað var upp- lýsinga hjá aðilum sem vel þekktu til málsins og var umrædd frétt á því byggð. Enginn ber á móti þvi aö atvikiö, sem frá var sagt, átti sér stað, en málsaðilum ber ekki saman um orsakir þess. Þar stendur fullyröing gegn full- yrðingu. Skeifnasmiðja á Hvolsvelli: Öll framleiðslan selst jafhóðum Skeifnasmiðja var sett á fót á Hvolsvelli í október á síðasta ári. Fyrirtækið heitir Skeifnasmiðja Stef- áns Kjartanssonar og eins og nafnið bendir til framleiðir fyrirtækið skeif- ur til að járna hesta. Framleiðslan gengur bærilega að sögn Stefáns Kjartanssonar, eiganda smiðjunnar. Smiðjan er til húsa í bílskúr en tveir menn auk Stefáns vinna við framleiðsluna. „Þetta er búið að ganga ágætlega. Fram að þessu hefur öll framleiðslan selst jafnóðum. Við notum nýja aðferð við framleiösluna þannig að við beygjum skeifurnar kaldar í stað þess að hita þær áður en við beygjum þær. Með þessari aðferð þykja þær sterkari," segir Stefán. Nú er starfandi ein skeifnasmiðja á landinu auk þessarar. Er það Skeifnasmiðjan á Hellu sem verið hefur viö framleiðslu í langan tíma. Stefán segir þessar tvær verksmiöjur vel geta annað allri eftirspurn eftir skeifum hér á landi en talsvert er ílutt inn af þeim. Stefán er húsasmiöur að mennt en hefur unnið hjá Vegagerð ríkisins undanfarin ár. Hann er nú í árs fríi hjá Vegageröinni og setti smiðjuna upp á meðan. Aðspurður sagðist hann ekki vera viss um hvort hann héldi rekstrinum áfram að árinu loknu, til þess væri of lítil reynsla komin á viðskiptin. -JBj Fréttir Akureyri: Flestir með Ijós ogbelti Gylfi Krifit)ánsson, DV, Akuxeyii Akureyrarlögreglan fram- kvæmdi tvær kannanir um helgina til að fylgjast með hvort ökumenn notuðu bilbelti og væru með ökuijós bifreiðanna kveikt. Útkoman var góö. Alls var fylgst meö ferðum 1088 bifreiða. í 40 tilfellum var ekki ekiö með ökuljós og í 34 tilfellum voru ökumenn ekki meö bílbeltin spennt. Varðstjóri hjá lögreglunni tjáöi DV að þetta væri góð út- koma en þó ekki alveg fullnægj- andi. Hið nýja hús fyrir sambýli fatlaðra á Húsavík. DV-mynd Hólmfríður Sambýli fyrir fatlaða á Húsavík Hólmfríður Friðjónsdóttir, DV, Húsavik: Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra festi nýlega kaup á húsnæði fyrir sambýli fatlaðra á Húsavík. Lilja Sæmundsdóttir, sem er sérkennari að mennt, hefur verið ráðin forstöðumaður þess. Unnið er við lagfæringar á hús- næðinu. Þær hafa staðið lengur en upphaflega var áætlað en nú eru lík- ur á að starfsemin heflist fljótlega og aö fyrstu íbúamir geti flutt inn. Að sögn Lilju er sambýlið hugsaö fyrir fimm manns. Um er að ræða tvær heilar stöður við heimilið. Það eru aðallega síðdegis- og helgarstöð- ur þar sem reiknað er með að íbúar sambýlisins geti væntanlega unnið á almennum vinnumarkaði. Sindrabær í umsjón Hafnarhrepps Júfia' Imsland, DV, Höfiu Hafnarhreppur hefur tekið við rekstri, umsjón og viðhaldi á félags- heimilinu Sindrabæ. Mikið þarf að gera við húsið, sem búið er að vera í mikilli niðurníðslu síðustu árin, þannig að hægt verði að tala um það sem samkomuhús. Heyrst hefur að innan skamms muni hefiast kvik- myndasýningar í Sindrabæ en lítið sem ekkert hefur verið um slíkan munað í 2-3 ár. Áður en myndbönd komu á flest heimili á Höfn voru kvikmyndasýningar flesta daga vi- kunnar og ekki óalgengt að tvær sýningar væru á kvöldi og tvær til Qórar á sunnudögum. Þegar dró úr aðsókn gáfust umsjónarmenn Sindrabæjar upp á bíóinu og lokuðu. Nú er bara að vona og sjá hvort nýj- um stjórnendum tekst að gera Sindrabæ að vinsælu samkomuhúsi á ný. ■iiiiífMiBír-r' Sindrabær. DV-mynd Ragnar Imsland BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bílamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bfla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.