Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS-1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Við heiðrum skálkinn Viö höfum ekki sendiherra í lýöræöisríkinu Japan, þótt það sé okkur mikilvægur og vaxandi markaöur, sem eykur íjölbreytni útflutningsmöguleika okkar og gerir okkur minna háð tollahækkunum og öörum viðskipta- þvingunum í Bandaríkjunum og Evrópubandalaginu. Nýútkomin utanríkisskýrsla ríkisstjórnarinnar vek- ur umhugsun um, aö stjórnmálasamband íslands viö önnur ríki er tilviljunum háö. Sambönd af því tagi ættu að eiga sér stoö í stjórnmálastöðu okkar og viðskipta- hagsmunum og ættu að byggja markvisst á slíkri stoð. Athyglisvert er, hve víöa hefur tilefnislítið veriö kom- ið á fót stjórnmálasambandi, sem kostar fé, þótt enginn sendiherra sé á staðnum. Hrikalegur er hinn hefö- bundni ferða- og veizlukostnaður í tengslum við af- hendingu trúnaðarbréfa á nokkurra ára fresti. Við höfum til dæmis stjórnmálasamband við Mongól- íu, þótt við höfum hvorki átt pólitíska né viðskiptalega samleið með því ríki. Þetta samband kostar okkur dýrt ferðalag og mikinn veizlukostnað á nokkurra ára fresti, þegar skipt er um sendiherra á hefðbundinn hátt. Miklu merkilegra er samband okkar við stjórnvöld, sem ekki mundu teljast húsum hæf á Vesturlöndum. Við höfum meðal annars stjórnmálasamband við Norð- ur-Kóreu, þar sem við völd eru feðgar, er láta sendimenn sína stunda eiturlyfjasölu og morð í öðrum löndum. Við höfum líka stjórnmálasamband við Kólumbíu, þar sem ríkjum ráða eiturlyfjasalar, er valda miklum hörmungum á Vesturlöndum. Hin formlega ríkisstjórn í Kólumbíu er valdalaus, enda eru menn þar myrtir átölulaust, ef þeir eru fyrir eiturlyfjasölunum. Ekki er síður dapurlegt, að ríkisstjórn okkar heldur uppi stjórnmálasambandi við .ógnarstjórn Pinochets í Chile. Um langt árabil hefur sú stjórn verið andstyggð góðra manna, á svipaðan hátt og herforingjastjórnir hafa yfirleitt verið í ríkjum Suður-Ameríku og víðar. Sérkennilegt er samband okkar við stjórnvöld í íran, sem eru til vandræða á öllum sviðum, svívirða mann- réttindi heima fyrir, standa í styrjöld við nágranna, stuðla að mannránum og hatast við allt og alla á Vestur- löndum. Þetta samband jaðrar við sjálfspíslarstefnu. Á listanum yfir sérstaka vini íslands, sem kosta okk- ur stjórnmálasamband, eru stjórnvöld í Eþiópíu. Þau hafa hvað eftir annað framleitt í landi sínu hungurs- neyð af mannavöldum og hafa sýnt högum íbúanna fádæma fálæti, eins og kreddukommúnistar eru vanir. Austurríkismenn hafa að undanförnu sætt óþægind- um út af pólitískri samskiptafrystingu vegna Waldheims forseta. Þrýstingur af slíku tagi hefur áhrif. Því væri æskilegra að efla samstöðu um frystingu ýmissa glæpa- stjórna í Þriðja heiminum fremur en Austurríkis. Erfitt er að draga mörkin, því að meirihluti ríkis- stjórna á jörðinni er tæplega húsum hæfur. í Mexíkó hefur glæpaflokkur verið við völd áratugum saman. í Tanzaníu hefur ríkisstjórninni tekizt, með hjálp Norður- landa, að breyta ríkri nýlendu í örbirgðarbæli. Miða má við Sovétríkin, sem við verzlum töluvert við. Ef stjórn ríkis er verri en í Sovétríkjunum og við- skiptahagsmunir léttvægari, ættum við að geta neitað okkur um stjórnmálasamband. Þess vegna gætum við haldið tengslum við ríki á borð við Indland og Kenýa. Fáránlegt er að eyða fé í að sýna virðingu ýmsum heimsfrægum glæpamönnum og illmennum með því að senda fulltrúa til að afhenda þeim trúnaðarbréf. Jónas Kristjánsson Nýju fötin keisarans: Krónurnar sem hurfu Viö Islendingar erum gestrisin þjóö og eigum fín hótel og fína vegi ef menn bara villast ekki of langt frá borginni. Forstofan hjá okkur var hins vegar bæði lítil og ljót og hvorki gestum okkar né starfsfólki bjóðandi. Þetta var því lagaö í hvelli og ný flugstöö reist. Nú fengu íslenskir námsmenn erlendis, er komu heim í jólafrí, alvarlegt sjokk og héldu aö þeir væri komnir í ald- ingarðinn Eden eða sjálfa Paradís í staöinn fyrir heim á gamla Frón. Fíkjutrén, sem blöstu við augum, voru þó blákaldur veruleikinn, höfðu reyndar kostaö okkur ein- hveijar milljónir króna (skrúö- garöameistarinn útlendi m/aðstoð- arfólki ekki innifalinn), en sannur íslendigur blæs á slíkt. Þaö var nefnilega orðið ljóst aö kostnaöurinn við gróðurhúsiö var hvort eð er löngu kominn langt fram úr áætlun. Þaö var því til sóma fyrir byggingarnefndina (skv. lögmálum þessa lands og ekki var það síðra) að það var hvorki vind- né vatnshelt. Starfsfólk þarf að vera kappklætt og fíkjutré lifa víst stutt í kulda og trekki. Þjóðar- bókhlaðan hornskakka og marg- gallaða er orðin ansi dýr líka og skal sú gersemi varin með síki miklu að hætti kónga og keisara á miðöldum. Ætli þar verði vindubrú líka? Ráöherra blés líka á það þótt byggingarkostnaður Listasafnsins færi 50% fram úr áætlun eða sem svarar skitnum 100 milljónum. Nú bíða svo allir meö blýantinn á lofti eftir langþráðum tölum frá Davíð svo framreikna megi fyrir- fram meðal-framúrakstur á kostn- aðaráætlun ráðhússins. Ætli nokkur verði andaktugur? Þetta eru allt saman smámunir sem okk- ur munar lítið um. Það vita nefni- lega allir sem eitthvað fylgjast með að við íslendingar höfum kollvarp- að kenningum Milton Friedmans og skósveina hans í þá veru að sam- band sé milli peningamagns í umferð og verðbólgu. Það kemur sem sé á daginn að peningamagn hefur aukist allveru- lega á sama tíma og verðbólgan er á hraðri niðurleið skv. framfærslu- vísitölu. Það skiptir engu máli þótt Steingrímur Sigfússon segi að það sé bullandi verðbólga, það eru allir hættir að hlusta á allaballana, skv. síöustu skoöanakönnunum DV og Hagvangs. Kaupa,kaupa,kaupa Atvinnuvegirnir eru kannski á hausnum en innflutningurinn blómstrar í fastgengisstefnunni. Oxford-stræti í London er beinlínis „púkó“ í samanburði við Lauga- veginn og Kringluna, aö maður tali nú ekki um Glasgowborg þar sem ekki er einu sinni hægt aö fá al- mennilega ,jogginggalla" á litlu englabörnin, bara eitthvert „poly- esterdrasl". Það væri nú einhver munur að komast í almennilega innkaupaferð til Malaysiu! Svo má fá nær hvað sem er út á krít - frá saumnálum og upp í bíla - ekkert út og afganginn einhvem tíma. Skítt með allan viðskiptahalla og erlendar skuldir. Það fer áreiðan- lega ekki fyrir okkur eins og Argentínu forðum daga. Það er nógur fiskur í sjónum svo við get- um leyft .okkur að lifa flott. Nú þarf því bara að drífa í því að senda Nonna nr. 2 til Suður- Ameríku. til að kenna listina enda maöurinn fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar og ráðunautm- ríkisstjóma í efnahagsmálum um árabil - og allir vita hvemig efna- hagsmálin standa í góðærinu. íslandi allt, a la Dallas Eggert Haukdal fór að rífast um of háa vexti í sjónvarpinu viö Nonna nr. 2, sem aftur leiddi hann í allan sannleikann um vexti og KjáUarinn Snjáfríður M.S. Árnadóttir viðskiptafulltrúi vísitölur. Stefán Valgeirsson var svo að impra á miklum launamun í þjóðfélaginu í þinginu um daginn. Þetta er mál sem ekki á að ræða upphátt, allra síst í þinginu. Eggert og Stefán kunna bara ekkert í ný- móöins pólitík eða eru bara orðnir elliærir. Stelpurnar í Kvennalistanum kunna heldur ekkert í alvörupólit- ík, segir Halldór Ásgrímsson. Þær hlæja vist of mikið og ættu að láta nægja að brosa út í annað í sjón- varpinu. Ragnhildur er alltaf jafnpen og stillt og er alveg sama þótt hún verði að horfa upp til Þor- valds Garðars. Jóhanna er því eina konan með viti í þinginu og skákar karlmönnunum líka. Hún er víst besti og duglegasti þingmaðurinn og lætur engan skípa sér fyrir. Hún slapp fyrir horn með húsnæðismál- in þrátt fyrir öfundina í köllunum en Salome varð að éta hatt sinn til að teljast sannsögul. Þetta er miklu skemmtilegra en Dallas enda saknar þess enginn. Leitin að krónunum Kaupmáttur launa jókst einhver ósköp á síðasta ári, samkvæmt full- trúa vinnuveitenda og stjórnvöld- um. Enginn hefur þó fundið hann í buddunni sinni og hans þvi leitað logandi ljósi. Verkafólk, verk- smiöjufólk, búðarlokur, fisk- vinnslufólk, ríkis- og borgarsttirfs- menn hafa ekkert orðið vör við hann, nema síður sé. Handhafar þegja auðvitað þunnu hljóði enda ljótt ef málið upplýstist í miðjum samningaviðræðum. All- ir gruna því alla ög málið orðið dularfyllra en nokkuð eftir Agöthu Christie. Grátkórinn heldur því áfram og nær víst er að enn mun krafa verkalýðsins lögð fram í hinum vel. þekktu prósentum. Það kemur líka langhagstæðast út fyrir láglauna- fólkið enda sér það hver maður, sem á annað borð kann eitthvað í líkindareikningi, að við 10% pró- sent launahækkun eru miklu meiri líkindi á að 3.500 kallinn komi sér mun betur fyrir manninn með 35 þúsundin heldur er 35 þúsúndin fyrir þann með 350 þúsuhdin. Þetta er löngu viðurkenndur reikningur á íslandi og þykir ekkert tiltöku- mál. Það er bara gamaldags að vera með eitthvert krónutöluhjal og fulltrúi vinnuveitenda segir það afturíör um tugi ára að menn setj- ist niður og nefni þar einhverjar tölur á víxl. Þetta er vitanlega lauk- rétt enda samningaborðið enginn prúttmarkaður. Forysta verka- lýðsins í landinu er aðallega al- þingismenn. Þetta er náttúrlega ákaflega eðlilegur hlutur þar sem þar eru gáfuðus(u mennirnir sem kunna að koma fyrir sig orði og vita gjörla hvað verkalýðnum er fyrir bestu hverju sinni. Það væri klára della að hafa einhvern meðal- jón úr hópi verkalýðsins í fremstu víglínu í málum sem þessum. Því ættu allir meðaljónar að hætta að öfunda verkalýsforingja af of háum launum fyrir utan þingfararkaup- ið. Mennirnir eru svefnlausir meiri part ársins af fundasetum og áhyggjum. Þeir hafa líka allir ein- hvern tíma unnið í slori og skít og vita vel hvað það er að lifa af tæp- um 30 þúsundum á mánuði. Segðu já-eða þá ... Verkföll eru voðaleg og hafa aldr- ei orðiö til góðs, eins og þeir vita best sem þekkja skammlaust sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar frá upphafi. Þau hafa því aðallega ver- ið notuð sem grýla á verkalýðinn hin síðari ár, til að skikka hann til að vera þægaii, enda ekki ýkja erf- itt á tímum lánskjaravísitölu og krítarkorta. Verkalýsforingjar mæta því enn sem fyrr og kynna samninga fyrir umbjóðendum sínum, segjandi að best sé- að samþykkja því betra bjóðist nú ekki. Eða eins og Ás- mundur sagði í sjónvarpinu, það er búið að reyna allar leiðir. í verk- fóll er ekki viturlegt að fara því 'betra mun vera að vera fátækur en vekja upp verðbólgudrauginn. Verkafólk veit sumsé vel að því lægri sem laun þess eru því meiri sök á það á verðbólgunni. Þetta samþykkja a.m.k. gáfuðustu menn þjóðarinnar, ef ekki í orði þá á borði með samningum sínum. En þeir fá kannski jólunum frestað fram að páskum til að fólk komist í almennilegt frí. Síöan mun ríkisstjórnin innan mánaðar frá samningum hiröa gróðann (ef einhver var) eða gott betur með gömlum eða nýjum hal- elújaaðgerðum. Verkalýðsforystan mun þá hrópa svik og prettir því auðvitað sá hún þetta ekki fyrir- fram. i samningunum eru auðvitaö gul, rauð eða græn strik, en þau eru aðallega til skrauts. Feluleilyir- inn, nýju fötin keisarans, dansinn kringum gullkálfmn, eða hvað menn nú kjósa að kalla það, mun svo halda áfram. Pabbar sjást ekki heima hjá sér nema rétt yfir blánóttina og þegar helgarvinnan bregst. Mömmur sofa útkeyrðar uppi í sófa eftir að hafa lagt allt undir í bingói, lottói eða hvað það nú heitir allt saman því allir vilja verða ríkir á einni nóttu. 10-12 ára börn halda áfram að læra vangadans á diskótekum í félagsmiðstöðvum borgarinnar á meðan þau eldri skemmta sér á Hlemmi eöa í miðbænum. Þetta eru hins vegar staðir sem fæstir for- eldrar hafa heimsótt eftir myrkur. Fólk getur svo bara haldið áfram aö vinna 100 tíma eða meira í yfir- vinnu eða hvað sem það skal nefnt og má bara þakka fyrir sig. Já, hrundadansinn dunar dátt og á meðan fólk leggur nótt við dag í framfærslunni má enginn vera að því að leggjast í víl, vesaldóm og þunglyndi. Því erum við hamingjusamasta þjóði í heimi. Snjáfríður M.S. Árnadóttir „Verkalýðsforingjar mæta því enn sem fyrr og kynna samninga fyrir umbjóð- endum sínum, segjandi að best sé að samþykkja því betra bjóðist nú ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.