Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. Spumingin Hefur þú skafið tii vinnings? Bjarni Harðarson: Já, en aldrei feng- ið vinning. Þorlákur Kristinsson: Já, en ég fæ aldrei vinning. Magnús Gunnlaugsson: Já, ég fékk einu sinni risakók í verðlaun. Hreinn Pálsson: Já, ég hef mest feng- ið 50 krónur. Erla Jónsdóttir: Nei, ég hef ekki skaf- ið til vinnings. Páll Erlingsson: Já, en hef mest feng- ið 100 krónur. Lesendur Geta bilstjórar ekki sjálfir metið það hvenær ökuljós eru til bóta og hvenær ekki? Nýju umferðarlögin: Sektir eða fjötrar P.J. skrifar: Þann fyrsta mars sl. tóku gildi ný umferðarlög. Nú á að aka með öku- ljósum allan sólarhringinn, lögreglu- menn þurfa ekki að mæta á vettvang þar sem minni háttar óhöpp hafa átt sér stað og sekta á menn sem ekki eru bundnir fastir niöur í bíla sína. Um fyrsta atriðið má e.t.v. segja að það sé réttlætanlegt af hinu háa Al- þingi að smþykkja svona tillögur ef það telur sig ekki hafa annað þarfara að gera. Þarna er þó um miklar álög- ur á bíleigendur að ræða. - Eitt sinn var sagt að lengi mætti bæta pinkli á gömlu Skjónu og virðist það í fullu gildi enn. Varla ætti að vera til of mikils mælst þótt langskólagengið fólk, eins og flestir íslendingar eru að verða, gæti metið hvenær ökuljós eru til bóta og hvenær ekki. Um annað atriðið, að ekki þurfi að kalla lögreglu til ef um mirini háttar eignatjón er að ræða af völdum bíla, þarf ekki að hafa mörg orð. í nær öllum tilfellum eru bílar þarna í aðal- hlutverki og nær undantekninga- laust er um umfrðarlagabrot að ræða. Kemur löggæslunni ekki leng- ur við hvort menn brjóta lög eða ekki? Það eru mörg atriði sem lögreglu- maður þarf að kanna í hverju umferðaróhappi ökutækja, hemlaför o.m.tl. Þá er algengt að greiða þarf fyrir annarri umferð þar sem óhöpp hafa átt sér stað. Það gerir hinn al- menni borgari ekki svo vel sé. Um þriöja atriðið, bílbeltin, er það að segja að það getur varla sam- rýmst réttlætistilfmningu manna að einhverjir menn geti skipað tugum þúsunda fijálsra manna að binda sig í bílum sínum vegna þess að ein- hveijir, jafnvel örfáir, hafi e.t.v. slasast af þvi að vera ekki bundnir. Og hvað sem öðru líður þá er það víst að lög sem sett eru og ná ekki að höfða til heilbrigðrar skynsemi alls þorra fólks og brjóta í bága viö réttlætistilfmningu þess eru vond lög sem betur væru afnumin en að halda þeim til streitu. Þessi atriði hinna nýju umferðarlaga, sem hér er minnst á, flokkast einmitt undir það að vera ekki réttlát og höfða ekki til réttlætiskenndar manna. Hið mikla hliit- verk mannsins Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Húsnæðisfrum- varp Jóhönnu Jónína Sigurðardóttir skrifar: Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráðherra þurfti að beijast harðri baráttú til þess að koma í gegn á Alþingi hinu nýja húsnæðismála- frumvarpi sínu, rétt fyrir síðustu jól. Enginn greiddi þó að lokum at- kvæði gegn því en áður höfðu þeir tafið framgáng þess eftir bestu getu, þingmennirnir Alexander Stefáns- son, Halldór Blöndal og Guðmundur G. Þórarinsson, sá sem kunnur er fyrir afskipti sín af byggingafram- kvæmdum í Vestmannaeyjum eftir gos, og einnig í Reykjavík (sbr. lista- safnsbygginguna sem fór eitt hundr- að milljónir fram úr áætlun). Nýja húsnæðisfrumvarpið var til mikilla bóta. En fyrir hina lakast settu vildi Jóhanna Sigurðardóttir þó gera enn betur og lagði því fram frumvarp um kaupleiguíbúðir. - Og enn fór Alexander af staö með þras og þæfrng. Hvað veldur? Má ekki koma hinum lakast settu til hjálpar? Því gleymdi Alexander nefnilega í ráðherratíð sinni. - En hvaðan er hann ættaður? Er hann annars ekki af Snæfellsnesi? - Þar sagði séra Árni Þórarinsson að væri mikið af vondu fólki(?) Ingvar Agnarsson skrifar: Guðirnir áttu sér takmark með sköpun og þróun jarðar og lífs. Jafn- an hefur lífið átt erfltt uppdráttar á móður jörð. En þrátt fyrir allt sótti það á og vann mikla sigra. Eitt sinn naut engrar sólar um alla jörð. Samt fylltist jörðin af lífi. Burknagróður óx á stórum svæðum og eyddi úr lofti þeim efnum er huldu sólu. Kolalög jarðar hera vitni þess- um miklu gróðurlendum horflns tíma. Sól tók að skína á yfirborö jarðar. Dýrategundir koma fram. Upp rann miðöld jarðar með skriðdýrunum ijölskrúöugu. Þau breiddust út um víða veröld, urðu landdýr, sjávardýr og flugdýr ótal tegunda. Þau lögðu undir sig lönd og höf. - Eitthvað kom fyrir sem eyddi að mestu þessari fjöl- þættu dýraætt. En lífið vann enn sigra. Spendýr komu fram, ruddu sér til rúms, urðu fjölbreytt að tegundum og lifnaðar- háttum, löguðu sig að flestum aðstæðum og lífsskilyrðum um víða veröld. - Ein síðasta tegund spendýra var maðurinn og gerðist vitrari og aðlögunarhæfari öðrum dýrum. Hann gerðist drottnari jarðar og ann- ,Á milljónaskara stjarnanna mun allt líf tilverunnar að finna, bæði hið æðra og hið lægra,“ segir með mynd frá bréfritara. arra dýra. Svo virðist sem manninum hafi verið sérstakt hlutverk ætlað frá upphafl tilveru sinnar, af hinni æðstu veru, höfundi allrar verðandi. Það hlutverk að koma á nánara sam- bandi milli lífs jarðar og höfundar lífsins, báðum til blessunar. Enn hefur maðurinn lítt skilið þetta ætlunarverk sitt. Hver veit þó nema hann eigi eftir að vitkast svo að hann verði vandanum vaxinn svo að komið verði á þeim umbótum sem svo lengi hefur verið að stefnt. — ------—----;— Nýr miðbær. - Er ekki meira í takt við tímann að fara með nýtt ráðhús f nýjan miðbæ? Ráðhúsbyggingin: Hvers vegna í gamla miðbænum? Andapabbi skrifar: - Enn og aftur er verið að karpa um ráðhúsið góða. Allir gangar og kaffl- stofur háskólans eru fullir af snepl- um sem á stendur: Tjörnin lifi. Og vinstri sinnar með þanda nasavængi og hneyskslun heimsins á herðunum halda því fram að börnin okkar EIGI Tjömina. - Ég spyr nú bara eins og fávís kona: Síðan hvenær? - Og hveiju er Tjömin verri þótt á einum bakka hennar rísi tveir snotrir braggar? En í framhaldi af þessu vaknar ein spuming sem ég man ekki að hafi komið fram. Undanfarin ár og jafn- vel áratugi hefur verið talað um nauðsyn þess að byggja nýjan miðbæ í Reykjavík og þessum miðbæ meira að segja valinn staður. Þar er risin Kringla og þar er að rísa Borgarleikhús. Er ekki tíma- skekkja að reisa ráðhús í gamla miðbænum? Er ekki meira í takt við tímann að fara með nýtt ráöhús í nýjan miðbæ? Ef ráðhús þarf endilega að hafa aðgang að polli, hlýtur að mega búa til einhveija bunu þama uppfrá - eða síki í kring, eins og um bókhlöðuna. - Eða dugar Davíö ekki minna fóta- bað en heil tjörn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.