Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
21
5 í íslenskri körfuknattleikssögu i gærkvöldi. Urðu
erðu tvívegis jafntefli við Grindavik.
DV-mynd Brynjar Gauti
Táknræn mynd - baráttan í leik Grindvíkinga
og ÍR-inga. DV-mynd Brynjar Gauti
Bikarkeppni HSÍ:
Valsstelpur
áfram
Valsstúlkurnar komust áfram í bikarkeppni
HSÍ í gærkvöldi er þær báru sigurorð af Keflavík-
urliðinu í nokkuö tvísýnuni leik 21-27. Staðan
var 10-10 í hléinu. Kristín var markahæst Vals-
kvenna, gerði 8 mörk en Erna skoraði 7. Una var
hins vegar atkvæðamest Keflvíkinga, skoraði 12
mörk.
________íþróttir
Sænsk úrvalsdeildatiið á eftir Gunnari Gunnarssyni:
Ystad vill fá Gunnar
Gunnarsson til liðs við sig
- sænska liðið sagt reiðubúið að greiða mikið fé fýrir íslendinginn
Islenski handknattleiksmaöurinn
Gunnar Gunnarsson, sem hefur leik-
ið frábærlega vel með IFK Malmö í
annarri deildinni sænsku í vetur,
hefur fengið nokkur óformleg tilboð
síðustu dagana. Hafa sænsk úrvals-
deildarlið sýnt honum áhuga og rætt
við hann óformlega. Eftir því sem
heimildir DV telja hefur úrvalsdeild-
arliðið Ystad sóst fastast eftir að fá
Gunnar til sín en félagið er að sögn
heimildarmanns reiðubúið að greiða
150 þúsund sænskar krónur til að
liðka fyrir félagaskiptum. Mun sú
• upphæð vera nærri gangverði á
sterkum sænskum landsliðsmanni
en víst má telja að Málmeyjarliðið
sækist eftir eins miklu fyrir Gunnar
og því er.kleift.
„Það er ýmislegt í deiglunni en það
er erfltt fyrir mig að láta nokkuð
uppi um þessa hluti. Keppnistímabil-
inu er ekki lokið og því er þetta afar
viðkvæmt mál,“ sagði Gunnar í
spjalli við DV.
„Ég get þó ekki neitað því að for-
ráðamenn nokkurra sænskra úrv:
alsdeildarliöa hafa rætt viö mig og á
meðal þeirra forkólfur eins af topp-
liðunum. Eins'og málum er komið
er ómögulegt að segja hvað verður
en þetta ræðst að nokkru leyti af því
' hvernig tekst tii hjá okkur í Malmö.
Ef við förum upp þá fer ég varla í
annað sænskt lið... spila heldur
heima. - Vissulega væri þó gaman
að leika með liði í hæstu deild, ann-
aðhvort hérna i Svíþjóð eða heima á
Islandi. Þeir sem leika í _efstu deild
eiga miklu meiri möguléika á ná í
landsliðssæti," sagði Gúnnar.
Gunnar á að stjórna leik Ystad
Eftir því sem heimildir DV segja á
Gunnar Gunnarsson að leysa Basti
Rasmussen af hólmi hjáYstad, þ.e.
gangi hann í félagið. Rasmussen er
leikstjórnandi liðsins og gamall
landsliðsrefur. Hann hefur leikiö
með sænska úrvalsdéildarfélaginu
um alllangt skeið *
Ystad er nú í fjóröa sæti sænsku
deildarinnar en hefur þó enn ekki
tryggt sér sæti í.úrslitakeppnt fjög-
urra efstu líða. Örfáar umferöir eru
óleiknar og bendir flest til að Ystad
vinni sæti í úrslitum. -JÖG
Borðtennis - flokkakeppni:
Vesturbæingar enn ósigrandi
- KR-ingar lögðu alla mótherja sína að velli í karlaflokki
Seinni umferð í flokkakeppni Borð-
tennissambands íslands 1987 til 1988
fór fram um nýliðna helgi í Laugar-
dalshöll. Keppt var í 1. og 2. deild
karla, í kvenna- og stúlknaflokki og
í flórum flokkum pilta 15 ára og
yngri. Alls tóku 32 lið þátt í keppni,
frá 6 íþróttafélögum.
í l. deild karla varð a-lið KR hlut-
skarpast en liðið lagði alla andstæð-
inga sína að velli. Hafa vesturbæing-
ar verið ósigrandi um árabil í
íþróttinni. í sigurliði þeirra núna
voru þeir Tómas Guðjónsson, Kjart-
Tómas Guðjónsson.
an Briem, Kristinn Már Emilsson og
Jóhannes Hauksson.
í öðru s^eti í 1. deild varð A-lið
Stjörnunnar.
Þau örlög að falla L 2. deild biðu
A-liði Arnarins en sæti þess félags
tekur b-lið Víkingá, sem bar sigurorð
í 2. deild.
í flokki kvenna vann lið UMSB en
KR varð hlutskarpast í stúlkna-
flokki. í hópi pilta náöi hins vegar
a-lið Víkings bestum árangri og bar
það sigur úr býtum. -JÖG
Knattspyma:
í Reyni
Ægir Már Eárason; DV, Suðumesjum:
Siguijón Svéinsson, bakvörð-
ur úr l. deildarliði ÍBK, hefur
ákveöiö að leika með Reyni,
Sandgerði, í 3. deildarkeppninni
í sumar. Sigurjón er 28 árá og
hefur leikið 72 leiki með ÍBK í
1. deildinni síöustu fimm árin,
en hann er Sandgerðingur og
lék áöur með Reyni.
„Þetta var mjög erflö ákvörð-
un en ég hef frú á Reynisliöinu.
Hópurinn er sterkur og þjálfar-
arnir mjög góðir, þeir Valþór
Sigþórsson og Ómar Jóhanns-
son,“ sagði Siguijón í spjalli við
_DV.
Blikar mæta
Njarðvíking-
um
Einn leikur verður í átta Uða
úrslitum i bikarkeppni KKÍ í
kvöld. Blikar mæta Njarðvfk-
ingum í Digranesi og hefst
leikur þeirra klukkan 21.
Breiðablik tapaði fyrri viöur-
eigninni með talsverðum mun
og á því harma að hefna gegn
meisturunum.
Pétur Guðmundsson skrífar um NBA:
Eiginkonurnar slógust
vegna launanna!
Leikmaður vikunnar var Roy Tarpley hjá Dallas Mavericks. Hann
hefur verið lykilmaður í Dallasliðinu í vetur sem varamaður og ekki
hvað síst í ellefu leikja metsigurgöngunni sem enn stendur yfir.
Tarpley hefur skorað að meðal-
tali 15 stig og gripið 15 fráköst í
þessum 11 leikjum en í síðustu
viku bætti hann sig enn betur og
var með rúm 17 stig og næstum
17 fráköst í þeim fjórum leikjum
sem liöið vann þá vikuna. Hann
er nú sjöundi besti frákastarinn
í deildinni og það kemur enginn
varamaöur nálægt honum í því
efni. Tarpley er 2,13 m á hæð og
er á ööru ári i NBA og framfarir
hans frá fyrsta ári þykja með
ólíkindum. Hann spilar bæöi sem
miðherji og framherji og hefur
tvisvar í vetur gripið 23 fráköst í
einum leik sem er met iyá Ma-
vericks. Meðaltal hans í vetur er
nú næstum 12 fráköst í leik. Það
má næstum bóka að hann fær
viöurkenningu sem besti vara-
maðurinn í vetur.
New Jersey Nets réöu nýjan
þjálfara sl. mánudag og er sá
Willis Reed. Hanp geröi garðinn
frægan í New York á sjöunda og
áttunda áratugnum og varö m.a.
NBA-meistari með Knicks 1970
og 1973. Hann hefur þjálfað und-
anfarin ár bæði í háskóla og NBA,
síðast sem aðstoðarþjálfari Bill
Russell i Sacramento. Nets buðu
hann velkominn meö því að sigra
LA Clippers á heimavelli en þessi
tvö lið höfðu verið jöfn með fæsta
sigra i NBA fram að því. Daginn
eftir fóru þeir til Boston og unnu
Celtics þar en Boston hafði ekki
tapað fyrir austurstrandarliði í
Boston Garden.í 67 leikjum svo
að menn eru nokkuö bjartsýnir í
Jersey þessa dagana og tala jafn-
vel um Reed sem þjálfara ársins.
• Seattle Supersonics eru
þekktir fy rir að vera harðir í horn
að taka og láta ekki vaða ofan í
sig með nokkurn hlut. Þeir hafa
lent í slagsmálum sín á milli og
eru Xavier McDaniels og Tom
Chambers reglulega búnir að
lenda í stimpingum við leikmenn
annarra liða. í vetur hefur leik-
mönnum líka lent saman á
æflngum, sem kannski þykir ekki
fréttnæmt, en nú hafa eiginkon-
urnar bæst í hópinn! Eiginkonur
Dale Ellis og Alton Listers lentu
í slagsmálum í áhorfendastæðun-
um eftir leik á milh Supersonics
og Lakers um daginn. Astæðan?
Ja, hún ku vera sú aö frú Ellis
var ekki ánægð meö frammistööu
Menn eru aldrei aðgerðarlausir i bandaríska körfuknattleiknum.
herra Listers miðað viö það að
hann fær rúmlega fjórfold laun á
viö Ellis sem er flmmti besti skor-
arinn í NBA. Og frú Lister fékk
vist að heyra það óþvegið! Eitt er
víst að Alton Lister hefur ekki
gert neitt í vetur til aö sannfæra
fólk um að hann eigi skilið að fá
1,1 milljón dollara á ári. Frú Elhs
er ekki sú eina sem er óánægð
meö þaö.