Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Fréttir x>v
Frábært úrval af sokkabeltum, nælon-
sokkum, sokkaböndum, corselettum,
sexý nær- og náttfatnaði, margs kon-
ar, fyrir dömur og herra. Sjón er sögu
ríkari. Sendum í ómerktum póstkröf-
um. Rómeó og Júlía.
Vörurnar frá okkur eru lausn á t.d.
spennu, deyfð, tilbreytingarleysi,
einmanaleika, framhjáhaldi, hættu-
legum sjúkdómum o.m.fl. Leitaðu
uppl. Opið frá kl. 10-18 mán.-föstud.,
10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3
v/Hallærisplan, 3. hæð, sími 14448.
Ertu að safna flugtímum fyrir B prófið?
Þessi skemmtilega 3-4 sæta Jodel vél
fæst leigð í 4-6 mánuði og þú getur
flogið eins og veður leyfir. Upplagt
fyrir 2-4 menn. Hagstætt verð og
greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 686810
og 666344.
Hámarkshraði
ávallt
mlðaður við
kt-í
aðstæður
bestu
í umferðlnni
UMFEHÐAR
rAd
Fæst
á öllum
blað-
sölustöðum
■ Verslun
TfmamfynraiiB
3 Kf.r. ~ 4?: - MMS 1** VSW ftft/239
Mars-
heftið
komið út
Nýinnflutt Toyota Tercel, árg. ’84, 4WD
með vökvast., ekin 60.000 míl., bíll í
mjög góðu standi. Verð 450.000.
Nýinnfluttúr Plymouth Voyager, árg. ’86,
sjálfsk., með vökvast. og -bremsum,
3 sætaraðir og stór hliðarhurð, ekinn
32 þús. mílur, bíll í sérflokki. Verð
950.000.
Nýinnfluttur Ford Econoline, árg. ’82,
sjálfsk., 6 cyl., m/vökvast. og -brems-
um, lengri gerð, ekinn 65.000 míl. Verð
650.000. Bílnum fylgir framdrifshásing
og millikassi, verð 150 þús.
Lada Safir, árg. ’87, ekinn 12.000 km,
sem nýr. Verð 215.000.
eBílarnir eru til sýnis og sölu á Bíla-
sölunni Braut, sími 681502, einnig
uppl. í síma 626644.
Mazda 929 '82 til sölu, skoð. ’88, ekinn
87.000. Sími 78282 e. kl. 19.
Smókingaleiga. Höfum til leigu allar
stærðir smókinga við öll tækifæri,
skyrta, lindi og slaufa fylgja. Efna-
laugin, Nóatúni 17, sími 16199.
fæst
í blaðasölunni
r
a
járnbrautarstöðinni
i
i
Kaupmannahöfn.
Pearlie tannfarðinn gefur aflituðum
tönnum, fyllingum og gervitönnum
náttúrulega og hvíta áferð. Notað af
sýningarfólki og fyrirsætum. KRIST-
ÍN - innflutningsverslun, póstkröfu-
sími 611659. Sjálfvirkur símsvari tekur
við pöntunum allan sólarhringinn.
Box 290, 172 Seltjarnarnes. Verð kr.
490.
■ BOar til sölu
Til sölu er Mercedes Benz 0309, árg.
1978, gott boddí, nýir hjólbarðar, sum-
ar- og vetrar. Góðir greiðsluskilmálar
eða skipti. Uppl. í síma 96-33202 á
kvöldin.
Man 73 26-320 í góðu ástandi til sölu.
Uppl. í síma 667549 á kvöldin.
Höfum til sölu og afgreiðslu strax báta-
og bílaflutningakerrur, einnig mjög
hentugar fólksbíla- og vélsleðakerrur.
Til sýnis að Borgartúni 26, bak við
Bílanaust. Gísli Jónsson og co. hf.,
símar 626644 og 686644.
Einn með öllu. Ford Econoline ’79, 351
Windsor, Dana 60 afturhásing, læst
drif framan, spil, ísskápur, eldavél,
~t vaskur, toppklæddur. Úppí. í síma
32826 eftir kl. 17.
Toyota Corolla ’87, ekinn 15.000 km,
innfluttur frá Danmörku, rafmagns-
topplúga og fleiri aukahlutir, 5 ára
ryðvarnarábyrgð frá Toyota. Hafið
samhand við auglþj. DV í síma 27022.
H-77yfi
Audi 80 Quattro árg.
ekinn 26.000 km. Uppl.
Hafsteinn.
’87 til sölu,
í síma 31615,
Ýmislegt
Nissan Sunny 4x4 sedan ’87 til sölu,
upphækkaður, sílsalistar, sumar- og
vetrardekk. Uppl. í síma 79800 og
43819. Engin skipti.
omeo
WMmjmu
t IGÐIuSaMINgIíUSTU N D1«
1 SKAMMDEGINU
f? TfmarftfyrfrilU ‘p
Ökumaðurinn skoðar leifarnar af þvi sem einu sinni var glæsivagninn hans.
Eins og sjá má á myndinni er bíllinn gerónýtur en þótt undarlegt megi telj-
ast slapp unga fólkið, sem var í bilnum, óslasað með öllu úr þessari ökuferð.
DV-mynd S
Glæsivagn gereyðilagðist á Vatnsmýraivegi:
Lenti á tveim bílum og
staur á mikilli ferð
Mesta mildi að enginn skyldi slasast
Ungur maður gereyðilagði bílinn
sinn á Vatnsmýrarvegi rétt fyrir
klukkan tvö í fyrradag. Hann og ung
stúlka, sem var farþegi í bílnum,
sluppu ómeidd og þótti þeim sem
komu á slysstað það með ólíkindum.
Þau voru bæði með bílbeltin spennt
og kann þaö að hafa bjargað unga
fólkinu.
Ökumaðurinn var að taka fram úr
á Vatnsmýrarveginum þegar bíllinn,
sem hann ætlaði fram úr, beygði í
veg fyrir hann. Glæsivagninn, sem
er Pontiac sportbíU, fór fyrst utan í
litla bílinn sem hann var að fara fram
úr, fór síðan út af veginum, kastaðist
utan í staur og lenti loks á kyrrstæð-
um vörubú.
Pontiacinn mun hafa verið á þó-
nokkurri ferð en hann er nú ónýtur
með öllu. Ökumaðurinn var búinn
að eiga ökutækið í þrjár vikur þegar
óhappið varð.
-ATA
Norðuriandaráð:
Meira af skyldu-
rækni en áhuga?
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Forsætisráðherrar og aðrir æðstu
valdamenn Norðurlandanna fimm
auk fjölda þingmanna sitja 37. fund
Noröurlandaráðs sem sett var í Osló
í gær og stendur í fimm daga.
Ekki er búist við að þessi fundur
Norðurlandaráðs verði tiðindamik-
ill. Fyrir íslendinga verður þingið
minnisstæðast fyrst og fremst vegna
þess að Thor Vilhjálmssyni verða
afhent bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs á þessu þingi.
Þrátt fyrir tiltölulega langa hefð
njóta fundir Norðurlandaráðs og
ráðið sem stofnun ekki mikillar virð-
ingar í aðildarlöndunum. Almenn
skoðun á fundum ráðsins er að þar
hittist árlega norrænir frændur,
meira af skyldurækni en áhuga og
vilja. Norðurlandaráð reynir í
lengstu lög að komast hjá umræðum
um mál sem vitað er fyrirfram að
löndin fimm hafa ólíkar skoðanir á.
Utanríkismál eru bannorð á fundun-
um og búist er við að Anker Jörgens-
en, fyrrum forsætisráðherra Dana,
verði kveðinn í kútinn þegar hann i
vikunni ber upp tillögu um að Norð-
urlandaráð fordæmi meðferð ísraela
á Palestínuaröbum.
Þrátt fyrir átakalítil Norðurlanda-
ráðsþing, eða kannski einmitt þess
vegna, hefur margt áunnist í sam-
starfi Norðurlandaþjóðanna. Þar má
nefna að Norðurlandabúar hafa
sama atvinnurétt burtséð frá því í
hvaða landi þeir dvelja, þetta gildir
einnig um heilsugæslu og trygginga-
kerfi. Þannig á t.d. íslendingur
búsettur í Svíþjóð að njóta sömu rétt-
inda og innfæddur Svíi hvað snertir
atvinnu, heilsugæslu og ýmis önnur
félagsleg réttindi.
Á þessu Norðurlandaráðsþingi
verður til umfjöllunar og afgreiðslu
tillaga um að Norðurlandabúar skuh
hafa sömu réttindi til menntunar án
tillits til þess hvers lenskir þeir eru.
Norðurlandaráð er einnig vett-
vangur fyrir stjómmálamenn til að
bera saman bækur.sínar og skiptast
á skoðunum um stöðu Norðurland-
anna í samfélagi þjóðanna. í ár
verður helst rætt um afstöðuna til
Evrópubandalagsins. Danmörk er
eitt Norðurlandanna í EB en hin fjög-
ur löndin eru ásamt Austurríkis-
mönnum og Svisslendingum í EFTA.
EFTA-löndin verða að gera upp við
sig hvaða stefnu á að marka gagn-
vart EB þegar bandalagslöndin verða
eitt markaðssvæði snemma á næsta
áratug.
Norðmenn eru taldir hklegastir til
að verða næsta Norðurlandaþjóðin í
EB. Óopinberlega er sagt að yfir-
stjórn EB geri ráð fyrir Noregi sem
aðildarríki innan sex tíl átta ára. Af
ólíkum ástæðum er lítill vilji í Sví-
þjóð, Finnlandi og á íslandi til að
ganga í EB.
Þrátt fyrir það gæti farið svo að
þessi lönd verði á komandi árum að
velja á milli fullrar þátttöku í EB og
póhtískrar og efnahagslegrar ein-
angrunar frá meginlandi Evrópu.
Maður ákærður fyrir brennu
Ungur maöur hefur verið ákærður varð ekki ánægður þegar honum var
fyrir að hafa farið í heimildarleysi vísað á dyr og fór síðar inn í íbúðina
inn í kjallaraíbúð við Barónsstíg og kveikti þar eld. Hjónin, sem
miðvikudaginn 13. maí 1987 og kveikt bjuggu í íbúðinni, voru ásamt ungu
eld í íbúðinni. bami sínu hætt komin af völdum
Maðurinn hafði fyrr um kvöldið eldsins og reyks sem frá honum
verið gestkomandi í íbúðinni og sinn- lagði.
aðist honum við húsráðendur. Hann .sme