Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. LífsstOl Skipting bótaábyrgðar: Er réttur neytandans tryggður við skiptingu sakar hjá byggingafélögunum? Samkvæmt umferðarlögunum nýju er ökumönnum ætlað að ganga frá tjónaskýrslum í mörgum tilfell- um þótt þeim sé áfram heimilt að leita til lögreglu. Ráðlegt er að kalla hana til verði slys á fólki, svo og ef um stærri tjón er að ræða eða ef brot á umferðarlögum eru alvarlegs eðlis. Þá þykir sýnt að ágreiningur komi upp í einhverjum tilvikum og kann þá lögreglan að reynast eini aöilinn sem skorist getur í leikinn. Hlutverk lögreglu vegna bifreiðatjóns er ekki að úrskurða um sök eða rétt þeirra aðila sem í tjóni lenda. Hennar er hins vegar.að draga upp óhlutdræga mynd af aöstæöum og gefa vísbend- ingar sem -vátryggingarfélögin og/eða ríkissaksóknari fara síöan eft- ir við frekari rannsókn slyssins. Ef tryggingafélög þeirra aðila, sem fyrir skaðanum verða, eru á einu máli um skiptingu bótaábyrgðar tefst sjaldnast afgreiösla málsins frekar. Þó geta þeir sem hlut eiga að óhappi farið þess á leit að málið skoðist frek- ar eða að gögnin fari fyrir sérstaka lögmannanefnd tryggingafélaganna. Fáist það ekki fram geta hlutaðeig- andi aðilar fariö með sín efní fyrir dómstóla telji þeir réttu máli hallað. Ef tryggingafélög þeirra manna, sem hlut eiga að tjóni, eru hins vegar ósátt um skiptingu sakar er málinu skotið til áðúmefndrar lögfræðinga- nefndar. í henni sitja átta lögmenn, fulltrúar þeirra tryggingafélaga sem hafa ábyrgð bifreiða á sinni könnu samkvæmt lögum þar um. í henni á að kryfja málin frá öllum hliðum, meðal annars af óhlutdrægum aöil- um, og á niðurstaðan því að vera réttmæt og hlutlaus. Tryggingafélög- um einum er skylt að hlíta úrskurði nefndarinnar þar sem hún starfar á þeirra vegum. Þeir tryggingatakar, sem ósáttir eru'við álit hennar, geta hins vegar leitað réttar síns fyrir dóms'tólum uni þeir ekki málalykt- um. Fyrirhugað var að koma á fót lögskipaðri nefnd í samfélaginu eru menn á ýmsu máli um gagnsemi lögmannanefndar tryggingafélaganna. Margir telja þó að hún komi á ýmsan hátt til móts við neytendur þar sem í henni eiga að starfa óvilhallir aðilar. Ekki má hins vegar horfa fram hjá því að í nefndinni er ekki sérstaklega gætt hagsmuna neytandans gagnvart þeim tryggingafélögum sem bera kost.nað af störfum hennar. í frumvarpi til þeirra 'úmferðar- laga, sem tóku gildi 1. mars síðastlið- inn, var upphaflega gert ráð fyrir opinberri nefnd með það að starfs- sviði að skera úr í ágreiningsmálum Neytendur vegna ábyrgðarskipta. Greinin, sem sagði til um starfsháttu nefndarinn- ar, hljóðaði á þennan veg: „Dómsmálaráðherra skipar nefnd þriggja manna til að láta uppi álit um skiptingu bótaábyrgðar samkvæmt 2. mgr. 90. gr. SkuÍu nefndarmenn fullnægja kröfum um almenn dóm- araskilyrði. Nefndin getur látið uppi álit um skiptingu ábyrgðar að kröfu aðila máls, eins eða fleiri. Skulu vá- tryggingafélög senda nefndinni gögn, er þau hafa reist á,álit sitt um skipt- ingu ábyrgðar. Álit nefndarinnar skal byggjast á gögnum þessum, nema sérstakar ástæður mæli með öflun frekari gagna. Nefndin skal láta uppi álit eins fljótt og unnt er, og að jafnaði ekki síðar en þremur vikum eftir að málsgögn hafa borist henni. Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði, en vátrygginga- félögin skulu endurgreiða þann kostnað eftir reglum, sem dóms- málaráðherra setur. Hann getur og sett nánari reglur um starfsháttu nefndarinnar.“ Ljógt má vera að grein þessi gerir ráö fyrir að sérhveijum aðila, sem í umferðartjóni lendir, sé kleift að skjóta máli sínu til nefndarinnar, óháð áhti vátryggingarfélaga. Því má ætla að hagur neytendans hefði á þann hátt vænkast með gildistöku greinarinnar og einnig fyrir þær sak- ir að meiningin var meðal annars sú að í nefndinni sætu þrír menn og einn þeirra viðurkenndur fulltrúi neytenda. Allsherjarnefnd neðri deildar var hins vegar andvíg þessari lagagrein og þá þeirri lögskipuðu úrskurðar- nefnd sem þar var fram dregin. Lagði allsherjarnefndin til að hún yrði felld úr frumvarpinu og gekk það eftir. Formaður nefndarinnar, Gunnar G. Schram, sagði svo í framsögu þar sem hann rökstuddi álit nefndarinn- ar: „I 99. grein er í frumvarpi gert ráð fyrir að dómsmálaráðherra skipi nefnd þriggja manna til að láta uppi álit um skiptingu bótaábyrgðar. Hér er unj nýmæli að ræða í frumvarpi. Allsherjarnefnd leggur til að þessi grein verði öll felld niður úr frum- varpi. Allsherjarnefnd telur ekki efni til að lögskipa slika nefnd, sem aðeins á að vera ráðgefandi. Hún telur að ágreiningsefni þessi megi í ríkari mæli en nú er leysa á fullnægjandi hátt með álitsgerð lögfræðinganefnd- ar tryggingafélaganna, en sam- kvæmt reglum hennar er niðurstaða þeirrar nefndar bindandi fyrir vá- tryggingafélögin. Þessi lögfræðinga- nefnd, sem starfar á grundvelli samkomulags vátryggingafélag- anna, er ekki lögskipuð eða stjórn- skipuð nefnd, en leysir úr mjög mörgum ágreiningsefnum sem koma upp varðandi bótaskyldu þegar um tjón er að ræða. Það sem er athyglis- vert í því efni er að tryggingafélögin hafa skuldbundið sig til að hlíta úr- skurði þessarar lögfræðinganefndar. Allsheijarnefnd telur að starf nefnd- arinnar hafi gefíst vel og ekki sé ástæða til að lögskipa nýja nefnd sem aðeins er ráðgefandi en ekki skuld- bindandi fyrir vátryggingafélögin eins og sú nefnd sem þó starfar ólög- skipuð.“ Er breytinga þörf? DV leitaði áhts nokkurra manna á þeim hætti sem nú er viðhafður við skiptingu sakar eða bótaábyrgðar. Voru menn þessir meðal annars spurðir áhts á þeirri lögmannanefnd vátryggingarfélaga sem nú starfar - hvort þróa megi starfsvið hennar í ljósi þeirrar reynslu sem fengin er - og þá hvort ráða megi bót á fyrir- komulaginu til að tryggja hag neytendans frekar. Svör viðmælend- anna fara hér á eftir. JÖG Ein af ástæðunum fyrir þvi að tryggingafélögin fóru fram á svo mikla hækkun sem raun ber vitni er sú að við- gerðakostnaður hefur hækkað um 65% að þvi er félögin segja. Bifreiðatjón - skipting sakar: „Lögreglan sker aldrei úr um rétt manna“ - segir Gyffi Jónsson hia slysarannsóknadeiid „Lögreglan sker aldrei úr um rétt manna eða forgang í umferð- aróhöppum,“ sagöi Gylfi Jónsson hjá slysarannsóknadeild lögregl- unnar í samtali viö DV. „Sé lögreglan hins vegar kvödd á slysstað; sem gert er í mörgum til- fellum, aflar hún sér gagna um aðdraganda óhappsins, meðal ann- ars með vitnisburði manna og uppdrætti af aðstæðum á slysstaö. Skýrslan er síðan send viðkomandi tryggingafélögunum til umsagnar. Verði hins vegar slys á fólki er annar háttur hafður á og sömuleið- is ef ökumenn verða uppvísir að alvarlegum umferöarlagabrotum. Þá eru málsatvik rannsökuð frekar af hálfu lögreglunnar og síðan er málið sjálft sent til ákvörðunar hjá ríkissaksóknara ef ástæöa er til,“ sagöi Gylfi Jónsson. - Telur þú þaö rétt að trygginga- félögin ákvaröi sakarskiptingu vegna umferðartjóna? „Mér finnst eðlilegra að einhvers konar umferðardómstóll, óháöur vátryggingarfélögum, úrskurði um sakarskiptingu og uppgjör á tjóna- bótum,“ sagöi Gylfi. JÖG Lögmanna- nefndin hefúr skilað árangri -segir Rúnar Guðmundsson hjá Tiyggingaeftirlitinu Tryggingaeftirhtið er stofnun sem er meöal annars hagsmunaað- ili tryggingataka samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi. Á grundvelli þeirra laga hefur stofnunin eftirlit með vátrygging- arfélögum og sinnir að auki neyt- endaþjónustu: „Ef tiltekinn maður leitar eftir þjónustu okkar könnum við réttar- stöðu hans og komum síðan kvörtun hans á framfæri við við- komandi tryggingafélag svo framarlega sem við teljum að gagn- rýna megi málsmeðferðina. Vilji viðkomandi tryggingafélag síðan ekki taka fyrri ákvörðun sína tíl endurskoðunar verður sá sem til okkar leitaði að fara með sín mál fyrir dómstóla. Tryggingaeftirlitiö hefur engin afskipti af sakarskipt- um enda eru þau lögfræðilegt álitaefni hverju sinni.“ Þetta sagði Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri Tryggingaeftirlits- ins, í spjalli við DV. Var hann spurður með hvaða hætti eftirhtiö kæmi þeim ökumönnum til aðstoð- ar sem teldu sig á einhvern hátt hlunnfarna af vátryggingarfélög- unum. „Ef neytandinn, sem um ræðir, telur sig hlunnfarinn og trygginga- félag hans og gagnaðilans eru á einu máli um sökina, á hann ekki skýlausan rétt á að málið fari fyrir svonefnda lögmannanefnd. Hún sinnir ágreiningi sem kann að koma upp á milli tryggingafélaga um sök aðila vegna tjóns. Félögin hlíta ávallt niðurstöðu nefndarinn- ar en ökumönnum er það ekki skylt og séu þeír ósáttir við úrskurð hennar eru dómstólarnir þrauta- lendingin." - Telur þú að lögmannanefndin sinni hagsmunagæslu fyrir neyt- endur? „Já. Að áliti Tryggingaeftirlitsins hefur lögmannanefndin skilað ár- angri við að gæta hagsmuna neytenda," sagði Rúnar. JÖG Bifreidatjón - skipting sakar: Viðurkenndur fulltrúi neytenda eigi sæti í lögmannanefndinni „Ég tel að lögmannanefndin tryggi hag neytandans þótt vitanlega sé maður ekki alltaf sáttur við niöur- stöður hennar. Að jafnaöi eru úrskurðir hennar þó sanngjarnir og ég tel að í nefndinni sé aldrei dreginn taumur vátryggingarfélaganna. í lögmannanefndinni sitja átta lög- ‘menn og sex þeirra hafa engra hagsmuna að gæta í hveiju máli,“ sagði Arni Asgeirsson, fulltrúi tjóna- deildar Tryggingamiðstöðvarinnar, í samtali við DV. - Ef vátryggingarfélög gagnaðila eru á einu máh um skipti ábyrgðar er þeim tryggingatökum, sem hlut eiga aö málinu, unnt að skjóta því til lögmannanefndarinnar? „Óski vátryggingartaki þess sér- staklega að mál hans fari fyrir lögmannanefndina þá er orðið við beiðni hans hjá Tryggingamiðstöð- inni. Ég hygg að önnur tryggingafé- lög geri slíkt hið sama.“ - Telurðu óeðlilegt að fulltrúi neyt- enda eigi sæti í lögmannanefnd tryggingafélaga? „Nei, ég tel ekki óeðlilegt að viður- kenndur fulltrúi neytenda, til að mynda lögmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, eigi sæti í lög- mannanefndinni. Það er þó ekki mín skoðun að niðurstöður yrðu mark- tækari, hins vegar myndu úrskurð- irnir hugsanlega horfa betur við neytendum. Kannski er það ekki slæmt að hið opinbera sjái alfarið um að skera úr í ágreiningsmálum. Auð- vitað væri það ágætt að tryggingafé- lögin yröu alfarið leyst undan þessari sakarskiptjngu. Ég held hins vegar að sá hátmr á málum yrði dýrari en sá sem nú er viðhafður," sagði Árni. - Telur þú að vátryggingarfélögin séu reiðubúin að greiða kostnað af setu fulltrúa neytenda í nefndinni? „Já, ég tel það,“ sagði Árni. JÖG i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.