Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. Lífsstíll___________________________DV Bíladellukariarnir telja ekki eftir sér vinnu og fjármuni Góður árangur fyllilega áreynslunnar virði Þeir eru ófáir sem leggja mikiö upp úr glæsilegum bílum. Sumir vilja hafa bílana kraftmikla, aörir stóra og enn aðrir þolmikla. Svo eru til þeir sem leggja mikið upp úr aö eiga sem elsta bíla, fombíla, en þeir þurfa jafnframt aö vera í toppstandi og glansa vel. Þessum áhugamönnum um bíla er það sameiginlegt aö umframpening- ar, og jafnvel meira til, fer í þetta áhugamál þeirra. Sérhönnuö og afl- mikil vél í amerískan bíl getur kostað hátt í venjulegt bílverð og síöan bæt- ast óteljandi aörir aukahlutir í safnið. Einstaka þeirra manna sem keppa í kvartmílu hafa jafnvel gengiö svo langt aö hanna og smíða sérstaka bíla fyrir keppnina en hraðskreiðir bílar eru eitthvaö í kringum tíu sek- úndur að þeysa kvartmíluna þegar vel gengur. Mikill meirihluti bílaáhugamanna er svokallaðir jeppamenn eða fjalla- menn. Þeir una sér hvergi betur en á einhverjum troðningum upp til fjalla og þá ekki síst í djúpum snjó og kafaldsbylur þarf ekki að skemma fyrir. Fjallamenn eru yfirleitt mjög vel búnir og fara oftast á fleiri en einum jeppa í slík ferðalög og því er öryggið mikið. Markmiðið hjá kvartmílumönnum og eigendum kraftmikilla bíla er að sjálfsögðu að komast sem hraðast og ná hámarkshraðanum á sem skemmstum tíma. Til að ná takmark- inu nota eigendurnir mikinn tíma í bílskúrunum þar sem þeir skipta um Dægradvöl • ♦ vélar, bora þær út, skipta um blönd- unga, knastása, girkassa, drif, setja flækjur undir bílana og hvað þetta heitir nú allt saman. Þetta kostar að sjálfsögðu töluvert fé fyrir utan allan tímann og fyrirhöfnina sem í breyt- ingarnar fer en það telja menn nú ekki eftir sér. Og ef þeir gleyma þeirri staðreynd að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn kostar það gjarnan brotið drif eða öxul eða eitt- hvað enn annað. Það þýðir að enn verður að fara með bílinn í bílskúr og vinna við hann hefst að nýju. Markmiðið hjá fornbílaáhuga- mönnum er hvorki það að ná miklum hraða eða komast upp á fjöll heldur að endursmíða safngripi. Nákvæmni og þolinmæði er mikilvægur þáttur í starfi fornbílamanna og svo er nauösynlegt fyrir þá að vera lag- hentir. Að bílarnir séu sem uppruna- legastir er aðalatriðið og gildir það jafnt um stóra hluti sem minnstu smáatriði. Marga varahlutina verða fornbílamennirnir að smíða sjálfir og fara þeir þá eftir teikningum og gömlum myndum. Þetta er tímafrek tómstundaiðja og getur kostað skild- inginn en menn telja sig fá það margfalt endurgoldið þegar vel tekst til. Þessum ólíku gerðum bíladellu- karla er það sameiginlegt að þeir telja sig fá feikilega mikið út úr áhugamáli sínu. Áhugamálið er lífið, eins og þeir segja, og mörgu vildu þeir til fórna áður en þeir slepptu því. -ATA Bílarnir þurfa að vera sem upprunalegastir - segir Rúdolf Kristinsson, formaður Fornbílaklúbbsins Rúdolf með hjól af Overlandin- um sem hann er byrjaður að vinna við. Slíkir bilar voru v nokkuð algengir hér á landi á V sínum tíma en nú er enginn til. DV-mynd GVA X ... v „Aðalatriðið hjá-okkur fornbíla- mönnum er að hafa bílana sem upprunalegasta og líkasta þvi sem þeir voru þegar þeir komu af færi- bandinu," sagði Rúdolf Kristins- son, forstjóri og formaður Fornbílaklúbbsins. „Við þurfum í flestum tilfellum að endursmíða bílana ef svo má að orði komast. Bílarnir, sem við fáum í hendur, eru meira og minna sund- urryðgaðir og skemmdir, auk þess sem seinni tíma aukahlutum hefur verið bætt í þá. Þetta þurfum við allt að lagfæra, endurbæta og end- ursmíða þá hluti sem vantar. Til að auðvelda okkur smíðina verðum við að vera meö teikningar af gömlu bílunum og öllum hlutum þeirra. Stundum verðum við að fjarlægja nýrri hluti úr bílunum, sem gerðu þá betri, og setja upp • Rúdolf Kristinsson í Ford A bílnum sínum, árgerð ’29. Bíll þessi er fullbúinn, nánast nákvæmlega eins og daginn sem hann kom af færibandinu. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.