Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 33 LífsstOI Þorvaröur Björgúlfson á Suzuki jeppanum sínum, kominn upp á hól við heimili sitt í Árbænum, DV-mynd KAE Fjallamennskan er heilnæm íþrótt sem allir ættu að stunda - segir Þorvarður BjörgúKsson runalegu hlutina í þá og þar með gera þá verri sem bíla en betri sem fornbíla og safngripi." Rúdolf er með tvö eintök af Ford A í bílskúrnum hjá sér, annan ár- gerð 1929 og er sá fullgerður en hinn árgerð 1930 sem hann er enn að endurbæta. Þá er hann nýlega búinn að festa kaup á tveimur Overland bílum, árgerð 1924 og 1926. Þeir eru í pörtum í bílskúrn- um og mikil vinna eftir í að þeir verði fullgerðir. „Ég fékk dellu fyrir fornbílum þegar ég eignaðist fyrri A Fordinn minn árið 1979. Ég eyddi fimm árum í að fullgera hann, þetta þrjú til fjögur þúsund vinnustundum. En ég sé ekki eftir neinu og er ræki- lega búinn að fá bakteríuna.“ Rúdolf sagði að töluvert fjármagn færi í endurgerö þessara gömlu bíla, þó eigið tímakaup væri ekki reiknað inn í það dæmi. „Ég gæti trúað að í einum svona bíl lægju þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur. En verðið á slíkum bílum í toppstandi er líka nokkuð hátt þó svo ég vilji taka skýrt fram að mínir bilar eru alls ekki til sölu. Það þarf mikið að ganga á áður en ég sel þessa bíla mína,“ sagði Rú- dolf. Hann sagði að áhugi íslendinga fyrir for.nbílum væri mikill og hann færi stöðugt vaxandi. Núna eru virkir félagar í Fornbílaklúbb- num um 350 og er það töluverður hópur miðað við fólksfjölda. „Núna er þó ýmislegt sem gerir okkur erfitt fyrir. í fyrsta lagi er það þungaskatturinn sem Jón Baldvin lagði á alla bíla, hvort sem það eru nýjar glæsikerrur eða göm- ul hræ sem aldrei eru hreyfð. Þá er það hrikaleg hækkun trygginga- gjalda sem gerir okkur fornbíla- mönnum erfitt fyrir. Þetta eru bílar sem nánast aldrei eru hreyfðir en standa þó á númerum og því þarf að greiða af þeim há trygginga- gjöld. í þriðja lagi gera 'nýju umferðarlögin okkur erfitt fyrir. Þau skylda okkur til að mynda til að hafa bílbelti í bílunum, en það væri skemmd að setja þau í bílana því upprunalega var aldrei gert ráð fyrir bílbeltum. En við stöndum í viðræðum við stjórnvöld um þessi mál og vonandi eiga þau eftir að leysast. Annars þýðir það að forn- bílamenn verða að taka bílana af númerum og hreyfa þá aldrei út úr bílskúrunum." - Eruþessirbílarþínirífullkom- lega ökufæru ástandi? „Já, mikil ósköp. Þeir eru eins og nýir og síðasta sumar fórum við, sonur minn og ég, hringveginn á báðum bílunum. Þeir biluðu aldr- ei og stóðu sig vel, þó óneitanlega sé þægilegra að aka bílum nútí- mans,“ sagði Rúdolf Kristinsson. -ATA , ,Mér finnst íslendingar hálfundar- legir að mörgu leyti. Þeir keppast við aö kaupa sér dýra fólksbíla í stað. þess að fá sér jeppa en alls staðar í heiminum er fjöldi manns sem dreymir um að komast til jslands til að komast í jeppaferð upp á hálendið og njóta einstakrar náttúru landsins. En hvað gera íslendingar á meðan? Þeir eru að horfa á video,“ sagði Þor- varður Björgúlfsson, hljóðmaður á Stöð 2 og mikill jeppadellukarl og fjafiamaður. Þorvarður keypti sér nýjan Suzuki jeppa um páskana í fyrra. ' „Ég var ekki búinn að aka nema fimm hundruð metra þegar ég byrj- aði að breyta bílnum. Ég ók beint frá umboðinu að dekkjaverkstæði þar sem ég setti ný og stærri dekk undir hann. Síðan hófust umbæturnar. Ég setti Bronco vél og gírkassa í bílinn en lét Suzuki millikassann halda sér. Þá setti ég Holly blöndung í staðinn fyrir þann upprunalega og flækjur undir bílinn og hækkaði hann um einar tíu tommur. Ég er með 36 tommu radialdekk undir bílnum, bætti við 80 lítra aukabensíntanki, vökvastýri og driflæsingu að framan. Þá setti ég Ranco dempara undir bíl- inn og 3" Lift fjaðrir. Ég gerði þessar endurbætur á bíln- um með miklu átaki, var nánast týndur í bílskúrnum í þrjár vikur. Nú tel ég bílinn vera í toppstandi og með betri fjallabílum," sagði Þor- varður. - Var þetta ekki dýrt? „Þar sem bíllinn var alveg nýr gat ég selt þá hluti úr honum sem ég skipti út svo kostnaðurinn við vara- hluti var ekki svo mikill. En ætli ég hafi ekki eytt svona 250 þúsund krón- um í bílinn, en þá eru meðtalin hljómflutningstæki og fullkominn íjarskiptabúnaður sem er nauðsyn- legur í íjallaferðum." Þorvarður sagði að fjallaferðir væru mikil flölskylduíþrótt og til allrar hamingju heföi konan hans jafnmikinn áhuga á þessu og hann. „Það væri lítiö gaman að þessu ef konan væri ekki líka áhugasöm. Hér áður fyrr voru torfærubílarnir stór- ir, þungir og rándýrir og auk þess ekki þægilegir til ferðalaga. Mið- stöðvar í bílunum voru lélegar eða alls engar og trukkarnir voru hastir og ónotalegir. Þetta varð til þess að fjallamenn gátu ekki dregið konurn- ar sínar með sér í ferðimar og þetta varð því iþrótt fyrir nokkra harða karla sem fórnuðu öllu fyrir fjalla- ferðirnar, Qölskyldulífi og pening- um. Með tilkomu litlu og léttu jeppanna hafa málin breyst. Nú eru þetta orðn- ir öflugir fjallabílar auk þess sem þeir eru notalegir bæjarbílar, hlýir og þýðir. Þar með er þetta orðið fjöl- skyldusport. Auk þess gerir léttleiki bílanna þá bæði ódýrari í rekstri, innkaupum og varahlutanotkun," sagði Þorvarður Þorvarður sagðist fyrst hafa fengiö jeppadellu sautján ára gamall og síð- an hefði hann alltaf verið með einhverja véladellu. Um nokkurra ára skeið voru það vélhjólin og hann var íslandsmeistari í „motocross" tvö ár í röð. „Þegar maður hefur einu sinni fengið delluna losnar maður ekki svo auðveldlega við hana. Hún færist bara á milli sviða með reglulegu millibili. En íslenska náttúran og þá sérstak- lega fjöllin hafa mikið aödráttarafl fyrir mig og fjallamennskan ætti að geta verið áhugaverð fyrir alla. Svo er bara spurning um það hversu djúpt menn vilja sökkva sér í þessa heilnæmu og skemmtilegu dellu,“ sagði Þorvarður Björgúlfsson. -ATA MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓU ÍSLANDS Myndlista- og handíðaskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1988-89. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Skip- holti T, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 1988. Skólastjóri ELDISLAX REGNBOGASILUNGUR Einn af viðskiptavinum vorum í Evrópu vill kaupa héðan mikið magn af frystum eldislaxi. Æskileg stærð 2-3 kg. Einnig frystan regnbogasilung, stóran. Allur fiskurinn skal vera frystur, slægður, með haus. Áhugasamir. seljendur hafi samband við okkur sem fyrst. Höfðabær hf. Eiðistorgi 17, P.0. Box 21 171 Seltjarnarnes. Símar 612222 og 612221. Blazer S-10 '83 (litli bíllinn) - glæsilegasti billinn i bænum, 4 gíra, sjálfskipting, m/overdrive, veltistýri, 10" álfelgur, 33" dekk, 4" upphækkun, sólskyggni, toppl- úga, brettaútvikkanir - Tahoe innrétting, litur svartur. Verd 980 þús. Fasteignatryggt skuldabréf kemur til greina. Uppl. i síma 667363. Heba heldur vió heilsunni Konur! Áhugafólk um holla hreyf- ingu. Námskeið hefjast 9. mars. Við bjóðum upp á: Músík-leikfimi, þolleikfimi, al- menna rólega og hraða tíma, megrunarkúra, nuddkúra, savma, ljós, allt saman eða sér. Engin hopp. Sértímar fyrir þær sem þurfa að létta sig um 15 kg eða meira. Eng- in hopp. Vigtun og mæling - gott aóhald. í Hebu geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Innritun og upplýsingar í síma 42360 og 641309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir íþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.