Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Qupperneq 40
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sírha 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. Tólf ára öku- maóur tekinn Lögreglan í Reykjavík stöðvaöi í gær tvo tólf ára gamla drengi þar sem *^*þeir voru að aka sendiferðabíl í Breiðholtshverfi. Drengirnir höfðu tekið í leyfisleysi bíl föðurs þess serh ók. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet van. Þeir höfðu ekið um Breiðholts- hverfi í einhvern tíma áður en þeir voru stöðvaöir á mótum Stekkjar- bakka og Skógarsels. Hinn ungi ökumaður var færður á lögreglustöð til skýrslugjafar. Bíllinn var fluttur með kranabíl á lögreglu- stöð. Faðir drengisns hefur nú vitjað bílsins. Alþingishúsið: ntúðubrjóturinn gaf sig fram Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld braut maður þrjár rúður í kringlunni i Alþingishúsinu. Þingvörður sá til mannsins er hann hljóp á brott. Lög- regla var látin vita. Grennslast var um eftir manninum en árangurs- laust. Það var svo um klukkan hálftíu að - ^rúmlega þrítugur maður hringdi frá geðdeild Landspítalans og sagðist eiga sök á rúðubrotunum. Lögreglan sótti manninn og færði hann á lög- reglustöð. Maðurinn var ódrukkinn. Skaðabætur Eysteins: Lögfræðingar í samningum Stjórn Iceland Seafood Corporation hefur nú fahð Guðmundi Ingva Sig- .^urðssyni lögmanni að semja um hugsanlegar skaðabætur við Eystein Helgason, fyrrverandi forstjóra, vegna brottrekstrar hans frá fyrir- tækinu. Fyrir Eysteins hönd mun lögmaður hans, Ragnar Aðalsteins- son lögmaður, sjá um samningsgerð. Að sögn Marteins Friðrikssonar, stjórnarmanns í Iceland Seafood, mun stjórnin á engan hátt hafa af- skipti af þessum samningum. -gse Bílstjórarnir aðstoða SEJlDIBíLJISTÓÐin & LOKI Skyldi norðurhjaratröllið líka lyfta grettistökum í samningamálunum? Austfirðingar munu leita eftir viðræðum í dag: StríðsyfiHýsing að vísa okkur á Garðastrætið - segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á EskHlrði „Við munum óska eftir viðræö- um við atvinnurekendur í dag en þar sem þeir eru ekki með neitt félag hér á Austíjörðum veröur hvert félag fyrir sig að óska eftir viöræðum. Verði þessum óskum neitaö og vísi þeir á Vinnuveiten- dasambandið í Garðastræti lítum við á það sem stríðsyfirlýsingu og munum grípa til aðgeröa. Það kem- ur ekki til greina að viö förum til Reykjavíkur í viðræður. Viö viljum að þær fari fram hér fyrir austan enda er hér nóg af góðu húsnæði. En okkur e/alveg sama hveija at- vinnurekendur fá sér til aðstoðar við samningagerðina,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskifirði, í samtali við DV í morgun. Á formannafundi Alþýðusam- bands Austurlands í gær var ákveðið að félögin eystra hefðu samílot í samningunum, nema hvaö eitthvert hik var á Seyðfirð- ingum að sögn Hrafnkels. Hann sagði að þær kröfur sem Ausfirðingar gerðu nú mætti allar finna í upphaflegri kröfugerð Verkamannasambandsins en hann sagöi að ákveðið hefði verið að. kynna atvinnurekendum þær áður en íjölmiðlar fengju þær tfi birting- ar. Varðandi önnur félög sem fellt hafa kjarasamningana sagði Hrafnkell að þeim væri að sjálf- sögöu velkomiö að slást í hóp félaganna fyrir austan ef þau gætu sætt sig við þær kröfur sem þar eru gerðar. Hann taldi aftur á móti ekki koma til greina að fara aö kalla saman ráðstefnuþeirraallra, slíkt tæki of langan tíma. -S.dór Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Hafnarfjarðarvegi í morgun. Bifreiðin lenti út í Kópavogslæk. Ökumann- inn, sem var á leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þegar óhappið varð, sakaði ekki. Myndin ar tekin í morgun þegar verið var að draga bílinn upp. -sme/DV-mynd S Veðrið á morgun: Suðvestlæg átft og él víðast hvar Á morgun verður suðvestlæg átt á landinu og hiti víöa um eða rétt undir frostmarki. É1 verða á Suð- vestur- og Vesturlandi og austur með suðurströndinni en bjart veð- ur norðaustanlands. Vesftmannaeyjar: Býður verka- konum 17 þúsunda hækkun Arthúr Bogason, formaður Sam- taka smábátaeigenda, sem rekur saltfiskverkun í Vestmannaeyjum, hefur gert Verkakvennafélaginu Snót, sem nú er í verkfalli, tilboð um 17 þúsund króna kauphækkun á mánuði miðað við 65 stunda vinnu- viku. „Þessu hefur verið mjög vel tekið og Snót er með tilboðið í skoðun. Ég hef aldrei gert svona s.amninga áður og þess vegna voru á tilþoði mínu einhverjir tæknigallar sem verið er að skoða. Ég vona bara að þetta gangi í gegn,“ sagði Arthúr í samtali við DV í morgun. „Við höfum skoöað þetta tilboð og lýst vel á það en það þurfti að bæta ýmsu inn í ef samningar eiga að tak- ast, við höfum gert það og gerum Arthúri gagntilboð í dag,“ sagði Vil- borg Þorsteinsdóttir, formaður Snótar í morgun. Arthúr sagðist allt eins eiga von á því.að þessu yröi ekkert vel tekið af öörum atvinnurekendum en hann sagðist bara vilja semja við verka- konur sínar. -S.dór Kennara- verkfall boðað 25. mars? Fulltrúaráð Kennarasambands ís- lands ákvað samhljóða í gær að leita heimildar félagsmanna til verkfalls- boðunar og boða verkfall ef sarnning- ar milli kennara og ríkisins hafa ekki tekist 25. mars. Ef af verkfalli verður leggja grunnskólakennarar, fram- haldsskólakennarar og tónlistar- skólakönnarar, sem eru aðilar að KÍ, niður vinnu. Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, sagði í samtali við DV að kjararáð KÍ hefði leitað til hins ýtrasta að grundvelli til samninga að undan- fórnu en tilboð ríkisins gætu kennn- arar engan veginn samþykkt. „Samningurinn, sem ríkið býður okkur, gerir ráð fyrir engri launa- hækkun við undirskrift og aðeins tæplega 6% launahækkun síðari hluta árs 1988. Þetta þýðir í raun um 10% kjararýrnun á samningstíman- um miðað viö 1. febrúar í ár og það getum við ekki samþykkt," sagði Svanhildur. . -JBj Sex ráðherrar eru í Osló Aðeins fimm ráðherrar eru nú í landinu en þeir Þorsteinn Páls- son, Steingrímur Hermanhsson, Matthías Á. Mathiesen, Birgir ísleifur Gunnarsson, Jón Sig- urðsson og Guðmundur Bjarna- son eru allir á fundi Norður- landráðs í Osló. Friðrik Sophusson gegnir störfum for- sastisráðherra á meðan. Þá er mikill íjöldi varaþing- manna á Alþingi núna eða alls 11. Fimm þingmenn, sem eru í Osló, tilkynntu íjarvist og köll- uðu ekki varaþingmenn inn fyrir sig. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.