Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988.
Sandkom
Strætöfarþegar
ómerkilegir?
Hvers vegna
eruekkibíl-
belti í strætis-
vögnum?Með
vögnunum
ferðastmargir
ungirkrakkar
ogsömuleiðis
fullorðiðfólk.
Þaðerkunnara
enfráþurfiað
segjaaðtítnaá-
ætlanirstrætis-
vagnannaeru:
knappar og því er oft r.auðsynlegt
fyrir ökumennina að aka greitt. Því
verða stundum hnykkir í vögnunum
og þekkst hcfur að farþegar hafi
henst til í bíiunum. Það mætti því
segja að ef einhvers staðar væri þörf
á bílbcltum væri það i strætó.
Cralci í c'+rggtó
Undirritaður
fóri strætó á
mánudags-
kvöldjð. Þegar
vagninnkom
borgaðiundir-
ritaðursinar
tjörutíu krónur
ogsettistniður
ogerlítiðfrétt-
næmtviðþað-
nemahvaðað
þegar vagninn
brunaðiafstað
fann undirritaður streyma um sig
. einhverja ckennilega frelsistihinn-
ingu. En hvað olli þcssu frelsi?
Jú, það var eríitt að átta sig á því
en skyndilega varð mér Ijóst h vað var
svona nýtt í tilverunni! Undirritaður
var óspenntur! Það var engin bílbelti
hægtaðspenna!
Hverjir eiga að
njóta öryggis?
Það vekur
einnigathygli
að atvinnubíl-
stjórar.sem
eruíumferð-
inninánast
bverjastund,
burfaekkiaö
iota bflbelti.
Hvers vegna er
iað?Er
íspenntum
eigubílstjóra
ninna hættvið
meiðsium ef óvanur ökumaður ekur
skyndilega í veg fyrir hann en öðrum
óspenntum bílstjórum? Hversöryggi
er eigbilega verið að vernda? Og s vo
eru cinnig veittar undanþágur frá
notkun bílbelta fyrirþásem aka á
vafasömum leiöum, svo sem fjallveg-
um. Er verið að draga í land með að
bílbeltin séu æ tíl góðs éða ér bara
verið að veita nöldurskjóðum svig-
rúm til að brjóta lögin?
Á meöan þijátíu martns sitja
óspenntir í strætó, sem tekur fram
úrá áttatiu kilómetra hraöa, finnst
undirrituðum hæpið að sekta fólk
sem ekur aldrei nema á þrjátiu þegar
best lætur og lítur þrisvar í kringum
sig áður en það ekur yfir á grænu
Ijósi þótt þ ví haft láðst að spenna á
sig beltið.
Hreinn galdur
Nöfnáversl-
unumog
skemmtistöð-
um hefur
gjarnanfariðí
taugarnará
fólkisemlætur
íslenskt mál
vegtnumer
skemmtistaður
því
göldrótra nafm.
„Abracadabra“. Efeinhverlesenda
Sandkorna skyldi bragöa áfengi á
næstunni er skorað á hann að reyna
að bera fram þetta nafn.
Einn leigubílstjóri, góðkunningi
Sandkorna, sagði frá einum sem
hafði innbyrt helst til mikið af görótt-
um dryklgum. Hann veifaði eftir
leigubíl og sagði bílstjóranum í
óspurðum fréttum: „Það var sko
gaman í ab-ab - í bra-bra!‘ ‘
Fréttir
Borgin úthlutar um 550 lóðum á næstu vikum:
Skipulag byggingasvæðis
við Keldnaholt að hefjast
Alls mun Reykjavíkurborg úthluta
um 700 byggingarlóðum á þessu ári.
Hefur þegar verið úthlutað 146 lóðum
en um 550 lóðir verða til úthlutunar
eftir nokkrar vikur, samkvæmt upp-
lýsingum sem DV fékk hjá Vilhjálmi
Þ. Vilhjálmssyni, formanni skipu-
lagsnefndar Reykjavíkurborgar.
Þær lóðir sem úthlutað var nýlega
eru í svokölluðu Brekkuhverfi í
Grafarvogi en það er austan við
fyrstu byggðina sem reis í Grafar-
vogshverfi. Af þeim 146 lóðum sem
úthlutað var eru 120 einbýlishúsalóð-
ir og 26 lóðir fyrir parhús. Sam-
kvæmt upplýsingum sem DV hefur
aflað sér hafa einhverjir þeirra sem
fengu einbýlishúsalóðir úthlutaðar
boðið þær til sölu á 400 þúsund krón-
ur - fyrir utan gatnagerðargjald.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði
að enginn lóðaskortur væri í borg-
inni og það væri með öllu ástæðu-
laust fyrir menn að hamstra lóðir og
sú úthlutun sem ráðgerð væri á
þessu ári ætti fyllilega að duga til að
anna eftirspurn.
Vilhjálmur sagði að á næstu vikum
yrði úthlutað lóðum fyrir 550 íbúðir.
Þessar lóðir eru í Brekkuhverfl í
Grafarvogi en þar verður úthlutað
lóðum fyrir 450 íbúðir í fjölbýlis-
húsum, raöhúsum, parhúsum og
einbýlishúsum. Þá verður lóðum fyr-
ir 50 einbýlishús og raðhús úthlutað
j oi o.Mivrm í
"jiAI AHVOCUR NQROAH Si 0101»)^
A þessari mynd má sjá þau svæði sem úthlutað verður á næstunni en það
eru efri svæðin þrjú sem lína er dregin um á myndinni. DV-mynd GVA
í Fögrubrekku en það hverfi er norð-
an Grafarvogs 1, austan Fjallkonu-
vegar og loks verður 50 lóðum undir
minni einbýlishús í norðausturhluta
Hamrahverfls úthlutað í ár en þetta
hverfi er vestan Fjallkonuvegar.
Deiliskipulag hefur verið samþykkt
fyrir öll þessi svæði.
Þá gat Vilhjálmur þess að nýlega
hefði Reykjavíkurborg selt tvær lóðir
í miðborginni, Völundarlóðina og lóð
timburverslunar Árna Jónssonar, en
á þeim lóðum verða byggðar um 170
íbúðir alls. Einnig sagði hann að nú
væri að hefiast uppbygging á Meist-
aravöllum óg þegar væri hafin
bygging á þjónustuíbúðum fyrir
aldraða þar.
Vilhjálmur sagði að á næstunni
hæfist skipulagsvinna vegna næstu
byggingarsvæða en þau svæði verða
1 framhaldi af þeim svæðum sem nú
eru að byggjast við Grafarvog, sam-
kvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar. Ætlunin er að
næst verði byggt á landi norðan
Keldnaholts, á milli Korpúlfsstaða
og Gufunesradíós. Þetta land er svip-
að að stærð og Grafarvogur 1 og er
áætlað að þar geti rúmast um 1.900
íbúða hverfi. Sagði Vilhjálmur að
þetta svæði gæti komið til úthlutunar
í fyrsta lagi um mitt næsta ár.
-ój
Bláa lónið: baðgjaldið hefur hækkað um eitt hundrað prósent, úr 100 krón-
um í 200.
Bláa lónið:
Hundrað prósent
hækkun baðgjalds
Stakur aðgöngumiði í Bláa lónið
hækkaði úr hundrað krónum í tvö
hundruð, eða um hundrað prósent,
1. mars síðastliðinn.
DV leitaði skýringa á hækkuninni
hjá Hermanni Ragnarssyni sem ný-
lega tók við reksti baðhússins viö
lónið. Hermann sagði gjaldið ekki
hafa hækkað síðastliðna 14 mánuði
og hefði því tími verið kominn til að
hækka það, auk þess sem síðastliðið
ár hefði verið eins konar tilraun í
rekstri baðhússins þar sem enginn
vissi hversu margir gestir kæmu í
lónið og þar af leiðandi ekki hversu
hátt gjaldið þyrfti að vera.
„Rekstur baðhússins gæti ekki
gengið ef við hefðum ekki hækkað
gjaldið. Leigan, sem við borgum, er
185.600 krónur á mánuði en þeir sem
höfðu umsjón með baðhúsinu áður
borguðu rúm 30 þúsund á mánuði.
En samhliða þessari hækkun höf-
um við tekið upp afsláttarkjör sem
ekki voru áður. Ef keypt er 50 miða
kort kostar miðinn hundrað krónur
og ef keypt er tíu miða kort kostar
miðinn 140 krónur. Auk þess er
óbreytt verð, 50 krónur, fyrir börn
milli 6 og 12 ára og ókeypis fyrir 5
ára og yngri. Afsláttinn veitum við
vegna þess að okkur finnst sann-
gjarnara að fastagestir borgi minna
en þeir sem koma sjaldan. Stað-
reyndin er nefnilega sú að ferða-
mönnum og þeim sem koma mjög
sjaldan er alveg sama hvort þeir
borga hundrað eða tvö hundruö
krónur. Hins vegar getum við ekki
látið psoriasis- og giktarsjúklinga
borga svo hátt verð. Ef sama gjald
hefði veriö látið yfir alla ganga hefði
miðinn kostað 150 til 160 krónur“.
-JBj
Mikil hreyfing á fólki
til og frá Selfossi
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
„Á síðasta ári fiuttu 215 manns frá
Selfossi en 185 manns á öllum aldri
fluttu hingað," sagði bæjarstjórinn
okkar ungi, Karl Björnsson, þegar
ég ræddi við hann nýlega. íbúum
fækkaði um 19 manns því ll fleiri
fæddust en létust og er það í fyrsta
skipti frá 1968 að íbúum Selfoss
fækkar.
Á annað hundrað manns á Selfossi
vinna í Reykjavík og víðar en þess
roá geta að fólki finnst gott að eiga
heima á Selfossi enda er öll þjónusta
til fyrirmyndar og hvergi gert eins
mikið fyrir börn og gamalmenni og
hér.
Hinn mikilhæfi kaupfélagsstjóri
KÁ, Sigurður Kristjánsson, sem
flutti hingað fyrir nokkrum árum
með eiginkonu og fimm börn, hið
yngsta nýfætt, lét þess getið fljótt eft-
ir að hann kom að hann hefði aldrei
trúað því hvað mikið væri gert fyrir
börn hér. Þess má geta að lokum að
Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel-
fossi.
þónokkuð margt fólk vinnur hér úr
nágrannabyggðunum þegar því
hentar og þegar þjónustufyrirtækin
vantar fólk, sem er helst á haustin
og fram yfir jólin.
Gildistími ökuleyfa:
Meiraprófíð endurnýj-
ast á 10 ávafresti
Með nýju umferðarlögunum
breytist gildistími ökuskírteina.
Bráðabirgðaskírteini gildir nú í tvö
ár í stað eins árs áður. Fullnaðar-
skírteini gildir þar til skírteinishafi
er fullra sjötíu ára og meirapróf
gildir í 10 ár í stað 5 ára áður.
Þeir sem eru sjötíu ára og eldri
þurfa að endurnýja ökuskírteini
örar en þeir sem yngri eru. Á öllu
þessu eru undantekningar. Eru
þær um þá ökumenn sem hætta er
á að geti misst nauðsynlega getu til
að stjórna ökutæki.
Ökumenn eru ekki látnir taka
próf á nýjan leik nema ástæða þyki
til. Er það í þeim tilfellum sem
læknisvottorð er þess eðlis að
ástæða þyki til að kanna hæfni við-
komandi og eins þegar ökuferils-
skrá er á þá leið að efast megi um
hæfni viðkomandi. Á það jafnt við
um atvinnubílstjóra sem aðra.
-sme