Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. 7 Ráðhússlíkanið á fyrirhuguðum stað við Tjörnina. Ráðhúsið við Tjörnina: Yfirbyggingin stækkar um 608 gólffermetra Yfirbygging ráðhússins við Tjöm- ina hefur stækkað um 608 gólffer- metra frá upphaflegri samkeppnis- teikningu arkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer. Upphaflega var gert ráð fyrir 4600 gólffermetrum í yfirbyggingu en end- anlegur fermetrafjöldi verður 5208 'að sögn Stefáns Hermannssonar að- stoðarborgarverkfræðings. Breyt- ingin kemur helst fram í því að húsið hefur lengst frá Vonarstræti. Þessi stærð ráðhússins hefur verið sýnd opinberlega á myndum og líkönum og er líkanið, sem nú er til sýnis hjá byggingaþjónustu arkitekta, áf þess- ari stærð. í borgarstjórnarbyggingunni, sem er nær Tjörninni, er gert ráð fyrir 1245 fermetrum í almenningsrými á jarðhæð. Næstu tvær hæðir þar fyrir ofan hýsa skrifstofur og verða þær á 2184 fermetrum. Þar fyrir ofan er háaloft með tæknirými sem verður 150 fermetrar. Tæknirýmið hefur að geyma blásara í loftræstikerfi o.fl. Byggingin nær Vonarstræti verður 1489 fermetrar auk tæknírýmis þar fyrir ofan sem verður 140 fermetrar. Helstu ástæður þessara breytinga sagði Stefán Hermannsson vera vegna þess að súlur eru þykkari en gert var ráð fyrir í upphafi og meira rými fer í loftræstingu. -JBj Alþýðusamband Norðuriands: Sameiginleg viðræðunefnd? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hefur ekki mikið gerst í mál- unum síðan samningarnir voru felldir í öllum verkalýðsfélögum á Norðurlandi, við erum að velta því fyrir okkur hvernig æskilegast sé að fara í framhaldið," sagði Sævar Frí- mannsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar í Eyjafirði í samtali við DV. „Mér þykir líklegast eins og staðan er í dag að Alþýðusamband Norður- lands muni verða í forsvari fyrir félögin," sagði Sævar. „Það er eðli- legt vegna þess að öll verkalýösfélög- in á svæðinu frá Hvammstanga til Þórshafnar felldu samningana. Mér þykir langlíklegast að stjórn Verka- mannasambands íslands gefi þetta frá sér. Að sögn Sævars kemur stjórn Al- þýðusambands Norðurlands- saman til fundar á fóstudag og málin verða rædd þar: „Mér þykir líklegast að leitaö verði eftir viðræðum við vinnuveitendur á svæðinu þótt ég sjái ekki í augnablikinu hvernig þaö verður gert þar sem þeir hafa ekki formleg samtök með sér.“ Sævar sagði að það heföi verið eft- irtektarvert að fylgjast með því hvernig óánægjá fólksins magnaðist eftir því sem leið á fundi Einingar á vinnustöðum viö Eyjafjörð þegar samningarnir voru kynntir. Þar hafi ýmislegt spilað inn í eins og gengis- fellingin og þá ekki síður það sem á hefur gengið innan SÍS. Laun for- ráðamanna þar komu mjög til umræðu á fundunum og eins hitt að slíkt gæti gerst á sama tíma og t.d. Sambandsfrystihúsin væru rekin með halla og gætu ekki greitt mann- sæmandi laun. „Þetta var greinilega nokkuð sem fór illa í fólkið," sagði Sævar. Stutt í niðurstöðu rannsóknar Geirs Geir Geirsson, endursko’ðandi Sambandsins, hefur nú fengið gögn frá Laventohl & Horwath, endur- skoðendum Iceland Seafood Corpor-' ation og Guðjóns B. Ólafssonar, um launamál Guðjóns meðan hann for- stjóri Iceland Seafood. Geir og Valur Arnþórsson, stjórn- arformaður Sambandsins, hafa farið yfir þessi 'gögn og telja fullhægjandi. Að þeirra sögn er niðurstöðu í rann- sókn Geirs að vænta innan fárra daga. í kjölfar þess má búast við að stjórn Sambandsins taki málið til meðferð- ar, auk brottrekstrar Eysteins Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Iceland Seafood. -gse Fréttir Vmnuvertendtir vísa deilum til sáttasemjara: Löng og ströng verkföll ef til þeirra kemur - segir Þórarinn V. Þórarinsson Vinnuveitendasambandið og Vinnumálasamband samvinnufé- laga urðu á eitt sátt um þaö í gær að vísa kjaradeilu sinni viö öll verkalýðsfélögin innan Verka- mannasambandsins til sáttasemj- ara. Undir þetta fellur lika kjaradeila Snótar í Vestmannaeyj- um, þar sem verkfall er þegar hafiö. „Mér lýst afar illa á stöðuna eins og hún er núna. Ég fæ ekki betur séð en að fólk sé aö óska eftir meiri verðbólgu. Það vita allir að fisk- vinnslan getur ekki borgað meira en samiö var um á dögunum, allt sem pínt væri fram umfram það er ávísun á meiri verðbólgu. Og ég er sannfærður um aö ef til verk- falla kemur þá verða þau bæöi löng og ströng,“ sagði Þóraránn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í samtali við DV í gær. Hann var spuröur hvort hann teldi að ríkissjóður gaéti komið hér inn í og boöið eitthvað sem leysti kjaradeiluna. Þórarinn sagðist ekki geta séð það. Hann sagði Vinnuveitendasambandiö þeirrar skoðunar að ekki ætti að reka ríkis- sjóð meö halla, slíkt kallaði bara á aukna veröbólgu. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskifirði, sagði í sam- tali við DV í gær að ekkert væri nema gott um það að segja að setj- ast að samningaborði hjá sátta- semjara, það væri ekki það sama og að setjast niður í Garðastrætinu. Hann sagðist að vísu heldur hefði viljað hitta atvinnurekendur á Austfjörðum heima í héraði en ekkert væri við því að segja að hitta þá hjá sáttasemjara. „Ég lít svo á að fyrst þeir vísa deilunum til sáttásemjara hafi þeir ekki hafnað kröfum okkur heldur séu tilbúnir að ræða þær efnislega og það. er jákvætt," sagði Hrafnkell A. Jónsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.