Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAQUR 9. MARS 1988. Iþróttir Innlendir frétta- stúfar • Afturelding úr Mosfellssveit átti þijá sigurvegara af sex í Ála- fosshlaupinu sem fram fór iaugardaginn 27. febrúar. Fríða Rún Þórðardóttir sigraöi í flokki meyja/stúlkna og þau Eyþór Ein- arsson og Karen Axelsdóttir í flokkum 14 ára og yngri. Daníel Guömundsson, USAH, sigraði í karlaílokki, Martha Ernstsdóttir, ÍR, í kvennaflokki og Björn Pét- ursson í flokki drengja/pilta. Þátttakendur í hlaupinu voru alls 39. • Jóhann Torfason hefur venð ráðinn þjálfari 3. deildarliðs ís firðinga í knattspyrnu. Hann lék lengi með ÍBÍ en auk þess með KR og Víkingi í 1. deildinni. Síð asta sumar var Jóhann hins vegar liðsmaður Badmintonfé- lags ísafjarðar (í knattspyrnu) og skoraði um helming marka liös- ins í 4. deildarkeppninni. • Fatlað sundfólk setti sjö ís- landsmet á sundmóti Ármanns sem fram fór í Sundhöll Reykja- víkur um fyrri helgi. Ólafur Kiríksson, ÍFR, synti 100 m flug- sund á 1:19,11 mín., Halldór Guðbergsson, ÍFR, 200 m bringu- sund á 3:02,06 mín., Jónas Óskarsson, HSÞ, 10G m skriðsund á 1:08,10 mín„ Gunnar Þ. Gunn- arsson, HSK, 100 m skriðsund á 1:09,95 mín., Guðrún Ólafsdóttir, Ösp, 200 m baksund á 3:18,83 mín., Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, 200 m baksund á 3:31,80 mín., og Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, 200 m fjórsund á 3:20,26 mín. Sjö- menningarnir eru ýmist í flokk- um hreyfihamlaðra eða þroskaheftra. • Ragnheiður Kunólfsdóttir, UMFN, sigraði í þrémur greinum á sama móti, 100 m bringusundi á 1:15,73 mín., 200 m baksundi á 2:31,08 mín. og 200 m fjórsundi á 2:28,17 mín. Eðvarö Þór Eðvarös- son, UMFN, sigraði í 200 m fjór- sundi á 2:10,94 og 100 m baksundi á 57,97 sek. Bryndis Ólafsdóttir, HSK, sigraði í 100 m flugsundi á 1:08,84 mín. og 100 m skriðsundi á 59,18 sek. Magnús Már, bróðir hennar, sigraði í 100 m flugsundi á 59,68 sek. og 100 m skriðsundi á 53,00 sek. Helga Sigurðardóttir, Vestra, sigraði í 400 m skriösundi á 4:41,89 mín., Guimar Ársæls- son, ÍA, í 400 m.skriðsundi á 4:25,86 mín. og Arnþór Ragnars- son í 200 m bringusundi á 2:28,61 mín. Vestri vann 4x100 m skrið- sund hjá báðum kynjum, á 4:17,95 mín. í kvennaflokki og 3:56,17 mín. í karlaflokki. • Kæru mótanefndar HSÍ á hendur liandknattleiksliði ísfirö- inga fyrir að mæta ekki til tveggja leikja gegn Völsungi í 3. deild var vísað frá vegna formgalla hjá dómstóli HSÍ. Ljóst er að ísfirö- ingum verður ekki vísað úr keppni en ekki er afgreitt hvort leikirnir teljast þeim tapaðir eða hvort þeir verða settir á að nýju. • Hlynur Elísson, miðjumaður úr ÍR í knattspymunni, ætlar að flytja sig um set í 2. deildinni. Hann er genginn til liðs við Eyja- menn og ætti það að vera þeim kærkomin búbót þvi þeir hafa missf marga sterka leikmenn í vetur. • Marteinn Guðgeirsson, leik- maður með Þrótti frá Neskaup- stað, hefur ákveðiö að ganga í herbúðir Framara. Marteinn lék sem miðjumaður með Þrótti. Annars er Marteinn betur þekkt- ur sem blakmaður meö ÍS en í fyrra var hann útnefndur sem blakmaður ársins. • Ásgeir Eliasson, þjálfari Fram, og aðstoðarmaður hans, Ólafur Magnússon, dvöldust i síðustu viku í Danmörku og horföu með- al annars á B 1909, sem Friðrik Friðriksson leikur meö, gera 1-1 . afntefli við Bröndby í æfingar- leik. Njardvík áfram í bikamum: Fámennt á pöllum er Blikar lágu fyrir Njarðvíkingum - UMFN vann Blika, 85-88, í Digranesi Njarðvíkingar komust í undanúr- slit bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi þegar liðið sigraði Breiöablik í seinni leik liðanna í Digranesi. Lokatölur leiksins urðu 85-88 en staðan í hálf- leik var 32-36 fyrir Njarðvík. Suðurnesjamenn unnu stórsigur í fyrri leiknum í Njarðvík og gátu því tekiö lífinu með ró í Digranesi. Njarð- víkuriiðið varð bikarmeistari í fyrra og hefur því titilinn að verja og kæmi það fáum á óvart ef það tækist hjá liðinu. Einn áhorfandi á pöllunum Það sýnir kannski best áhugann á körfuboltanum í Kópavogi að einn einasti áhorfandi mætti til að fylgjast með leiknum. Má segja að leikurinn hafl verið eins og lélegur æfingaleik- ur. Njarðvíkingar leyfðu yngri leikmönnum að spreyta sig og voru með hálfgert varalið inn á allan tím- ann gegn botnliði úrvalsdeildarinn- ar. Bestu menn leiksins ísak Tómasson var stigahæstur Njarðvíkinga í leiknum með 18 stig. Friðrik Rúnarsson, ungur nýliði, sýndi góða takta í 3 stiga skotum og skoraði alls tólf stig með þeim hætti. Hjá Blikunum bar langmest á Kristjáni Rafnssyni og var hann allt í öllu hjá liðinu að vanda og skoraði 24 stig. Jón Otti Ólafsson og Jón Bender dæmdu auðdæmdan leik vel. -RR Barist undir körfunni í leik Breiðabliks og Njarðvíkur. DV-mynd G.Bender Handknattleikur í kvöld: Evrópusæti er í húfi - þegar Víkingar og Blikar mætast í Höllinni Sæti í Evrópukeppni næsta vetur Þetta eru lokaleikir 15. umferðar gæti verið í veði þegar Víkingur og og staðan fyrir þá er þessi: Breiðablik mætast í 1. deildinni í FH...15 12 3 0 423-327 27 Laugardalshöllinni í kvöld. Liöin eru Valur....14 10 4 0 306-232 24 í þriðja og fjórða sæti deildarinnar Víkingur.14 9 0 5 355-315 18 og eitt stig skilur þau að en miklar UBK...14 8 1 5 304-308 17 líkur eru á að þriðja sætið veiti rétt Stjarnan.15 7 2 6 350-365 16 til að leika í IHF-keppninni næsta KR.......14 6 1 7 304-314 13 vetur. Leikurinn hefst kl. 20.15. Fram.....15 5 1 9 350-369 11 Á eftir, eða kl. 21.30, leika KR og KA.15 3 4 8 309-333 10 Valur. Valsmenn mega ekki missa ----------------- stig í einvíginu viö FH um meistara- ÍR.15 4 2 9 321-357 10 titilinn og KR-ingar þyrftu einnig að Þór......15 0 0 15 289-391 0 bæta við sitt stigasafn til að vera -VS öruggir um að leika áfram í deildinni. ODDUR SIGURÐSSON hefur oft haft ærna ástæðu til að fagna sigri. Oddur hefur l< hlaupari og er hann enn handhafi Norðurlandamets sem sett var árið 1984. Nú e nokkurt hlé og ætlar sér á leikana í Seoul. Æffngaferðin til Holla Spörtuleikur liðsins er úr s< - Petur Amþórsson fer ekki með vegna Ekkert verður af því að ólympíulands- liðið í knattspyrnu leiki gegn hollenska úrvalsdeildarfélaginu Sparta Rotterdam í næstu viku. Liðin áttu að mætast í Rotterdam fimmtudaginn 17. mars en Spartverjar þurftu þegar á reyndi að sinna öðru. í staðinn lýkur íslenska liðið æfmgaferð sinni til Hollands með leik gegn áhugamannaliðinu WS Schoten þann dag. Pétur Arnþórsson á ekki heimangengt Pétur Arnþórsson, miðjumaður úr Fram, hefur orðið að draga sig út úr ís- lenska liðinu vegna ferðarinnar. Hann starfar sem slökkviliðsmaður og þarf að sækja námskeið á þess vegum í næstu viku. í hans stað fer félagi hans úr Fram, Kristján Jónsson. „Ég fer í þessa ferð,“ segir Guðni Bergsson Þá hefur Guðni Bergsson ekki enn fengið fararleyfi hjá félagi sínu, 1860 Múnchen í V-Þýskalandi, en flest bendir þó til þess að hann fari með íslenska liö- inu: „Ég fér í þessa ferð,“ sagði Guðni í spjalli við DV í nótt. „Þaö er reyndar ekki alveg komið á hreint en ég tel það næsta víst. Sigfried Held hefur rætt málin við þjálfara 1860 Múnchen og ég get ekki ímyndað mér að neitt standi í veginum. Þeir hjá 1860 Múnchen hljóta að fagna þessari ferð minni með lands- liðinu því í henni mun ég að spila en það er nokkuð sem ég hef ekki gert í talsverð- an tíma. - Hér er allt á kafl í snjó,“ sagöi Guðni. Fari svo að Guðni komist ekki í Hol- landsförina þá leysir Þorsteinn Guðjóns- son, KR, hann af hólmi. Það mun kosta Þorstein a.m.k. tvo leiki með handknatt- leiksliði KR, gegn Stjörnunni í 1. deild á sunnudagskvöldið annars vegar og gegn ÍBV í bikarkeppninni nokkrum dögum síðar hins vegar. íslenska liðið fer utan á fóstudagskvöld og leikur gegn áhugamannaliðinu SDW Amsterdam á sunnudaginn. Erfiðasta verkefnið ætti að vera viðureign gegn úrvalsdeildarliðinu Haarlem á þriðju-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.