Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. LífsstfLL Fjórhjól: Gagnslaus ábyvgðarbygging? Samkvæmt nýju umferðarlögun- um má ekki nota fjórhjól á vegum fyrir almenna umferð nema í þeim tilvikum þegar aðstæður utan veg- ar gera það nauðsynlegt aö aka á veginum. Flest sveitarfélög hafa þó bannað umferð fjórhjóla með öllu í sínum umdæmum þannig að þau koma ekki til með að nota vega- kerfið nema örsjaldan. ‘ Þrátt fyrir þetta er eigendum fjór- hjóla skylt að greiða af þeim ábyrgðartryggingu. Iðgjaldið er tæpar íjórtán þúsund krónur og þykir mörgum fjórhjólaeigandan- um heldur súrt í broti að þurfa aö greiða þessa upphæð. Trygging gildir ekki utan vega í skilmálum ábyrgðartrygginga kemur fram að hún er ekki gild við ýmsar aðstæður, m.a. ekki ..vegna aksturs á þeim stöðum sem bannað er að aka ökutækinu, svo og við akstur á vegleysum.“ Samkvæmt umferðarlögunum er akstur íjórhjóla bannaður á vegum fyrir almenna umferð nema að- stæöur utan vegar geri það nauö- synlegt. „Vegfarandi á veginum hefur forgang.11 Svo virðist því sem ábyrgðar- trygging sé vita gagnslaus því hún er ekki gild után vega, og sé íjór- hjól statt á vegi hafa aðrir vegfar- endur algeran forgang. Mikið til af fjórhjólum Og ijórhjólaeigendur eru stór hópur fólks. í fyrra voru flutt inn alls 1.026 fjórhjól á árinu og slatti árið ’86. Óll þessi ökutæki eru skráningarskyld og þarf því að greiða af þeim ábyrgðartryggingu. DV ræddi þetta mál við Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóra F.Í.B. Hann sagði erfitt að sjá nokk- ur not fyrir þessa tryggingu. „Það er erfitt aö sjá hvar þessi trygging kemur að gagni. Það er bara spurn- ing hvort verið sé að gera mönnum ókleift að nota þessi tæki. Ábyrgð- artrygging ökumanns ætti að vera nóg í þessu tilviki. Það hljóta að hafa átt sér stíað einhver mistök þarna.” Skýringarvandræði Rúnar Guðmundsson, lögfræð- ingur hjá Tryggingaeftirliti, sagði í samtali við DV að þessi ákvæði í tryggingaskilmálum væru orðin nokkurra ára gömul og hefðu verið samin með umferð’ á almennum vegum í huga. „Þessi fjórhjól valda ákveðnum skýringarvandræðum. Það koma hins vegar oft upp tilvik þar sem aðlaga verður skilmála að breytt- um aðstæðum. Ég hef hins vegar enga trú á að tryggingafélag breyti þessu ákvæði í sambandi við fjór- hjól þar sem augljóslega er átt við annars konar umferð í þessum skilmála." -PLP Fjórhjól má ekki nota á vegum samkvæmt umferðarlögunum nýju. Þó er skylt að skrá þau og greiða af þeim tryggingu. Dauðageislar, sprengjuvörpur og vél- byssur í umferðinni Alltaf eru að koma á sjónarsviðið ný undratæki fyrir bíleigendur og virðist sem markaður sé fyrir flest í þessu sambandi. En öllu má nú of- gera. í bandarísku blaði rákumst við á auglýsingu um tæki sem bar heitið „Revenger” eða „hefnandinn”. Tæki þetta er gert með það fyrir augum að reiðir ökumenn geti skeytt skapi sínu án þess að valda slysum. Ökumaður, sem er með þetta tæki í bíl sínum, setur það í gang þegar svínað er fyrir hann. Þá heyrist há- vaði frá ýmsum drápstólum en tækið er svo haganlega úr garði gert að velja má um gelt í vélbyssu, brak í dauðageisla eða hvin í sprengivörpu. Ökumaður getur þannig heyrt hljóðin í bíl sínum og.ímyndað sér að hann sé að svala fýsnum sínum með því „að ganga frá svíninu". Að sögn framleiðenda léttir tækið mjög lund þeirra sem það nota því það veiti þeim nær algera útrás fyrir illsku sem ella hefði byrgst inni og brotist síðan út með skelfilegum af- leiöingum. DV er ekki kunnugt um hvort tæki sem þetta er fáanlegt hér á landi en það kemur þá fljótlega eftir að örygg- isbeltaskyrturnar eru komnar á markaö. í Bandaríkjunum kostar tækið 20 dali eða um 750 krónur ís- lenskar. -PLP Svona lítur tækið góða út Frá stjóm F.Í.B. Lögskipaðir „viðskipta- fjötrar" bifreiðaeigenda Beita ekki sterkasta vopninu Allir eru sammála um að hlut- hann, samkvæmt bókhaldinu, sínartilþesssembestbýður.Þann- verk vátrygginga er að dreifa stórtapar á. ig aö hækkun sé tilgreind með áhættu milli þeirra sem verða fyrir F.Í.B. vill einfaldléga sjá miklu fyrirvara og bifreiðaeiganda gefist óhöppum og þeirra sem betur afdrifaríkari samkeppni á milli bif- einn til tveir mánuöir til þess að sleppa. Það sem F.Í.B. hins vegar reiðavátryggingafélaganna. velja sér tryggingafélag. gagnrýnir er að tryggingafélögin beita ekki markvisst sterkasta Bifreíðaeigendur geti flutt Lögskipaðir vopninu. Þaöeraðlátaþásemsýna tryggíngar sínar ,,viðskiptafjötrar“ óábyrgan akstur bera þyngri hluta Þessu til viðbótar og skýnngar Núverandi fyrirkomulag er svo af ábyrgðinni. Þvl þó að vátrygg- má segja að F.Í.B. er eindregið að menn tryggja fyrst, þ.e. kaupa ingar séu til að dreifa áhættunni þeirrar skoðunar aö Tryggingaeft- fyrst og fá svo að vita hvað það kostar. Þetta vildu allir kaupmenn geta, einkum og sérílagi þeir 'sem ætla að hækka verðið um 60% eflir aö þú ert búinn að kaupa. Við- skiptavini er hér lögskipaö að ____ „ ........... skuldbinda sig til að kaupa vá- svokölluðu „samkeppni“ á milli irlit ríkisins eigi ekki aö setja fram tryggingu án þess að vita verðið. tryggingafélaganna. Sarakeppni tillögur um einhverja almenna tryggingafélaga virðist einkum hækkun til handa öllum trygginga- Leiðir til lækkunar ganga út á það að reyna aö „lokka“ félögunum. Heldur þarf þaö að áþessuári til sín tryggingataka. í sömu andrá komaframhvaðhverttryggingafé- F.Í.B. hefur áður bent á tvær" koma tryggingafélögin fram á sjón- lag fyrir sig þarf í iðgjöld til þess virkar leiöir til lækkunar iðgjalda arsviöið og segja að þau tapi á að geta staöiö undir eðlilegri ábyrgðartrygginga. Önnur hefur þessari starfsemi. Þaö hljómar hjá- áhættu. Eftir að sú ákvörðun liggur þegar verið nýtt, þ.e. fimratán þús- kátlega í viöskiptum aö það skuli fyrir hjá hverju trygggingafélagi undkrónasjálfsáhættatryggingar- vera aðalkappsmál viðskiptaaöil- fyrir sig þá eiga bifreiðaeigendur taka. Hin leiðin er niðurfelling ans að ná sér í viöskiptavin sem að hafa rétt til að fiytja tryggingar söluskatts bifreiðatrygginga. inega pær aiurei veroa ui pess ao vernda „skúrkana". Afdrifaríkari samkeppni er þörf F.I.B. eaenrvnir auðvitað hina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.