Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. Spumingin Hver er uppáhaldsskák- maðurinn þinn? Helgi Ingvarsson: Hallur Hallsson. Rjörk Guðjónsdóttir: Jóhann Hjart- arson. Guðmundur Þ. Sigurðsson: Biskup- inn. Helgi Eysteinsson: Riddarinn. Kristján Kristjánsson: Ætli það sé ekki Jóhann Hjartarson, a.m.k. í dag. Þórður Vilhjálmsson: Er það nokkur spuming? Jóhann Hjartarson. Lesendur Tiyggingafélög og rekstrarhalli: Ekki tilbúin til að greiða fjölgunar bifreiða sem varð á sl. ári. En lítið er rætt um það. Það má hins vegar segja að t.d. hjón, sem vinna bæði úti, þurfi á tveimur bílum að halda er þau þurfa að koma börnum í gæslu í öðruni borgar- eða bæjarhluta og sækja svo vinnu sitt á hvorum staðnum eins og gengur. Það er hins vegar ekki á margra færi að veita sér þennan.lúxus með þesari nýju hækkun trygginganna þótt einhverjir streitist við það. Ekki veit ég til þess að um neinn afslátt sé að ræða af iðgjöldum þótt tveir eða fleiri bílar séu á heimili. Eða er það kannski? Mér finnst aö hiklaust ætti að hækka iðgjöld þeirra sem alltaf eru að lenda í tjóni, sumir jafnvel oft á ári. Og hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að þetta sama fólk fer ekki nógu varlega. Ég er sannfærð um það að ef fólk þyrfti að bera skaðann af sínu tjóni sjálft þá færi það mun varlegar í umferðinni. Ég get ekki séð annað en þennan hátt mætti hafa á hér eins og víða erlendis og þá kæmi þetta allt mun réttlátar út. Á móti kæmi að þeir sem aldrei valda tjóni borga bara réttláta upphæð, þ.e. óbreytta. Ég fullyrði að þessi mál verða aldrei til friðs fyrr en lagfæring hefur verið gerð á iðgjaldamálum bif- reiðatrygginga. Ef íleiri eru á sama máli og ég væri gaman að þeir létu í sér heyra. Sendið línu til lesendadálka blað- anna. Stöndum nú saman og hindrum þessa óréttlátu hækkun. í sjálfu sér get ég skilið vissar og réttlætanlegar hækkanir, en fyrr má nú rota en dauðrota! hækkar, bankavextir voru gefnir frjálsir og nú er svo komið að bank- arnir hafa það svo gott að þeir hreinlega auglýsa lán á kjarakjör- um! Og nú á að bæta þessu ofan á í þokkabót: Hækka bifreiðatrygging- ar um 100%! - og hvers vegna? - Er afkoma tryggingafélaganna svona slæm? Eigum VIÐ að rétta af rekstrarhallann? Væri ekki nær að fækka bara tryggingafélögun- um, leyfa nokkrum þeirra að fara á hausinn eða sameina þau í t.d. þrjú stór tryggingafélög? Ég er ekki tilbúin að greiða þessa hækkun tryggingafélaganna, eöa öllu heldur, ég hreinlega get það ekki. Það er bara enginn afgangur í buddunni þegar ég er búin að borga allt sem þarf að borga, mat, hreinlætisvörur, rafmagn, síma, hita, sjónvarp, að ekki sé nú talað um þetta „þak“ sem ég er að reyna að eignast yfir höfuð mér. Mér heyrist allir berjast í bökk- um, há hundraðstala þjóðarinnar er skuldum vafin eftir að hafa misst húsnæði sitt í þessari óðaverð- bólgu. Sumir komnir meö tvö eða þrjú börn og leigja kannski 2ja her- bergja íbúö fyrir 30.000 kr. á mánuði, þ.e.a.s. ef þeir eru svo „lánsamir" að komast í leiguhús- næði. Framboðið annar ekki eftir- spurn og það sem til leigu er svo uppsprengt í verði að fæstir ráða við þaö. - Þetta var nú aðeins inn- skot en skylt hækkun tryggingafé- laganna sem ég held svo áfram .með. Ég legg til að tryggingagjöldin verði áfram þau sömu og þau voru, það hlýtur að vera möguleiki á því þegar tekið er tillit til þeirrar miklu Bréfritari vill m.a. láta breyta fyrirkomulagi iðgjalda bifreiðatrygginga og láta þá sem tjónum valda greiða sin tjón sjálfa. B. Ben. skrifar: Nú er kominn tími til fyrir okkur íslendinga að hópast saman og mótmæla eins og þeir gera í út- landinu. Það virðist sem hægt sé aö troða á okkur á öllum sviðum í verðlags- og þjónustumálum án þess að nokkur opni munninn. Yfir 100% verðbólga lengi vel og svo 70% lengi þar á eftir, matvara sí- Ölið á fullt skrið: Ekki frelsandi engill Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú er blessað ölið komið á fullt skrið í þingsölum hæstvirts Alþingis. Búið er að dusta rykið af gömlu, gat- slitnu og skrælnuðu bollaleggingun- um. Langt er þó í að ölþyrstirþegnar íslands fái teygað eftirsóttan mjööinn á löglegan máta, einfaldlega vegna þess að samstaða í málinu er hvergi í augsýn. En ástæðan að pári mínu nú er útvarpsþáttur er ég hleraði á dögun- um. Þar bar margt á góma, m.a. bjórinn. Einn mælandinn komst m.a. svo að orði að Frónbúar slægjust meira undir áhrifum Bakkusar held- ur en Norðmenn. Þessu er ég ekki sammála og vil því segja litla sögu máli mínu til stuðnings. Sögusviðið er borgin Stavanger í Noregi á fögrum sunnudegi fyrir fá- einum árum. Ég var þar staddur ásamt nokkrum kunningjum og hugðumst við leita uppi afdrep til að svala kafiiþorsta okkar. Fundum við eftir dálitla leit eitt slíkt er kalla mætti bjórkrá ef vilji væri fyrir hendi. Allavega var þar ekkert öflug- ra á boðstólum en 5%. Þar innan dyra var fútt i hlutunum. Við félagarnir vorum ekki fyrr sestir en hróp og köll upphófust í sal og fyrstu Norsararnir hlupu saman eins og hanar í vígahug og veltust hver um annan með tilheyrandi höggum og óhljóðum. Er áflogaseggirnir höföu lokið sér af mætti næsti dúett til leiks og hóf sinn dans og formæl- ingasöng og svo koll af kolli. Stund- um ultu borð og stólar. Ástæða róstanna var oss ókunn. Mér er sérstaklega minnisstæður einn bardagahaukurinn því glóðar- augað, sem sveinninn bar er hann sté í stofu, var ekki afleitt en varð fyrst stórglæsilegt á að líta er kapp- inn yfirgaf hringinn í fyllingu tímans. Við félagarnir urðum ekki fyrir neinni áreitni, nutum þess í stað mikillar gestrisni hvar sem við kom- um. Hvor þjóðanna lætur meira til sín taka á þessu sviöi skal ósagt látið. Ljóst má vera að áhrif bjórsins eru ósköp áþekk sterkari tegundunum. Menn geta orðið jafnblindfullir og vitlausir af bjór sem víndrykkju sé nægilegt magn hesthúsað. Flutningsmenn bjórfrumvarpsins mættu hætta að nefna aukna „vín- menningu" með tilkomu ölsins. Það verður aldrei annað en viðbót við ófögnuð þann sem fyrir er í dag. Bjór- inn birtist eigi hér á grundu sem hinn frelsandi engill, það eitt er víst. Lík- legt er að ölvunarakstur ykist til muna. Útilokum ekki þann mögu- leika „Menn geta orðið jafnblindfulir af bjór sem vindrykkju sé nægiiegt magn hesthúsað," segir í bréfinu. Fyrir tryggingu á svipuðum bíl og hér sést er greitt sem samsvarar 15.700 kr. - á Spáni, vel að merkja. Um bifreiðatiyggingar: Osvrfni tiyggingafélaganna Ágúst G. Hróbjartsson skrifar: Fróðlegt væri ef tryggingafélögin svöruðu því og útskýrðu fyrir neyt- endum hvers vegna ábyrgðar- og skyldutrygging er mörg hundruð % hærri (dýrari) hér heldur en víða annars staðar, eins og t.d. á Spáni. Ég hefi búið á Spáni í mörg ár og haft þar bifreið til umráða. Fyrir árið 1988 var skyldutrygging og kaskó- trygging fyrir nýlegan Talbot fólksbíl 45.000 pesetar, sem samsvarar eftir síðustu gengisbreytingu 15.700 kr. Sjálfsábyrgð vegna kaskótryggingar- innar er 4.000 pesetar eða 1.400 kr. Tryggingin skiptist þannig: 23.000 ptas., sem er skyldutrygging, - 22.000 ptas., sem er kaskótrygging. Þetta var hjá tryggingafélagi, sem heitir „Mare Nostrum, SA“. I skyldutrygg- ingunni eru 4 farþegar og ökumaður tryggðir. Þar er samkeppni fólgin í því að bjóða viðskiptavinum góð kjör og er ekki um að ræöa sama samtrygg- ingarokriö og hér viðgengst. Áhætt- an þar er þó síst minni en hér heima. Af þessu sést að mismunur er geysilegur. Sjálfsagt hafa trygginga- féiögin hér svör sem réttlæta þennan mismun og þau virðast heldur ekki í vandræðum með að réttlæta okrið hjá sér. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.