Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. 19 DV Sviðsljós íi Ólyginn sagði... Brigitte Nielsen - sem áður var kvænt Sylvest- er Stallone - er búin að vera nær heilt ár laus og liðug en hefur verið kennd við ýmsa karlmenn. Nú er hún búin að finna einn sem hún er tilbúin að giftast og hann er vel þekktur í Bandaríkjunum. Það er bandaríski fótboltakappinn Mark Gastineau, sem leikur með New York Jets í ameríska fótboltanum. Hann er með frægari fótboltastjörnum þar vestra og ekki ólíkur Sylvester Stallone í vextinum nema tal- svert hærri vexti. Charlie Sheen - leikarinn kunni - sem þykir hafa staðið sig vel í myndum eins og Platoon og Wall Stre- et hefur nú um nokkurn tíma verið einn eftirsóttasti pipar- sveinnninn í Hollywood, En nú virðist sem eltingaleikurinn sé úti því til hans er flutt ung stúlka úr sömu stétt sem heit- ir Charlotte Lewis. Charlie Sheen er sonur leikarans gam- alkunna Martins Sheen og bróðir leikarans Emilio Estévez. Bruce Springsteen hefur verið kallaður alþýðu- poppari og þykir syngja á alþýðlegu máli. En þegar kem- ur til einkalífsins vill hann lítil afskipti við aðra hafa. Spring- steen á heima í New Jersey og á þar flott hús af stærri gerðinni. En hann kann ekki við að hafa nágranna og keypti þvi næsta hús á tæpar 60 milljónir króna, eingöngu til þess að losna við þá. sýnir vöðvana Ekkinógu virðuleg Nú, þegar nýlokið er 10 daga eru bresku blöðin uppfull af frétt- heimsókn hertogahjónanna af Jór- um um frammistöðu hjónanna. vík til Kaliforníu í Bandarikjunum, Sum blöðin hrósa þeim í hástert, segja þau hafa verið lífleg og heillað alla með framkomu sinni. Önnur blöð, eins og SundayTimes, gefa út þær yfir- lýsingar að þau hafi alls ekki staðið ' sig sem skyldi. Aðaltil- gangur ferðar- Sara og Andrew fóru méðal annars á pololeik og innar hafi veriö var faðir Söru, Ronald Ferguson, i öðru liðinu, en sá að kynna bre- hann er hér til hægri á myndinni. Simamynd Reuter skar vörur ogafla Ingólfur Guðmundsson var einn þeirra sem tryggðu sér áframhald- andi keppnisrétt en Ingólfur hefur tekið miklum framförum sl. ár og hefur þyngst um 18 kiló. Ingólfur keppti í -80 kg flokki og sigraði þar með miklum yfirburðum. DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson Það var fríður hópur vaxtarrækt- arfólks sem keppti um helgina um þátttökuréttinn í íslandsmeistara- mótinu í vaxtarrækt sem haldið verður á Hótel íslandi eftir þrjár vik- ur. Mótið var haldið í veitingahúsinu Broadway og þar börðust sextán vaxtarræktarmenn og þrjár vaxtar- ræktarkonur í níu flokkum um réttinn til áframhaldandi keppni. Þrír efstu keppendurnir í hverjum flokki fá að halda áfram en auk þeirra eiga þeir sem hrepptu þrjú efstu sætin í hverjum flokki síðastlið- in tvö ár rétt á að ganga beint inn í mótið. íslandsmeistarjnn í opnum karla- flokki sl. tvö ár, Sigurður Gestsson, mun verða meðal þátttakendanna en hann mun að þessu sinni fá harða samkeppni því Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður heims, hefur látið skrá sig í keppnina. Fyrir tveimur árum varð Jón Páll að lúta í lægra haldi fyrir Sigurði og mun hann nú Margrét Sigurðardóttir sigraði i flokki kvenna yfir 57 kg. Margrét hefur ekki keppt áður í vaxtarrækt en stóð sig vafalaust ætla aö endurheimta titil- mjög vel í þessari keppni. inn sem hann hreppti 1985. JAK Sara Ferguson skoðaði þetta sérstæða listaverk í Westwood i Kaliforn- iu, sem er skipagámur sem borinn er af 600 „Barbie“dúkkum. Símamynd Reuter markaða fyrir þær, en Sara og Andrew hafi eytt minna en 7 tímum á 10 dögum í kynningarstarf á breskum vörum. Sunday Times er þekkt fyrir að vera vandað blað í Bretlandi. Blaðiö Observer telur að Sara Ferguson sé alls ekki nógu hátíðleg og sé allt að því galsafengin i fram- komu og telur slíkt alls ekki við hæfi hertogaynju. Blaðið varpar fram þeirri spurningu hvort Sara hafi gengið of langt í látunum. Gamninu er alla vega lokið hjá Söru og Andrew í .bili og þau eru komin aftur heim til Bretlands. Ekki er ólíklegt að drottningin taki þau .á eintal og vandi um við þau. Vaxtarræktarfólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.