Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Blaðsíða 4
28 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. íþróttir^ Stefán Kristjánsson, ein skærasta stjaman í íslenskum handbolta, í DV-viðtaii: - segir Stefán Kristjánsson sem sló í gegn með frammistöðu sinni í vetur „Ég verð að viðurkenna að það er taisverður munur að leika með KR eða FH í handknattleiknum. Þegar ég var í FH lögðu leikmenn mun harðar að sér á æfíngum og það kom einnig sárasjaldan fyrir að leikmenn slepptu úr æfingu. Én þegar horft er yfir farinn veg kom árangur KR- liðsins í vetdr mér mjög á óvart. Hvað sjálfan mig varðar æfði ég mjög vel og ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra leikformi," sagði Stefán Kristj- ánsson, handknattleiksmaður úr KR, í DV-viðtali. Stefán Kristjánsson gekk í raðir KR-inga sl. haust eftir að hafa dvalið allan sinn handboltaferil hjá FH. Stefán kom mjög á óvart í vetur með glæsilegum leik sínum en hann háði mikla keppni um markakóngstitilinn við Sigurð Gunnarsson en á loka- sprettinum hafði Sigurður betur. í 1. deildar keppninni skoraði Stefán 110 mörk. Árangur Stefáns vakti at- hygli Bogdans landsliösþjálfara og var Stefán valinn í landsliðshópinn sem lék gegn Japönum í síðustu viku. Þann tíma, sem Stefán lék með ís- lenska liðinu, skilaði hann hlutverki sínu með sóma. Stefán er örugglega framtíðarmaður í íslenska landslið- inu í handknattleik. „Ahuginn á handknattleik vaknaði á unga aldri“ - Hvenær vaknaði áhugi þinn á handknattleik? „Ætli ég hafi ekki verið í kringum tíu ára gamall þegar ég hóf að æfa handknattleik og autvitað lá leiðin beint í FH. Síðan lék ég með FH alla aldursflokka að undanskildu einu ári í 3. flokki sem ég lék með Haukum. Árangurinn í yngri flokkunum var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Það var ekki fyrr en komið var upp í 2. flokk sem hlutirnir fóru að ganga vel enda hafa FH-ingar alltaf átt sterkt lið í þessum aldursflokki.“ „Á meðan handboltinn lá niðri á sumrin var ekkert annað að gera en aö taka fram knattspyrnuskóna. Það var þó lítil alvara á bak viö þá iðk- un. Við getum sagt að þetta hafi verið mest sprikl á þessum árum.“ KR-liðið gjörbreytist með til- komu Alfreðs og Páls - Nú kemur KR-liðið til með gjör- breytast með tilkomu Alfreðs Gísla- sonar og Páls Ólafssonar. Verður liðið ekki líklegt til stórafreka? „Það er ekki neinum blöðum um það aö fletta áð KR-liðið verður mjög sterkt á næsta keppnistímabili. Al- freð og Páll eiga eftir að styrkja það óhemjumikið. Þeir koma einnig til með að hafa góð áhrif á aöra leik- menn liðsins. Við verðum einnig að hafa í huga aö Alfreð og Páll standa í ströngu á ólympíuleikunum með íslenska landshðinu og þar má ekki mikið út af bera hvað varðar meiðsli til að vonir, sem bundnar eru við velgengni KR, bresti.“ „Nokkrirfélaga minna hættu að heilsa mér á tímabili" • - Hvað olli því að þú ákvaðst að skipta um félag? „Það voru ýmsir þættir sem ollu því. Stærsti þátturinn var þó að ég vár alls ekki nógu ánægður með hvaö ég fékk fá tækifæri til að spreyta mig með meistaraflokknum. Ég átti meira skilið að mínu mati. Það sem réð þeirri ákvöröun minni að ganga í raðir KR-inga var að liðið vantaði örvhentan leikmann. Sögusagnir voru á kreiki að peningar hefðu spil- að þarna inn í en það er alls ekki rétt. „Félagar mínir tóku þessum fé- lagaskiptum misvel en flestir skildu þó mína afstöðu. Ég verð þó að viður- kenna að nokkrir félaga minna heilsuðu mér ekki á tímabili en eru þó farnir til þess á nýjan leik.“ „Árangur KR-liðsins og hvað sjálf- an mig áhrærir kom mér á óvart. Ég æfði að vísu mjög vel og slapp að öllu leyti við meiðsli sem er ekki lítiö atriði." „Óneitanlega gaman að vera kominn í landsliðshópinn“ - Hvernig líst þér á að vera kominn í íslenska landsliðshópinn í hand- knattleik. „Það er óneitanlega gaman að vera valinn í hópinn en ég geri mér engar vonir um að verða í hópnum sem fer á ólympíuleikana. Það er hins vegar gott upp á framtíðina að vera kominn í hópinn. Maður lærir mikið af þessu því þetta er allt öðruvísi en að æfa meö sínu félagsliði. Ég veit að Sigurð- ur Sveinsson leikur sömu stöðu á vellinum og ég en engu að síður mun ég berjast um stöðuna við hann í landsliðinu." Stefán Kristjánsson Nafn: Stefán Kristjánsson Fæddur: 12. febrúar 1967 Þyngd: 80 kg Hæð: 186 cm Landsleikir: 3 A og 35-U Starf: Prentnemi Uppruni: Haf'naríjörður markvörsluna hér á landi. Einnig hefur Gísli Felix Bjarnason í KR sýnt frábæra markvörslu í vetur og á hann stóran þátt í því í hvaða sæti við höfnuðum í deildinni í vetur.“ „íslandsmótið í vetur var gott en að sama skapi ekki spennandi. Valur og FH stungu aðra andstæðinga snemma í mótinu af. Gæði hand- boltans voru mun betri í vetur en undanfarin ár. Mikið af ungurh leik- mönnum, sem komu inn í fyrra, komu reynslunni ríkari til baka í deildina í vetur og það hleypti nýju blóði í deildina. Að mínu mati voru FH-ingar með besta liðið en þvi mið- ur náði liðið ekki að sýna sitt rétta andlit í úrslitaleiknum og því fór sem fór.“ „Ef allt gengur að óskum er 6. sætið raunhæfur mögu- leiki“ - Hverja telur þú möguleika okkar á ólympíuleikunum í Seoul? „Ef allt gengur upp er raunhæft að tala um 6. sætið. Annars er ógeming- ur að spá í þessa hluti. Allt umfram sjötta sætið yrði frábær árangur. ís- land, Svíþjóð, Sovétmenn og Júgó- slavar munu berjast um tvö efstu sætin í riölinum," sagði Stefán Kristjánsson -JKS „Bogdan mjög fær þjálfari“ „Þennan stutta tíma, sem ég hef verið undir handleiðslu Bogdans landsliðsþjálfara, sér maður fljótlega að þar er á ferðinni mjög fær þjálf- ari. Hann heldur uppi miklum aga og strákarnir bera mikla virðingu fyrir honum. Á fyrstu æfmgunum var um smávægilega tungumálaerf- iðleika að ræða en strákamir reyndust hjálplegir og túlkuðu fyrir mig.“ „Einar Þorvarðarson jafnbesti markvörðurinn á íslandi“ - Hvaða markverði er erfiðast að koma boltanum framhjá? „Ég er aldrei kvíðinn hvaða mark- verði ég mæti hverju sinni. Þó reynist Einar Þorvarðarson stund- um erfiður en hann sýnir jafnbestu • Stefán Kristjánsson lék sína fyrstu A-landsleiki gegn Japönum á dögun- um og skilaði hlutverki sinu með sóma. Á myndinni er eitt marka Stefáns í fæðingu í landsleik í Laugardalshöllinni. DV-mynd Brynjar Gauti • KR-ingurinn Stefán Kristjánsson sló rækilega í gegn á nýafstöðnu ís- landsmóti en hann varð annar markahæsti leikmaður mótsins með 110 mörk. DV-mynd Brynjar Gauti „Nokkrir félagar hættu að heilsa mér um tíma“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.