Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. 3 dv _____________________________________________________________________________________________Fréttir Þorsteinn Pálsson forsætisráðheira: Nauðsynlegt er að varðveita þann árangur sem náðst hefur „Ég held aö þessi fundur fram- sóknarmanna breyti engu um það aö höfuðverkefnin, sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir, eru tvö. Ann- ars vegar að vinna að bættri stööu útflutningsgreihanna og hins vegar baráttan við verðbólguna," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra aðspurður hvort miðstjómarfundur framsóknarmanna breytti einhveiju um stjórnarsamstarfið. Sagði Þor- steinn að í tillögunum væri fátt nýtt - og ekkert sem lyti að meginvandan- um í dag - hvernig unnt væri að treysta rekstrarstöðu útflutnings- greinanna. Þorsteinn sagðist líta svo á að mik- ilvægast væri að stjórnin næði samstöðu um þau verkefni sem biðu hennar við að framfylgja þeim höfuð- verkefnum sem hefðu verið nefnd að framan. Þorsteinn sagði að stjómin hefði þegar náð árangri við þau verk- efni sem hún heföi sett sér og hann sæi ekki annað en að framhald yrði á því. Aö undanfórnu hefði þjóðar- búið orðið fyrir ytri áfóllum sem þyrftí að vinna á. En er gengisfelling á dagskrá? „Það em engin ný sannindi að gengisfelhng hefur fyrst í stað þau einu áhrif að hækka verðiag. Þess vegna höfum við farið gætilega í sak- irnar.“ Þorsteinn sagði að tekjur útflutningsgreinanna hefðu minnk- aö verulega vegna verðfalls og hlyti það að hafa áhrif á alla gengisum- ræðu. Nauðsynlegt væri þó fyrir ríkissfjómina að varðveita þann ár- angur sem náðst hefur. Enginn hlustar á Pál „Þessi ummæli Páls PétUrssonar eru nú bara einkennandi fyrir hann, hann hefur alltaf talað með svona skætingi," sagði Þorsteinn um um- mæh Páls Péturssonar, þingflokks- fo'rmanns framsóknarmanna, sem mjög hefur veist að Þorsteini fyrir forystuleysi í ríkisstjórninni. „Á meðan á síðasta stjórnarsam- starfi stóð réðst hann á mig og Steingrím en nú beinast ummæli hans helst gegn mér. Ég hef aldrei heyrt hann tala öðruvísi. Framsókn- armenn taka sjálfir lítið mark á þessu tali Páls og á meðan svo er er ekki ástæða fyrir mig að taka mark á því. Þetta er að mestu ómálefnaleg- ur skætingur." -SMJ Fegurðardísir á fullu Undirbúningur keppninnar um fegurðardrottningu íslands er nú kominn á fuhan skrið en keppnin fer fram á Hótel íslandi 23. maí næst- komandi. Undankeppni í öllum landshlutum er lokið og munu ellefu stúlkur frá öllum landshornum taka þátt í lokakeppninni. Níu þeirra tóku þátt í undankeppni víðs vegar um landið en tvær bættust við, þær Kristín B. Gunnarsdóttir og Sigrún Eyfjörð sem báðar kóma af Reykja- víkursvæðinu. Stúlkurnar ellefu eru flestar stadd- ar í Reykjavík um þessar mundir. Og voru þær m.a. við æfingar í veit- ingahúsinu Broadway um síðustu helgi. Gróa Ásgeirsdóttir, umsjónar- maður keppninnar, sagði í samtah við DV aö stelpurnar væru á fuhu að búa sig undir keppnina með gönguþjálfun, hkamsrækt o.fl. Það er Bima Magnúsdóttir sem sér um gönguþjálfunina en Katý hjá líkams- ræktarstöðinni World Class sér um leikfimina. Þátttakendur í fegurðarsamkeppn- inni em: Guðbjörg Gissurardóttir frá Reykjavík, Guðbjörg Fríða Guð- mundsdóttir frá Suðurnesjum, Guðný Elísabet Óladóttir frá Reykja- vík, Guðrún Margrét Hannesdóttir frá Reykjavík, Halldís Höskuldsdótt- ir af Vesturlandi, Kamilla Rún Jóhannsdóttir af Norðurlandi, Karen Kristjánsdóttir af Suðurlandi, Krist- ín B. Gunnarsdóttir frá Reykjavík, Linda Pétursdóttir af Austurlandi, Martha Jörundsdóttir frá Vestfjörð- um og Sigrún Eyfjörð úr Garðabæ. -JBj Fegurðardisirnar, sem keppa um titilinn fegurðardrottning íslands 1988, eru f.v.: Guðbjörg Friða Guðmundsdóttir, Guðbjörg Gissurardóttir, Martha Jör- undsdóttir, Halldís Höskuldsdóttir, Sigrún Eyfjörð, Kamilla Rún Jóhanns- dóttir, Karen Kristjánsdóttir, Guðný Elísabet Óladóttir, Linda Pétursdóttir, Guðrún Margrét Hannesdóttir og Kristín B. Gunnarsdóttir. Trvolíið í Hveragerði: Undanþága á þakið Brunamálastofnun hefur veitt eig- endum tívohsins í Hverageröi undanþágu vegna plastklæðningar á þaki því sem er yfir skemmtigarðin- um. Undanþágan er veitt með þeim skh- yrðum að þakinu verði skipt í hluta með járnrennigum. Hver reitur í þakinu fehur þá undir reglugerðir. Undanþágan er einnig veitt með því skhyröi aö ekki verði haldnir dans- leikir eða ámóta samkomur í skemmtigarðinum. Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri sagði í samtali við DV að skipta yrði um plastklæðningu á þakinu, þar sem um mistök hafi ver- ið að ræöa hjá byggingaraðila þegar klæðningin var keypt. Bergsteinn sagði ekkert um hversu lengi undanþágan muni ghda. -sme Vmabæja- mót á ísafirði aguijón J. agurðsson, DV, ísafirði: Bæjarstjórn ísafjarðar hefur borist bréf frá Skála kommune, þar sem thkynnt er að 10 fuhtrúar frá Skála séu thbúnir að koma th ísafjarðar á vinabæjamót í sumar. Þá hefur bæj- arstjórn einnig borist símskeyti frá Nanortalik, vinabæ ísafjarðar á Grænlandi, varðandi heimsókn fuh- trúa þaðan th ísafjarðar í tengslum við komu fuhtrúa frá Skála. Bæjarráð hefur fahð Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra að undirbúa vipabæjamótið miðað við að fuhtrú- ar Sfeála leggi af stað 15. júní. Goldstar myndbandstœki GHV-1245P Framhlaðið - HQ (High Quality) 14 daga upptökuminni á 4 mismunandi tímum 32 stöðva minni - Þráðlaus fjarstýring - Kyrrmynd Hraðspólun með mynd - Sjálfvirk endurspólun Greiöslumáti Utborgun Verð Staðgreiðsluverð 30.166,- ... Almennt verð 10.000,- 31.754,- Eurokredit 11 mán. 0,- 31.754,- Visaraðar. 12mán. JL 31,754,- GoldStcir -gutftryggðyazðatœki ! /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.