Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. Atvirinumál Hópbónusinn í fiskvinnslu: Hefur svarað öllum okkar vonum til þessa segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða „I næsta mánuöi á aö gera upp dæmið um hvernig hópbónuskerfið í fiskvinnslunni hefur komið út. Við höfum þó fylgst vel meö því í vetur og ég get fullyrt aö kerfið hefur svar- að öllum okkar vonum. Laun fólks hafa hækkað og framleiðslan í fisk- vinnslunni aukist," sagði Pétur Sigurösson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða, í samtali við DV. Pétur sagði að þegar kerfið var undirbuið hefðu menn vonað að það leiddi til 7% til 8% launahækkunar að meðaltali hjá fiskvinnslufólki en raunin hefði orðið sú að hækkunin væri meiri, yfir 10%, en þetta lægi þó ekki endanlega fyrir fyrr en í næsta mánuði þegar dæmið verður gert upp. Framleiðsluaukningin í fiskvinnslunni mun vera samsvar- andi, þannig að báðir aðilar hagnast á kerfinu. „Ég þori að fullyrða að þetta er mesta launajöfnunarkerfi sem fund- ið hefur verið upp hér á landi,“ sagði Pétur. Hann sagði að þeir sem voru ekki með neinn bónus í gamla kerf- inu fengju nú sama og allir hinir og hann sagðist jafnframt fullyrða að enginn hefði tapað á þessu hóp- bónuskerfi. Pétur Sigurðsson sagðist ekki hafa heyrt neinar kvartanir vegna hóp- bónuskerfisins. Þær sögur, sem gengu um slagsmál í einu frystihús- anna á Vestfjörðum vegna þessa kerfis, væru ekki réttar, þau átök ættu sér aðrar orsakir. -S.dór Verkfallsverðir VR í versluninni Sautján í gær. Deilt var um það hverjir i fjölskyldu eigenda mættu vinna. Allt fór þó friðsamlega fram. DV-mynd KAE Sólarlandafarþegar: Verkfallið raskar ekki ró manna Allmargir íslendingar sleikja sólskinið á Spáni um þessar mundir, á Mallorca, Benidorm og Costa del Sol. Munu þeir flestir eiga að koma heim 3. og 4. maí næstkomandi. Að sögn Kjartans Pálssonar hjá Samvinnuferðum hefur ekkert borið á óróa hjá gestum ferðaskrifstofunn- ar á Mallorca og Benidorm af ótta við að komast ekki heim vegna verk- falls verslunarmanna. Aftur á móti sagði Kjartan að mikill ótti væri hjá fólki hér heima við géngisfellingu. Væri sífellt veriö að spyrja hvernig fólk geti borgað pantaðar ferðir upp áður en gengið fellur. Þórhildur Þorsteinsdóttir, farar- stjóri Útsýnar á Costa del Sol, sagði í samtali við DV að hún hefði ekki einu sinni heyrt gesti sína minnast á þetta mál. Hún sagði að ef svo færi að fólkið kæmist ekki heim vegna verkfallsins, þá yrðu engin vandræði með gistingu, þar sem aðalferða- mannatíminn væri ekki byijaður enn og Útsýn væri með fasta gistingu á Sólarströndinni. -S.dór Verkfallsvakt verslunarmanna: Hnippingar og orðaskak - en ekkert um átök segir Pétur Maack „Verkfallsverðir hafa farið verkfallsverðir komu að í gær, skipulegar ferðir um borgina í dag sagði Pétur að í nokkrum tilfellum og hafa þeir víða oröið að grípa inn hefði verið um ásetningsbrot að í þar sem fólk hefur verið að fremja ræða. Þess hefðu verið dæmi að verkfallsbrot, ýmist viljandi eða skrifstofufólk hefði verið að vinna óviijandi. Það hefur hvergi komið á bak við og hefðu verkfallsverðir til átaka en svolítið verið um orða- stöövað þá vinnu. Meira hefði verið skak og hnippingar,“ sagði Pétur um brot að ræða vegna vanþekk- Maack, formaður verkfallsstjómar ingar fólks. i nær öllum tilfellum Verslunarmannafélags Reykjavík- hefði fólk tekið ábendingum verk- ur, í samtali viö DV í gær. fallsvarða vel og hætt að vinna. Pétur sagði að það hefði verið íyrst í gær sem verkfallsverðir í gær voru yfir 200 verkfallsverð- hefðu getað farið skipulega yfir ir að störfum og sagði Pétur að sá sviöið. Síðan yrði fariö í það í dag hópur stækkaöi sífellt sem kæmi að vinna úr þeim upplýsingum sem og léti skrá sig á verkfallsvaktina. . þeir viðuöu að sér á ferðum sínum Sagöi hann samstöðu meðal versl- í gær. unarfólks fara vaxandi. Varðandi þau verkfallsbrot, sem -S.dór í dag mælir Dagfari Efnahagspólitíkin Segja má að allt hafi verið í græn- um sjó í efnahagsmálum þjóðar- innar fram aö helgi. Blikur á lofti og erfiðleikar framundan eins og þeir segja stjórnmálamennimir þegar þeir vita ekki sitt ijúkandi ráð. Enda var Framsókn svo áhyggjufull að hún hélt sérstakan fund og kratarnir töldu þennan framsóknarfund svo merkilegan að þeir héldu annan fund strax eftir að Framsókn var búinn með sinn fund til.að spá í það sem Framsókn hafði talað um daginn áður. Sjálf- stæðismenninrir voru svo logandi hræddir að þeir héldu engann fund sem er það skynsamlegasta því þá tala menn ekki af sér á með- an. Sögusagnir voru uppi um að Framsóknarflokkurinn mundi beija í borðið og heimta gengis- fellingu og róttækar efnahagsráð- stafanir. Menn höfðu áhyggjur af viðskiptahalla, taprekstri úflutn- ingsatvinnuvega, atvinnuleysi, gjaldþrotum fyrirtækja, byggðar- öskun og vaxtabyrði almennings. Það er að segja, þetta voru áhyggj- umar sem menn höfðu fyrir helgi. En svo héldu flokkarnir fundina sína, fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Menn komust nefnilega aö þeirri niðurstöðu að áhyggjurn- ar væru ástæðulausar. Framsókn- armenn ákváðu að óska eftir viðræðum viö hina stjórnarflokk- anna um efnahagsráðstafanir og er það út fyrir sig ánægjulegt að þeir haldi flokksráðsfund til að ákveða svoleiðis viðræður því annars hefðu stjórnarflokkamir kannski alls ekki talað saman. Kratarnir héldu strax fund á sunnudag og Jón Baldvin sagði réttilega aö Fram- sókn hefði ekkert sagt sem ekki hefði verið sagt áður. Sjálfstæðis- flokkurinn sagði ekkert, sem er hárrétt afstaða, þvi þá segir maður enga Vitleysu á meðan. Staöan er því sú eftir þessa ör- lagaríku helgi að Framsóknar- flokkurinn endurtók það sem hann hefur sagt áður. Jón Baldvin og kratarnir sögðu ekkert annað en að framsóknarmenn hefðu ekkert sagt annað en það sem áður hefur verið sagt. Og sjálfstæðismenn sögðu ekkert. Efnahagsástandið þolir þessa bið því í raun og veru vita stjómarflokkarnir nákvæm- lega hvað þeir segja og gera, voru bara ekki búnir að því fyrir helgi. Gallinn er sá einn að þeir hafa ve- rið að segja þetta allt saman hver í sínu lagi en nú ætla að þeir að segja þetta hver við annan og allir í einu. Stjórnarflokkarnir vita vel um vandann. Þeir vita líka upp á hár hvernig á að leysa hann. Þeir eiga bara eftir að koma sér saman um það. Nú þegar Framsókn er búin að segja að hún vilji tala við hina og Jón Baldvin er búinn að segja að framsóknarmenn hafi ekkert sagt sem þeir hafa ekki sagt áður og sjálfstæðismennirnir hafa ekki talað af sér með því að segja ekki neitt, þá liggur það fyrir að gengis- felling er ekki inni í dæminu nema að til hennar komi. Allir eru nefni- lega sammála um að gengisfelling- in leysi engan vanda, nemá til að leysa vandann og þá skapist nýr vandi sem ekki veröur leystur nema hann sé leystur. Stjómarflokkamir eru allir hjartanlega sammála um allt þetta og það eina.sem eftir er að gera er að koma sér saman um lausnir til að leysa vandann sem skapar nýjan vanda og leysa þá þann vanda aftur með nýjum lausnum. Framsóknarmenn bentu á þetta á flokksráðsfundinum á laugardag- inn og strax á sunnudegi bentu kratanir á að Framsóknarflokkur- inn hefði bent á þetta laugardegi. Sjálfstæðismenn héldu ekki fund um helgina til að vita hvað hinir mundu segja og eru alls ekki hissa á að bent skuli hafa verið á allt þetta því þeir hefðu sagt það sama ef þeir hefðu haldið fund. Sem þeir gerðu ekki því þá tala þeir ekki af sér á meðan. Ríkisstjómin hefur aldrei verið styrkari en einmitt nú eftir þessa helgi. Efnahagsvandinn hefur áldr- ei verið jafnljós og eftir þessa helgi. Lausnirnar era hafa aldrei legið eins ljóst fyrir og eftir þessa helgi. Það eina sem eftir er að gera er að tala sameiginlega um vandann og lausnirnar og þaö sem sagt hefur verið um það sem sagt hefur verið áður. Hvað er stjórnarandstaðan svo að bera fram vantraust á slíka ríkisstjórn sem veit nákvæmlega hvað hver segir og er löngu búinn að segja það? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.