Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
Viðskipti
SíFellt færri Reykvíkingar
fara út að skemmta sér
Þúsund manns
Reykvíkinga
j sem fer á danshús
llllll
1982 1983 1984 1985 1986 1987 I
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 19 20 Ib.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 19 23 Ab.Sb
6mán. uppsögn 20 25 Ab
12mán.uppsögn 21 28 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb
Sértékkareikningar 9 23 Ab
Innlan verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsógrv - 3,5-4 Ab.Úb. Lb.Vb, Bb.Sp
Innlán með sérkjörum 19 28 Lb.Sb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 5,75 7 Vb.Sb
Sterlingspund 7,75 3.25 Úb
Vestur-þýsk mork 2 3 Ab
Danskarkrónur 7,75-9 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv) 29.5-32 Sp
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31-35 Sp
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 32.5 36 Sp
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 30,5 34 Bb
SDR 7.75-8,25 Lb.Bb, Sb
Bandarikjadalir 8.75 9.5 Lb.Bb. Sb.Sp
Sterlingspund 11 11,5 Úb.Bb, Sb.Sp
Vestur-þýsk mörk Húsnæðislán 5-5.75 Úb
3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir- 45,6 3,8 á mán. :
MEÐALVEXTIR
óverðtr. april. 88 35,6
Verðtr. april. 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala april 1989stig
Byggingavisitalaapríl 348 stig
Byggingavísitalaapril 108,7 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% 1 . april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avöxtunarbréf 1,5063
Einingabréf 1 2.763
finingabréf 2 1.603
Einingabréf3 1.765
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1.0295
Kjarabréf 2,767
Lífeyrisbréf 1.389
Markbréf 1,440
Sjóðsbréf 1 1,339
Sjóðsbréf 2 1,221
Tekjubréf 1,367
Rekstrarbréf 1,08364
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 128kr.
Eimskip 215 kr. ’
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 144 kr.
Iðnaðarbankinn 148 kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn. 105 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100kr.
Þetta línurit sýnir fjölda þeirra Reyk-
víkinga sem borgað hafa skemmt-
anaskatt á danshúsunum á
undanförnum árum. Sú staðreynd
blasir við að Reykvikingar fara
minna út aö skemmta sér, eða
kannski öllu heldur þeir skemmta
sér öðruvísi.
Sífellt færri Reykvíkingar fara nú
út að skemmta sér. Þetta er sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
tollstjórans í Reykjavík um greiddan
skemmtanaskatt. Á síðasta ári borg-
uðu rúmlega 759 þúsund Reykvíking-
ar skemmtanaskatt þegar þeir fóru á
danshús en árið 1983 var samsvar-
andi tala tæplega 1.100 þúsund
manns. Þetta þýðir að um 350 þúsund
færri Reykvíkingar sóttu skemmti-
staðina á síðasta ári en fyrir fjórum
árum
Þetta er afar mikil fækkun. Það
sem meira er, hún veröur á sama
tíma og danshúsum í Reykjavík er
að íjölga og samkeppnin að harðna.
í lok síðasta árs var stærsti og dýr-
asti skemmtistaður á íslandi, Hótel
ísland, opnaður.
í þessum tölum um fjölda Reykvík-
inga sem fara út að skemmta sér er
einungis miðað við þá sem borga
skemmtanaskatt. Mjög hefur færst í
vöxt á síðustu árum að fólk fari út
að borða á veitingahúsum borgar-
innar. Þar er ekki borgaður skemmt-
anaskattur. Ekki heldur á árshátíð-
um og öðrum lokuðum hátíðum.
Þeim fer fækkandi sem fara út á lífið og fá sér snúning á danshúsum.
En niðurstaðan er augljós. Reyk- vandaðri skemmtanir en áður og
víkingar fara sífellt minna á dans- danshúsum fjölgar.
húsin. Á sama tíma er boðið upp á -JGH
Flugfólk Flugleiða er ekki eins
dijúgt og flugfólk keppinautanna
Óvenju mikill kostnaður félagsins vegna flugáhafna er höfuðverkur flug-
rekstrarsviðs.
Flugáhafnir Flugleiða gefa minna
af sér en flugáhafnir keppinauta
Flugleiða í Bandaríkjunum. Nýting
þeirra er verri. Þetta kemur fram í
Boston-skýrslunni -svonefndu sam-
kvæmt heimildum DV.
' Enn hefur skýrslan ekki verið gerð
opinber og er stjóm Flugleiða með
hana til umfjöllunar ennþá. Sam-
kvæmt heimildum DV kemur fram í
skýrslunni að kostnaður Flugleiða
vegna áhafna er óvenjulega hár mið-
að við nýtingu. Með öðrum orðum,
framleiðni áhafna Flugleiða þyrfti að
vera meiri.
„Það vahdamál sem blasir við, er
að félagið þarf margar áhafnir í ann-
ríkinu á sumrin, en færri á haustin
og veturna, þegar dregur úr umsvif-
unum. Þar sem mjög dýrt er að þjálfa
nýjar áhafnir er tilhneiging til að
segja eins fáum upp á veturna og
mögulegt er. En þetta þýðir aftur að
nýting hverrar áhafnar mæld á
klukkustund er ekki jafngóð og hjá
keppinautunum í Bandaríkjunum,
þar sem minni munur er á starfsem-
inni á veturna og sumrin," segir
heimildamaður DV.
DV hefur ekki tekist aö fá kostnað-
artölur vegna áhafna Flugleiða og
Leifur Magnússon var á dögunum
gerður að framkvæmdastjóra flug-
rekstrarsviðs Flugleiða en hann
gegndi þvi starfi um árabil.
annarra flugfélaga uppgefnar og
bera þær saman.
Þess má geta að Leifur Magnússon
var á dögunum gerður að fram-
kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs
Flugleiða aftur en þvi starfi gegndi
hann um árabil. Að undanfórnu hef-
ur hann gegnt starfi framkvæmda-
stjóra þróunarsviðs.
Kostnaður vegna flugáhafna fé-
lagsins heyrir undir flugrekstrarsviö
og þar með Leif Magnússon núna.
-JGH
Yfirverslunarstjóri SS sem var rekinn:
Ég gerði aðeins það
sem fyrir mig var lagt
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum. útgefnum af þriðja
aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaöar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
Jóhannes Jónsson, yfirverslunar-
stjóri Sláturfélags Suðurlands og
starfsmaöur fyrirtækisins í 25 ár, var
rekinn í síðustu viku frá fyrirtækinu.
Áður var honum gefinn kostur á að
segja upp en hann neitaði.
„Ég hafði enga ástæðu til að segja
upp. Ég gerði aðeins það í starfi mínu
sem fyrir mig var lagt af stjórnend-
um fyrirtækisins,“ segir Jóhannes.
Jóhannes hefur verið yfirverslun-
arstjóri SS síðastliðin fjögur ár. En
sextán árin þar á undan var hann
almennur verslunarstjóri. Hann
byrjaði í Hafnarstrætinu og síðan var
hann í Austurveri.
„Að sjálfsögðu kom það mér á óvart
að vera látinn fara, en miöað við að
stjórn fyrirtækisins hefur skipt um
stefnu og hyggst leggja niður smá-
söluverslunina og skera fyrirtækið
niður við trog, liggur kannski beint
við að mér sé sagt upp ásamt öllum
þeim starfsmönnum sem vinna í
matvörubúðum fyrirtækisins," segir
Jóhannes.
- EnhafaSS-búðirnargengiðjafnilla
og af er látið?
„Þær hafa átt í vök að veijast að
undanförnu eins og reyndar allar
matvörubúðir í landinu."
-JGH
Neðsta hæð-
in í fjölbýlis-
húsinu í
Mjóddinni
í frétt um athyglisveröan fjölda
fýrirtækja í Mjóddinfti hér á Við- -
skiptasíðu DV í gær gleymdust
fyrirtæki sem eru á neðstu hæð
í eina fjölbýlishúsinu í Mjódd-
inni, blokkinni á bak við Broad-
way. Þar eru sólbaðsstofa,
hárgreiðslustofa, tannlæknir og
ráðgjafarstofa. -JGH