Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. 13 Milljónasvmdl í norskum banka Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Nýlega hófust óvenjuleg málaferli í máli bankastarfsmanns í einum stærsta banka Noregs, Den norske Kreditbank. Maöurinn er ákæröur fyrir milljónas,vindl og fyrir aö hafa notfært sér stööu sína við bankann til þess aö græöa fé á ólöglegan hátt. Tildrög málsins voru léleg útkoma og mikið tap innan flestra deilda bankans síðastböið ár. Reyndar gekk rekstur annarra norskra banka af- leitlega á síðasta ári. En syndaselurinn í Den norske Kreditbank fannst fljótlega. Philippe Hecker hét maöurinn, ráðinn erlend- is frá til þess að stjórna rekstri gjaldeyrisdeildar bankans. Hecker hafði mikil umsvif í bankanum, góð laun og persónulega reikninga í ýms- um löndum og var mikið um milli- færslur á gjaldeyri milli ýmissa reikninga. í sama skyni opnaði Heck- er reikning í nafni móður sinnar og notaði hann fyrir gjaldeyriskúnstir og verðbréfabrask. Gjaldeyrisumsvif sem þessi eru stunduð í öllum bönkum en ef til vill ekki í sama mæb og Hecker stundaði þau. Lög um bankarekstur banna að fólk noti annarra manna reikninga og einnig að bankastarfsmenn spbi á bankans fé í eigin hagsmunaskyni. En réttarhöldin yfir Hecker eru ekki sérlegt ánægjuefni fyrir norska bankakerfið og síst Den norske Kred- itbank. Hecker er trúlega ekki sá eini sem hefur stundað vafasöm viðskipti með sparifé landsmanna að veði. Sjálfur nafngreindi hann í réttinum hóp manna sem höföu notað sömu aðferðir og hann tb að græða, bæði fyrir bankann og fyrir sjálfa sig. „Meðan abt gekk vel og peningarn- ir streymdu inn voru bankamenn hvattir tb þess að stunda verðbréfa- brask og tb ólöglegra dáða en um leið og þeir byrjuðu að tapa var spil- ið stöðvað og ég útnefndur sem syndaselur," sagði Hecker. Réttarhöldin eiga að standa yfir í fjórtán daga og búist er við því að þau verði heldur neikvæð auglýsing fyrir norska banka. Philippe Hecker, til hægri, ásamt verjanda sínum. Nýr mælikvarði á kjamorkuslys Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Franski iðnaðarmálaráðher- rann, Alain Madelin, hefur Ul- kynnt að hér eftir verði notaður nýr mæbkvarði í Frakklandi, frá 1 upp í 6, tb að segja tíl um hættuna af slysum í kjamorkuverum. Þetta er gert fyrst og fremst til þess að fjölmiölar og almenningur fái ern- faldaðri og skiljanlegri upplýsingar um slys af þessu tagi. Mæbkvarðinn var unninn í sam- vinnu sérfVæðinga i öryggismálum kjamorkuvera og fubtrúa frétta- manna. Hann minnir örbtið á Richterskvarðann, sem notaður er þegar jarðskjálftar eru mældir, en gegnir ekki jafnviðamiklu hlut- verki. Hinum 6 stigum er skipt í tvennt Fyrstu 3 stigin ná yfir þaö sem kaba má óhöpp í kjarnorkuverum þar sem smávægUeg atvik valda stöövun eða bbun án þess aö geisla- virkni sé alvarleg eða almenningi hætta búin. Óhöpp af þessu tagi voru 37 í Frakklandi áriö 1987. Síð- ari 3 stigin er slys, misalvarleg. Slysið í Bandaríkjunum fyrir nokkram árum á Three Mile Island mundi flokkast undir 5 og Tsjemo- bylslysið undir 6. Flestum þykir þetta kerfi gott en reiknað er með átján mánaða reynslutíma svo hægt sé að kanna gildi þess í raunveralegum óhöpp- um og slysum. Ýmsb- erlendir aðbar fylgjast með af athygh, tb dæmis Svíar og Spánverjar. Þessi mæbkvarði á einungis við um kjarnorkuver en eftir er að vita hvort franski herinn er tilbúinn aö nota sbkan kvarða á þau óhöpp og slys sem kunna að verða í kjam- orkutólum hans. Minni og breytt sala á bókahátíð Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Hinni árlegu bókahátíð í París, Le Salon du Livre, er nú lokið eftir viku- langa ritveislu þar sem útgefendur breiddu úr sér yfir 28 þúsund fer- metra svæði. Veislan tókst þó ekki eins vel og vonast hafði verið til því salan varð 20 prósent minni en í fyrra. Og þótt hinir tvö hundruð þús- und gestir væra nokkram þúsund- um fleiri en 1987 náðu þeir ekki kvartmibjón markinu sem aðstand- endur hátíðarinnar höfðu sett sér. Vasabrotsbækur, orða- 'óg al- fræðibækur, myndasögur og hand- bækur ýmiss konar seldust betur en nokkru sinni fyrr en skáldsagan og bókmenntir af fínna taginu höfðuðu minna til lesenda. Sumir útgefendur gengu svo langt að segja endurskipu- lagningu á hátíðinni nauðsynlega. Líklegasta ástæöan fyrir minni og breyttri sölu er sú að bókahátíðin var flutt í ár frá Champs Elysées í mið- bænum tb staöar lengra í burtu og viö það breyttist sá hópur sem sækir hátíðina. Skipuleggjendur tala um aö ‘aftur þurfi að ná inn þéim gestúm sem áður voru fastir viðskiptavinir en létu sig vanta þetta áriö. Þótt erf- itt sé að fullyrða nokkuð mætti einnig hugsa sér að smekkur lesenda sé einfaldlega að breytast. Eitt af því jákvæða við hátíðina var þáttaka breskra útgefenda sem voru hér í fyrsta sinn og það fjölmargir. Þeir voru mjög ánægðir og munu snúa aftur að ári. Þýskir útgefendur ætla sér sömuleiðis nokkurt pláss næsta ár. Útlönd Ótrúlegar fjárhæðir í bráðabirgðalausnir Bjorg Eva Erlendsd6ttir, DV, Odó: 1 þessari viku verður opnuð ný flugyallarbygging á Fornebuflug- vebi i Osló. Byggingin, sera kostar 142 mbljónir norskra króna, er að- eins ætiuð til bráðabirgða því að áætlað er aö flytja flugvöllinn inn- an fárra ára. Stríðiö um staðsetningu nýs aðal- flugvallar hefur staðiö i 30 ár og er enn ekki tb lykta leitt. Þaö sem mun verða tb þess að knýja fram ákvörðun um nýjan flugvöb alveg á næstunni era mengunarvanda- mál í Osló samfara því að flugvöh- urinn á Fomebu er allt of lítih. Á meðan beðið er eftir þessu er neyð- arúrræðið að byggja stórar, dýrar byggingar á Fomebu sem munu standa tómar eftir fá ár. Af nýjum fjárfestingum á Fomebu hafa 80 mibjónir farið í úrbætur á sjálfum velbnum og 140 milljónir í stærsta bbskúrinn á öb- um Norðurlöndum. Flugvallarmál- iö er eitt versta og langdregnasta mál í norskura stjómmálum sem enginn þorir að taka ákvörðun um. Sterkir hagsmunahópar berjast fyrir aö fá flugvölbnn á sitt svæði og hver sem möurstaðan verður munu mótmæbn verða hörð og þeir flokkar sem þurfa að skera úr um mábð eignast marga andstæð- inga. Meðan mábnu er velt eins og snjóbolta í norska þinginu fara ótrúlegar fjárhæðb nánast tb spib- is í bráðabirgðalausnir. Bara á síöustu árum hafa 360 núhjónir norskra króna farið í úrbætur á Fomebuflugvellinum sem samt er þekktur fjTÍr að vera sá lélegasti á Norðurlöndum, bæði hvað varðar vöbinn sjálfan og flugstöðvarbygg- ingarnar. Opinber rannsókn á flugvélum Continental Anna Bjamason, DV, Denver Flugmálastjóm Bandaríkjanna hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á öryggisbúnaði allra flugvéla Cont- inental flugfélagsins bandaríska en félagið á 350 farþegavélar. Ákvörð- unin um þessa rannsókn kemur í kjöbar rannsóknar sem nýlega var fyrirskipuð á 265 flugvélum Eastern Airbnes. Frá því að hún hófst hafa verið gerðar athugasemdir við öryggis- búnaö 19 flugvéla félagsins og þær fá ekki ferðaleyfi fyrr en úr hefur verið bætt. Það er Texas Air sem á bæði East- ern og Continental. Texas Air hefur átt í gífurlegum fjárhagsörðugleik- um á síðasta ári og þeirra vegna hafa flugfélögin hundsað ýmsar athuga- semdir sem flugmálastjórnin hefur gert við öryggisbúnað flugvélanna og látið undir höfuð leggjast að sinna nauðsynlegu viöhaldi og alls ekki breytt búnaði vélanna í samræmi við framfarir í öryggismálum. Þess vegna dæmdi flugmálastjórnin East- ern Airbnes í fyrra til að greiða níu og hálfrar milljónar dollara sekt og á dögunum var kveðinn upp annar sektardómur yfir félaginu. Er því gert að greiða rúmlega átta hundruð þúsund dollara jafnframt því sem opinber rannsókn á að fara fram á öryggisbúnaði flugvélanna. Dómsmálaráöherrann og flug- málastjórnin hafa ákveðið að rann- sóknin skub einnig ná tb allra flugvéla Continental. Var það gert af því að Continental hefur hundsað þrjátíu og tvær athugasemdir sem flugmálastjórnin gerði við öryggis- búnað flugvéla þess á síðastbðnum átján mánuðum. Rannsóknin á flugvélum Eastérn Airbnes og stöðvun nítján flugvéla þess, þar til viðgerð er lokið, hefur valdið miklum töfum hjá félaginu, einkum á styttri flugleiðum. Hefur orðið að feba niður einstaka ferðir. Búist er við svipuðum töfum hjá Continental. Þessar aðgerðir yfirvalda gegn flugfélögunum hafa að vonum vakið gífurlega athygb. Almenningur er sammála yfirvöldum um að flugfélög geti ekki reynt að bæta fjárhag sinn með því að draga úr eða sinna ekki nauðsynlegu öryggi. Fréttamenn segja að aldrei hafi þó verið jafn hættulítið að ferðast með Eastem Airbnes og Continental og einmitt nú eftir að opinbera rannsókmn hófst. Almenmngur virðist alveg á sömu skoðun. Sjónvarpsgláp minnkar í Bandaríkjunum Anna Bjamason, DV, Denver: Opinberri þrjátíu vikna könnun á sjónvarpsglápi Bandaríkjamanna í vetur er nú lokið. Niðurstaðan var mikið áfall fyrir allar sjónvarps- stöðvar, og þá ekki síst hinar þrjár stóru, því í ljós kom að meira hefur dregið úr sjónvarpsglápi nú en nokkru sinni fyrr milh ára. Þar sem auglýsendur byggja mjög á niöurstöðum könnunarinnar blasir við mikiö tekjutap hjá stóra stöðvun- um ásamt ábtshnekki og litlum möguleikufn tíl úrbóta í náinni fram- tíð. Könnunin nú sýndi að sjónvarps- glápið hefur minnkaö um 9 prósent þegar á hebdina er btið. Mest er horft á NBC-stöðina. Hún náði athygh 16,1 prósents þjóðarinnar á besta sjón- varpstímanum en samdrátturinn hjá henni frá því í fyrra nam hvorki meira né minna en 10 prósentum. ABC-stöðin lenti í ööra sæti með 13,7 prósent hlustun eða 3 prósentum minna en í fyrra. Lestina meðal stóru stöðvanna rak CBS-stöðin með 13,5 prfesént hlustun: Það var atéarlegt áfall því hún var „vinsælust“ í fyrra með 15 prósent meiri hlustun en raun varð á nú. Ýmsir véfengja niðurstöður þess- arar opinberu könnunar nú og benda á að gerólíkri aðferð hafi verið beitt við „talmngu" áhorfenda nú og nýtt fyrirtæki hafi annast könnunina og gefið sér abt aörar forsendur en það fyrirtæki sem áður hefur annast þessa könnun. En hvað sem því bður þá er það staðreynd að sjónvarpsgláp hefur minnkað nokkuð jafnt og þétt frá því á fyrstu árum þessa áratugar er myndbandabyltingin hófst. Könnunin nú leiddi einmg í ljós ýmsar staðreyndir sem erfitt verður að skýra. í ljós kom tb dæmis aö. aðeins ein af 47 þátta seríum, sem hófu göngu sína í vetur, komst á bsta „10 bestu“ frá upphafi. Það var ný þáttasería Bbl Cosby. Eldri þáttaser- ía Cosbys, sem verið hefur í efsta sæti vinsældabsta sjónvarpsefnis, hefur nú 20 prósent minni hlustun en áöur en heldur þó enn efsta sæt- inu á vinsældalistanum. • ti Sifc t'ISSh&i«felitli2‘.eillfcfeíí t fctíiblilifcfcltfci; t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.