Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
15
„Unnið hefur verið að stækkun simstöðva og samtengingu á greinar-
stöðvum, sem eru 20 á öllu landinu“, segir i greininni.
Ibúar landsbyggðarinnar og not-
endur langlínu eru skattlagðir í
gegnum gjaldskrá Pósts og síma.
Hver mínúta í langlínusamtali
kostar nú rúmlega 8 sinnum meira
en í innanbæjarsamtali, miðað við
meðalsamtal. Eftir tæknibreyting-
ar undanfarinna ára er hins vegar
kostnaður við langlínusamtöl orð-
inn að mestu óháður vegalengd, ef
talaö er út fyrir viðkomandi gjald-
svæði. Raunkostnaður við upp-
byggingu langlínukerflsins er
þannig ekki meira en tvöfaldur
miðað við innanbæjarkerfi.
Tillögur
Alþýðubandalagsins
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga
þingmanna Alþýðubandalagsins
um sama gjald fyrir símaþjónustu
á öllu landinu. Tillagan gerir ráð
fyrir eftirfarandi:
a. Að gjaldskrá símans verði jöfn-
uð í áfongum og landið allt verði
eitt gjaldsvæði innan þriggja
ára.
b. Kostnaður vegna símtala við
stjórnsýslustofnanir verði hinn
sami um land allt í lok þessa árs.
c. Gjaldskrárbreytingar þessar
verði ekki íþyngjandi fyrir elh-
og örorkulífeyrisþega.
Við bendum á að tæknilegir mögu-
leikar eru á því að landið allt geti
orðið eitt gjaldsvæði þar sem sama
gjald væri reiknað fyrir notkun,
óháð vegalengdum. Þannig er unnt
að jafna að fullu símakostnað með-
al landsmanna, óháð búsetu, og því
er þetta aðeins spurning um póh-
tískan vilja og stefnumörkun af
hálfu þingsins.
Örtækniþróun
Hröð þróun hefur verið í síma-
Kjallaiiim
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaöur fyrir Alþýðubandalagið
og fjarskiptatækni undanfarin ár.
Póst- og símamálastofnunin hefur
fylgst vel með á þessu sviði og mikl-
ar hagsbætur náöst fram fyrir
notendur með sjálfvirku sambandi.'
Búið er aö koma- sveitabæjum í
sjálfvirkt samband, en stefna um
það var mörkuð þegar Ragnar Arn-
alds gegndi starfi samgönguráð-
herra.
Unnið hefur verið að stækkun
símstöðva og samtengingu á grein-
arstöðvum, sem eru 20 á öllu
landinu auk svæðisstöðvar í Vest-
mannaeyjum. Stefnt hefur verið að
því að jafna gjöld innan hvers
svæðisnúmers, en mikill munur ér
á gjöldum fyrir innansvæðis- og
langlínusamtöl.
Mikill hluti langlínusamtala fer
nú fram þráðlaust um örbylgju-
sambönd. Fjárfesting vegna sím-
tala milli landshluta er þannig í
engu hlutfahi við vegalengdir, þótt
takmörk séu fyrir því hve langt
má vera á milli örbylgjustöðva.
Yfir áttfaldur munur
Þetta veldur því að íbúar lands-
byggðarinnar búa almennt við mun
hærri símakostnað en fólk á höfuð-
borgarsvæðinu. Samkvæmt mæling-
um Póst- og símamálastofnunarinnar
árið 1985 á símaumferð virtust 75%
skrefa á landsbyggðinni vera vegna
langhnunotkunar en aöeins 40% á
ReyKjavíkursvæðinu. Miðað við
meðalsamtalslengd, 3-3,5 mín. á
langhnu, lætur nærri að hver mínúta
í langhnusamtah kosti nú rúmlega 8
sinnum meira en í innanbæjarsam-
tah. Þessi munur hefur minnkað
htihega undanfarin ár, en mestu lag-
færingarnar tengjast þvi að gjald-
svæði hafa veriö stækkuð.
Raunhæft markmið
Það er fyllhega raunhæft mark-
mið að gera landið allt að einu
gjaldsvæði innan þriggja ára. Móta
þarf áætlun um uppbyggingu síma-
kerfisins og símaþjónustu á þessu
tímabili, en flest af því þarf að ger-
ast hvort eð er. Póst- og símamála-
stjóri hefur áætlað að til þess að
tekjur Pósts og síma minnki ekki
vegna þessara breytinga miðaö við
óbreytta notkunarhætti þyrfti gjald
fyrir þriggja mínútna staðarsamtal
að tvöfaldast.
Vert er að vekja athygli á, að
símanotendur á höfuðborgarsvæð-
inu í heild greiddu hærri upphæð
fyrir notkun á langlínukerfi en fyr-
ir staðarsímtölin á síðasta ári,
þannig að lækkun langlínutaxt-
anna kemur einnig notendum á
þessu svæði til góða.
Jöfnun á starfsaðstöðu
Sú jöfnun símakostnaðar, sem til-
laga okkar alþýðubandalagsmanna
gerir ráð fyrir, gagnast ekki aðeins
einstaklingum heldur einnig at-
vinnurekstri og er því liður í jöfnun
á starfsaðstöðu fyrirtækja um allt
land. Þetta gildir einnig um tölvu-
þjónustu og upplýsingamiðlun sem
óðum færist í vöxt um símakerfi
landsins og skiptir miklu að í þeim
greinum verði mönnum ekki mis-
munað eftir búsetu.
Eitt af mörgum
réttlætismálum
Jöfnun símakostnaðar er eitt af
mörgum réttlætismálum sem Al-
þýðubandalagið hefur flutt thlögur
um á yfirstandandi þingi. Þetta mál
snertir sérstaklega hagsmuni fólks
á landsbyggðinni.
Stöðugt veröur brýnna að stjórn-
völd grípi th róttækra aðgeröa til
að jafna aðstöðu manna, óháö bú-
setu, og því veröur án efa fylgst
með viðbrögðum þingmanna við
þessari tillögu.
Hjörleifur Guttormsson
„Eftir tæknibreytingar undanfarinna
ára er hins vegar kostnaður við lang-
línusamtöl orðinn að mestu óháður
vegalengd, ef talað er út fyrir viðkom-
andi gjaldsvæði.“
Efnahagsmál - Uppsafhaður vandi
Á þessum vetri hafa umræður
um efnahagsmál verið óvenjulega
almennar og fjölbreyttar. Kemur
þar tvennt til, uppsafnaður vandi
liðinna ára og aðgerðir stjórnvalda
til breyttrar skattheimtu. Efna-
hagsmál okkar hafa að sjálfsögðu
sínar björtu hliðar, svo sem háar
þjóðartekjur á mann og atvinnu
fyrir alla sem vilja og geta unnið.
En skuggahliðarnar leyna sér ekki.
Landið er láglaunasvæði, eitt hið
ahra aumasta í Vestur-Evrópu ef
miöað er við ófaglært verkfólk. En
forstjóramir okkar standa mun
betur samkeppnina í launum, þó
einkum í hlunnindum.
Ekki verður vandi láglaunafólks
leystur við samningaborðið nema
aö hluta, stjórnkerfið verður að sjá
um það sem á vantar, þótt ekki sé
það með lögbindingu lágmarks-
launa. Vænlegra tel ég th þess
trygginga- og skattakerfiö.
Margar ástæður
Háar þjóðartekjur og lág laun
benda ótvírætt til mikillar auðsöfn-
unar í þjóðfélaginu, og vissulega
er hún það - en nýtist afar iha,
bæði þeim sem teljast eigendur
auðsins svo og þjóðinni. Ástæður
eru margar og samverkandi.
Áhrifamest er ofljárfesting í flest-
um greinum atvinnurekstrar,
verslunar og þjónustu. Það er al-
gengt að nýtingarhlutfallið sé
aðeins 30-70% af því sem fjárfest
er. Stjórnlaust fjáfestingaræði hef-
ur farið um þjóöina í einn og hálfan
áratug. Nöturlegast var það í land-
búnaði því hann var þá þegar
kominn að þenslumörkum. Fiski-
skipastóllinn hefur nú í nokkur ár
haft allt að tvöfalda stærð, miðað
við leyfilegt aflamagn. Aðhaldsað-
gerðir hafa brugðist vegna aílak-
vóta sem er bundinn við skipin, hve
gömul sem þau eru. Ekki hefur iðn-
aðurinn haft arðvænlegri undir-
stöðu. Fyrirtæki sem framleiða
áttu eingöngu fyrir innlendan
markað voru oft byggð upp með 4-5
KjaUarinn
Björgvin Brynjólfsson
fyrrv. sparisjóðsstjóri, Skagaströnd
Frelsi án stjórnunar
Þá hafa bankar, sparisjóðir og
verðbréfastofnanir háð harða
keppni um sparifé landsmanna.
Ekkert hefur verið sparað í auglýs-
ingastríðinu. Nýir reikningar með
traustvekjandi nöfnum koma fram
meö stuttu millibili. Menn geta um
það deilt hvort sparifjáreigendur
eða lántakendur greiði auglýsinga-
kostnaðinn, sem er umfram eðli-
lega kynningu. En vaxtamunur á
innláns- og útlánsvöxtum er meö
því mesta sem þekkist í okkar
heimshluta. Hér eru líka færri íbú-
ar á hveija bankaafgreiðslu en
annars staðar þekkist.
Bylgjur af nýjum þjónustufyrir-
tækjum hafa að undanfórnu gengið
yfir suðvesturhorn landsins, líkt
og útsynningsél á útmánuðum. í
„En skuggahliðarnar leyna sér ekki.
Landið er láglaunasvæði, eitt hið allra
aumasta í Vestur-Evrópu ef miðað er
við ófaglært verkafólk.“
sinnum meiri framleiðslugetu en
markaður var fyrir. Þá létu fram-
kvæmdamenn verslunarinnar ekki
sinn hlut eftir liggja. Nú skildi hin
fijálsa samkeppni fá að njóta
sín.
Verslanir þær sem fyrir voru í
„Faxaborginni" (höfuöborgar-
svæðinu) fullnægðu viðskiptaþörf-
inni þar, áður en stórmarkaðirnir
voru byggðir. Nú geta allir íslend-
ingar verslað á 100 ferkílómetra
svæði umhverfis Hlemmtorgið.
Á landsbyggðinni þrengir svo aö
versluninni að einokunarverslun
er orðin algeng á fámennari stöð-
um. í gamalgrónum kaupfélögum
á Norðurlandi og Suðurlandi er
rætt um sameiningu til að verjast
aðsteðjandi rekstrarvanda.
fjárfestingaræðinu hafa mörg góð
og þörf fyrirtæki komist í gjald-
þrot, þar sem of margir eru studdir
til að fást við sama rekstur. Frels-
ið, framtakið og framfarir, án
takmarkana, snýst upp í andhverfu
sína og óstjórn sem oft er erfitt að
bæta. Frelsi án stjórnunar er ekk-
ert frelsi til framtíðar.
Ef vextir eru mjög lágir, svo sem
margt ungt fólk og athafnamenn
óska sér, verður sparnaðurinn lítill
sem enginn. Við fengum að kynn-
ast því á 8. áratugnum. Raunvextir
urðu neikvæðir og sparnaðurinn
svaraði ekki fyrirhöfn, hvarf í
veröbólguhítina en erlendar skuld-
ir okkar hrönnuðust upp því fjár-
fest var af fullum krafti. Svo þegar
verðbótakerfið var að fullu fengið
fóru hinir hefðbundnu atvinnuveg-
ir að hætta að skila hagnaði og
húsbyggjendur margir að verða
gjaldþrota ásamt gælufyrirtækjum
stjórnvalda. Sveiflan í vaxtabúskap
okkar var svo mikil að óþekkt mun
vera annars staðar í Evrópu. For-
dæmi helst að finna í Rómönsku
Ameríku. Hjá þjóöum sem nota
vexti sem hagstjórnartæki er
hreyfing þeirra ekki með þeim
öfgakennda hætti sem viö þekkjum
hér.
Það þarf minnst 5% raunvexti á
innlánum á ári th að fullur vilji til
sparnaðar fáist. Hins vegar bera
helstu atvinnuvegir okkar ekki í
meðalárferði nema 7-8% raunvexti
af útlánum á ári, ef miðað er við
eðlileg reikningsskil. Vaxtamunur-
inn er því lítið meiri en bankar og
sjóðir telja sig þurfa til eigin rekstr-
ar. En vert er að hafa í huga aö
greiðslugeta hárra vaxta fer ekki
eftir nytsemi fyrirtækja sem vext-
ina greiða og þörf þjóðarinnar fyrir
starfsemi þeirra, fremur má telja
hið gagnstæða.
Eyðslan verði skattlögð
Aukiö aöhald í fjárfestingu er
afar aðkallandi en vandasamt að
finna því form sem ekki skerðir um
of æskilega þi'óun í þjóðfélaginu.
Leyfi og bönn eru löngu þekkt í
viðskiptalífi og njóta lítilla vin-
sælda. Viðskiptahahinn við útlönd
kallar nú þegar á róttækar aögerð-
ir þar sem eyðsla væri myndarlega
skattlögð til að vinna bug á hallan-
um. Sköttun eyðslu og arðlítilla
fjárfestinga kalla ég jákvæða skatta
sem auka sparnað og ráðdehd og
bæta fjárhagsstöðu einstaklinga og
félaga. Þeir bjóða upp á frjálsa
neyslustjórnun sem gæti þegar frá
liði sparað mikið fé í heilbrigðis-
þjónustu, lengt starfsævi fólks og
aukið lífshamingju þess.
Þótt neikvæðir skattar, tekju-
skattar, dragi úr þjóðarframleiðslu
þá verða þeir ekki felldir niður fyrr
en grundvöllur jákvæðrar skatt-
heimtu hefur verið breikkaður til
muna og látinn ná fil okkar helstu
auðlindar, sjávarafla í landhelg-
inni.
Uppboð veiðileyfa
Flestir munu sammála um að
fiskistofnarnir í landhelginni séu
sameign okkar allra, þjóðarinnar,
en ekki séreign þeirra sem eignar-
hald hafa á fiskiskipum á hveijum
tíma. Þau verðmæti aflans sem
ekki teljast lágmarks útgerðar- og
vinnslukostnaður eru hin sameig-
inlega auðlind, þjóðareign. Hvernig
stærð hennar ákvarðast er auð-
veldást í framkvæmd og farsælast
að veiöileyfin séu boðin upp og seld
hæstbjóðanda. Þá geta þeir sem
hagkvæmastar reka veiðarnar og
vinnsluna boðið best í leyfin og
skilað mestu til sameiginlegra
þarfa þjóðarinnar. Söluverðmæti
veiðileyfanna verður ekki áætlað
með neinu öryggi. Til viðmiðunar
má þó geta þess aö hefði allur leyfi-
legur sjávarafli okkar verið seldur
á því verði sem gilti á aflakvóta
milli rétthafa á sl. hausti hefði það
verið um 3 mhljarðar. En augljóst
er að uppboðsverö er mikið hærra.
Uppboð veiðileyfa er mikið mál
sem þyrffi góðan tíma th undirbún-
ings ef vel ætti th að takast um
framkvæmd. Leyfisbréfin þurfa aö
vera sveigjanleg um tegundaval og
tíma. Þar kæmu fram lágmarks-
tryggingar um greiðsluskil á til-
teknum gjalddögum.
Hvernig þessum auknu tekjum
ríkissjóðs væri best varið verða
menn sjálfsagt seint sammála um.
Betra að fá tekjuaukann fyrst og
ráöstafa honum svo, sem sumum
þykir gamaldags sjónarmiö. Ég,
sem þetta rita, get hugsað mér sem
forgangsverkefni aö koma til liös
við þá tekjulægstu í þjóðfélaginu
með verulegri hækkun skattleysis-
marka og hækkun bóta frá al-
mannatryggingum og auknum
húsnæðisbótum.
Björgvin Brynjólfsson
,