Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 19
„ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
19
Sviðsljós
Filmað í Flóanum
Kristján Einarsson, DV, Selfossi:
Starfsfólk af Stöð 2 með Bryndísi
Schram í fararbroddi gerði víðreist
um Flóann. Ástæðan fyrir þessu
ferðalagi var að Bryndís hafði spum-
ir af skemmtidagskrá þeirri, sem
gengur nú í Hótel Selfossi „Manstu
vinur?“ og fékk þá hugmynd að gera
sjónvarpsþátt með atriði úr dag-
skránni sem grunn. Þátturinn var
helgaður sumardeginum fyrsta og
sýndur þann dag.
Mikil vinna fylgir slíkum þætti og
flokkur manna frá Stöð 2 og heima-
menn vora á þönum um allan Flóann
við mynda- og hljóðupptökur.
Bryndís var hka mynduð á Hellis-
heiði og systurnar og söngkonumar
Hjördís og Úlihildur Geirsdætur
voru myndaðar í fjósinu að Byggðar-
homi, þar sem þær tóku lagið, og
startað var sveitaballi í hlöðunni að
Efstalandi. Allt þetta tilstand vakti
mikla athygli hér fyrir austan og
fengu menn að sjá árangurinn á sum-
ardaginn fyrsta á Stöð 2.
Bryndis og tæknifólk vann hug og hjörtu allra, sem unnu með þeim að gerð sjónvarpsþáttarins.
DV-mynd Kristján
Endast betur en fyrinnyndin
Á tímum Þriðja ríkisins,
þegar Nasistaflokkurinn
með Hitler í fararbroddi var
við völd, var rekin gífurlega
mikil áróðursvél. Meðal
þess sem gert var til að auka
vinsældir flokksins var að
gera afsteypur af foringjan-
um, Adolf Hitler, sem seldar
voru landslýð fyrir lítið fé.
Þessar styttur voru furðu
vel gerðar og í mörgum útg-
áfum.
Talsvert er til af þessum
styttum enn og nýlega var-
hluti þeirra boðinn upp á
uppboði í Munchen i Vest-
ur-Þýskalandi. Búist er við
að á milli 8 og 12 þúsund
krónur fáist fyrir hverja
þeirra. Efnið, sem notað var
í styttumar, var einfalt og
ódýrt. Notað var sag og lím
og virðist það efni endast
betur en fyrirmyndin þvi
það sér ekki á þeim eftir
hátt í fimmtiu ár.
Nokkrar af þeim styttum sem boðnar verða upp á uppboði í Miinchen en þær voru
gerðar á valdatíma Nasistaflokksins. Símamynd Reuter
Sveit DV keppir hér við sveit Löggiltu endurskoðunarskrifstofunnar, Ármúla 40. Það er Jón L. Árnasön sem
teflir við Inga R. Jóhannsson, Ólafur Eyjólfsson sem teflir við Birkir Leósson, Sigurdór Sigurdórsson sem
teflir við Jón Hilmarson og fjærst sést i Axel Ammendrup úr sveit DV. DV-myndir GVA
Til sölu
VW transporter turbo
dísil árg. '85.
Nýsprautaður og
yfirfarinn.
Ath. Vinnsludyr á báðum
hliðum og að aftan.
BÍLASALAN BUK
Skeifunni 8 Sími 68-64-77.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni sláturhúsi að Gjögrum í Örlygshöfn, Rauðasandshreppi, fer
fram eftir kröfu Hákonar Árnasonar hrl., Haraldar Blöndal hrl., Benedikts
Ólafssonar hdl. og þrotabús Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, þingl. eign
þrotabús Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, á eigninni sjálfri föstudaginn
29. apríl 1988 kl. 13.00.
________________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Aðalstræti 62, Patreksfirði, þingl. eign þrotabús Vestur-
Barðstrendinga, fer fram eftir kröfu Haraldar Blöndal hrl., Hákonar Árnasonar
hrl., Benedikts Ólafssonar hdl. og þrotabús Kaupfélags Vestur-Barðstrend-
inga á eigninni sjálfri föstudaginn 29. april 1988 kl. 15.00.
___________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
F0RELDRAR
HAFNARFIRÐI
Áhugahópur um stofnun fbreldrasamtaka í Hafnar-
firði um rekstur dagvistarheimilis í samvinnu við
bæjaryfirvöld boðartil umræðu- og kynningarfundar
miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.30 í félagsheimilisálmu
íþróttahússins við Strandgötu.
Á fundinum verður m.a. kynntur rekstur dagvistar-
heimila í öðrum bæjarfélögum sem rekin eru af
foreldrasamtökum og rætt um nýjar leiðir í dagvistár-
málum. Jafnframt er stefnt að því að stofna formlega
foreldrasamtök á fundinum til að vinna að framgangi
þessa máls.
Allir áhugasamir foreldrar eru hvattir til að mæta á
fundinn á miðvikudagskvöld.
Áhugahópur foreldra
TILKYNNING FRÁ
VERZLUNARMANNAFÉLAGI
REYKJAVÍKUR
Þeir sem mega vinna í verkfalli VR í apríl 1988.
EINKAFYRIRTÆKI:
Þeir sem mega vinna eru: Eigandi, maki og börn sem
eru undir 16 ára aldri, þó má maki ekki vinna ef
hann hefur sannanlega ekki framfærslu af fyrirtæk-
inu, t.d. ef eiginkona rekur verslun en eiginmaðurinn
er í fullu starfi ánnars staðar eða vinnuveitandi.
STARFSMENN Á SKRIFSTOFUM:
Þeir sem mega vinna eru: Framkvæmdastjórar, starfs-
mannastjórar og skrifstofustjórar ef þeir eru ekki
félagsmenn í VR.
SAMEIGNARFÉLÖG:
i sameignarfélögum gilda sömu reglur og í einkafyfir-
tækjum en eigendur geta verið fleiri.
HLUTAFÉLÖG:
Hluthöfum er óheimilt að vinna í verkfalli, nema arð-
greiðslur til þeirra nemi hærri upphæð en launa-
greiðslur frá hlutafélaginu til þeirra.
VERSLUNLARSTJÓRAR:
Verslunarstjórum í stærstu verslunum er heimilt að
framkvæma eftirlit og/eða gæslu, að fenginni undan-
þágu hjá verkfallsstjórn.