Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRfL 1988. LífsstíU Golfáhuginn hefur stóraukist á síðustu árum Golf er að verða feikilega vinsæl íþrótt hér á landi. Það sem helst stendur íþróttinni fyrir þrifum um þessar mundir er skortur á golfvöll- um. Golfklúbbarnir á höfuðborgar- svæðinu eru nánast orðnir lokaðir klúbbar því þeir geta ekki annað fleiri félagsmönnum og á golfvellin- um í Grafarholti verða félagar að panta tíma á teig meö nokkrum fyrir- vara. Áhugamál heldri manna Ástandið hefur ekki alltaf verið svona. Fyrir nokkrum árum var golf- ið áhugamál efnaðra heldri manna og ekki eru nema svona fimmtán ár síðan unglingar fóru að stunda golf svo einhverju næmi. Nú er golíið al- menningsíþrótt hér á landi, fjöl- skylduíþrótt þar sem barnið og amman geta keppt saman á jafnrétt- isgrundvelli og fengið út úr því bæði skemmtun og hollustu. Nú er liðin rúm hálf öld frá því íslendingar fóru að stunda golf, en grunur leikur á því að útlendingar hafi verið að lemja kúlur hér eitthvað Þessir tveir létu ekki gaddinn og hvassviðrið á sig (á, heldur sveifluðu þeir kylfunum i grið og erg á golfvellinum við Korpúlfsstaði síðasta vetrardag. DV-mynd BG BLAÐ BURÐARFÓLK REYKJAVÍK Túngötu Öldugötu 1-40 Skipasund 1-29 Sæviðarsund Síðumúla Suðurlandsbraut 2-16 Gnoðarvog Austurbrún Norðurbrún Vesturbrún * * M AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 $ J í í J J GARÐABÆ Eskiholt Háholt Hrísholt fyrr þó engar heimildir séu til um það. En það voru tveir læknar, Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson, sem nú eru báðir látnir, sem fyrstir komu með hugmyndina að því aö setja hér upp golfvöll og leika golf árið 1934. Nú eru fjórir stórir, áfján holu golf- vellir á landinu og fjöldinn allur af sex, níu og tólf holu golfvöllum. En vellimir nægja engan veginn til að fullnægja eftirspurninni og nú kepp- ast menn, einkum þó á höfuðborgar- svæðinu, við að fmna landsvæði undir nýja golfvelli. Mennfádellu Það er engu líkara en allir þeir, sem stunda golf að einhveiju ráði, fái „dellu“. Þetta er kannski vegna þess að sá sem stundar golf finnur sífellt fyrir framforum eftir því sem hann æfir sig meira. Þetta er ekki krafta- íþrótt eða íþrótt unga fólksins, þetta er dægradvöl sem hentar öllum. Byrjandi getur keppt við vanan mann vegna forgjafarreglunnar og menn geta líka farið einir út á völl og séð hvort þeim hefur farið fram eða ekki með því einu að telja höggin sem þeir þurfa að nota. Erlendis er golf mjög vjnsælt sjón- varpsefni og keppt er um stórar fjárupphæðir á stærstu mótunum. Þekktustu kylfmgamir eru meðal ríkustu manna í sportheiminum. Um slíkt er ekki að ræða hér heima enn sem komið er. íslenskir kylfingar eiga líka á brattann að sækja hvað aðstöðuna varðar. Golfvellir hér heima em ekki opnir nema þrjá til fjóra mánuði á ári. Á veturna verða kylfmgamir að láta sér nægja að pússa kylfurnar eða fara í golfhermi eða slá í net innanhúss. Nokkrir fara utan í golfferðir en um golfiðkun hér heima er varla að ræða. Æfingavöllur við Korpúlfsstaði Golfklúbbur Reykjavíkur hefur aðeins bætt úr aðstöðuleysi reyk- vískra kylfinga með því að taka í notkun æfmgavöll við Korpúlfsstaði í Mosfellssveit. Þar er nú tólf holu völlur sem félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta nýtt sér á meðan völlurinn í Grafarholti er lokaður. Þar má gjaman sjá kylfinga vera að æfa sveifluskot, jafnvel um hávetur og í hávaðaroki og frosti. En á meðan snjórinn hylur ekki völlinn getur fátt stöðvað golfgeggjarana. Síðasta vetrardag voru þónokkrir golfáhugamenn að sveifla kylfunum við Korpúlfsstaði þó svo það væri hávaðarok og frost. Þeir létu það ekki á sig fá og sögðu að golffiðring- urinn væri kominn á svo alvarlegt stig að þeir gætu ekki haldið sig frá golfvöllunum, hvað svo sem veður- guðimir hefðu um það að segja. Enn frekari sönnun um golffiðringinn mátti sjá á velli Golfklúbbs Ness á sumardaginn fyrsta. Þá var haldið mót og mættu sextíu manns til leiks. Svo mikið-frost var í jörðu að ekki var hægt að gera holur í völlinn, þannig að menn urðu aö láta sér nægja að mála hvíta hringi við flögg- in og reyna að hitta í hringinn. En allir gerðu sig ánægða með gervihol- umar. Það var þeim nóg að komast út uridir bert loft og sveifla jámun- um. -ATA Dægradvöl SIMI 27022 • •• í golfi er til fyrirbrigði sem nefii- ist forgjöf. Forgjafarreglan gerir það mögulegt fyrir viðvaninga og keppnismenn aö keppa saman. Byijandi fær 36 í forgjöf og eftir því sem mönnum vex ásmegin minnk- ar forgjöfin. Vanur kylfingur er kannski með 10 í forgjöf. Það gerir að verkum að ef vanur maður og byijandi keppa saman þarf sá vani að vinna upp 26 högg,-sem er mun- urinn á fbrgjöf þeirra, áöur en þeir fara að keppa á jafriréttisgrund- velli. Þetta er ekki ólíkt því og ef heims- meistari í hundrað metra hlaupi væri að keppa við gildan skrifstofu- mann úr Reykjavík og sá reykvíski fengi að leggja að stað fimmtíu metrum framar en heimsmeistar- inn, svo dæmi sé tekið. Konur fá að keppa á heldur styttri braut en karlar, líkt og börn og unglingar. Allt er þetta gert til þess að allir geti keppt saman og golfið er þar með orðið að almennings- og fiölskyldufþrótt. -ATA íslendingar hafa lamið kúlumar í hálfa öld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.