Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. Lífsstm Er forfallinn golfdellukarl - segir Magnús Ólafsson fjölbrautaskólanemi „Ég held aö það leiki enginn vafi á því að ég sé forfallinn golfdellukarl,“ sagði Magnús Ólafsson er DV rakst á hann með kylfunareidda um öxl á æfingavelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpúlfsstaði síðasta vetrardag. „Ég er svo illa haldinn af dellunni að ég gekk um gólf heima, þegar snjór huldi allt í vetur, með kylfuna í hendinni og reyndi að sveiíla henni um án þess að brjóta innanstokks- muni. Þegar fer að líða að vori er fiðringurinn oröinn afar illkynja og ég nota hvert tækifæri sem gefst til ' þess að komast út á völl og lemja kúluna. Þessi æfingavöllur við Korp- úlfsstaði hefur bætt aðstöðuna mikið hjá okkur í Golfklúbbi Reykjavíkur því völlurinn í Grafarholti opnar yfirleitt ekki fyrr en upp úr miðjum maí.“ Vaktavinnumenn og nemar - Hvernig hefurðu tíma til þess að vera að leika golf á miðjum virkum degi? „Ég get þetta vegna þess að ég er í skóla. Ég stunda núna nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og get þess vegna skroppið af og til út á völl síödegis. Hingað koma reyndar helst nemar og vaktavinnumenn á virkum dögum. Þegar fer að líða að kvöldi fyllist svo allt hérna af dag- vinnumönnum." Magnús sagði að golfið væri tví- mælalaust sín eftirlætisíþrótt. Hann sagöist reyndar stunda ýmsar íþrótt- ir, meðal annárs handbolta, en golfið' • kæmi alltaf númer.eitt. Magnús var einn að æfa sig þegar DV hitti hann við Korpúlfsstaði. - Er ekki leiðinlegt að standa einn í nepjunni og sveifla kylfunni? „Nei, mér finnst ágætt að vera einn þegar ég er að ’æfa. Nú ætla ég til dæmis að æfa mig í ijóra til fimm tíma og það er bara sveiflan sem ég er að reyna að ná. Ef ég ætlaði mér að fara níu eða átján holur væri aö sjálfsögöu skemmtilegra að vera með einhvern félagsskap." Útivera, hreyfing og félagsskapur - En hvað er svona skemmtilegt við golfið? „Þetta er mjög gott sport. Það er svo margt sem kemur til. Útivera og hreyfing hafa mikið að segja og svo að sjálfsögðu félagsskapurinn. En það er ekki síst sú staðreynd að mað- ur er sífellt að taka framtorum. Hver kylfingur er fyrst og fremst að keppa við sjálfan sig, sjá éigin framfarir. Þetta gera allir golfleikarar hvort sem þeir eru byijendur eða atvinnu- menn.“ - Er þetta dýrt sport? „Nei, ég myndi ekki segja þaö. Það er fyrst og fremst stofnkostnaðurinn, kylfurnar. \ Það er hægt að kaupa ágætissett á- svona 20-30 þúsund krónur. Félagsgjald í GR er 12.500 krónur á ári, en þá geta menn líka no.taö golfvöllinn þegar þeir vilja. Þetta er því fyrst og fremst spurning um stofnkostnaö," sagði Magnús Ól- afsson sem gat ekki varist því lengur að fara að sveifla kylfunni. -ATA Kylfunni sveiflað i nepjunni og einbeitinguna vantar ekki. DV-mynd BG Magnús Ólafsson ætlaði að æfa sig í fjóra til fimm tíma síðasta vetrardag. Golffiðringurinn var að gera út af við Magnús og hann varð að fara út á völl þótt þar væri frost og stinningskaldi. DV-mynd BG Hvers vegna átján holur? Golf er aldagömul íþrótt en ekki ópu og vitað er um leik sem Hol- íþróttina hafi slegið gijóthnullunga ervitaðuppáhár hvenærfyrstvar lendingar stunduðu á vetuma á eöa bolta með stöfunum sínum og farið aö iðka hana. Golfiö hefur þó síkjunum. Þeir slógu stein eöa bolta reynt aö hitta í holu. Eftir hveija ætíð veriö eignaö Skotum og St. eftir ísnum og reyndu aö koma holu fengu þeir sér einn „snafs" Andrews golfvöllurinn í Skotlandi honum niöur í vök. Þennan leik úr flöskunum sínum. Þégar þeir er eins konar Mekka golfáhuga- kölluðu Hollendingar „koifen". voru búnir að hitta 1 átján holur manna. Einn hringur á golfvelli er átján var búið úr flöskunum og þá holur. En hvers vegna? Söguleg nenntuþeirekkiaðleikasérmeira. íþróttir svipaöar golfi voru lengi skýring á þvi er sú að skosku fjár- -ATA vel stundaðar annars staðar í Evr- hirðamir sem fýrstir stunduöu Holaí Það er óskadraumur allra kylfinga að komast holu í höggi. Fæstir ná þessu draumahöggi og jafnvel bestu kylfingar heims komast í gegnum líf- ið án þess að ná holu í höggi. Um allan heim era til samtök kylf- inga sem náð hafa draumahögginu og á íslandi nefnast þau Einheijar. Formaður Einheija er Kjartan L. Pálsson og er hann jafnframt sá ís- lendinga sem oftast hefur farið holu í höggi, ásamt Þorbirni Kjærbo. Þeir hafa náð þessari einstæðu sveiflu sex sinnum hvor. Þó svo segja megi að mikla heppni þurfi til að ná kúlunni niður í þessa litlu holu í einu höggi úr nokkur hundruö metra fjarlægð þá gerist það alltaf öðru hvoru og í fyrra voru þeir víst um þrjátíu, íslensku kylfmgarn- ir sem höfðu tilefni til að fagna holu íhöggi. -ATA Kjartan L. Pálsson, far- arstjóri og fyrrverandi blaðamaður, erformaður Einherja og hefur sex sinnum farið holu í höggi. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.