Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988. Jarðarfarir Kvikmyndir dv Friðný S. Möller, Furulundi lla, Akureyri, lést fóstudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Jóhannes G. Jóhannesson hljóð- færaleikari, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 10.30. Reynir Guðmundsson vélstjóri verð- ur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði’fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30. Jens Guðbrandsson frá Höskulds- stöðum, Helgubraut 31, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. _ 13.30. Jóhann Kristinn Þorsteinsson, er lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. apríl, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 28. apríl kl. 10.30. Gunnar Ingólfsson, Hámundarstöð- um 1, Vopnafirði, verður jarðsung- iim miðvikudaginn 27. apríl kl. 15.00. Björn Finnbogason frá Hítardal, Álf- heimum 58, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag, kl. 15.00, Sigurður Ó. Jónson bakarameistari, Auðarstræti 11, lést 16. apríl síðast- liðinn. Hann fæddist 29. febrúar 1912 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann fékk snemma áhuga fyrir bak- araiðn og lauk sveinsprófinu ungur, ^ aðeins 19 ára. Árið 1935 kvæntist hann Jónu Sæmundsdóttur sem lést í maí 1985. Eignuðust þau einn son, Sæmund. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudag, kl. 15.00. Tapað fundið Karlmannsúr tapaðist í Skjólunum á laugardag. Finnandi hafi vinsamlegast samband í síma 15198. Grísk kvikmyndavika: Veisla í Regnboganum Grísk kvikmyndavika er nú í Regnboganum. Það er skammt stórra högga á milli núorðið. Nýlokið er franskri kvikmyndaviku og nú tekur grísk við. Hátíðin, sem hófst í gær, stendur út vikuna og verða sýndar sex grískar kvikmyndir meðan á henni stendur. Þetta eru allt nýlegar kvikmyndir sem allar hafa hlotið viðurkenningar á kvikmyndahá- tíðum. Sá háttur verður haföur á að sýndar verða tvær myndir á hverju kvöldi á fjórum sýningum, klukkan 5, 7, 9 og 11. Myndimar eru hingað komnar fyrir tilstuðlan gríska mennta- málaráðuneytisins og grísku kvikmyndastofnunarinnar, en eins og kunnugt er þá er menningar- málaráðherra Grikkja Melina Merkouri, ein af bestu kvikmynda- leikkonum fyrr og síðar. Það er aðalræðismaður íslands í Grikk- landi sem hefur haft veg og vanda af því að fá myndirnar hingað. Kvikmyndastofnunin var stofnuð 1970 sem hluti af iðnþróunarsjóði Grikkja. Hún hefur verkað sem vítamínsprauta á • gríska kvik- myndagerð allar götur síðan og er nú svo komið að framleiddar eru 15-20 kvikmyndir árlega. Kvikmyndirnar, sem sýndar verða á hátíðinni, eru þessar: A foolish Lovesem leikstjórinn Giorgos Panoussopoulos gerði árið 1981. Hún fjallar um ungan mann sem býr ásamt móður sinni í Aþenuborg vorra daga, borg sem er mörkuð bandarískum menning- aráhrifum. Hann er stjömuskoð- ari, en dag einn beinir hann sjónauka sínum að Stellu sem býr í nágrenninu og verður ástfanginn. Rembetikoer margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Costas Ferris. Hún fjallar um líf söngkonu sem syngur Rembetiko, tónlist sem líkja mætti við blús. Þessi mynd hefur vakið mikla athygli hvar sem hún hefur verið sýnd, fékk silfur- bjöminn á kvikmyndahátíðinni í Berlín, sérstaka heiðursútnefningu á kvikmyndahátíðinni í Valencia, og fjölda verðlauna á kvikmynda- hátíðinni í Þessalóníku. The Price of Loveheitir kvik- mynd Tonia Marketaki frá árinu 1984. Myndin gerist um aldamótin í Korfu. Hún fjallar um erfiða stöðu lágstéttarstúlku sem tæld er og svikin af ungum manni af borgara- .ættum. Þjóðfélagið á erfitt með að umbera slíkt og lendir hún utan- garðs. ' Sudden Loveer kvikmynd leik- stjórans Yorgos Tseberopoulos frá 1984. Myndin fjallar um Eleni, sveitastúlku sem fluttist til borgar- innar fyrir tuttugu árum. Nú er hún föst í ástlausu hjónabandi og allar hennar væntingar og draum- ar hafa brostið á einn eða annan hátt. Hún verður ástfangin og lífiö tekur nýja stefnu. A quiet Deather kvikmynd Fri- eda Lappa frá árinu 1986. Hún fjallar um rithöfund, konu sem neitar að skrifa. Hún hleypst á brott frá manni sínum og sálfræð- ingi. Hún eyðir nóttu í að flakka um borgina, einkennilega og yfir- gefna, í roki og rigningu. Hún þráir að endurreisa sinn horfna heim. Mynd þessi hefur hlotið fjölda við- urkenninga, og má nefna verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Se- bastián 1986, og verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Þessalóníku. Happy Homecoming, Comrade- heitir framlag leikstjórans Lefteris Xanthopoulos til vikunnar. Mynd- in, sem gerð var 1986, fjallar um þorpið Beloinnisz í Ungverjalandi. I þorpinu búa eingöngu Grikkir sem flúðu úr landi í kjölfar borg- arastríðsins. Myndin fékk verð- laun dómnefndar í Locarno og á kvikmyndahátíðinni í Þessalóníku fékk hún tvenn verðlaun. -PLP Tónleikar Söngtónleikar á vegum Tón- listarskólans í Reykjavík 8. stigs söngtónleikar verða í sal Tónlist- arskólans í Reykjavík, Skipholti 33. þriðjudaginn 26. apríl kl. 20:30. Hlif Kára- dóttir, sópran og Sigurdríf Jónatansdótt- ir, mezzósópran, flytja lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Vortónleikar í Mosfellsbæ Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ heldur sina árlegu vortónleika í Hlégarði mið- vikudaginn 27. apríl kl. 21:00, í Fólkvangi á Kjalamesi föstudaginn 29. apríl kl. 21.00 og í Hlégarði laugardaginn 30. apríl kl. 17:00. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveins- son og undirleikari er Jónina Gísladóttir. Ráðgert er að kórinn fari í söngferö um austurlánd og syngi á Neskaupstað föstu- daginn 6. maí kl. 20:30 og á Egilsstöðum laugardaginn 7. mai kl. 17:00. Tilkynningar Lýst er eftir vitni að árekstri Þann 21. þ.m. (sumardaginn fyrsta) kl. 15:55 varð árekstur á Hringbraut, rétt vestan Njarðargötu. Bifreiðin G-20208, rauð Mazda 323, var á hægri akrein, beygði til hægri og ætlaði Njarðargötu að umferðamiðstöð, en lenti þá í árekstri við Y-472, bláa Mözdu 626, sem var þarna á sömu leið, en utan vegar. Þeir sem þarna voru á eftir framangreindum bíl- um, og telja sig geta greint frá hvemig atburðurinn átti sér stað, em vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við ökumann bifreiðar G-20208 í síma 620208. Kynningarfundur ITC deildarinnar IRPU Markmið ITC (Málfreyja) er að efla hæfi- leika til samskipta, auka starfsafköst og styrkja sjálfstraust félagsmanna sinna. Félagsmenn leggja stund á fundarsköp, framsetningu, hópvinnu, ræðumennsku og mannleg samskipti. ITC leggur áherslu á þjálfun einstaklingsins. Áhersla er lögð á vemdun móðurmáls- ins. Samtökin starfa í deildum og er ITC deildin IRPA fámenn deild sem hefur áhuga á að fá til liðs við sig fleiri konur og heldur því kynningarfund að Brautar- holti 30, Rvík, í kvöld kl. 20.30. - Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, þriðju- dag kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfmg. Kvenfélag Kópavogs efnir til skemmtiferðar þann 14. maí kl. 10:00. Ferðinni er heitið í Hótel Örk, Hvera- gerði. Nauðsynlegt er að tilkynna þátt- töku fyrir 8. maí í síma 40332, 40388 og 41949. Þýskir vordagar á Hótel Borg Borginni til 28. apríl. Hjómsveitin er Nú standa yfir svokallaðir Þýskir vor- skipuð átta hljóðfæraleikurum og spila dagar á Hótel Borg. Tónlistarmenn frá þeir þýska kráar-, hlöðu- og sveitatónlist. Svartaskógi í Bæjaralandi, sem nefna sig Boðið verður upp á hlaðborð á kvöldin Orginal Taugwitztaler, munu spila á með þjóðlegum, þýskum réttum. Úrslit spurningakeppni fram- haldsskólanna Vegna deilna um lokaúrslit í spuminga- keppni framhaldsskólanna 22. apríl, þar sem kepptu til úrslita lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, hefur verðir staðfest að lið Menntaskól- ans í Reykjavík hafi sigrað. Þessi niður- staða fékkst á sameiginlegum fundi með fulltrúum Rikisútvarpsins og liðum og liðsstjórum beggja skólanna. Ágreining- ur varð um úrslit í myndagetraun í lok keppninnar. Samkvæmt leikreglum máttu Uðin telja upp 12 nöfn. í umræddu tilviki mistaldi dómari og stöðvaði Uð Menntaskólans í Reykjavik, án þess að gefa þeim tækifæri til að ljúka svarinu. Námskeið í skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ heldur 5 daga námskeið í skyndihjálp að Ármúla 34 (Múlabæ) og hefst það miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00. Leiðbeinandi verður Guð- laugur Leósson. Lysthafendur skrái sig í síma: 28222 og 41382. Nýjar kennsluaðferðir við tölvukennslu Þriðjudaginn 26. apríl flytur dr. Þorlákur Karlsson fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofnunar uppeldismála er nefnist: Að kenna á tölvur: Rannsóknir á kennsluháttum. í erindinu verður fjallaö um rannsókn þar sem kom fram að lang- algengasta aðferð við tölvukennslu hér á landi og erlendis stenst mjög illa saman- burð við tvær aðrar kennsluaðferðir sem minna hafa verið notaðar og eru lítt þekktar hér á landi. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst hann kl. 16:30. Fundir Ættfræðifélagið Félagsfundur verður haldinn í ættfræði- félaginu fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Á fundin- um ræðir Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður um stöðu þjóðskjalasafnsins og Halldór Bjamason sagnfræðingur fjallar um mikilvægi ættfræði fyrir sagnfræði- rannsóknir. Nýjar leiðir í dagvistarmálum Áhugahópur foreldra í Hafnarfirði um stofnun og rekstur dagvistarheimilis, hefur boðað til almenns umræðu- og kynningarfundar miðvikudagskvöldið 27. aprfl nk., þar sem kynntur verður rekstur og starfsemi nokkurra dagvistar- heimila sem rekin eru af foreldrsamtök- um í öðrum bæjarfélögum. Jafnframt er stefnt að því að stofna formleg foreldra- pamtök á þessum fundi. Fundað um friðaruppeldi Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna tfl opins félagsfundar um friðaruppeldi, þriðjudagskvöldið 26. apríl nk. kl. 20:30 í MÍR-salnum að Vatnsstíg 10. . ' Fréttir Markaðsstjóri Amarflugs: Millilandaflug Am- arflugs áfram þrátt fýrir verkfall Magnús Oddsson, markaðsstjóri Amarflugs, segir að millilandaflugi félagsins verði haldið úti þótt til verkfalls Verslunarmannafélags Suðurnesja komi á miðnætti í kvöld. „Við teljum okkur geta hald- ið utanlandsfluginu áfram á lögleg- an hátt þótt til verkfalls komi,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar hefur Amar- flug tilkynnt viðskiptamönnum sínum og ferðaskrifstofum að félag- ið ætli að fljúga áfram þótt til verkfallsins komi. Söluskrifstofur Arnarflugs em lokaðar en ýmsar ferðaskrifstofur em opnar og þar er hægt að fá farseðla. Stöðvarstjóri Amarflugs í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli er ekki félagi í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. „Hann er vanur að bóka menn inn við brottför og sjá um farangurinn þannig að hann er ekki að hlaupa í störf annarra," segir Magnús. -JGH Borgarstjóri svarar tilmælum félagsmálaráðherra: Þýðir Iftið að vera í spumingaleik - segir Jóhanna Sigurðardóttir Svar barst um kvöldmatarleytið í gær frá borgarstjóra til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra vegna tilmæla hennar um að stöðva frámkvæmdir við ráðhúsið meðan ráðherra hefur ekki úr- skurðað í kæra 'íbúa við Tjarnar- götu þar sem því er haldið fram að óheimilt sé að veita graftrarleyfi. Ráðherra beindi tilmælunum til borgarstjóra á föstudag. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráöherra sagði í samtali við DV að í bréfinu segðist borgarstjóri gjarnan vilja verða við ósk hennar en beri upp tvær spurningar. Ann- ars vegar hversu fresturinn þuríi aö vera langur og hins vegar hver eigi að bera kostnað af töf fram- kvæmda. „Ég sé ekki þess merki að borgarstjóri sé að stöðva fram- kvæmdir en mun að sjálfsögðu taka bréf hans til umfjöllunar. Það þýðir lítið að vera í svona spurn- ingaleik og mér finnst raunar furðulegt að það þurfi að líða svona langur tími þangað til borgarstjóri taki afstöðu. Mér ber skylda til þess að leita umsagnar Skipulagstjórn- ar ríkisins og Bygginganefndar Reykjavíkurborgar við kærunni. En meðan svör berast ekki frá þeim get ég ekki kveðið upp úrskurð," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.