Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 27 Iþróttir Björn Bjartmarz og Örn Viðar Arnarson heyja skallaeinvigi i leik Vikings og KA á laugardag. KA-menn komu á óvart og höfðu betur, unnu 0-1. DV-mynd Brynjar Gauti KA byrjar með sigri á Islandsmótinu: KA skellti slökum Víkingum - KA vann Víking 0-1 á gervigrasinu Hún var heldur rislág, knattspym- an sem Víkingar og KA-menn sýndu í Laugardalnum á laugardag. Veður var að visu ekki hið ákjósanlegasta til að spila en hvössum sunnanvindi verður varla kennt um hvernig gekk hjá báöum aðilum. Illa tókst mönn- um að greina að samherja og mót- herja og markaöist leikurinn lengi af háum, tilviljanakenndum spyrn- um og hlaupum. Samleikskaflar komu þó annað slagið en þeir voru allt of skammvinnir og fáir: „Það er erfitt að gleðja augað hér á gervigrasinu. Við sýndum þó í dag að við getum bitið frá okkur og það allrækilega," sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari KA-manna, eftir 0-1 sig- urinn á Víkingum. Lið hans hreppti stigin þrjú með sanngjömum hætti. Norðanmenn vom frískari og ákveðnari frá byijun og uppskáru eins og þeir sáðu til. Lítið um færi Færi voru ekki ýkja mörg í þessum fyrsta leik KA á íslandsmótinu. Mark þeirra á 25. mínútu er sjálfsagt lýs- andi dæmi um gang mála í heild en það réð einmitt úrslitum. Boltinn barst fyrir Víkingsmarkið eftir hornspyrnu, yfir Guömund Hreiðarsson, sem virtist hafa hendur á knettinum, í Valgeir Barðason, af honum í Einar Einarsson og inn í markiö meö viðkomu í stönginni að því er virtist. Ætla mætti að lifnað hefði yfir leiknum í kiölfar þessa marks en raunin varð önnur. Færin höfðu flest litið dagsins ljóst er þar var komið sögu og gladdi fátt augaö allt til loka leiksins. Fjör í byrjun Fyrstu mínútumar í þessari viður- eign Víkings og KA voru þær fjörug- ustu í leiknum. Nokkur færi komu þá á örskömmum tíma og átti Bjarni Jónsson KA-maöur það fyrsta. Skaut hann föstu skoti á Víkingsmarkið, nærri vítateigslínu, sem Guðmundur varði naumlega. Þá gerðust Víkingar aðgangsharðir, Atli Helgason átti gott skot sem Haukur Bragason varði vel - nafni hans Einarsson komst einn í gegnum vöm Norðanmanna en færið var þröngt og sá Haukur við honum. Þá áttu þeir hvor sitt skotiö, Atli Einarsson og Hlynur Stefánsson, en geiguöu bæöi. Bæði lið mega bæta sig verulega Bæði lið mega bæta sig verulega en sjálfsagt má kenna gervigrasinu á einhvern hátt um hvernig til tókst. Gervigrasið birtir frekar veikleika manna en hitt, krefur leikmenn um að halda boltanum niðri og spila: „Þetta var virkilega slakt. Það skorti alla baráttu. Það er ljóst að við Vík- ingar veröum að taka okkur verulega á. Við þurfum bara að komast niður á jörðina, berjast og spila fótbolta,“ sagði Björn Bjartmarz, einn leik- manna Víkings eftir leikinn. Jóhann Þorvarðarson, fyrirliði liðsins, tók í sama streng. „Við þurfum að gera miklu betur. Það var allt of lítiö spil í þessum leik. Við héldum boltanum þó vel annaö slagið en náðum ekki að skapa okkur umtalsverð færi,“ sagöi hann í spjalli viðDV. Jóhann var með sterkari mönnum í Víkingsliðinu þetta sinnið en hann gerði sér einna helst far um að spila boltanum. Miðjan var hins vegar mjög veikburða en hún ætti þó að teljast einna sterkasti hlekkurinn í liðinu. Leikmenn voru þar slakir, jafnt í loftinu sem niðri á vellinum. Studdu þeir lítið viö sóknina sem var bitlítil. Þá var Guömundur Hreiðars- son markvörður óstyrkur úti í víta- teignum en varði þó vel nokkrum sinnum, meðal annars skalla frá Valgeiri Barðasyni 'úr ágætu færi á 30. mínútu. í KA-liðinu bar mikiö á Erlingi Kristjánssyni og vöminni sem hann batt saman. Hún varðist öllum ágangi Víkinga. Þá greip Haukur Bragason vel inn í er á þurfti að halda og Gauti Laxdal skóp usla með góð- um sendingum annað slagið: „Það er ekki hægt að byrja betur," sagði Gauti í spjalli við DV eftir leik- inn. „Þetta var virkilega sætur sigur og nú vitum við nokkurn veginn hvernig við stöndum. Nú tökum við bara einn leik fyrir í einu en stefnum vitanlega upp á við.“ -JÖG Ómarktæk knattspyma á gervigrasvellmum - segir Lárus Guðmundsson „Þetta er enginn dauðadómur og það er í sjálfu sér ómarktæk knatt- spyrna sem leikin er á gervigrasinu. Víkingsliðið var allt annað nú en gegn KR á dögunum. Það var.eins og leikmenn væru með straujárn í skónum. Þetta er spurning um aö berjast hver fyrir annan en leikmenn Víkings vom einfaldlega þungir og ósamstiga í þessum leik.“ Þetta sagði Víkingurinn Lárus Guðmundsson en hann var meðal áhorfenda er lið hans lá fyrir KA á gervigrasinu á laugardag. Láms er enn meiddur, er tognaður í læri, en er að ná sér á strik og spilar líklega gegn Fram 5. júní. „KA-menn voru miklu frískari í þessum leik, þeir börðust vel og vora ákveðnari í alla bolta. Sigur þeirra gat því hæglega orðið stærri," sagöi Lárus ennfremur. „Ég á enn við meiðsl að stríða í læri en stefni að þvi að spila næsta leik með Víkingum, þá á grasi. Gervi- grasið er of hart fyrir hnén á mér. Ég get kannski spilað á því í 50 til 60 mínútur en gengið síðan haltur næstu tvo daga á eftir,“ sagði Láras í spjalli viö DV. -JÖG DV-lið vikunnar Baldvin Guðmundsson, Þór (1) Sigurbjörn Jakobsson, Jón Sveinsson, Fram(1) Eriingur Kristjánsson, Þorsteinn Guðjónsson, Leiftri (1) KA (1) KR (1) Ragnar Margeirsson, Sigurður Björgvinsson, Stefán Viðarsson, Völs- ÍBK (1) ÍBK (2) ungi (1) Pétur Pótursson, KR (1) Jón G. Bergs, Val (1) Aðalsteinn Víglundsson, ía (1)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.