Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 4
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. Iþróttir • Áhorfendur á Ólafsfirði á föstudagskvöldið voru á sjöunda hundraðið. Nokkuð skorti upp á að fjöldanum frá leiknum við ÍA væri náð en Ólafsfirðingar mega vel við una því bæjarbúar eru alls um ellefu hundruð. DV-mynd Kormákur Bragason • Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsmanna, hefur eina af sóknum íslandsmeistaranna á föstudagskvöldið. Hann hældi mjög vallaraðstæðum á Ólafsfirði og sagði að mölin þar væri eins og gras miðað við það sem þeir Vals- menn hefðu mátt notast við til æfinga að undanförnu! DV-mynd Kormákur Bragason Steínar IngSmundarson: „Skoram gegn Þórsuram“ Kormákur Bragasan, DV, ólaia&röi; „Okkur skortlr smáheppni til að skora mark. Við heföum átt að gera tvö til þrjú mörk í seinni háhMknum. Að visu hefðu þeir átt aö gera tvö í þeim fyrri en dæmið snerist við eftir leikhléið. í hálfleik las Óskar yfir okkur og við komum því tvíefldir til leiks- ins í síöari hálfleiknum. Viö skor- um fyrstu mörkin gegn Þórsur- um,“ sagöi Steinar Ingimundar- son, framheiji Leifturs, við DV eftir leikinn við Val. Steinar var skeinuhættur gestunum 1 leikn- um en náöi ekki að skora þrátt fyrir góðan leik. Jón Gunnar Bergs: „Mjög ósáttur Konnákur Bragason, DV, Ólafefirði: „Ég er mjög ósáttur við úrslitin, við áttum aö gera út um þetta strax í fyrri hálfleik. Leifturs- menn eru erfiðir hér fyrir norðan og það er gott að vera búinn að spfla héma,“ sagði Jón Gunnar Bergs, sóknarmaður Vals, en hann lék mjög vel gegn Leiftri á Ólafsfirði á fóstudag. Jón Gunnar var ógnandi en náði þó ekki aö skora þrátt fyrir að skapa mikinn usla í vöm Leift- urs, sérlega í fyrri hálfleiknum. Ámi Stefánsson: „Höldum ívið hverja sem er“ Kormákur Biagason, DV, Ólafefirdi; „Þessi leikur sýnir enn að við höldum í við hvaða liö sem er í fyrstu deildinni. Ég er ekkert ósáttur við úrslitin en fyrst við komumst áfallalaust í gegnum fyrri háfleikinn áttum við að gera út um leiMnn í þeim siöari,“ sagði Ámi Stefánsson, varnarmaöur Leifturs, en hann var traustur í leiknum og braut margar sóknar- lotur Valsmanna á bak aftur. Forfóll hjá Val: Þrír ekki með gegn Leiftri Valsmenn léku án þriggja sterkra leikmanna á Ólafsfirði á fóstudagskvöldið. Hilmar Sig- hvatsson tók út leikbann sitt eftir brottreksturinn í meistarakeppn- inni, Sigurjón Kristjánsson er meiddur og Jón Grétar Jónsson var ekki orðinn hcill eftir meiðsli og veikindi. Allir ættu að vera tilbúnir í næsta leik, gegn ÍA á Akranesi þann 2. júní. -VS SUtelldin: Stúfar úr 2. urnferð Valgeir bætir við Vaigeir Barðason skoraði í sín- um fyrsta 1. deildar leik með KA. Þetta var hans 20. mark í l. deild og þeim áfanga hefur hann náð í aöeins 42 leikjum. Það gerir ná- kvæmlega 2,1 leik á milli marka. Aöeins einn leikmaður, sem nú leikur í 1. deild, er meö betra hiut- fall, PéturPétursson úr KR. Hann gerði sitt 51. mark í 73 leikjura í 1. deild gegn ÍBK sl. fimmtudag og hlutfallið er 1,4 leikir, eða um 125 mínútur, á raiUi þess sem hann skorar. Ftmm nýliðar Fimm leikmenn léku í fyrsta skipti í 1. deild í 2. umferð. Þrir þeirra eru úr KA, þeir Jón Kristj- ánsson, Öm Viöar Amarson og Ágúst Sigurðsson. Hinir em Vík- ingurinn Guðmundur Pétursson og Valsmaðurinn Gunnlaugur Einarsson. Fyrstu mörkin Mark Þorsteins HaUdórssonar fyrir KR-inga í Keflavík á fimmtudaginn er þaö fyrsta sem hann skorar í 1. deildar keppn- inni. Það tók hann 21 leik að kom- ast á blað. Völsungurinn Sveinn Freysson skoraði einnig í fyrsta skipti í deildinni í 2. umferð, glæsimark gegn ÍA, í sínum 13. 1. deildar leik. Langþráður sigur KA KA vann á laugardaginn aðeins sinn annan sigur á Víkingum í 1. deildar leikfráupphafi. Sá fyrri var fyrir níu árum, 1979, er KA vann, 3-1, á Akureyri. KA tókst þó reyndar að sigra Víking þegar Uöin léku bæöi í 2. deild fyrir tveimur áram. Á meöan hafa Víkingar unnið 9 sinnum og einu sinni hefur orðið jafntefli. íslandsmótið -1. deild: Mölin hér á Ólafs- firði eins og gras!“ - Leiftur og Valur enn án marka í 1. deildar keppninni Koimákur Biagason, DV, Ólafefiröi: Leikur íslandsmeistara Vals og Leifturs fór fram á Ólafsfirði á fóstu- dagskvöld við ákjósanlegustu að- stæður í hægum sunnanandvara og örlitlum regnúða. Ekki kvörtuðu meistaramir undan malarvellinum: „Mölin hér er eins og gras miðað við það sem við Valsmenn höfum haft til æfmga upp á síðkastið," sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals, í spjalli við DV eftir leikinn. Leiftursmenn hófu leikinn af krafti og virtust koma Valsmönnum tals- vert á óvart en þeir voru fljótir að átta sig og bitu frá sér af hörku. Mik- ið var um háar spyrnur og hlaup en smám saman náðu íslandsmeistar- amir tökum á leiknum og sóttu stíft. Jón G. Bergs skoraöi raunar mark á 15. mínútu en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hann var síðan aftur á feröinni 5 mínútum síðar, komst í dauðafæri eftir samleik við Tryggva Gunnarsson en Sigurbjöm Jakobsson náði til knattarins á síð- ustu stundu. Skömmu síðar átti Val- ur Valsson hörkuskot í þverslá, það- an barst boltinn út til Bergþórs sem skallaöi yfir fyrir opnu marki. Eftir þetta komst Leiftur aftur inn í leikinn og sótti liðið mun meira síð- ustu mínútur fyrri hálileiksins. Fjörugri seinni hálfleikur Seinni hálfleikur var mun fiörugri en sá fyrri og skemmtilegri á að horfa. Bæði liðin léku mun betri knattspymu og nýttu kantana mun betur. Sér i lagi Valsmenn. Leifturs- menn voru mun ákveðnari í seinni háfleik en þeim fyrri og strax í upp- hafi hálfleiksins komst Hörður Ben- ónýsson í gott færi og var felldur innan vítateigs en dómari lét af- skiptalaust og sluppu Valsmenn með skrekkinn. Hörður fór síðan aftur í gegnum vörn Valsmanna örskömmu síðar, var einn gegn markmanni en var of bráður, skaut beint í fangið á Guðmundi Baldurssyni. Nokkru síðar bjargaði síðan Berg- þór Magnússon á marklínu skoti frá Guömundi Garðarssyni eftir þunga sókn Leiftursmanna. Liðin skiptust síðan á að sækja, áttu báðir aðila ágæt færi án þess að skapa verulega hættu og reyndi því lítið á markverð- ina. Valsmenn áttu mun meira í fyrri hálfleik en heimamenn í þeim síðari. Framan af markaðist leikurinn af taugaspennu og sérstaklega voru það Leiftursmenn sem voru óstyrkir. Þorvaldur var óvenju óöruggur í markinu fyrstu mínútumar en hann jafnaði sig er á leið. Jón Gunnar og Sigurbjörn í aðalhlutverkum Jón G. Bergs lék mikið hlutverk í fyrri hálfleik og var afar ógnandi. Mjög hreyfanlegur og vann marga bolta með dugnaði og hörku. Hann virkar einnig óvinnandi í loftinu, jafnt fyrir markmenn sem aöra leik- menn. Töluvert dró hins vegar af honum í seinni hálfleik og náði þá vöm heimamanna góðum tökum á sókn gestanna. í seinni háfleik bar einna mest á Sigurbimi Jakobssyni í vörn Leifturs, hann var sívinnandi og skilaði mörgum góðum sending- um fram í sóknina auk þess sem flestar sóknarlotur Valsmanna brotnuðu á honum. Það má raunar segja að varnir lið- anna hafa einkennt þennan leik ef á heildina er litið því Þorgrímur og Einar Páll Tómasson voru mjög sterkir í Valsvöminni og Árni Stef- ánsson og Gústaf Ómarsson voru fastir fyrir í vörn Leifturs. Framherjar Leifturs vora fljótir og baráttuglaðir en tilfinnanlega vantar þá stuöning í sóknaraðgerðum. Það sést best á því að liðið hefur enn ekki skorað mark í fyrstu deildar- keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.