Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. 35 Iþróttir Amór Guðjohnsen, knattspymumaður hjá Anderlecht, í DV-viðtali: Skiptir öllu að vinna sigur í bikarkeppninni - einhvem tímann á feiiinum verður að líta á peningalegu hliðina, segir Amór Guðjohnsen ii Kristján Bemburg, DV, Belgíu; I annaö skipti á sínum ferli stendur Arnór Guöjohnsen frammi fyrir þvi aö leika á Heyselleikvanginum í bikarúrslitum belgíska bikarsins. í fyrra skipti var Arnór ungur leikmaöur Lokeren og mátti hann byrja leikinn á varamannabekknum. Nú er hann eitt af stóru nöfhunum hjá Anderlecht og er hreinlega ætiast til að þeir vinni Standard Liege sem hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. Blöö hér í Belgiu segja aö kraftaverk verði að gerast ef leikmenn Standard hampa bikarnum i leikslok en viö vitum hvað geröist í enska bikar- úrslitaleiknum á Wembley þai- sem dvergurinn lagði risann. Allt getur gerst í knattspymunni. í tilefni af því tókura við Amór tali og spurðum fyrst hvort hann væri ánægður meö tímabiliö í ár. „Hvorki ég né liðið í heild geta glaöst yfir leiktímabilinu. Eftir hið góða tímabil i fyrra er það ekki hægt. í byrjun tímabilsins var ég meiddur og missti fyrir bragðið af mesta undirbúningnum en einmitt það tímabil er rosalega mikilvægt. Og það gerði það að verkum að ég var alls ekki í formi í byijun tíma- bilsins. Það tók langan tíma að ná mér upp og raunar er erfitt að þurfa að leika og finna að maöur er ekki í formi.“ „Var látinn leika allar stöður á vellinum“ „Blöðin skrifa og maður er dæmdur eftir því sem maður sýnir í leikjum. í raun var mér sama um dagblöðin en ég vissi að ég yrði að koma mér í form og lagði ég mig allan fram um það. Ekki bætti úr að í byrjun var ég látinn leika allar stöður á vellinum. Það má kannski segja að ég hafi veriö meira í bolt- anum nú en í fyrra en þá var ég meira í tækifærunum. Hins vegar er ég búinn að vera nokkuð ánægð- ur síðan þessi nýi þjálfari kom eða frá því eftir áramót og má segja að á þeim tíma sé ég búinn aö leika vel. Svo er það auövitað slæmt að þegar liðiö leikur illa þá er það ekki svo áberandi þótt einn leik- maöur leiki vel. „Skiptir öllu máli að vinna sigur í bikarkeppninni“ - Hversu miklu máli skiptir það Anderlecht að vinna bikarinn í ár? „Það má segja að það skipti öllu máli fyrir okkur. Við getum bjarg- að tímabilinu og þrátt fyrir slæmt tímabil sýnir það best hvernig knattspyrnan er því þú mátt aldrei hengja haus því þaö er í raun ekki fyrr en í enda tímabilsins sem verðalaunaafhendingar eru. Það má því segja að við séum búnir aö leika vel ef við vinnum bikarinn en ef hann tapast verður sagt að við höfum átt slæmt tímabil. Það er búið að lofa okkur stórum og góðum aukagreiðslum því And- erlecht verður að vinna eitthvað á tímabilinu og höfum við verið beðnir að segja ekki hve upphæðin er stór.“ „Leikmenn gerðu sig seka um algjör byrjendamistök" - Nú tók töframaðurinn Goethals við hðinu í febrúar og á tveimur til þremur vikum voru leikmenn farnir að trúa á getu sína og hðiö lék vel. Hverjar eru sterkustu hlið- ar hans sem þjálfara? „Hann tók viö liöinu þegar allt var komið í hnút og raunar tók hann við okkur aht of seint. Leik- menn voru búnir að leika undir álagi með þessum þjálfara sem kom hér í upphafi leiktímabilsins og vorum við orðnir hræddir að leika undir hans stjórn. Leikmenn gerðu sig seka um algjörar byrjendavit- leysur sem eiga ekki geta gerst en vegna taugaspennu fór sem fór. í raun var nokkuð sama hvaða þjálf- ari kæmi, það bjóst enginn við þessum hröðu breytingum á þess- um stutta tíma. Goethals hefur mjög sterk leikkerfi og hann getur lýst liöum með einni setningu, það sama og aðrir eru að rembast við í hálftíma ræöu.“ „Nú leika allir án streitu og mór- allinn hefur batnað mikið og ég held í raun að það sé ekki hægt að gera betur því við erum ekki með topplið á evrópskan mælikvarða í dag.“ „í raun þyrfti að kaupa tvo sterka miðjumenn“ - Hvað þarf Anderlecht að gera til að dragast aftur úr topphðum eins og Mechelen og Club Briigge? „í fyrra voru góðir leikmenn seldir eins og Vercauteren og Scifo auk þess sem Lozono fótbrotnaði. Þarna fór helmingurinn af miðj- unni en í raun þyrfti að kaupa tvo sterka miðjumenn og jafnvel góðan markaskorara. Ég er ég ekki svo viss um að Hollendingurinn Bos- man hafi verið rétti maöurinn þar sem hann leikur alltof líkt Krncevic. „Degryse og Ceulemans eru meðal þeirra bestu“ - Hver er aö þínu mati besti leik- maðurinn í Belgíu í dag? „Það er erfitt að segja, sumir leik- menn eru góðir á miðjunni en aðr- ir láta taka eftir sér með því aö skora mörk og svona mætti lengi telja. Þó myndi ég segja aö Degryse Arnór Guðjohnsen hefur átt góðu gengi að fagna hjá Anderlecht en í fyrra sló hann rækilega í gegn hjá félaginu. í upphafi þessa tímabils átti Arnór við meiðsli að stríða en frá áramótum hefur hann skilað sínu hiutverki og vel það. DV-mynd Marc De Waele Anderlecht hefur ekki vegnað eins vel og við hefði mátt búast á keppnistimabilinu. Sterkir leik- menn voru seldir og ekki bætti úr skák að nýi þjálfarinn, sem ráðinn var í byrjun tímabilsins, var látinn fjúka leik með Anderlecht i deildarkeppninni fyrr i vetur. DV-mynd Marc De Waele um áramótin. Arnór sést hér á fullri ferð og Ceulemans hjá Club Brugge væru mjög góðir. Mér finnst Degr- yse vera sá efnilegasti sem Belgar. eiga í dag. Ceulemans hefur aftur á móti yfir geysilegri reynslu að ráða og eru þessir leikmenn á margan hátt mjög ólíkir. Hjá Mec- helen finnst mér ísraelinn Ohana góður en hann getur gert hluti sem enginn getur annar. Þannig að erf- itt er að nefna menn í þessu sam- bandi," „Mér finnst uppgangur Ant- werpen vera athyglisverður en þeir voru við botninn í 1. deild í fyrra, keyptu einn leikmann, Lenhof, og fengu sér nýjan, góðan þjálfara sem kom ákveðnum aga á og jók skipu- lagið og eru þeir nú í öðru sæti ofan frá. Ég held aö velgengni belgísku liðanna sýni hversu hátt belgísk knattspyrna er skrifuð. Það er fyrst og fremst leikskipulagið og hvað það snertir myndi ég telja Belga efsta á blaði í dag. Það er mjög erf- itt að leika í belgísku deildinni.“ „Afturför hvað peningalegu hliðina snertir" „Það má segja að peningalega séð hafi orðiö afturfór í Belgíu þar sem leikmenn lenda nú í að borga háa skatta og fyrir bragðið hefur verið efitt að fá stór nöfn inn í landið. . En það sýnir sig samt að belgísku liðin ná alltaf langt á Evrópumót- unum í knattspyrnu. Arie Haan sagði við mig í samtali fyrir stuttu að enginn munur væri á sex bestu belgísku hðunum og sex efstu Uð- unum í Vestur-Þýskalandi en aftur á móti er mikill munur á minni Uð- unum í Belgíu og eru miðlungsUðin í Vestur-Þýskalandi mun sterkari." Paris Saint Germain hefur sýnt Arnóri áhuga - Verður þú áfram hjá And- erlecht? „Paris Saint Germain hefur sýnt mikinn áhuga. Þeir hafa komið hingað til Belgíu og horft á mig í nokkrum leikjum en þeir loða viö fall í 2. deild svo ég veit ekki hvað ég geri. Peningalega séð er tUboð þeirra mjög áhugavert en knatt- spyrnulega séð er það ekki nógu gott en einhvern tíma á ferlinum verður þú aö líta á peningalegu hliðina. Og í raun getur þú ekki valið um það heldur tekur þú tæki- færið þegar það gefst.“ „Fram að deginum í dag hef ég alltaf hugsað um að vera hjá Uði sem hefur leikið í Evrópukeppni eða á möguleika á titlum. Ég hef heyrt minnst á fleiri lið en vil ekki nefna flei'ri að sinni, þó kæmi aldr- ei til að ég myndi skipta um félag hér í Belgíu. Þetta kemur trúlega ekki í ljós fyrr enn tveimur til þremur vikum eftir bikarúrslita- leikinn sem getur orðið góð auglýs- ing." „Hollendingar verða geysilega sterkir“ - Nú, svona í lokin, hverju spáir þú um úrslit í Evrópukeppni lands- liða nú í sumar? „Ég held að HoUendingar verði geysilega sterkir. Eins gætu Eng- lendingar og Rússar komiö á óvart en ég hef ekki mikla trú á Vestur- Þjóðverjum þó svo að þeir leiki á heimavelU. Eg hef fylgst með þeim í siöustu æfingaleikjum og er ég ekki sáttur við þá. En í knattspyrnu getur náttúrlega allt gerst,“ sagði Amór Guðjohnsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.