Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Qupperneq 14
38 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAl 1988. íþróttir Ð v Irar héldu áfram sigurgöngu sinni á laugardaginn þegar þeir sigruðu Pólverja, 3-1, í vináttulandsleik í Dubl- in. Kevin Sheedy, Tony Cascarino og John Sheridan skoruðu fyrir íra i fyrri hálfleik en Robert Warzycha fyrir Pólverja i þeim síðari. Þetta var áttundi sigurleikur íra í röð og sá síðasti fyrir Evrópukeppnina í Vestur-Þýskalandi. í gær var síðan tilkynnt að tveir snjallir leikmenn, Liam Brady og Ashley Grimes, gætu ekki leikið með írum i keppninni vegna meiðsla. Á myndinni eigast við Pólverjinn Roman Wojcicki og írinn John Aldridge. Símamynd Reuter Beardsley lagði grunn að sigri enskra á Skotum: ;.V . # Sköpunarverk guðs - Beardsley er knattspymumaður mótaður af guði, segir Roxburg „Enginn þjálfari hefur skapað Pet- er Beardsley sem knattspyrnumann. Hann er mótaður af guði,“ sagði Andy Roxburg, einvaldur skoska landsliðsins, eftir að lið hans hafði legið fyrir Englendingum á Wem- bley, 1-0. Viðureignin var liður í svo- nefndum Rous-cup, sem er þriggja þjóða keppni, þar sem Kólumbíu- menn eru meðal þátttakenda ásamt áðurnefndum liðum. Roxburg var á því að Peter Beards- ley hefði borið höfuö og herðar yfir aðra menn á vellinum í þessu upp- gjöri nábúanna, Englendinga og Skota. Hann gerði enda usla með hraða sínum og ótrúlegri leikni og gerði að auki eina mark leiksins eftir samspil viö Gary Lineker. „Þetta var stórkostlegt mark sem Beardsley gerði í raun upp á eigin spýtur. Með hliðsjón af hugviti hans, yfirferð og baráttu tel ég að Beards- ley hafi verið maður leiksins," sagði Bobby Robson, einvaldur enska liðs- ins, eftir viðureignina. Ef á heildina er litið höföu Englend- ingar yfirhöndina en þeir nýttu illa fjölmörg opin færi. Jim Leighton var þeim raunar þrándur í götu en hann varði margsinnis meistaralega. Skotar eru úr leik í Rous-keppninni þar sem þeir gerðu markalaust jafn- tefli við Kólumbíu í síðustu viku. Englendingar standa hins vegar vel að vígi en þeir mæta einmitt Kólumb- íumönnum í kvöld og dugir þeim jafnteíli. Það er enskum engu að síð- ur nokkurt áhyggjuefni að Bryan Robson stríðir við bakmeiðsli í kjöl- far leiksins við Skota. Læknar telja hins vegar að Robson verði oröinn leikfær löngu fyrir úrslit Evrópu- mótsins í V-Þýskalandi og það skiptir þá mestu. -JÖG Vestur-þýska knattspyman: Karlsruhe bjargaði sér á síðustu sekúndunni! - Mannheim þarf að leika aukaleiki um úrvalsdeildarsæti Frétta- stúfar Benfica spjarar sig Þaö er ekki víst að Diamantino, buröarstólpi og fyrirliði portú- galska liðsins Benfica, nái að mæta PSV á morgun. Liöin mætast þá í úrslitum í meist- arakeppni Evrópu. Diamantino meiddist í deild- arleik um helgina en þá glímdu saman Beníica og Guimaraes. Benfica vann leikinn, 3-0, en galt dýran toll. Porto, sem fyrir löngu er orð- ið landsmeistari í Portúgal, vann útisigur á Espinho, 0-1. Porto, sem hefur haft mikla yfirburði í vetur, er með 11 stiga forskot á Benfica, en síöartalda liöiö er í silfursæti. Annars vekur athygli marka- rýrð í portúgölsku deildinni, en þeim portúgölsku gekk illa að skora um þessa helgi. Úrslit Benfica-Guiraaraes.......3-0 Esphino-Porto............0-1 Academica-Boavista.......0-0 Braga-Beienebnses........l-l Chaves-Maritimo..........0-0 Penafiel-Setubal.........0-0 Salgueiros-Portimonense ....0-1 Staðan Porto.....35 26 8 1 80-15 60 Benfica...35 19 11 5 56-19 49 Boavista..35 15 13 7 38-22 43 Belenenses.35 16 11 8 47-36 43 Sporting....34 15 11 8 51-39 41 Bikarinn í Sviss Lið Grasshoppers varð um helgina svissneskur bikar- meistari í knattspyrnu. Liðiö vann þá 2. deildar félagið Schaffenhausen, 2-0. Þetta var 15. sigur Grasshoppers í keppn- inni frá upphafi en Zúrich-liðiö hefur 31 sinni glímt í úrslitum bikarsins. Þess má geta að liö úr 2. defid hefur aldrei hreppt svissneska bikarinn. Var því mikiö í húfi hjá Schaffenhausen vegna þess sögulega gUdis sem sigur liðsins hlaut aö hafa. Þeg- ar til kom hafði 2. deildar liöið einfaldlega enga burði til aö sigra. Skellir Evrópa í lás? Englendingar stríða enn við átök á áhorfendapöllum og síð- asti vandinn var í tengslum við leik Englendinga og Skota eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Talsmaður enska knattspymusambandsins seg- ist nú óttast að i kjölfar ólát- anna kunni Evrópa aö skella í lás á lið frá Englandi. Þau sækja nú íast að fá keppnisrétt í fé- lagsliöamótum álfunnar á nýj- an leik. Norman nældi í gull Ástralinn Greg Norman, sem nú er efstur á heimsafrekalista í golfiþróttinni, vann sigru' á Italian Open um helgina. Fór hann fjóra hringi á 270 höggum (69,68,63,70), eða á 15 undir pari vaÚarins í Como. Næstiir honum kom Craig Parry (Ástr.), á 14 höggum und- ir pari (65,68,67,71=271), en þriðji varð Ronan Rafferty (Bretl.), fór sá fjóra hringi á 13 höggum undir pari (66,70,67,69 = 272). Þess má geta að Norman fékk 35 þúsund pund fyrir sigurinn á mótinu. Kinversk kennslustund Kínverjar tóku Englendinga í kennslusfimd í badminton er þjóðimar mættust í úrslitum Thomas-cup (karlafi.) um helg- ina. Kínverjar unnu, 5-0, á sama tíma og Danir lögöu Hol- lendinga, 3-2, í Uber-cup (kvennafl.). Siguröur Bjömssan, DV, V->ýskalandi: Síðasta umferðin í úrvalsdeildinni v-þýsku var leikin um helgina. At- hygli beindist að fallbaráttunni en neðstu hðin kepptust við að foröast 16 sætið í úrvalsdeildinni. Liðið sem. þar situr má nefnilega leika við 3ja efsta liðið í annarri deild um sæti í úrvalsdeildinni og hefur sá leikur gjarnan reynst botnliðunum erfiöur. Mannheim lenti í þessu sæti nú eftir að félagið náði aðeins jafntefli við Stuttgart, 1-1. Það var Fritz Walt- er sem náði forystunni fyrir Stutt- gart með glæsilegri hjólhestaspymu en Búhrer jafnaði á 11. mínútu. Eftir leikinn fógnuðu leikmenn Mannheim að vísu stiginu en þeir höfðu fengið þau tíðindi að þeir væru fyrir ofan Karlsruhe í stigatöflunni. í Karlsruhe var staðan 0-1 fyrir Frankfurt þegar örskammt var til loka en Glesius jafnaði metin á síð- ustu sekúndunni. Tryggði hann liði sínu áframhald í úrvalsdeildinni meö því marki. Vonbrigði leikmanna Mannheim voru því mikil þegar öll kurl voru komin til grafar. Kaiserslautern tryggði sér áfram- hald með stórsigri á Gladbach, 5-2. Fyrir Kaiserslautem skoruðu Kohr, Roos, Friedmann, Allevi og Wutke. Mörk Gladbach gerðu hins vegar Wolf, sjálfmark og Hochstátter. Meistarar Brimarborgara unnu Schalke, sem fallnir eru í aðra deild, án vandræöa. 1=4. Fyrir Bremen skoruðu þeir Riedle og Ordenewitz, gerði hvor um sig 2 mörk. Mark Schalke gerði Tschiskale. Evrópumeistarar Leverkusen töp- uðu heima fyrir Bæjurum, 3-4, í stór- skemmtilegum leik. Leverkusen sótti ákaft í byijun og fór í 3-0 eftir aðeins 18 mínútna leik. Mörkin gerðu Haus- mann, Tita og Götz. Þá tóku Bæjarar hins vegar við sér. Mattháus minnk- aði muninn og þeir Bayerschmidt og Wegmann fylgdu í kjölfarið, gerði sá síðartaldi 2 og sigurmarkið í leikn- um. Uerdingen, lið Atla Eövaldssonar, vann stórsigur á Homburg, 5=1. Kunz gaf tóninn snemma í leiknum en Scháfer jafnaði rétt fyrir leikhlé. Uerdingen gerði síðan út um leik- inn í upphafi síðari hálfleiks með mörkum Witezek, Kunz og Thom- mesen, sem skoraði í tvígang á loka- mínútunum. Þá vann Hannover Köln, 0-3, HSV lið Dortmund, 4-3, og Bochum lagði Númberg, 3-0. Þess má geta að í síð- asttalda leiknum skoraði markvörð- ur Bochum síðasta markið úr víta- spymu. Frakkland: Monaco meistari Monaco, lið Glen Hoddle og Mark Hateley, hreppti franska meistaratit- ilinn um helgina. Félagið gerði þá jafntefli við Metz, 2-2. í raun réð það jafntefli litlu því reginkeppinautamir, Bordeaux, töp- uðu fyrir Nantes á fostudag, 1-0. Með þeim úrslitum varð forskot Monaco á Bordeaux og hin liðin í fyrstu deild- inni óvinnandi. Þegar þijár umferðir em eftir er staða Brest og Le Havre óvænleg, eru bæði liðin í fallsæti. Þá er hið sljörn- um prýdda lið Paris St. Germain heillum horfið. Ef félagið réttir ekki úr kútnum í síöustu leikjum mótsins kann það að falla 1 2. deild. Parísar- liðið varð franskur meistari árið 1986 og bikarmeistari árin 1982 og 83. Úrslit Metz-Monaco..................2-2 Le Havre-Montpellier.........1-3 Marseille-PS-Germain.........1-2 Racing-Toulon................0-0 Saint-Etienne-Lille..........4-3 Auxerre-Niort................1-3 Buce-Cannes..................1-2 Lens-Toulouse................2-0 Laval-Brest..................0-0 Nantes-Bordeaux..............1-0 Staðan Monaco.......36 19 12 5 50-25 50 Bordeaux.....36 17 10 9 42-26 44 Montpel......36 16 9 11 60-36 41 St-Etienne...36 17 6 13 52-54 40 ParisSG......36 10 10 16 31-44 30 Brest........36 10 9 17 30-51 29 LeHavre......36 8 11 17 34-53 27 -JÖG Tennis - HM: Svíar meistarar Svíar unnu um helgina sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramóti landsliða í tennis. í undanúrslitum unnu Svíar lið Tékka, 2-1, en í sjálfum úrshtun- um lögðu þeir Bandaríkjamenn með sama mun. í Uði Svía gegn Banda- ríkjamönnum voru þeir Anders Jarryd, Stefan Edberg og Kent Karl- son. Svíarnir unnu báða einliðaleik- ina en töpuðu í tvíliðaleiknum. Vestur-þýska knattspyman Úrslit Kaiserslautern-Gladbach...5-2 Bayer Uerdingen-Homburg...5-1 Hannover-Köln.............0-3 Bochum-Núrnberg...........3-0 Stuttgart-Mannheim........l-l Scbalke-Werder Bremen.....1-4 Hamburger SV-Dortmund.....4-3 Karlsruher-Frankfurt......1-1 Leverkusen-Bayem Múnchen .3-4 Lokastaðan Bremen.....34 22 8 4 61-22 52 Bayern.....34 22 4 8 83-45 48 Köln.......34 18 12 4 57-28 48 Stuttgart...M 16 8 10 69-49 40 Numberg....34 13 11 10 44-40 37 Hamburger...34 13 11 10 63-68 37 Giadbach...34 14 5 15 55-53 33 Leverkusen...34 10 12 12 53-60 32 Frankfurt..34 10 11 13 51-50 31 Hannover...34 12 7 15 59-60 31 Uerdingen..34 11 9 14 59-61 31 Bochum.....34 10 10 14 47-51 30 Dortmund...34 9 11 14 51-54 29 Kaisersl...34 11 7 16 53-62 29 Karlsruher....34 9 11 14 37-55 29 Mannheim ....34 7 14 13 35-50 28 Homburg....34 7 10 17 37-70 24 Schalke....34 8 7 19 48-84 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.