Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Síða 11
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 11 Utlönd Mannréttinda- málin á oddinn Ronald Reagan Bandaríkjaforseti mun í ávarpi því sem hann flytur í Helsinki í dag leggja fram álit banda- rískra stjómvalda á frammistöðu Sovétmanna í mannréttindamálum undanfama mánuöi. Meö þessu hyggst Reagan leggja áherslu á aö mannréttindamál verði mjög ofar- lega á dagskrá funda hans meö Mik- hail Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, sem hefjast á sunnudag, 29. maí. Reagan mun flytja ávarp sitt í Fin- landia tónlistarhöllinni þar sem Helsinkisáttmálinn var undirritaður áriö 1975. Reagan sagöi í viðtali við fmnskt dagblaö, sem birt var í gær, að hann teldi að Sovétríkjunum og banda- mönnum þeirra í Austur-Evrópu hefði ekki enn tekist að fara eftir öll- um ákvæðum Helsinkisáttmálans sem undirritaður var af Bandaríkj- unum, Sovétríkjunum og flestum Evrópulöndum. Forsetinn sagði að ástandið í mannréttindamálum í Austantjalds- löndum hefði vissuiega batnað en hvergi nærri nóg. Talið er ólíklegt að Reagan verði nijög harðorður í ávarpi sínu í dag þar sem hann vilji ekki valda gest- gjöfum sínum í Finnlandi vand- kvæðum. Reagan hefur undanfarið fariö Jólasveinar veröa hvarvetna á vegi Reaganhjónanna í Finnlandi og bera þeir yfirleitt spjöld meö athuga- semdum tengdum stefnu banda- rískra stjórnvalda í ýmsum málum. Þessi vill minna Reagan á Panama. Simamynd Reuter fremur varlega í gagnrýni sinni á sovésk stjórnvöld og segist vilja skilja við embætti sitt á þann hátt aö eftirmaður sinn taki við góðu sam- bandi við Sovétríkin. Embættismenn stórveldanna tveggja hafa þegar samþykkt að mannréttindamál, afvopnunarmál, svæðaátök og samskipti stórveld- anna á ýmsum sviðum verði aðalmál leiðtogafundarins í Moskvu. Ekki er búist við að leiðtogarnir nái neinum afgerandi árangri hvaö varðar fyrirhugaðan samning um gagnkvæman samdrátt í langdræg- um kjamorkuvopnum. Hins vegar er nú fastlega búist við að þeir geti skipst á staöfestum eintökum af samningnum um eyðingu meðal- drægra kjarnorkuvopna sem þeir undirrituðu á leiðtogafundinum í Washington í desembermánuði síð- asthðnum. íhaldssamir andstæðingar samn- ingsins í öldungadeild bandaríska þingsins hafa nú látið undan og búist er viö að Howard Baker, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, muni koma til Moskvu á sunnudag með samninginn staðfestan af öldunga- deildinni. Sovétmenn munu nú híða spenntir komu Bandaríkjaforseta til Moskvu. Skoðanakannanir benda til þess að flestir þar telji heimsókn Bandaríkja- forseta mikilvæga, jafnvel þótt ekki veröi af undirritun samnings um kjarnorkuvopn. Mest virðist bera á því aö sovéskur almenningur bíði heimsóknarinnar sem tækifæris til að sýna Reagan í verki að Sovétríkin eru ekki heimsveldi hins illa, líkt og hann hefur stundum kallaö þau. I Gyðingar efndu til mótmæla gegn afstöðu sovéskra stjórnvalda í búri fyrir framan þinghusiö i Helsinki í gær. Kröfðust þeir þess af Reagan Bandaríkja- forseta aö hann setti málefni gyðinga, sem vilja komast á brott frá Sovét- ríkjunum, á oddinn á fundi sinum með Gorbatsjov. Simamynd Reuter •J: Uéa HJOLHYSI - FARANGURSVAGNAR - BATAVAGNAR SÝNING Á MORGUN, LAUGARDAG, KL. 10-16 v IU-1 9Rn Verð aðeins kr. 199.000,- stgr. (gengi 18.5. ’88)‘/ *** • Tveggja hellna eldavél • Svefnpláss fyrir 3-4 • Rafmagnsvatnsdæla og vaskur • Vatnstankur • Gluggatjöld • 3 inniljós og rafkerfi • Fíberglass yfirbygging • Galvaniseruð grind • Stór dekk • Sjálfvirkar bremsur í beisli • Handbremsa, nefhjól • Flexitorafjöðrun • Demparar • Léttbyggt og hentar aftan í alla bíla • Þyngd 600 kg • Góðir skápar Fólksbílakerra með segli og fullum Ijósabúnaði - Gott tæki til allra flutninga - Burðargeta 400 kg. Verð aðeins kr. 46.000,- Bátavagnar með öllum búnaði fyrir mis- Farangursvagnar með Ijósum - þyngd munandi stærðir af bátum. Verð kr. aðeins 100 kg. Verð kr. 39.900,- 58.000,- \/FI ARflRfí JÁRNHÁLSI 2 SÍM183266-686655 V LL U* I ■ U KRÓKHÁLSMEGIN EINNIG TIL SÝNIS DÍSILVERK, DRAUPNISGÚTU 3, AKUREYRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.