Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 26
42
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988.
Jarðaifarir Fréttir
Elín Davíðsdóttir Greif lést í Vínar-
borg að morgni 21. maí sl. Útför
hennar fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 30. maí kl. 10.30.
Ragnar Jónsson, Lindargötu 44a, lést
15. maí sl. Útförin hefur farið fram.
Albert Imsland verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 31. maí
kl. 13.30.
Guðrún Egilsdóttir, sem lést 19. þ.m.,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 10.30.
Útför Guðríðar (Lillý) Karlsdóttur fer
fram í Fossvogskirkju mánudaginn
30. mai kl. 15.
Jón Eyjólfsson, Bugðlungu, Grinda-
vík, lést 17. maí á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Hann fæddist 7. apríl 1899. For-
eldrar hans voru Eyjólfur Jónsson
og Ingibjörg Jónsdóttir frá Bugðl-
ungu. Útför hans verður gerð frá
Grindavíkurkirkju laugardaginn 28.
maí kl. 11 f.h.
Pálína Tómasdóttir lést 13. maí. Hún
fæddist að Ósi í Fróðárhreppi á Snæ-
fellsnesi þann 21. maí 1903. Foreldrar
Pálínu voru hjónin Ragnheiður
Árnadóttir og Tómas Sigurðsson.
Pálína trúlofaðist Guðmundi Ólafi
Hafliðasyni en hann lést árið 1926.
Síðustu 22 árin vann hún á sauma-
stofu hjá Landspítalanum. Útför
hennar verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 13.30.
Bergur Helgi Ólafsson lést 21. maí sl.
Hann fæddist að Syðri-Ánastöðum á
Vatnsnesi 19. maí 1960, sonur hjón-
anna Halldóru Kristinsdóttur og Ól-
afs Þórhallssonar. Útför Bergs verð-
ur gerð frá Langholtskirkju í dag kl.
16.30.
Aðalheiður S. Sigurðardóttir lést 16.
maí sl. Hún fæddist á Urðarteigi í
Berufirði 3. ágúst 1903. Foreldrar
hennar voru Sigurður Bergsveins-
son og Sigríður Helgadóttir. Árið
1926 giffist Aðalheiður Kristjáni Þor-
steinssyni og bjuggu þau í Löndum,
Stöðvaríirði, tii ársins 1957, er þau
fluttu til Reykjavíkur. Þau eignuðust
fjögur böm. Kristján lést árið 1977.
r Útför Aðalheiðar verður gerð frá
Áskirkju í dag kl. 15.
Bindindisfélag ökumanna og DV:
Ökuleiknin hefst í dag
Bindindisfélag ökumanna og DV
munu í sumar, eins og undanfarin
tiu sumur, verða með keppni í öku-
leikni víðs vegar um landið. Þátt-
taka hefur aukist mjög undanfarin
tvö ár og hafa nú rúmlega 3.500
ökumenn tekið þátt í ökuleikninni.
Markmið keppninnar er að stuðla
að bættri umferðarmenningu.
Fyrirkomulag keppninnar
Keppnisstöðum mun fjölga nokk-
uð í ár. Keppt verður á um það bil
40 stöðum um landið, að íslands-
meistarakeppninni meðtalinni. Má
þar til dæmis nefna Reyðarijörð,
Neskaupstað, Ólafsfjörð, Hvamm-
stanga og Grundarfjörð. Uppi hafa
verið hugmyndir um að halda
hverfakeppnir í Reykjavík, og jafn-
vel fyrirtækjakeppnir. Nánar um
það í DV þegar nær dregur.
í ökuleiknikeppninni verður
keppt i karla- og kvennariðli og
munu sigurvegarar í hvorum riðh
komast í úrslit. Auk þess verður
hjólreiðakeppni á hverjum stað.
Keppt veröur í tveimur riðlum,
annars vegar á aldrinum 9-11 ára
og hins vegar 12 ára og eldri.
Bindindisfélag ökumanna og DV
hafa fengið til hðs við sig í öku-
leikninni Mazda-umboðið Bílaborg
hf. sem mun gefa vegleg verðlaun
í íslandsmeistarakeppninni, Mazda
626 árgerð 1989, auk bikarverð-
launa. Einnig mun umboðið lána
bíla í úrslitakeppnina og styðja
hana fjárhagslega. Þá mun ferða-
skrifstofan Saga gefa tvær utan-
landsferðir til sigurvegara íslands-
meistarakeppninnar. Nesco í
Kringlunni styrkir keppnina með
því að gefa 120 Timex úr, auk 100
vinninga í happdrætti sem allir
þátttakendur ökuleikninnar og
hjóreiðakeppninnar verða sjálf-
krafa með í.
Reiðhjólaverslunin Fálkinn gefur
verðlaunapeninga í hjólreiða-
keppninni. Auk þess gefur Fálkinn
tvö gullfalleg DBS reiðhjól sem
heppnir keppendur fá í haust, en
allir keppendur í hjólreiðakeppn-
inni fá happdrættismiða og úr þeim
verður dregiö. Þá lét Fálkinn hf. í
té reiðhjól sem notað verður við
hjólreiðakeppnina í sumar.
Ökuleiknin fer af stað í dag, föstu-
dag við Laugarnesskólann í
Reykjavík. Sú keppni er svokölluð
pressukeppni en þar mæta fulltrú-
ar allra fjölmiðla og spreyta sig.
Fyrsta almenna keppnin verður
haldin í Keflavík laugardaginn 28.
maí. Daginn eftir verður síöan
keppni í Reykjavík, við Kringluna
kl. 14.00. Þar gefst öhum kostur á
að spreyta sig. Ökuleiknin byggist
aðallega á tveimur þáttum, annars
vegar á umferðarspurningum og
hins vegar á þrautaakstri þar sem
hæfnin skiptir máli, ekki hraðinn.
Allir er hafa ökuleyfi og skoðunar-
hæfan bíl geta tekið þátt í keppn-
inni gegn vægu þátttökugjaldi.
Engin hætta er á að bílar skemmist
í keppninni.
Hringferð ökuleikninnar
Föstudaginn 10. júní hefst hring-
fe'rð ökuleikninnar og verður byrj-
að á því að fara austur um og keppt
á Hellu. Auglýsingar verða hengd-
ar upp á hveijum stað þegar þar
að kemur. Einnig mun DV segja
jafnóðum frá keppnisstöðum í
sumar, greina frá úrslitum hverrar
keppni og birta myndir og viðtöl
við keppendur.
Sigurvegarar úr hvorum riðli
munu fara í úrslitakeppnina hinn
3.-4. september nk. Vegleg verð-
laun eru í boði en sigurvegarar fá
utanlandsferð auk bikarverðlauna.
Sá er aka mun villulaust í gegnum
þrautaplanið í keppninni hlýtur
Mazda-bíhnn að launum.
Aðalsteinn Gunnarsson
Andlát
Soffia Magnúsdóttir, Lokastíg 21,
Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspít-
ala að morgni 25. maí.
Friðleifur Egill Guðmundsson, Öldu-
slóð 5, Hafnarfirði, andaöist í
Landspítalanum 21. maí sl.
Guðmundur Pétur Gestsson, Hring-
braut 92, Keflavík, lést 25. maí í
Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Guðríður Sveinsdóttir, áöur til heim-
ihs að Reykjavíkurvegi 26, Hafnar-
firði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 25.
maí.
Guðmundur Ragnar Brynjólfsson,
fyrrverandi lögregluvarðstjóri,
Barmahlíð 55, lést á heimili sínu að-
faranótt fimmtudagsins 26. maí.
Tapaðfundið
Páfagaukur týndur úr
Garðabæ
Blár páfagaukur tapaðist á miðvikudag-
irm sl. frá Lækjarfit 3, Garðabæ. Finnandi
vmsamlegast hringi í síma 38834.
Poki fannst á Hvaifjarðarleið
Poki með leikfóngum og rúmfatnaði
fannst á Hvalfjarðarleið á hvítasunnu-
dag. Upplýsingar í síma 72282.
THkynningar
Kvenfélagið Fjallkonurnar og
Kvenfélag Breiðholts
fara í vorferð um Borgarfjörð laugardag-
inn 4. júni nk. Þátttaka tilkynnist til
Hildigunnar í s. 72002 og Þórönnu í s.
681418.
Dömur og herrar:
Nú drífið þið
ykkur í leikfími! \g
Tímar við allra hæfi
Karlmenn!
ítý3ja vikna
námskeið
hefst
30. maí
Leikfimi fyrir konur á
öllum aldri.
Hressandi, mýkjandi,
styrkjandi ásamt megr-
andi æfíngum.
Þarftu að
missa 15 kíló?
Sértímar fyrir konur
sem vilja léttast um 15
kg eða meira.
Sértímar fyrir eldri
dömur og þær sem þjást
af vöðvabólgum.
Hinir vinsælu
herratímar
í hádeginu
Frábær aðstaða
Ljósalampar, nýinn-
réttuð gufuböð og
sturtur. Kaffi og sjón-
varp í heimilislegri
setustofu.
Innritun
og frekari upplýsingar
alla virka daga frá
kl. 13-22 í síma
83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
Uppskeruhátíð og aðalfundur
skíðadeildar Fram
verður haldin 29. maí kl. 15 í félags-
heimili FYam viö Safamýri. ÖUum vel-
unnurum skíðadeUdarinnar er boðið í
kafíi og meðlæti og að vera þátttakendur
í uppskeruhátið félagsins eftir happa-
drjúgan vetur. Að lokinni uppskeruhátíð
verður hringt tU aðalfundar deUdarinnar
með venjulegum aðalfundarstörfum og
kosningu stjómar.
Skrifstofa Geðhjálpar
tilkynnir
að frá 1. júní veröur skrifstofan og félags-
miðstöðin lokuð mánuðina júní, júlí og
ágúst.
Tónleikar
Vortónleikar Samkórs
Trésmiðafélags Reykjavíkur
Nk. laugardag, 28. maí, kl. 14.30 heldur
Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur
sína árlegu vortónleika. Tónleikamir
verða í Breiöholtskirkju í Mjódd. Sungin
verða innlend og erlend lög undir stjórn
Guðjóns Böðvars Jónssonar við undir-
leUt Lám Rafnsdóttur.
Happdrætti
Vorhappdrætti
Tónlistarsambands
Alþýðu1988
Dregið hefur verið í vorhappdrætti Tón-
Ustarsambands Alþýðu 1988. Eftirtalin
númer komu upp. 1. Flugferð fyrir einn
tU Lúxemborgar meö Flugleiðum, nr. 438
og nr. 210. GeislaspUarar frá Nesco, nr.
1148, 610, 1426 og 372. Vinninga ber að
vitja sem fyrst að HjaUabraut 39,1 hæð
tU vinstri, Hafnarfiröi (Torfi). AUar nán-
ari upplýsingar em veittar í síma 51801.
Sigrún Þorsteinsdóttir með manni sínum, Sigurði Elíassyni, og dóttur þeirra.
DV-mynd Ómar
Vestmannaeyjar:
Lítill áhugi á
framboði Sigrúnar
- fundarmenn 14 þegar best lét
Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmaeyjum;
Sigrún Þorsteinsdóttir forseta-
framþjóðandi hélt sinn fyrsta fund í
kosningabaráttunni í Vestmannaeyj-
um í Akoges-húsinu í gærkvöldi og
virtust bæjarbúar ekki hafa mikinn
áhuga á þessum fundi því að fundar-
gestir voru milli 12 og 14 þegar þest
lét. Sigrún kynnti þarna stefnu sína
og hvemig hún ætlaði að haga kosn-
ingabaráttunni. Eftir fundinn var
Sigrún spurð nokkurra spurninga og
þá helst hvernig hún ætlaði að verja
laun og kjör hins almenna launa-
manns. í morgun hélt Sigrún frá
Vestmannaeyjum í 100 funda röö vítt
og breitt um landið.
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
vegna forsetakosninga 1988 hefst í skrifstofu Borgar-
fógetaembættisins að Skógarhlíð 6, mánudaginn 30.
maí á skrifstofutíma kl. 10-15. Mánudaginn 6. júní
verður utankjörfundaratkvæðagreiðslan flutt í Ár-
múlaskóla, Ármúla 10, opið er frá kl. 10-12, 14-18
og 20-22 virka daga, sunnudaga frá kl. 14-18.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
MMSimO
PC-TÖLVUR
0G PRENTARAR
VEIÐIHUSIÐ AUGLYSIR
KASTKEPPNI
Keppni í fluguköstum verður haldin við Veiðihúsið,
Nóatúni 17, sunnuda’ginn 29. maí kl. 14.00. Keppt
verður með ein- og tvíhendum sem Veiðihúsið legg-
ur til, aðrar stangir verða ekki leyfðar. Mjög vegleg
verðlaun verða í boði. Öllum heimil þátttaka. Skrán-
ing keppenda fer fram í Veiðihúsinu til kl. 14.00 á
laugardag.
VEIÐIHÚSIÐ
NÓATÚNI 17 - SÍMI 84085
Á GAMLA
VERÐINU!
(PC-tölvur frá kr. 49.900,-)
f JTÖLVULJUiB
v/Hlemm simi 621122